Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 76

Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, StMl 5691100, SÍMBRÉFB691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆiri I ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Áætlað að kostnaður af framkvæmdum við byggingu Náttúrufræði- húss Háskólans hækki úr 1.200 í 1.600 milljonir 900 milljdnir þarf til að ljúka byg’gingii hússins FRAMKVÆMDIR við byggiiigu Náttúrufræði- húss Háskóla íslands í Vatnsmýrinni hafa á síðustu fjórum árum kostað um 700 milljónir króna. Sam- kvæmt nýlegu minnisblaði Páls Skúlasonar, rekt- ors Háskóla Islands, þarf um 900 milljónir króna til viðbótar ef klára á bygginguna á næstu þremur ár- um. Heildarkostnaður við húsið gæti því numið um 1.600 milijónum, sem er um 400 milljónum króna í^^geira en upphafleg áætlun, sem var upp á um 1.200 milljónir. Happdrætti Háskóla íslands hefur fjármagnað húsið til þessa, með um 100 milijóna króna framlagi á ári, alls um 500 milljónir, auk þess sem 250 millj- óna króna lán hyflir á Happdrættinu vegna framkvæmdanna. í minnisblaði rektors kemur fram sú hugmynd að fjármögnun, að á næstu þrem- ur árum nemi framlag Happdrættisins um 300 milijónum króna, um 120 milljónir komi sem fram- lag innan ramma menntamálaráðuneytisins, um 300 milljónir komi utan rammans og þá frá rQds- stjóminni og loks komi um 210 milljónir með því að fella niður einkaleyfagjald sem Happdrætti Há- skólans, eitt happdrætta hér á landi, hefúr greitt ríkissjóði árlega, um 70-80 milijónir á ári. Páll Skúlason rektor segir m.a. í viðtali við Morg- unblaðið að bygging Náttúrufræðihússins verði ekki kláruð nema af skólanum og með stuðningi frá ríkinu. „Það hefur legið íyrir í nokkur ár að Háskól- ann skortir fé til að Ijúka þessari byggingu sem fyrst. Þrýstingur á að ljúka þessu hefur vaxið á síð- ustu 2 til 3 árum, ekki síst vegna íjölgunar nemenda og þeirrar þróunar sem orðið hefúr í líffræði. Mikili vöxtur hefur verið í þessum greinum. Á sama tíma hefur kostnaður okkar við viðhald á byggingum skólans stórlega aukist. Viðhald hefur tekið meira af framkvæmdafénu en við hugðum," segir Páll. Stúdentaráð hefur undanfama viku staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir auka- fjárveitingu til Náttúrufræðihússins. Á fjárlögum fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi en samkvæmt samkomulagi við Háskól- ann og Þjóðminjasafnið renna 86 milijónir til fram- kvæmdanna árin 1999 og 2000. Útilokar ekki frekari framlög ríkisins í samtali við Morgunblaðið í dag segist Björn Bjamason menntamálaráðherra aldrei hafa útilok- að að ríkissjóður kæmi frekar að þessari byggingu. Vilji Háskólans þurfi hins vegar að vera skýr. Ráð- herra gerir athugasemdir við málflutning Stúdentaráðs og segir hann áróðurskenndan. Látið sé að því liggja að verið sé að skera framlög niður, þegar gengið sé lengra en samningar segðu til um. ■ Ráðherra útilokar ekki/38 Búnaðarbankinn Kaup- þing með 7,2% hlutafjár KAUPÞING hefur um nokk- urt skeið verið að auka hlut sinn í Búnaðarbankanum og er nú annar stærsti hluthafi bankans með 7,19% hlutafjár, ef miðað er við stöðuna síðasta föstudag. Aðrir helstu hluthafar eru ríkisfjárhirsla með 72,56%, Eftirlaunasjóður starfsmanna B.í. með 4,11% og WÍB hf., sjóður 6, með 1,28%. Aðrir hluthafar eiga innan við eitt prósent hlutafjár. I samtali við Morgunblaðið sagði Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, að ástæða þess að Kaupþing hefði verið að kaupa í Búnaðar- bankanum væri einfaldlega sú að fyrirtækið teldi bankann álitlegan fjárfestingarkost. ^ Þarsem tíminn stendur kyrr ÞAÐ var eins og tfminn hefði staðið í stað í heila öld þegar Ijósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Flatey á Breiðafirði á dögunum. Það er engu líkara en að ef vel væri gáð mætti sjá húsfreyjuna á bænum, íklædda peysufötum, standa við y ^f}>óðirnar, rétt líta upp frá bakstrin- um og skima eftir bónda sínum. Kyrrðin aðeins rofin einstaka jarmi hrútanna sem standa hnar- reistir vaktina rétt eins og væru þeir réttbornir konungar eyjunnar. Morgunblaðið/RAX Stálu valtara og stung’u því næst af það þegar þeir sáu lögreglubifreið nálgast. Þeir stukku þá af valtar- anum og komust undan á hlaup- um. Lögreglan telur sig þó vita deili á mönnunum. Engar skemmdir urðu á valtar- anum sem er notaður vegna fram- kvæmda í nágrenni íþróttavallar- ins. LÖGREGLAN á Höfn í Homa- firði hafði á sunnudagskvöld af- skipti af tveimur mönnum sem höfðu tekið valtara traustataki og óku honum um íþróttasvæði bæj- arins. Þegar lögregluna bar að garði stefndu mennirnir valtaranum upp á veg en hættu snarlega við G4 Cube. Meistarahönnun á heimsmælikvarða. aoo Skaftahlfð 24 • Sfmi 530 1800 • Fax 530 1801 Kvennaathvarfíð flytur í nýtt og hentugra húsnæði Færri koma til dval- ar en fleiri í viðtöl HÚS Kvennaathvarfsins hefur ver- ið selt og hafa Samtök um kvenna- athvarf fest kaup á öðru húsi og þangað verður öll starfsemi Kvennaathvarfsins flutt skömmu eftir næstu áramót. Jóna Sigurlín Harðardóttir, framkvæmdastjóri Kvennaat- hvarfsins, segir að nýja húsið sé svipað að stærð og það gamla, rúm- lega 400 fermetrar, en að rýmið þar nýtist betur og sé hentugra fyrir starfsemi samtakanna eins og hún hafi þróast undanfarið. Hægt að hýsa jafnmargar konur í nýja og gamla húsinu Að sögn Jónu verður hægt að hýsa með góðu móti jafnmargar konur í nýja húsinu og í því gamla. Þar séu um 22 rúm og segir hún að hægt sé að bæta við plássum þegar þörf krefur, enda sé konum, sem leita aðstoðar, aldrei vísað frá Kvennaathvarfinu. Jóna segir að í nýja húsinu verði jafnframt betri aðstaða fyrir viðtöl og vinnu sjálfshjálparhópa svo að dæmi séu tekin, en eftirspurn eftir viðtölum og ráðgjöf hjá samtökun- um hafi farið vaxandi en konum sem koma til dvalar hafi farið fækkandi. Minni aðsókn þegar ástand í þjóðfélaginu er betra „Það sem við höfum séð núna síðustu ár er að það eru fleiri kon- ur sem kjósa að vinna sig út úr of- beldi með því að koma í viðtöl en að koma til dvalar,“ segir Jóna. „Ég held að það sé engin einhlít skýring á þessu. Sumir vilja segja að þegar það er betra ástand í þjóðfélaginu líði fólki almennt betur og þá sé minni aðsókn í kvennaathvarf." Jóna bætir við að einnig geti ver- ið að konum bjóðist fleiri úrræði nú en áður til að vinna sig frá ofbeldi. Konur þurfi því síður að yfirgefa heimili sín. Jóna segir að erfitt sé að segja til um hvort heimilisofbeldi hafi minnkað upp á síðkastið enda hafi engin rannsókn verið gerð á því en ljóst sé að konum sem leiti til Kvennaathvarfsins fari fækkandi. Árið 1998 komu um 400 konur í Kvennaathvarfið, þar af 286 konur í viðtöl og 114 til dvalar. Árið 1999 komu um 300 konur, þar af 181 kona í viðtal og 117 til dvalar. Seg- ist Jóna telja að það sem af er þessu ári sé fjöldi kvenna sem leit- að hafi til Kvennaathvarfsins svip- aður og hann var í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.