Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 66
>6 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tré ársins 2000 stendur í Bfldudal SKÓGRÆKTARFÉLAG fslands hefur valið „Tré ársins árið 2000“ en það er voldugur hlynur við húsið Sólheima á Bíldudal í Arnar- firðL Af þessu tilefni er boðað til sér- stakrar athafnar við Sólheima á Bfldudal undir limum hlynsins laug-ardaginn 28. október kl. 16. Þar mun m.a. formaður Skógrækt- arfélags íslands, Magnús Jóhann- esson, afhenda viðurkenningar er tengjast hinum giæsilega hlyn. Utnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því grósku- mikla starfi scm unnið er um land allt í trjá- og skógrækt, segir í fréttatilkynningu. Skatt- frjálsir dagar á Akranesi VERSLUNAR- og þjónustuaðilar á Akranesi standa nú fyrir svokölluð- um skattfrjálsum dögum. A skatt- frjálsum dögum sem hófust í gær og lýkur á morgun, iaugardag, veita verslunar- og þjónustuaðilar afslátt af vöruverði með sama hætti og um skattfrjálsa verslun væri að ræða. Ólíkt því sem gerist erlendis þegar um skattfrjálsa verslun er að ræða þurfa viðskiptavinir ekki að fylla út eyðublöð eða önnur gögn heldur fá beinan 15% afslátt af vörum við kassa, segir í fréttatilkynningu. Rúmiega 40 aðilar í verslun og þjónustu á Akranesi standa að þess- um dögum. Markmiðið með þeim er fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri íjölbrejltu verslun og þjón- ustu sem er að finna á Akranesi. Samhliða vaxandi íjölda íbúa, sem nú um stundir er í sögulegu hámarki, hefur úrval þjónustufyrirtækja á Akranesi farið vaxandi. Dögunum lýkur á morgun, laugar- dag, og þá verða allir aðilar sem standa að þessum dögum með fyrir- '' tæki sín opin til kl. 17. Norræn ráðstefna í Bláa lóninu RÁÐSTEFNA á vegum fræðsluráðs norrænna kirkna stendur yfir dag- ana 25.-29. október. A ráðstefnunni er starfsfólk kirknanna á Norður- löndum sem er í ábyrgð fyrir ^ fræðslumálum og skipulagi þeirra. Að þessu sinni er yfírskrift ráðstefn- unnar Frásagan í 2000 ár. Ymsir fyrirlesarar koma að ráð- stefmmni, má þar nefna Heimir Pálsson er íjaliar um leyndardóm frásagnarinnar, Guðmundur Krist- mundsson og Björg Eiríksdóttir fjalla um söguaðferðina, Kirsten Grönlien-Zetterqvist Qallar um tákn frásögunnar, dr. Sigurður Ámi Þórðarson fjallar um Guð í náttúr- unni og Kirsten Thonsgaard íjailar um frásöguna og drama. Biskup Is- lands, Karl Sigurbjömsson, verður með helgLstund í Hvalsneskirkju. í tengslum við ráðstefnuna verður Heimur Guðríðar sýndur í Skálholts- kirkjú laugardaginn 28. október kl. + 20.30. Sú sýning er opin öllum og að- gangur er ókeypis, segii- í fréttatíl- kynningu. Túnfískdagar á Tveimur fískum í TILEFNI túnfiskvertíðar á ís~ landsmiðum hefur sjávarréttaveit- ingastaðurinn Tveir fiskar ákveðið að efna til túnfiskdaga frá og með 27. október. Túnfiskinn sækja matreiðslumenn Tveggja fiska beint í fiskiskip ís- lensku sjómannanna sem em að túnfískveiðum hér við land ásamt Japönum um þessar mundir, eins og ávallt á þessum árstíma. Túnfisk má matreiða á marga vegu og hafa Tveir fiskar því ákveðið i tilefni þessa túnfiskveiðitimabils að bjóða upp á sérréttamatseðil með tíu ólíkum túnfiskréttum. Þar verður að finna fimm forrétti og fimm aðal- rétti. Bláfjöll ekki notuð undir her- æfíngar Á FUNDI bæjarstjómar Seltjarn- arness, sem haldinn var 25. októ- ber sl., var meðfylgjandi tillaga Neslistans samþykkt: „Bæjarstjórn Seltjamarness vís- ar til 14. liðar 205. fundar Bláfjalla- nefndar sem haldinn var 5. okt. sl. Bæjarstjórn álítur að það sam- ræmist ekki grundvallarhugmynd- um um notkun Bláfjalla sem úti- vistarsvæðis fyrir almenning að leyfð séu afnot svæðisins undir heræfingar. Ástæða þess að tiilagan var bor- in fram, var að á áðumefndum fiindi Bláfjallanefndar var fjallað um bréf utanríkisráðuneytisins vegna hernaðaræfmgarinnar Norð- urvíkings sem fram fer hér á landi næsta sumar. í bréfinu er þess far- ið á leit við Bláfjallanefnd að nefndin veiti heimild sína til þess að svæðið verði tekið til afnota meðan á æfingunni stendur." Mósaík- dagar í Flísa- búðinni MÓSAÍKDAGAR verða í Flísabúð- inni Stórhöfða 21, dagana 27.-29. október. Þar mun speglalistakonan Rósa Matthíasdóttir frá Akureyri taka á móti viðskiptavinum Flísabúðar- innar sem hafa hug á að eignast mísaíkspegla inn á heimili og eða fyrirtæki og taka niður sérpantanir á speglum og gefa góð ráð varðandi litasamsetningar. Að auki býður hún viðskiptavinum verslunarinnar upp á að koma með myndir af þeim stöðum þar sem þeir hyggjast setja upp spegla og/eða senda myndir og óskir inn á heimasíðuna rosamatt.- com Listakonan notast eingöngu við flísar frá Flísabúðinni sem fluttar eru inn frá fyrirtækinu Bisazza á Ítalíu og mun hún taka á móti fólki föstudaginn 27. milli kl 14 og 18, laugardaginn 28. milli kl 10 og 14 og sunnudaginn 29. milli kl 11 og 14. ■ SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efiia tíl léttrar göngu laugardaginn 28. október. Lagt verð- ur af stað kl. 11 frá strætisvagna- skýlinu í Mjódd. Samtökin minna á aðalfund sinn 2. nóvember kl. 20.00 í Skaftfellinga- búð, Laugavegi 178. Kvennadeild ReykjavíkurdeLldar Rauða kross Isiands Vetrar- starfíð hafíð FÉLAGSSTARF Kvenna- deildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands hófst með haustfundi 12. október sl. Ymislegt er framundan í starfi vetrarins, t.d. basar með föndurvörum og heima- bökuðum kökum verður hald- ið sunnudaginn 5. nóvember í húsi Rauða kross Islands, Efstaleiti 9 og jólafundur 7. desember í Sunnusal Hótel Sögu. Fleiri fundir verða haldnir í vetur, t.d. íræðslu og kynn- ingarfundur um sjúkravina- störf Kvennadeildarinnar og einnig er gert ráð fyrir að halda skyndihjálpamámskeið fyrir starfandi sjúkravini en þeir eru um 256 talsins. Fönd- urvinna er á hverjum mið- vikudegi í Fákafeni 11 kL 13 og eru allir velkomnir sem vilja taka þátt í henni. Sumar- ferð verður svo farin að vanda í lok júm' á næsta ári. LEIÐRÉTT Ljósmynd/Bragi Ásgeírsson Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi guðs sveif yfir vötnunum. Blönduð tækni á pappír, akrýl olíukrít. Rangur myndatexti Rangur myndatexti birtíst við mynd Jennýjar Guðmundsdóttur á listasíðum blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. f mbl.is í Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a. keypt derhufur, töskur, klukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur f Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað vörurnar í sýningargiugganum og verstað. Nýjar vörur í MOGGABÚÐINNI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.