Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 24
BETRISTOFAN.IS
24 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Lína.Net hf. leggur ljósleiðara til Vestmannaeyja
150 km á sex vikum
Jarðvinnuframkvæmdir Línu.Nets hófust í byrjun október og áætlað er að
þeim verið lokið fyrir 17. nóvember.
LÍNA.NET hf. stendur nú í miklum
framkvæmdum við að leggja ljósleið-
ara til Vestmannaeyja. Megintil-
gangurinn með þessari framkvæmd
er að tryggja öfluga tengingu við
Cantat-sæstrenginn í Vestmanna-
eyjum fyrir áramót og að geta boðið
þéttbýliskjömum, fyrirtækjum og
einstáklingum á Suðurlandi upp á
öflugar tengingar strax á næsta ári.
Farið var í gang með undirbún-
ingsvinnu nú í sumar og hefur sú
vinna, val á lagnaleið og leyfísmál,
verið í höndum verkfræðistofunnar
Línuhönnun hf. Akveðið var að fylgja
þjóðvegi nr. 1 og fara þannig í gegn-
um Hveragerði og Selfoss og tengja
ljósleiðarann við örbylgjukerfm sem
rekin eru í þeim og einnig verður far-
ið framhjá Hellu og Hvolsvelli. Aust-
an við Hvolsvöll er stefnan tekin nið-
ur á Landeyjasanda þar sem sæ-
strengur er lagður til Eyja og kemur
upp á Skansinum. Þaðan liggur leiðin
inn í símstöðina í Vestmannaeyjum
þar sem tengibúnaður verður settur
upp fyrir Cantat.
Akveðið var að skipta verkinu upp
Framtíðin er komin!
Ljósleiðaranet til eilífðar
Johan Rönning býður nú upp á, fyrst íslenskra fyrirtækja, Ijósleiðaranetkerfi
á verði sem er sambærilegt við koparnetkerfi. Kerfið, Volition, er fyrsta
alhliða lausnin með Ijósleiðaranetkerfi [fibre-to-the-desk3 á markaðnum
og kemur það frá hinu þekkta fyrirtæki 3M.
Kerfið býður upp á heildarlausn og hægt er að tvinna það saman víð öll
önnur netkerfi. I\lú þegar hefur fjöldinn allur af erlendum fyrirtækjum
ásamt íslenskum sett upp slíkt net til að auka hraða, öryggi og vera tilbúin
fyrir kröfur framtíðarinnar.
Volrtion
Innovation
twww.ronning.isl
JOHAN
Wf/l RÖNNING
[Sundaborg 15 Sfmi: 5 200 8001 [Óseyri 2 Sfmi: 4 600 8001
í fimm áfanga til að hraða fram-
kvæmdum og er fyrsti áfanginn frá
Arbæ í Reykjavík til Selfoss um 48
km, annar áfangi er frá Selfossi til
Hellu sem er um 36 km. Þriðji áfang-
inn er svo frá Hellu niður á Land-
eyjasand um 40 km, fjórði áfangi er
um 12 km sjóleiðina til Eyja og
fímmti áfanginn er í Eyjum þar sem
leggja þarf um einn km frá Skansin-
um og í símstöðina. í allt gerir þetta
um 150 km með ljósleiðaratengingu
út í Tæknigarð sem er einn af
tengipunktum Línu.Nets.
Samið var við Gröfuna ehf. frá
Reykjavík um fyrsta áfangann, Aust-
firska verktaka hf. frá Egilsstöðum
um annan áfanga og við Vinnuvélar
Pálmars Friðrikssonar frá Sauðár-
króki um þriðja áfangann. Fjórði
áfanginn er tekinn af Sjóverk ehf. frá
Kópavogi og verið er að semja við
verktaka í Eyjum um þann fimmta.
Við lagningu á Ijósleiðaranum var
ákveðið að fara aðrar leiðir við lagn-
inguna en þær hefðbundnu aðferðir
sem notaðar hafa verið hingað til hér
á landi. Ákveðið var að plægja niður
rör frá Reykjavík að Landeyjarsandi
sem eru sérhönnuð til þess að hægt
sé að skjóta í þau strengjum með
loftþrýstingi. Þetta gerir það að
verkum að hægt er að notast við
hefðbundna ljósleiðara sömu gerðar
og notaðir eru til ídráttar innanbæj-
ar. Þetta flýtir einnig framkvæmda-
hraða jarðvinnuverktakanna veru-
lega. Samið var við Ljósvirki ehf. um
lagningu á ljósleiðaranum og teng-
ingar, frá Reykjavík til Vestmanna-
eyja, en þeir hafa fjárfest í útbúnaði
sem er sérhannaður til að geta skotið
strengjum með loftþrýstingi og við
kjöraðstæður er hægt að skjóta allt
að 4 km í einu, samkvæmt upplýsing-
um frá Eiríki Bragasyni, fram-
kvæmdastjóra Línu.Nets.
Jarðvinnuframkvæmdir hófust í
bytjun október og áætlað er að
jarðvinnuframkvæmdum verði lokið
fyrir 17. nóvember og að lagnavinna
og tenging við Cantat-sæstrenginn
verði komin á fyrir 1. desember. I
dag er búið að leggja sæstrenginn og
plægingu á um 36 km af rörum milli
Selfoss og Hellu er lokið. Um 20 km
kafia er lokið af plægingu austur frá
Hellu og er áætlað að sá áfangi, niður
á Landeyjarsanda, klárist í næstu
viku. Búið er plægja frá Kömbunum
á Hellisheiði og langleiðina að Litlu
kaffistofunni sem er um 15 km kafli
og erfiðasti hlutinn af leiðinni. Lagn-
ing á ljósleiðaranum er hafin og þeg-
ar þetta er skrifað er lokið við að
skjóta um 10 km af streng frá Sel-
fossi og austureftir.
-------*-4_»-------
Ráðstefna
um Netið
FJALLAÐ verður um mikilvægi
Netsins á öllum sviðum fyrirtækja-
reksturs á ráðstefnu um rafræna
viðskiptahætti. Það eru Teymi,
Skýrr, PrieewaterhouseCoopers,
Netís, Opin kerfi og Veita sem
standa að ráðstefnunni. Fyrirlesarar
koma frá fimm þjóðlöndum og meðal
þeirra er Francis Veldeman sem hef-
ur gegnt lykilhlutverki í velgengni
lausnar Oracle á sviði rafrænna við-
skiptahátta í Evrópu og víðar. Mun
hann fjalla um þau tækifæri sem
bíða íslenskra fyrirtælg'a á Netinu
og nýjustu þróunina í viðskipta-
lausnum sem keyra alfarið á Netinu.
Ráðstefnan verður haldin í ís-
lenska kvikmyndaverinu og fer fram
föstudaginn 3. nóvember. Hún er
sérstaklega ætluð stjómendum og
millistjómendum fyrirtækja og
stofnana. Ráðstefnan hefst klukkan
09:00 og stendur til 16:30. Samtímis
verður opið sýningarsvæði þar sem
lausn Oracle á sviði rafrænna við-
skiptahátta verður kynnt og starfs-
menn fyrirtækjanna sem að ráð-
stefnunni standa svara spurningum
gesta.