Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBÉR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ómögulegt
ástand
Sonja Jusufí-Nikulie er tákngervlngur þeirra
örfáu Serba sem eftir eru í Kosovo. Urður
Gunnarsdóttir hitti hana á fjölþjóðlegu út-
varpsstöðinni sem hún rekur í Pristina.
ÞEGAR Sonja Jusufi-Nikulic beið
skelfingu lostin eftir því að
sprengjunum hætti að rigna yfir
Pristina fyrir hálfu öðru ári grun-
aði hana ekki að maðurinn sem bar
ábyrgð á árásum NATO yrði vinur
hennar. Hana grunaði heldur ekki
að starfið í bankanum myndi heyra
fortíðinni til og að áður en árið væri
úti ræki hún útvarpsstöð og sæti í
einu æðsta pólitíska ráði héraðsins.
Sonja vissi hins vegar að miklar
breytingar væru yfirvofandi, þótt
þær yrðu meiri en hún hefði nokk-
urn tíma getað ímyndað sér.
Staða Sonju er einstök, hún er
tákngervingur þeirra Serba sem
enn búa í Pristina en þeir eru tæp-
lega 200 að hennar sögn. Talið er að
þeir hafi verið um 50.000 fyrir stríð
en þeir hafa nær allir flúið. Eftir er
eldra fólk sem er einangrað í íbúð-
um sínum og örfáir ungir Serbar
sem vinna hjá alþjóðasamtökunum.
Þar sem Sonja á sæti í Kosovo-ráð-
inu, pólitísku samstarfsráði Sam-
einuðu þjóðanna og Kosovo-búa,
nýtur hún verndar vopnaðra varða
hvert sem hún fer enda þekkt and-
lit í borginni. „Ég skil ekki hvers
vegna einhver vill drepa mig en ég
veit að það þarf ekki nema einn
reiðan mann sem vill bara drepa
hvaða Serba sem er,“ segir hún.
Dæturnar urðu
róttækir Serbar
Sonja þekkir mætavel þá erfið-
leika sem fylgja samskiptum þjóð-
anna í Kosovo og það varð til þess
að hún stofnaði ásamt fleirum út-
varpsstöð þar sem Serbar, Albanar
og Tyrkir vinna saman og útvarpað
er á öllum þremur málunum. Fyrir
þrjátíu árum varð hún ástfangin af
Tyrkja og giftist honum, þrátt fyrir
hörð viðbrögð beggja fjölskyldna
og margra vina. „Eg var barnaleg
og hélt að ástin yfirynni allt. Hún
gerði það ekki en ég hef alla tíð síð-
an barist fyrir því að þjóðirnar hér
geti búið saman í friði. En það hef-
ur verið erfitt þótt ég hafi t.d. alltaf
átt vini af öllum þjóðernum."
Síðastliðinn áratug hafa sam-
skipti þjóðanna farið hríðversnandi
og Sonja segir það hafa verið sér
mikið áfall að dætur hennar skyldu
fylgja róttækum Serbum í Kosovo
að málum, Serbum sem vildu ekk-
ert með Albana hafa og trúðu því að
þeir myndu myrða alla Serba og
stofna sjálfstætt ríki. „Dætur mín-
ar neita að viðurkenna að Serbar
hafi framið voðaverk í stríðinu og
saka mig um að hafa sagt þeim sög-
ur sem áttu sér ekki neina stoð í
raunveruleikanum."
Fjölþjóðleg útvarpsstöð
Útvarpsstöðinni sem Sonja
stofnaði, Contact, er ætlað að sýna
að þjóðimar geti unnið saman og
það gera þær. Stöðin nýtur fjár-
stuðnings erlendis frá því erfitt er
að fá auglýsendur til að kaupa tíma.
Reksturinn er erfiður því margir
hafa horn í síðu þeirra sem þar
vinna. Serbamir óttast um líf sitt,
einn fréttamannanna var skotinn
niður á götu um mitt sumar og
mátti teljast heppinn að halda lífi.
Albanarnir verða fyrir áreiti fyrir
að vinna með Serbum og reyna að
halda því leyndu hvar þeir vinna.
Þá er Sorija undir miklum þrýstingi
frá öðram Serbum, sem vilja að
stöðin útvarpi eingöngu á serb-
nesku.
í Kosovo-ráðinu era samskiptin
að mestu kurteisleg en kuldaleg,
segir Sonja.
Topptilboð
Toppskórinn Xoppskórinn
SUÐURLANDSBRAUT 54 X VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG
SÍMI 552 1212
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SlMI 533 3109
Opið laugard. kl. 10-16
Opiðlaugard. kl. 10-14
Herraskór
Teg.: 1370457
Litur: Svartur
Stærðir: 40-46
Verð áður 5.995
Verð nú 3.995
Dömuskór
Teg.: 272046752
Litur: Svartur
Stærðir: 36-41
Verð áður 6.995
Verð nú 4.995
SENDUM í PÓSTKRÖFU
MorgunblaðiðAJrður
„Alla mina ævi hef ég barist fyrir frelsi og nú hef ég misst það,“ segir Sonja Jusufí-Nik.
Stjórnmálaleiðtogar Albana
hunsa hana flestir, „raunar sumir
alþjóðlegu embættismannanna
einnig. Þeir segja að ef þeir sjást á
tali við mig haldi Albanarnir að þeir
séu Serbavinir og það vilja þeir
ekki. En ég á engu að síður marga
vini á meðal alþjóðlega starfsfólks-
ins hér og ein ánægjulegasta und-
antekningin frá hræðslunni við að
sýna sig með mér var þegar Javier
Solana, þáverandi framkvæmda-
stjóri NATO, kom hingað. Þá lagði
hann áherslu á að segja fólki að
hann ætlaði að sjá útvarpsstöðinni
fyrir aðstoð. Við höfum hist nokkr-
um sinnum síðan þá, hann er yndis-
legur maður.“
Sonja segir alþjóðasamfélagið
hefði getað gert betur í Kosovo.
Það hafi komið mönnum í opna
skjöldu hversu mikið hatrið var og
þeir hafi misst áttirnar. „Ég er að
reyna að fá fólk til að skilja að
menn verða að hætta að kenna öðr-
um um það sem miður hefur farið.
Á meðan Milosevic var við völd var
honum kennt um allt í Serbíu.
Albanar varpa ábyrgðinni á öllu
hér yfir á Serba og alþjóðasamfé-
lagið. Þessu verður að linna.“
Ástandið hefur lítið sem ekkert
batnað á því rúma ári sem liðið er
frá því að NATO hætti sprengju-
árásum á Júgóslavíu og sendi her-
lið til Kosovo.
„Þetta er ómögulegt ástand. Það
er hræðilegt að Serbarnir skuli enn
vera að flýja Kosovo og það er jafn-
skelfilegt að fólk skuli vera að snúa
aftur til þessa ástands. Það gerir
sér ekki grein fyrir því hvað það er
hættulegt, það dreymir bara um að
komast aftur til heimila sinna.
Flestir bíða hins vegar átekta í
Serbíu.
Það sem er svo hræðilegt við hin
lokuðu samfélög, þar sem fólk
kemst ekkert, er hvernig andrúms-
loftið breytist, menn verða róttæk-
ari, reiðari og óheftari. Dætur mín-
ar fluttu báðar frá Pristina til
Gracanica en önnur þeirra gafst
upp, sagðist vera að kafna. Hún
flutti aftur hingað, þar sem hún
vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum.
Af tvennu illu hefði ég heldur viljað
að hún hefði verið um kyrrt því ég
er hrædd um líf hennar.“
Sonja viðurkennir að hún hafi
íhugað að flýja Kosovo áður en
stríðið braust út, því það hafi verið
svo greinilegt hvað var í uppsigl-
ingu. Reyndar hafi hana ekki grun-
að hve skelfilegt ástandið myndi
verða fyrir Serba eftir stríðið. Hún
hafi hins vegar ekki getað slitið sig
burt frá staðnum og nú sé það enn
erfiðara. „Ég er tengd Kosovo og
því sem ég er að gera hér. Margir
vina minna eru farnir, flestir til
Belgrad, og Albanarnir eru hrædd-
ir við að hafa samband við mig. Ég
hitti þá varla nokkurn tíma lengur,
það stefnir lífi okkar allra í hættu
og er erfitt því ég fer ekkert án líf-
varðanna. Ég hef misst mikið og
hef einangrast. Alla mína ævi hef
ég barist fyrir frelsi og nú hef ég
misst það, að minnsta kosti ferða-
frelsið, en hugurinn er ennþá frjáls
og það er fyrir mestu.“
Saknar hún allra daglegu hlut-
anna sem eru útilokaðir? „Ég leyfi
sjálfri mér ekki að hugsa um það,
þetta er raunveruleiki minn nú.“
Hún er ekki sérlega vongóð um
framtíðina, þótt hún leyfi sér að
vona að með tilkomu Vojslavs Kost-
unica í embætti forseta Júgóslavíu
muni samskipti Serbíu og Kosovo
batna. „Ég veit ekki hvað verður,
Albanarnir spyrja mig í sífellu
hvort ég gæti búið í sjálfstæðu
Kosovo. Get ég það? Ég á ekkert
svar við því.“
Þetta er minn veruleiki
Ungir og enskumæl-
andi Serbar eru um
kyrrt í Kosovo þrátt
fyrir hættuna sem
það setur þá í þar
sem það er eini mögu-
leikinn á vinnu.
Pristina. Morgunblaðið.
Bíll Slavisa Mladenovic er með Prist-
ina-númeraplötur en hann kemst
ekki til borgarinnar á honum þrátt
fyrir að hann vinni þar og búi í 10
mrnútna íjarlægð. Slavisa er 22 ára
og starfar hjá einni af alþjóðastofn-
ununum í Kosovo. Hann yfirgefur
vinnustaðinn aldrei öðruvísi en ak-
andi og fer þá beint í heimabæ sinn,
Gracanica. Þar getur hann gengið
um frjáls ferða sinna en þar er ekki
mikið við að vera, fáein kaffihús og
þrír veitingastaðir í 6.000 manna
bæ. Slavisa er þó að mörgu leyti
heppinn, hann hefur góð laun og
kemst annað slagið úr því fangelsi
sem hann segist búa í.
Slavisa er frá Gracanica og vill
hvergi annars staðar búa ef honum
gefst kostur á. Hann var nemandi í
hagfræði við háskólann í Pristina
fram á vor 1999 en hefur starfað
sem túlkur og þýðandi í rúmt ár.
Fyrstu mánuðina eftir að Sameinuðu
þjóðimar tóku við stjóm héraðsins
gekk hann um götur Pristina
óáreittur en fyrir réttu ári, um það
leyti er Búlgari var skotinn á götu
úti fyrir að tala móðurmál sitt, var
það hins vegar ekki
mögulegt lengur.
Sjálfur var Slavisa
stöðvaður á götu úti
og spurður hvað
klukkan var, í hugum
margra lykilspuming
til að kanna hvort
svarað yrði á serb-
nesku.
Frá þeim tíma hefur
hann ekki yfirgefið
vinnustaðinn gang-
andi nema í undan-
tekningartilfellum,
segist hræddur á göt-
um úti. Hann borðar
alltaf í mötuneyti
vinnustaðarins nema
þegar albanskir samstarfsmenn
koma með mat til hans. Nánustu
vinnufélagar Slavisa hafa reynst
honum vel en svo er ekki um alla,
honum hafa borist dulbúnar hótanir
af hálfu Albana sem vilja sjá alla
Serba yfirgefa Kosovo.
Slavisa hefur tekið áhættu og
hurð skollið nærri hælum. Hann fer
nokkmm sinnum á ári til Serbíu og
þá jafnan í herfylgd, sem Serbum er
boðin. Hann hefur einu sinni keyrt
án hennar og var þá eltur af manni
sem bar kennsl á hann og ók til hlið-
ar við hann og tók framúr reglulega
og dró fíngur þvert. yfir hálsimi.
Slavisa komst hins vegar að herstöð
áður en nokkuð meira gerðist.
„Ég hef ekki gert neinum manni
neitt en ég veit ekki hvernig ég á að
útskýra það fyrir fólki. Ég veit full-
vel að hér voru framin grimmdar-
verk í stríðinu. Ég sá það í serbneska
sjónvarpinu, bardagana í Drenica,
brunnin hús. En hvað með það sem
Albanir eru að gera
Serbum núna? Hvað
með alla þá Serba sem
hafa horfið sporlaust og
hafa verð myrtir? Hvað
með eyðilegginguna í
Pristina? NATO olli
meiri skemmdum en
serbneski herinn í borg-
inni. Þetta er það sem
ég sé, þetta er minn
veruleiki."
Ekki myndi mörgum
íslenskum jafnöldrum
Slavisa þykja líf hans
spennandi, það eru eng-
in kvikmyndahús, engin
diskótek í Gracanica.
Hann fer oftast á Aster-
ix-pizzustaðinn sem föðurbróðir
hans rekur, hjálpar stundum til, eða
situr með vinunum og kærustunni
Önu. Hún var atvinnulaus þar til fyr-
ir skemmstu að þau opnuðu litla
fataverslun fyrir fé sem Slavisa
lagði fyrir af laununum.
Andrúmsloftið í Gracanica virðist
ósköp afslappað fyrir utanaðkom-
andi. „Það er blekking, fólk er niður-
dregið og óhamingjusamt. Margir
hafa farið, mest ungt fólk, og fáeinir
snúið aftur. Þeir sem dvelja hér
áfram gera það vegna þess að þeir
eru í vinnu hjá alþjóðasamtökum eða
í einhverjum viðskiptum, selja sígar-
ettur, bcnsín eða bara hvað sem er.
Það er auðveldara að verða sér úti
um peninga og vinnu hér en í Serbíu.
En þetta er ekkert líf, þetta er fang-
elsi og ég veit ekki hvað ég get hald-
ið lengi áfram ef ástandið batnar
ekki. Þá fer ég til Serbíu, mig langar
ekki til þess en kaimski verður mér
nauðugur einn kostur."