Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 65

Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK Arnað heilla O p' ÁRA afmæli. í dag, O O þriðjudaginn 17. október, verður 85 ára dr. Karl Helmut Briickner- Kortsson, fv. héraðsdýra- læknir og konsúll. Karl dvelur á afmælisdaginn á ættarheimili konu sinnar, Antje Briickner, að Ost- seering 5, D-18181 Bad Graal-Muritz, Germany, sími 00-49-38206-79389. BRIDS IJmsjún (iuðmuiiilur Páll Arnarsnn ÞEIR sem yfirmelda verða að spila vel úr samn- ingum sínum. Bandaríski spilarinn og bridshöfund- urinn Marshall Miles segir frá 40 ára gömlu spili í bók sinni Reisinger Challenge (1997), þar sem Bob Hamman sat í sæti sagn- hafa, þá ungm- maður og alls ekki stigahæsti spilari heims, eins og hann er í dag. Norður gefur; allir á hættu. Norður í 10642 ♦ AK1074 + A972 Vestur +ÁD3 vKD9 ♦ 95 +KG1086 Austur +1096 VG8752 ♦ G862 +5 Suður +KG87542 vÁ ♦ D6 +D43 Vestur Norður Austur Suður 1 ttgull Pass 1 spaði 21auf Pass Pass Pass Pass Pass Hamman fékk út hjarta- kóng. Samningurinn er greinilega vonlítill, jafnvel þótt spaðinn falli 3-3, því vörnin hefur nægan tíma til að brjóta upp laufíð. En Hamman var hvergi bang- inn og spilaði spaðakóng í öðrum slagi. Tilgangurinn var að láta vestur taka slaginn, þvl hann átti greinilega erfitt með að spila laufi frá KG. Og auð- vitað prófaði vestur hjartadrottningu. Hamm- an trompaði og spilaði nú spaðgosa! - aftur í þeim tilgangi að halda vestri inni í spilinu. Vestur drap og spilaði hjarta hlutlaust. Nú var björninn unninn. Hamman trompaði, tók tíguldrottningu og kóng og stakk þriðja tígulinn með sjöunni. Spilaði svo spaða á tíu austurs. Nú var tromp mótherjanna upp urið og nóg af fríslögum í blindum. „Þeir sem yfirmelda eins og Bob Hamman verða að spila eins og Bob Harnman," segir Miles og hefur rétt fyrir sér. O A ÁRA afmæli. í dag, OU þriðjudaginn 17. október, verður áttræð Guð- björg Þérhallsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á afmælisdaginn í húsi Matarlystar að Iðavöll- um 1, Keflavík, kl. 19. D A ÁRA afmæli. í dag, ÖU þriðjudaginn 17. október, verður sextugur Þorsteinn Einarsson, Funa- lind 7, Kópavogi. Eiginkona hans er Halldóra Hálfdan- ardóttir. Þau eru að heiman. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu 4.119 kr. Þær heita Heiða Dröfn Antonsdóttir, Karen Birgisdóttir, Silja G. Tryggvadóttir, Steinunn Steinsdóttir, Svava G. Helgadóttir, Guðný Rós Hjaltadóttir og Bára B. Jóhannsdóttir. SKAK llmsjón Helgi \ss lírélarsson STAÐAN kom upp á 3. al- þjóðlega mótinu í Þórshöfn, Færeyjum, sem lauk fyrir skömmu. Stórmeistarinn Stanislav Savchenko (2.579) frá Úkraínu hafði svart gegn norska alþjóð- lega meistaranum Leif Er- lend Johannesen (2.422). 27. - Rxh3+! 28. Khl 28. gxh3 endar með máti eftir 28. - Dg3+ 29. Kfl Dg2#. 28. - Dg3 29. He2 Hfe8 30. Hfl Hd6 og hvítur gafst upp enda staða hans ákaf- lega gleðisnauð. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-2. Alexander Grischuk og Ruslan Ponomariov, 7 vinningar af 9 mögulegum. 3. Alexander Baburin, 6 v. 4. -9. Stuart Conquest, Vadim Milov, Lev Psakhis, Rowson, Jonathan, Henrik Danielsen og Steffen Pedersen 5'Æ v. Hannes Hh'far Stefánsson fékk 5 vinninga og lenti í 10.-12. sæti, en Jón Viktor Gunn- arsson endaði í 13.-16. sæti með 4!/2 vinning. LJOÐABROT SOLBRAÐ Sólbráðin sezt upp á jakann, sezt inn í fangið á hjarni. Kinn sína leggur við klakann, kát, eins og augu í barni. Seytlan úr sporunum sprettir, spriklar sem glaðasta skrýtla. Gutlandi, litlir og léttir, læknirnir niðr eftir trítla. ÓlöfSigurðardóttir. STJORIVUSPA eftir Frances Urakc VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ferð ekki troðnar slóðir og oft misskilur fólk hversu snöggur upp á lagið þú ert. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það þýðir ekkert að vera með einhvem vælutón. Settu mál þitt fram af skynsemi og sanngimi og þá munu aðrir veita því athygli og taka af- stöðu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þótt athygli annarra sé alltaf góðra gjalda verð, er hún ekki undirstaða lífsins. Það era verk þín sem skipta máli og tala fyrir því hver þú ert. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) PA Þú hefur óvænt gaman af því að hitta gamlan vin og rifja upp með honum liðna daga. Og merkilegt hvað margt í nú- tímanum byggist á gömlu dögunum. Krabbi (21. júm-22. júlí) Þú átt að láta tilfinningar þín- ar í ljós, en ekki byrgja þær inni. Innibyrgðar tilfinningar eiga til að leita út með slæm- um hætti, þegar sist varir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Breytingar breytinganna vegna eru óráðlegar. Fai-ðu vandlega í gegn um málin og ef þú heldur að breytingar séu til bóta, þá breyttu til, en að- eins þá. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (SbL Gefðu þér tíma til þess að skoða hlutina í kring um þig. Fegurðin er í flestum hlutum og mörgum smáum og það er mannbætandi að gefa þeim gaum. Vog rn> (23.sept.-22.okt.) Hver tilviljunin á fætur ann- ai-ri birtist þér. Láttu þær ekki hrekja þig út af sporinu, heldur reyndu að notfæra þér það jákvæða við þær. Sporðdreki (23. okt.-21.nóv.) Það hjálpar manni oft að finna sinn innri mann að hjálpa öðr- um á einhvern hátt. Leitaðu þér lífsfyllingar, þar sem þú finnur sálina gleðjast. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) iBk) Það hefnir sín síðar að stinga höfðinu í sandinn og halda að öll vandamál séu þar með úr sögunni. Vendu þig á að taka strax á málum og leysa þau. Steingeit (22. des. -19. janúar) aF Það er til einskis að sífra stöð- ugt yfir glötuðum tækifærum. Það er nútíminn og framtíðin sem skipta máli svo þú skalt leggja fortíðina að baki. Vatnsberi f « (20. jan. -18. febr.) Vertu ekki hræddur við að sækjast eftir þeirri viðm-- kenningu sem þú átt skilið. Láttu ekki traðka á nafni þínu né gera lítið úr starfi þínu. Fiskar mt (19. feb. - 20. mars) W+ Það hjálpar ótvírætt að freista þess að sjá jafnan skoplegu hliðarnar á tilveranni. Gleymdu bara ekki, að öllu gamni íylgir nokkur alvara. Stjörnuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 65 fetra TRILLUR HJÓLABORÐ 0G VAGNAR Meö vog fyrir allt aö 1500 kg. Nákvæmrti upp á 0,03%. ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ARVIK ÁRMÚLA 1 • Sl'MI 568 7222 • FAX 568 7295 ÝMIS TILBOÐ í OKTÓBER REYNIR HEIDE ÚRSMIÐUR GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN ______Á GARÐATORGI 7, VIÐ „KLUKKUTURNINN"___ ÚR & DJÁSN • GARÐATORG 7 • GARÐABÆR • SÍMI565 9955 Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Landlæknisembættið Að lifa með astma Astmi er algengur sjúkdómur og reynist alvarlegur þegar meðferð er ófullnægjandi. Helstu einkenni astma eru mæði, surg fyrir brjósti og hósti. Þau geta komið í köstum jafnvel að næturlagi. Leitaðu læknis ef þú verður þeirra var. • Forðist reykingar og hvers kyns mengun. • Forðist þekkta ofnæmisvalda og kynntu þér hvar rykmaurar leynast á þínu heimili. • Farðu gætilega eftir öndunarfærasýkingar því astmaköst koma þá gjarnan í kjölfarið. • Farðu árlega í inflúensubólusetningu. • Kynntu þér rétta notkun innúðalyfja og láttu meta árangur þinn þar að lútandi. Regluleg mæling öndunargetu metur best árangur astmameðferðar. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fasteignir á Netinu vg> mbl.is \LLTAf= £!TTH\SAO NYTT ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KOSTABOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Friform | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.