Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 67

Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 67 FRÉTTIR Einn eigendanna, Helga Björg Jónasardóttir, í versluninni. Nýtt kertagallerí í Vesturbænum Fyrirlestur um lækningasögu Matsáætiun Búðarháls- virkjunar kynnt SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- i ist tillaga Landsvirkjunar að mats- áætlun vegna mats á umhverfisáhrif- um Búðarhálsvirkjunar, allt að 12 MW og 220 kV Búðarhálslínu 1. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að óska eftir eintökum af tillögunni hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillagan er aðgengileg á heimasíðum Lands- virkjunar og Skipulagsstofnunar: http:/Avww.lv.is og http://www.skipu- lag.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. nóvember 2000 til Skipulagsstofnun- ar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýs- ingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur leitað um- sagnar Asahrepps, Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar, Gnúpverja- hrepps, Náttúruvemdar rfldsins, Ferðamálaráðs, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, Landgræðslu rfldsins, Orkustofiiunar, Vegagerðarinnar, U veiðimálastjóra, Þjóðminjasafns ís- lands og samvinnunefndar miðhá- lendis. Akvörðun Skipulagsstofnun- ar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun mun liggja fyrir 20. nóv- ember 2000. VAXANDI EHF. opnaði um síð- ustu mánaðamót verslun í Vestur- bænum. Verslunin er á Hring- braut 119 í Reykjavík (JL-húsinu). Vaxandi er kertagerð og sér- verslun með kerti, listmuni, gjafa- vörur og kertagerðarvörur. Eig- endur eru Helga Björg Jónasardóttir, Ásta Margrét Þór- hallsdóttir, Viðar Garðarsson og Jóhannes Már Jóhannesson. Vaxandi framleiðir hágæða- kerti í miklu úrvali og býður þá þjónustu að sérhanna og fram- leiða kerti að ósk viðskiptavina, segir í fréttatilkynningu. Nám- skeið eru í boði fyrir einstaklinga og hópa til að læra undirstöðuat- riðin í kertagerð. Tilvalið er fyrir vinnustaðahópa og saumaklúbba að bóka námskeið eina kvöldst- und. Gallerí Veggur er starfrækt í versluninni. Myndlistarmaður mánaðarins er að þessu sinni Sig- urður Árni Sigurðsson. FYRIRLESTUR, sem nefnist „Scientific Biography as a Genre in Medical History“ verður haldinn laugardaginn 28. október kl. 10.30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Fyrirlesari er Thomas Söderqvist, prófessor í lækningasögu við Kaupmannahafn- arháskóla. , Fyrirlesturinn er kenndur við Egil Snorrason, (1915-1996). Egill var danskur læknir, en af Islend- ingum kominn í föðurætt. Hann var einn af fremstu vísindamönn- um Norðurlanda á sviði lækninga- sögu. Árið 1981 stofnaði danskur lyfjafræðingur, Povl M. Assens, sjóð, sem skyldi til heiðurs Agli Snorrasyni kosta árlegan fyrirlest- ur á íslandi um lækningasögu. Allt frá árinu 1982 hafa fyrirlesarar frá Norðurlöndum haldið Egils Snorrasonar fyrirlestra á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og nú er boðið til 19. Egils Snorrasonar fyrirlestrar- ins. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Trésmíðaverkstæði til Gott verkstæði við Drangahraun í Hafnarfirði til sölu ásamt 200 fm húsnæði, góðum tækjum, búnaði og viðskiptasam- böndum. Útborgun aðeins 4,0 milij. ÁRSAUCT FASTEIGMASALA Ugrrtto S - T. twð - nayfcjMfc 533 4200 FAX 533 4206 ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ j Enn vantar 900 sjálfboðaliða ENN vantar um 900 sjálfboða- liða til að Ganga til góðs í Lands- söfnun Rauða krossins gegn al- næmi. Einkum vantar fólk af höfuðborgarsvæðinu, meðal ann- ars til að ganga í Grafarvogi, Breiðholti og Seltjarnarnesi. Þegar hafa um 1.100 manns boðist til að ganga í hús á laug- ardag, en takmarkið er að ná í hvert einasta hús á landinu og safna 20 milljónum króna til átaks gegn alnæmisplágunni í Afríku. Um 24 milljónir Afríku- búa eru sýktar og 12 milljónir barna munaðarlausar. Mikil þörf er á umönnun þessa fólks og fræðslu til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn haldi áfram að breiðast út. Þeir sem vilja skrá sig til göngunnar geta gert það á www.redcross.is og með því að hringja í 570 4000. Fyrirlestur um tvær sigurskákir Heimsmeistaramótsfararnir Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjart- ansson mæta á unglingaæfingu hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 28. október og skýra tvær sigurskák- ir frá heimsmeistaramóti barna og unglinga sem er nýlokið á Spáni. Hefst dagskráin stundvíslega kl. 14 og að henni lokinni hefst síðan venjubundin skákæfmg fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri. Fyrirlest- urinn verður haldinn í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og er opinn öllum en skákæfingar TR eru fyrir börn og unglinga 14 ára ogyngri. Cartíse Hamraborq 1 Ný sending Glæsilegir árshátíðarkjólar, dragtir og dress Glitrandi jakkar Ótrúlegt verö - lágmarks álagning Cartíse Hamraborg 1, Garðarsbraut 15, Húsavík, sími 554 6996. sími 464 2450. Slúu) EFtm . booT Af uie Stórfelld hætta stafar af glerbrotum eftir helgarskemmtan borgarbúa. Starfsmenn í hreinsunardeild borgarinnar gera sitt besta við að hreinsa áður en borgin vaknar. En nú hafa skemmtistaðir opið lengur svo þetta næst ekki alltaf. Börnin fara snemma á kreik og eru í mestri hættu á að meiða sig á brotunum. Hugsaðu áður en þú hendir. fBorgarstjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Gatnamálastjóra LÁTTU EKKI MTT EFTIR LIGGJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.