Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞURÍÐUR FILIPP USDÓTTIR + Þuríður Filipp- usdóttir fæddist í Reykjavík 21. nó- vember 1908. Hún lést á heimili sínu 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jó- hannsdóttir, húsmóð- ir og klæðskeri, f. 1873, d. 1959, og Fil- ippus Ámundason, járnsmiður frá Bjólu %í Holtum, f. 1877, d. 1975. Börn þeirra voru sjö: Tvíburarnir Þuríður og Karl, f. 1908; Jóhann, f. 1910; Indriði Stef- án, f. 1911; Haukur, f. 1913; Val- gerður, f. 1914 og Þórdís, f. 1917. Þau eru nú öll látin nema Þórdís. Auk þess ólu þau upp dóttur Val- gerðar, Eddu Larsen f. 1932. Þuríður ólst upp í Brautarholti við Grandaveg og naut nokkurrar skólagöngu, en fluttist ung til Grindavíkur þar sem hún giftist Árna Eiríkssyni bif- reiðarstjóra. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust þrjú börn: Hafdisi og andvana fæddan dreng, f. 1936 og Hebu, f. 1938. Hafdís á eina dóttur, Herdísi Stellu, hennar börn eru Cody, nemi, og Jesse, nemi, öll bú- sett í Bandaríkjun- um. Dóttir Hebu er Belinda Theriault, forstöðumaður al- þjóðasviðs Alþingis. Þuríður fluttist aftur til Reykja- víkur árið 1957 og vann lengst af við heimilishjálp og umönnun barna. Síðustu rúm 20 árin bjó hún í Lönguhlíð 3 og þar lést hún 21. október sl. Útfór Þuríðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja elsku Dúa mín, þá ert þú nú farin frá okkur og heim til Guðs, og mikið held ég að það verði tekið vel á móti þér þar, því þú ert búin að fðggja inn fyrir því. Þú hefur lifað langa og góða ævi, en þú hefur þurft að hafa fyrir því að njóta lífs- ins, því ekki hefur nú lífið alltaf ver- ið dans á rósum hjá þér, en þú stjórnaðir því svo vel með þínu já- kvæða og góða skapi og hafðir al- veg sérstakt lag á að velta þér ekki upp úr því þó á móti blési, heldur hentir því afturfyrir og horfðir fram á við. Ekki fórstu nú varhluta af veikindum og þá sérstaklega mörg undanfarin ár og oft hélt ég ajð nú kæmist þú ekki upp aftur, jú Dúa mín, þú reistir þig alltaf við og byrjaðir upp á nýtt og þú varst eins og hetja, sama hvað það var sem dundi á þér. Eg á svo margar dýrmætar minningar um þig frá því ég var barn og það finnst mér vera mikil gæfa. Mikið hlakkaði ég nú alltaf til þegar ég mátti heimsækja þig í Grindavíkina þegar ég var lítil stelpa, mér fannst allt svo gott sem þú eldaðir og þó sérstaklega karb- onaðið og brúnuðu kartöflurnar, sem þú tókst alltaf á móti mér með um leið og ég kom úr rútunni. Já elskan, það er gott að hafa verið systir þín og fengið að hafa J;ig svo lengi. Og síðustu árin höfum víð verið svo mikið saman og Guði sé lof fyrir það, því maður lærði svo margt af þér. Og mikið var gaman að því hvað þú varst alltaf pjöttuð, fram á það síðasta var þér mikið í mun að vera með vel snyrtar neglur og náttúr- lega fallegt lakk á þeim og svo voru það nú rúllurnar á laugardögum til að vera huggulegur á sunnudögum, svona varst þú í öllu og þetta gefur lífinu svo mikið gildi. Alltaf varst þú til í allt, ég man að fyrr á árinu hringdi ég í þig og spurði hvort þú værir til í að koma með mér til son- ar míns og tengdadóttur í Sand- gerði, og kannski að gista, og ég þurfti sko ekki að bíða lengi eftir svari og það var svona , já já ég hef bara með mér tannbursta og nátt- kjól“ og á stað fórum við hálftíma seinna. Svona varst þú alltaf, ekk- ert að tvínóna við hlutina. Já Dúa mín, svona minningar er gott að eiga og ég veit að allir sem þekktu þig segja það sama. Og stór er nú vinahópurinn þinn sem syrgir þig núna. En við verðum að þakka hvað Guð er góður að hafa leyft okkur að hafa þig svona lengi hjá okkur. Og þú sem varst svo lítil þegar þú fæddist, bara fjórar merk- ur og látin í bómull og skókassa, en Kalli tvíburabróðir þinn stór og mikill, en hann er löngu látinn. En margur er knár þótt hann sé smár og það má með sanni segja um þig, þú gast eiginlega allt sem þú ætlað- ir þér þótt það værir nú kannski ómögulegt. Elsku Dúa mín, mikið er ég þakk- lát fyrir að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir svo rólega og á friðsæl- an hátt og sátt við allt og alla. Jæja Dúa mín, svo þakka ég fyrir að hafa átt þig bæði sem systur og móðurs- ystur og þakka allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Vertu svo Guði falin, elsku Dúa mín. Hirainninn er dásamlegur staður, fullur af gleði og söng. Þar mun ég mæta mínum frelsara, himinninn er dásamlegur staður. (Höf.ók.) Þín systir, Edda I. Larsen. Vafalaust er það stundum að- standendum léttir þegar gamal- menni á tíræðisaldri lýkur jarðvist sinni og kemur þar margt til. Ekki er öllum gefin sú lífsgleði og andans orka fram á tíunda áratuginn, sem UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson úlfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjðri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is raunveruleg eftirsjá er að, og elli- hrörnun og sjúkdómar gera svo há- an aldur oft erfiðan öllum. Því verð- ur léttirinn oft sorginni yfirsterkari. Þannig er þetta ekki nú, þegar við kveðjum frænku mína, Þuríði Filippusdóttur, sem lést á heimili sínu að Lönguhlíð 3, 21. október sl. Að því er ekki minnsti léttir og við erum áreiðanlega fjölmörg sem finnst heimurinn heldur fátæklegri við fráfall hennar. Það átti sér held- ur ekki langan aðdraganda og ekk- ert fararsnið var á henni fyrir nokkrum vikum þegar við sátum yf- ir sérstaklega löguðu capucino- kaffi og ostakexi á fallega heimilinu hennar. Hún var að vísu búin að fá greindan sjúkdóm sinn, en hafði ekki teljandi áhyggjur af honum og var sáróánægð yfir að vera hálf- slöpp þennan dag og komast ekki með gamla fólkinu í skemmtiferð vestur í Búðardal! Það var þessi ómótstæðilegi lífskraftur sem gerði hana ólíka öllum öðrum. Ekki var hann tilkominn af því að lífið hefði alltaf leikið við hana. Tvennt held ég að hafi mótað hana öðru fremur. Faðir hennar var sósíalisti af hug- sjón, barðist með Ólafi Friðrikssyni á sínum tíma og sýndi okkur krökk- unum stoltur hnúajárnin sem hann barði íhaldið með. Þó að okkur fyndist það frábært er ég ekki eins viss um að börnunum hans hafi fundist það. Vafalaust er að þau fengu stundum að gjalda fyrir bar- áttu föður síns og að heimilið varð að víkja fyrir hagsmunum flokks- ins. Hitt var skilnaður hennar og manns hennar. Þura var eins manns kona og aldrei er vitað til að annar maður kæmi inn í líf hennar. Þetta tvennt gerði hana á einhvern sérkennilegan hátt ósæranlega, svo að engir erfiðleikar fengu bugað hana. Frá þeim kom hún sem sigur- vegari og lífsfylling hennar var að sjá dætur sínar og barnabörn ná því marki sem hún hefði sjálf svo sann- anlega getað náð við aðrar kring- umstæður. Þuru hafði ég auðvitað þekkt frá barnæsku, þar sem móðir mín og hún voru bræðradætur. En þá fyrst kynntumst við þegar hún tók að sér umsjá heimilis míns og fjögurra barna minna árið 1973, þegar ég hóf störf að nýju utan heimilisins. I sjö ár kom hún hvern morgun og fór þegar ég kom heim og féll þar aldrei dagur úr. Væru vinir og ætt- ingjar tímabundið í vandræðum með ungabörn, munaði hana ekkert um að bæta þeim í hópinn. Ég er að þessu hvort sem er, sagði hún. Sá kafli í fjölskyldusögu minni verður aldrei sagður sem vert væri. En óteljandi minningar okkar um ógleymanlegar samverustundir verða okkur endalaust ánægjuefni. Litlu skálarnar í ísskápnum, sem við stálumst til að tæma um helgar, af því að hún kunni ekki að henda mat. Ahyggjur hennar af afkomu heimilisins, sem henni fannst í al- varlegri hættu vegna óhóflegra matarinnkaupa. Hvernig ætlið þið að eignast eitthvað? spurði hún. Það étur hérna allur krakkaskarinn í hverfinu. Sjálf þekkti hún fátækt allt of vel, en hún lét aldrei baslið smækka sig. Og reyndar var hún ótrúlega séð í peningamálum. Löngu áður en þjóðin fékk hluta- bréf á heilann braskaði hún með slík bréf með aðstoð frænda okkar í bankakerfinu. Og þess vegna gat hún brugðið sér vestur um haf til dætra sinna og dótturbarna, þegar henni svo sýndist. Og þau ferðalög fengu oftar en ekki hjörtu okkar til að slá auka- slög. Éins og þegar hún skrifaði okkur um hremmingar sínar á Kennedy-flugvelli, þegar hún var um það bil að missa af vélinni til Los Angeles. Hafði hún þá ekki verið svo heppin að einhver tötra- legur svertingi hafði boðist til að passa töskurnar hennar meðan hún bókaði sig inn á síðustu stundu. Og auðvitað beið hann með töskurnar og ýtti henni upp í flugvélina, nema hvað? Þau skrifuðust á í mörg ár. Sumt fólk er þeirrar gerðar að engum dettur í hug að vinna því mein. Hún var ein af þeim. Þess vegna var fordómaleysi hennar algjört, svo að mörgum fannst jaðra við einfeldni. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og hafi henni mislíkað eitt- hvað hélt hún því fyrir sig. Hún gleymdi hins vegar aldrei þeim sem sýndu henni vinsemd, og hélt ævar- andi tryggð við ólíklegasta fólk um lönd og álfur. Dóttir mín sem tók að sér jólakortaskriftir þegar sjónin brást henni kom sveitt heim eftir 90 kort og sagðist aðeins hafa komist yfir póstinn til útlanda! Öllum þess- um vinum hennar er enginn léttir að fráfalli hennar. Ekki okkur held- ur. Við hefðum svo gjarnan viljað hafa hana hjá okkur lengur, litla og fallega með lökkuðu neglurnar og vel lagða hárið yfir ótrúlega sléttu andlitinu. Við vildum svo gjarnan fara með hana einu sinni enn í Mun- aðarnes eða til Þingvalla og horfa á hana setja á sig ermahlífarnar og opna nestiskörfuna sem var engri annarri lík. En öllum er afmörkuð stund. Við það verðum við að sætta okkur. Börnin mín og ég eigum Þuríði Filippusdóttur skuld að gjalda sem aldrei verður greidd. Nema með því að gleðjast yfir velgengni allra þeirra barna, hennar eigin barna og annarra, sem hún annaðist af ómældri ást og alúð. Dætrum henn- ar og barnabörnum sendum við samúðarkveðjur. Þau hafa misst það besta sem þau áttu. Ástæða er til að þakka starfsfólk- inu í Lönguhlíð 3 fyrir einstaka elskusemi þau 20 ár sem Þuríður átti þar heimili og að þar fékk hún að kveðja þennan heim. En þannig var hún. Það var svo auðvelt að gera henni til hæfis. Guðrún Helgadóttir. Elsku Dúa. Mig langaði bara til að kveðja þig með örfáum orðum. Einhvern veginn fannst manni að þú myndir alltaf vera hér hjá okk- ur, að við myndum alltaf eiga Dúu frænku. Maður hugsaði aldrei út í það að þú myndir einhvern tímann deyja. En eitt sinn verða allir menn að deyja. Alltaf varst þú svo hress, atorku- söm, glaðlynd og vildir okkur öllum svo vel. Ekki var það aldurinn sem háði þér. Alveg fram á síðustu stundu léstu ekkert aftra þér í að ferðast um hálfan heiminn, vera sex mánuði í Ameríku hjá ættingjum og fleiri þess háttar ferðalög. Krafturinn í þér var ótrúlegur. Ég gleymi því aldrei er ég var ungl- ingur og þú varst hjá okkur eins og svo oft áður. Þú hafðir lagt þig. Mamma bað okkur frænkurnar að fara upp að vekja 'þig. Við lædd- umst að þér og vöktum þig rólega. Þú varst ekki fyrr búin að opna augun er þú stökkst á fætur og hljópst niður stigana eins og ekkert væri. Mér fannst þetta alltaf svo ótrúlegt því þú varst eflaust yfir áttatíu og fimm ára. Ég var alltaf svo stolt af þér. Og þegar þú varst áttatíu ára klippti ég út myndina af þér í Mogganum og hengdi hana upp á vegg. Þegar ég frétti af þessum sjúk- dómi sem dró þig til dauða hugsaði ég alltaf já, já, hún hlýtur að sigrast á þessu. En lífinu eru víst takmörk sett og þinn tími var bara kominn. Þú hafðir aldrei setið auðum hönd- um og áttir viðburðaríka ævi svo að þú gast farið sátt yfir í annan heim. Elsku Dúa, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar allra og þó svo að sambandið hafi verið minna síð- ustu ár þá átt þú stóran þátt í æsku minni og okkar allra í fjölskyldunni. Ég vona að allir séu eins heppnir og við að eiga eina svona Dúu frænku. Þín frænka, Edda Jóhannsdóttir. Hún Dúa okkar er látin. Hún er lögð af stað í eina ferðalagið sem hún vildi helst ekki fara í, því það er óhætt að segja að allt annað í lífinu fannst henni spennandi. Hver dag- ur var dýrmæt gjöf sem hún fór vel með og við höfum ekki kynnst manneskju með aðra eins gleði í hjartanu. Við kynntumst Dúu í Los Angel- es fyrir sex árum, þar sem hún var í heimsókn hjá Hafdísi dóttur sinni. Okkur fannst með eindæmum að Dúa skyldi hafa lagt í þetta ferða- lag þvert yfir heiminn ein síns liðs, þá áttatíu og fimm ára gömul, og farin að tapa bæði sjón og heyrn. Við áttum oft eftir að grípa í tómt þegar við ætluðum að heimsækja hana á heimili hennar í Lönguhlíð. Þá var hún stokkin af stað alveg fyrirvaralaust, ef ekki til útlanda þá með langferðarbílnum að heim- sækja vini suður í Grindavík. A sólskinsdegi í sumar hringdi Dúa og sagði: „Það er svo gott veður, er- uð þið ekki til í að koma og gera eitthvað skemmtilegt?" I haust þegar hún var orðin veik og þurfti að liggja fyrir, þá áttum við margar yndislegar stundir hjá henni ásamt Láru litlu. Lára hljóp við fót eftir ganginum og hrópaði hástöfum á ömmu. Svo klifraði hún upp á rauða skammelið við rúmið til að geta heilsað upp á Dúu vinkonu sína og oft skreið hún alla leið upp í til hennar til að geta faðmað hana al- mennilega. Þær ljómuðu af gleði þegar þær hittust, því þær áttu lífsgleðina að sameiginlegu áhugamáli, þótt rúm níutíu ár skildu þær að. Það hefur verið okkur fjarska- lega dýrmætt að kynnast Dúu. Hún fékk sterka réttlætiskennd í vega- nesti frá Filippusi föður sínum og jákvæðni og óbilandi lífskraftur var henni eins og í blóð borin. Hún hef- ur sáð fræ í lífi margra og fyrir þessi stuttu en ríkulegu kynni erum við innilega þakklát. Við vottum dætrum Dúu, Hafdísi og Hebu, sem og ættingjum'hennar og vinum, okkar dýpstu samúð. María og Þorsteinn J. Það var ánægjulegt að fá tæki- færi til þess að kynnast þér Dúa, en við kynntumst þegar þú varst að vinna í efnalauginni Björk og ég bjó í nágrenninu í Fellsmúla 15. Við kynntumst þegar ég var lítill og ég kom í heimsókn til þín í vinn- una og þú varst alltaf svo góð við mig. Aður gaf fólk sér tíma til þess að hittast en nú eru breyttir tímar og gefur maður sér ekki tíma til þess að hitta fólk, því vorum við ekki búin að sjást í töluverðan tíma. Við gátum talað um hitt og þetta og það var alltaf jafngott að tala við þig en þú varst bæði skemmtileg og frábær leikkona. Það var gaman að sjáj)ig í Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Eg samhryggist ættingjum Dúu og guð veri með ykkur í framtíð- inni. Stefán Konráðsson sendill. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.