Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 32

Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 32
32 FÖSTUÐAGUR 27. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistardagar Dómkirkjunnar 28. okt. - 22. nóv. Ddmkórinn frumflytur nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson á setningartónleikum Tónlistardaga. Guði einum til dýrðar Tónlistardagar Dómkirkjunnar verða settir á morgun en þeir eru nú haldnir nítjánda árið í röð. Margrét Sveinbjörnsdóttir gluggaði í dagskrána og ræddi við Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld. Dagskrá Tónlistar- daga Laugardagur 28. okt. kl. 17 Setning Tónlistardaga. Frumflutt kórverkið Undir aldamót eftir Þorkel Sigur- björnsson fyrir kór, barnakór, málmblásara og orgel. Auk Dómkórsins eru flytjendur Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Bjömsdóttur, Guðný Einarsdóttir organleik- ari, málmblásarar úr Sinfón- íuhljómsveit Islands og Mar- teinn H. Friðriksson. Dómkórinn flytur einnig Alda- söng eftir Jón Nordal, Skóla- kór Kársness syngur og Mar- teinn H. Friðriksson leikur orgelverk eftir J. S. Bach til að minnast andláts hans fyrir 250 árum. Laugardagur 4. nóv. kl. 17 Deborah Calland og Barry Millington frá London leika á trompet og orgel. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við R. Wagner-félagið á Islandi. Laugardagur 11. nóv. kl. 17 Orgeltónleikar Steingríms Þórhallssonar. Sunnudagur 12. nóv. kl. 17 Tónleikar Unglingakórs Selfosskirkju undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og Drengjakórs Laugarneskirkju undir stjórn Friðriks Kristins- sonar. Laugardagur 18. nóv. kl. 17 Requiem eftir G. Fauré. Flytj- endur: Margrét Bóasdóttir, Bergþór Pálsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson. Miðvikudagur 18. nóv. kl. 20.30 Minningartónleikar um mæðgurnar Guðfmnu Vigfús- dóttur og Hólmfríði Sigurjóns- dóttur. Flytjendur: Sigur- björn Bemharðsson fíðluleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngvari, As- hildur Haraldsdóttir flautu- leikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. YFIRSKRIFT daganna er Soli Deo Gloria eða Guði einum til dýrðar en upphafsmaður Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar er Marteinn H. Friðriks- son, dómorganisti og stjórnandi Dómkórsins. AUt frá upphafí eða frá árinu 1982 hafa tónskáld verið fengin sérstak- lega til að semja kórverk sem Dóm- kórinn hefur frumflutt á Tónlistar- dögum. Aðallega hefur verið leitað í smiðju íslenskra tónskálda en einnig hafa ýmis erlend tónskáld samið fyr- ir kórinn. Þá hafa verið fengnir gestalistamenn víða að til að taka þátt í Tónlistardögum. Að þessu sinni koma þeir frá London, Róm og Selfossi. Meðal þeirra tónskálda sem samið hafa verk fyrir Tónlistardagana em Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkell Sigurbjömsson, Páll P. Pálsson, Jón Asgeirsson, Mist Þorkelsdóttir og Atli Heimir Sveinsson. Af erlendum tónskáldum má nefna tékkneska tónskáldið Petr Eben og Knut Ny- sted frá Noregi. Á setningartónleikunum, sem hefjast kl. 17 á morgun, verður fmm- flutt verk Þorkels Sigurbjömssonar, Undfr aldamót, við kvæði Sigur- bjöms Einarssonar. Einnig verður fluttur Aldasöngur eftir Jón Nordal og orgelverk eftir Bach. Bætt skilyrði til tónlistar- flutnings í Dómkirkjunni Á kirkjuvígsludeginum á sunnu- dag er hátíðarmessa í kirkjunni og þá verður tónverk Þorkels endur- flutt. Ennfremur flytur Dómkórinn verk Mistar Þorkelsdóttur, Laudate pueri. Allir viðburðir Tónlistardaga fara fram í Dómkirkjunni og em þeir hinir fyrstu eftir gagngerar endur- bætur á kirkjunni sem bætt hafa skilyrði til tónlistarflutnings til mik- illa muna. Dagskrá Tónlistardaga Dómkirkj- unnar í heild sinni er að finna annars staðar hér á síðunni. Frekar blátt áfram og aðgengilegt“ HIÐ nýja verk Þorkels Sigurbjörassonar, Undir aldamót, sem frumflutt verður á setningartónleikunum á morgun er samið við samnefnt ljóð eftir fóð- ur tónskáldsins, Sigur- bjöm Einarsson bisk- up* „Verkið varð til síðs- umars að ósk Dóm- kórsins og Marteins H. Friðrikssonar. Hann óskaði sérstaklega eft- ir því að það yrði líka fyrir Skólakór Kárs- ness og það var auðsótt mál,“ segir Þorkell. Undir aldamót er ekki fyrsta verkið sem Þorkell semur tii flutn- ings á Tónlistardögum Dómkirkj- unnar en árið 1984 frumflutti kór- inn eftir hann Áminningu fyrir sexraddaðan kór. Þegar hann er beðinn að Iýsa nýja verkinu segir hann það samið fyrír kór, bamakór, fjóra málmblásara og orgel. „Maður reynir náttúrulega að fylgja textanum eftir og ekki stríða á móti honum. Ég held að þetta sé bara frekar blátt áfram og aðgengilegt, bragarhátturinn kall- aði á það. Þetta er hefðbundinn ambrósíanskur háttur eða öfugur Þorkell Sigurbjöms- son tónskáld. tvfliður," segir Þor- kell. Hann segir verkið frekar stutt. „Það var eindregin ósk Marteins að þetta yrði ekki óþægilega langt,“ bæt- ir liann við. Eins og litil kantata Fyrr á þessu ári efndi kristnihátíðar- nefnd til samkeppni um lag við ljóð Sigur- bjöms og fyrstu verð- laun hlaut Veigar Mar- geirsson. Lagið var flutt á Kristnihátíð á Þingvöllum á liðnu sumri. Þorkell segir að þar sem það lag hafi verið til hafí honum ekki dottið í hug að semja aiinað „Iag“ heldur „meira eins og litla kantötu" eins og hann orðar það. Þríðji Qölskyldumeðlimurinn kemur við sögu í flutningi verksins, Guðný Einarsdóttir, sem leikur á orgelið. Hún er bróðurdóttir Þork- els og „mjög efnilegur ungur organ- isti“ að hans sögn. Þorkell leit inn á æfingu í Dómkirkjunni í fyrrakvöld og var að sögn ánægður með það sem hann heyrði. „Þetta er einvalalið og fínn hljómur." Kínversk listakona í Galleríi Fold KÍNVERSKA listakon- an Lu Hong opnar sýn- ingu í Baksalnum í Gall- eríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, á morgun, laugar- dag, kl. 15. Sýninguna nefnir lista- konan íslensku fjöllin. Lu Hong er fædd í Peking í Kína áríð 1957. Árið 1981 fékk hún inn- göngu i Kínverska lista- háskólann í Peking (Zhongyang Meishu Xu- eyuan), sem er virtasti myndlistarskóli Kínverja. Þar naut hún handleiðslu fæmstu kennara. Lu Hong valdi hefðbundna kín- verska landslagsmálun (sansui) sem sérsvið og hún var fyrsta konan sem útskrifaðist frá þessum merka skóla í þessari grein. Eftir listnámið i Kína starfaði Lu Hong um hríð við Listasafn Peking- borgar, en árið 1986 hélt hún til Tók- ýó í Japan og lagði stund á japönsku og japanska myndlist. Hingað kom hún árið 1990 og hef- ur verið búsett hér síðan. . Hong við eitt verka sinna. Lu Hong notar eingöngu hefð- bundin kínversk verkfæri og efni við listsköpun sína. Penslarnir eru hand- gerðir úr geitarhári. Liturinn er kín- verskt blek sem hún blandar sjálf eftir aldagömlum hefðum. Pappírinn er handgerður og unninn úr bambus eftir 2000 ára gamalli hefð. Lu Hong hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga í Kína, Japan og á Islandi. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17, og sunnudaga kl. 14-17. Sýningin stendur til 12. nóvember. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikarar á æfíngu ásamt leikstjóranum, Ylfu Lind Gylfadóttur. Herramennirnir frum- sýndir í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Hveragerðis frumsýn- ir leikritið Herramennina í Völundi, við hliðina á Eden, á morgun, laugar- dag kl. 15. Leikaramir í Herramönnunum eru böm og unglingar í Hveragerði, 25 talsins en alls koma um 40 manns að uppsetningu sýningarinnar. Leik- stjóri er Ylfa Lind Gylfadóttfr. Herramennimir eru í leikgerð Önnu Jórunnar Stefánsdóttur sem einnig samdi sönglög og texta við leik- verkið. Leikritið er unnið upp úr átta Herramannabókum og þeir sem hafa lesið bækumar kannast við herra Há- væran, herra Hroka, herra Kjaftask, herra Hnýsinn, herra Skell, herra Gleyminn, herra Rugla, herra Subba, herra Snyrtinn og herra Þrifinn. Allir hafa herramennimir sín sérkenni sem koma fram en á sýningunni fá áhorfendur að heyra um samskipti íbúanna í Bestabæ við herramennina sem em dálítið sérstakir. „Bömin sækja í að vera með í leik- félaginu hjá okkur og em mjög áhugasöm um að leika og koma fram. Þessi virkni þeirra er mjög skemmti- leg og gaman að starfa með þeim,“ sagði Anna Jómnn Stefánsdóttir. Leikritið verður einnig sýnt á sunnu- daginn, aðrar sýningar verða 3., 5., 11. og 12. nóvember. Miðaverð er kr. 500. ------------------------ Sýningu lýkur SÝNINGU hollenska listamannsins Gerards Groots frá Hollandi í Galler- íi Reykjavík lýkur í dag. Gerard er fæddur árið 1942 í Heiloo í Hollandi en býr nú í Bergen. Menntun sína fékk Gerard í The Rietveld Academy. Inntak þeirra verka sem Gerard sýnir í Gallerí Reykjavík hefur hann fengið á ferð- um sínum um landið undanfarin ár. Sýningin er opin kl. 13-18. c K' IVI ■2000 Laugardagur 27. október I LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 18-20 Café9 Q2-The Negative. Dagskrá þarsem klassískir tónlistarmenn frá þremur borgum koma til með aö spila sam- an á hljóðfæri. www.cafe9.net ART2000 Fyrirlestur Martin Knakkegaard í Salnum kl. 17. Á tónleikum íSalnum kl. 20 koma fram Vindva Mei, Product 8 og Stilluppsteypa. Kvöld- barinn á Gauknum frá kl. 22. www.musik.is/art2000 HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ KL. 20 Á mörkunum Vitieysingarnir, gamanleikrit um ungt fólk á íslandi dagsins í dag, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri erHilm- arJónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.