Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Afmælis-
hátíð í Hall-
grímskirkju
60 ÁR eru nú liðin frá stofnun Hall-
grímssafnaðar í Reykjavík. í tilefni
þess verður efnt til hátíðar í Hall-
grímskirkju alla helgina. I kvöld 27.
október kl. 20:00 verður Hallgríms-
messa á dánardegi sr. Hallgríms
Péturssonar. Messan er flutt með
tilliti til þeirrar messu sem sr. Hall-
grímur sjálfur söng á sínum tíma.
Þessi Hallgrímsmessa hefur nú ver-
ið flutt í 60 ár óslitið. í kvöld prédik-
ar biskup íslands Karl Sigurbjörns-
son en með honum þjóna sr. Ragnar
Fjalar Lárusson, sr. Sigurður Páls-
son og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Harðar Áskelssonar,
kantors.
Laugardaginn 28. október verður
„opin söngæfing" í kirkjunni fyrir
alla þá sem sungið hafa í Mótettu-
kórnum á undanförnum árum og
aðra þá sem vildu gjarnan syngja í
kór og njóta samfélagsins í kirkjunni
þessa helgi. Kórinn sem æfir á laug-
ardeginum mun síðan syngja í
messu á sunnudeginum. Hörður
Áskelsson, kantor, mun stjórna
kórnum.
Sunnudaginn 29. október verður
fræðslumorgunn kl. 10:00 árdegis,
en þar mun dr. Sigurbjöm Einars-
son, biskup, flytja erindi um efnið:
Hallgrímssöfnuður 60 ára. Minning-
arbrot frá upphafi starfs. Þá verður
messa og barnastarf kl. 11:00 þar
sem sr. Sigurður Pálsson prédikar
og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú
Hróbjartssyni. „Afmæliskór" helg-
arinnar syngur í messunni.
„Kaleikar og kross-
ar“ - Listsýningar
í Langholtskirkju
LAUGARDAGINN 28. október nk.
verða opnaðar tvær listsýningar í
Langholtskirkju. Opnunin er í
Hallgrímskirkja
tengslum við tvenna tónleika með
verkum eftir kanadíska tónskáldið
Ruth Watson Henderson, en fjórir
kórar Langholtskirkju halda tón-
leika laugardag 28. okt. og sunnudag
29. okt. kl. 16 báða dagana. Miðaverð
á tónleikana er kr. 1500. Listsýning-
arnai' sem opnaðar verða bera yfir-
skriftina „Kaleikar og krossar"
Annars vegar er sýning á kaleik-
um og patínum sem unnin voru fyrir
Kristnihátíð á Þingvöllum sl. sumar
og aðrir kirkjugripir unnir úr leir.
Sjö listakonur sýna þar gripi og
þær eru: Ólöf Erla Bjarnadóttir,
Kópavogi, sem haft hefur veg og
vanda af uppsetningu sýningarinn-
ar, Elísabet Haraldsdóttir, Hvann-
eyri, Borgarfirði, Helga Kristín
Unnarsdóttir, Eskifirði, Sigríður
Helga Olgeirsdóttir, Hruna, Guðrún
Indriðadóttir, Reykjavík, Bjarnheið-
ur Jóhannsdóttir, Blönduósi, Anna
Sigríður Hróðmarsdóttir úr Skaga-
firði og Margrét Jónsdóttir, Akur-
eyri.
Hin sýningin er myndir Þorgerðar
Sigurðardóttur sem eru einþrykk af
tréplötum og allar unnar á þessu ári
af tilefni 2000 ára kristni í heiminum.
Myndirnar eru leikur með form og
liti en byggðar með krossformið að
grunnhugmynd.
Sýningarnar standa til 19. nóvem-
ber.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-
12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif-
un fyrir börn. Unglingakvöld Laug-
arneskirkju og Þróttheima kl. 20 (9.
og 10. bekkur).
Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á
morgun verðm- samkoman í umsjá
unglingadeildar kirkjunnar. Ný lof-
gjörðarsveit. Barna- og unglinga-
deildir á laugardögum. Súpa og
brauð eftir samkomuna. Allir vel-
komnir.
Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og
fyrirbænastundir að þessu sinni í
Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20-21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
15 æskulýðsfélagar Landakirkju
safnast saman í afgreiðslu Herjólfs
til brottfarar á æskulýðsmót í Hlíð-
ardalsskóla.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samverur á
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Islandi:
Aðventkirlqan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu-
maður Sigríður Kristjánsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Einar V. Arason.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Erie Guðmundsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíuf-
ræðsla að guðsþjónustu lokinni.
Ræðumaður Olafur Kristinsson.
Föstudagskvöld að hætti Hlíðar-
dalsskóla verður í Aðventkirkjunni í
Reykjavík í kvöld kl. 20.
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
Hannyrðabúðin
við klukkuturninn í Garðabæ
Sími 555 1314 alvara.is/jens
71
=ÍK
Rýmum fyrir nýjum vörum
Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.
Handunnin húsgögn 20% afsl.
Sigurstjama
Opið virka daga kl. 11—18oglau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 |
r-
10-40% dagar
Afsláttur af Jotun
innimálningu
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
(f ■
r -
Just For Men
hárlitunarsjampó
fyrir karlmenn, sem
litar gráu hárin og
gefur eðlilegan lit á
aðeins 5 mínútum
og hver litun endist í
allt að 6 vikur.
# Þú gerir það
sjálfur
# Sáraeinfalt
# Leiðbeiningar
á islensku fylgja
hverjum pakka
Einnig
skegglitunargel
sem þú burstar i
skeggið
og gráu hárin fá
eðlilegan lit á aðeins
5 mínútum.
Otsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, apótek og hársnyrtistofur
RERTTI PALMROTH
I
Tfnið í stýjvéíunum er vatnsfráfnndandi
ofl þoíir regn, snjó, saít og tqiCda.
‘PcegiCeyt að prífa, ein strofa með röíqm
Cfút ojj stýjvéCin verða jjCjáandi faCCejj.
Teg. 10756
Kr. 14.990
Teg. 30670
Kr. 12.990
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Rvík
Sími 551 8519
STEiNAR WAAGE
SKÓVERSLUN
ir*-
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Rvík
Sími 568 9212
Fasteignir á Netinu
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS