Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 72

Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fóstudagur 27. október, 301. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En gætið þess, að þetta frelsi yðar verði ekki hinum óstyrku að falli. (Kor.8,9.) Skipin Reykjavikurhöfn: Kenkyu Maru no. 18, Yasu Maru no. 28 og Ryoei Maru no. 78 koma í dag. Þerney RE-101 fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kenkyu Maru no. 18, Yasu Maru no. 28 og Hoken Maru no. 8 y koma í dag. Fréttir Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 8.45 ieikfimi, kl. 9 vinnu- stofa kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Málverka- sýning Eiríks Árna Sigtryggssonar og Júl- \ íusar Samúelssonar op- in alia daga og einnig laugardaga kl. 14-16. Árskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leik- fimi, kl. 13 opin smíða- stofan, kl. kl. 13.30 bingó, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30- 12.30 böðun, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðþjónusta * t sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnað- ur. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði. Kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 17 slökun, þátttakendur hafí með sér kodda og teppi. Hinn árlegi fjöl- skyldudagur Gjábakka verður á morgun og hefst með dagskrá kl. 14. Meðal efnis á dag- skrá eru förðun, spá- kona, Skagflrska söngsveitin undir lög - undir stjórn Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur, gamanmál, keðju og hringleikir og óvænt uppákoma. Vöffluhlað- borð. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta er á þriðju- og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastof- an er opin frá kl. 10. Boccia kl. 10. Gleðigjaf- -v arnir syngja i dag kl. V 14. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndmennt kl. 13. Bridge kl. 13:30. Tréút- skurður í Flensborg kl. 13:30. Dansleikur í kvöld kl. 20:30. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Á morgun verður ganga, rúta frá Miðbæ kl. 9:50 og Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Næsti fræðslu- fundur undir yfir- skriftinni „Heilsa og hamingja á efri árum“ verður haldinn sunnu- daginn 29. október kl. 13.30 þá fjallar Uggi Agnarsson um nýja rannsókn á vegum Hjartaverndar. Fræðsla og kynning frá heilsuræktinni World Class, Jón Arnar Magnússon íþrótta- kennari og Fríða Rún Þórðardóttir næringar- fræðingur koma. Fræðslufundimir verða haldnir í Ásgarði Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Allir eru velkomnir. Okkar vinsæla árshátíð FEB verður haldin 10. nóvember. Matur, fjöl- breytt skemmtiatriði og dansleikur á eftir, miðar seldir á skrif- stofu FEB. Nánar auglýst síðar. Silfurlín- an opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 í síma 588- 2111 Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 9 til 17. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ, Gönguhópur og áttavitanámskeið kl. 10. Borgfirðingafélagið í Reykjavfk. Spilum fé- lagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 á Hallveigarstöðum. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. postulíns- málpn umsjón Sólveig G. Ólafsdóttir, föndur og bútasaumur umsjón Jóna Guðjónsdóttir, kl. 10 börn úr Öldusel- skóla í heimsókn. Frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13. bókband. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gott fólk gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugar- dögum. Hraunbær 105. kl. 9-12 baðþjónusta, 9-12 út- skurður, 9-12.30 búta- saumur, 9-17 hár- greiðsla, 11-12 leikfimi, 11- 12 spurt og spjallað, 12- 13 hádegismatur. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta, kl. 9- 12.30 bútasaumur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia, Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13 sungið við fiygilinn, kl. 14.30 dansað í kaffitímanum til kl. 16. Vitatorg. Kl. 9 smiðj- an, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. kl. 9. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardög- um. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimil- inu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Átthagafélag Stranda- manna heldur haust- fagnað á morgun, laug- ad. frá kl. 22-3 í Breiðfirðingabúð við Faxafen. Hljómsveitin Upplyfting sér um fjör- ið. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal föstud. 10. nóv. Borða- og miðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000, Lág- múla 4. Þjónustuíbúðir aldr- aðra Dalbraut 27. í dag kl. 9-16 almenn handavinna, kl. 10 sögulestur, kl. 12 há- degisverður, smíðastofa opin, fótsnyrting og hárgreiðsla. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigtar- hópar, jóga, vatnsþjálf- un. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. IVIinningarkort Parkinsonsamtökin. Minningarkort Parkin- sonsamtakanna á Is- landi eru afgreidd í síma 552-4440 og hjá Áslaugu í síma 552- 7417 og hjá Nínu í síma 564-5304. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9-13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1166, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um misrétti á íslandi í dag FRJÁLSHYGGJAN hefur alið af sér fátækt á Islandi og alls konar misrétti í þjóðfélaginu en það er það versta að ráðamenn þessar- ar þjóðar sjá þetta en vilja ekki sjá það og telja allt í himnalagi. Svo langt er gengið að sjálfur forsætis- ráðherra, hefur skammað biskupinn yfir Islandi fyrir að dirfast að segja frá því, að það sé fátækt á Islandi. Hvað margir alþingismenn taka undir með prestinum í Neskirkju? Hvað skyldu margir, sem hafa undir 90.000 króna lágmarks- launum, verða að leigja úti á hinum almenna leigu- markaði íyrir 60.000- 100.000 krónur á mánuði? Maður hefur verið að lesa í Velvakanda greinar frá fólki sem kvíðir jólunum sem er einn mesti útgjalda- mánuðurinn. Þetta fólk getur um að það rétt tóri frá degi til dags. Er þetta ekki ömurlegur vitnisburð- ur um þá ríkisstjóm sem alltaf er að guma af góðær- inu á Islandi? Aldraðir og öryrkjar hafa mótmælt ástandinu og krafist leið- réttingar á sínum kjörum. Hvað með einstæðar mæð- ur og aðra sem lifa undir hungurmörkum á Islandi í dag í öllu góðærinu? Er ekki kominn tími til að ráðamenn þessa lands fari að opna augun fyrir ástandinu í þjóðfélaginu? Gunnar G. Bjartmarsson. Þakkir fyrir grein OLGA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. október sl. Greinin nefnist „Heimsókn þingforseta til Kína“ og er eftir Hilmar Sigurðsson. Þetta er alveg frábær grein. Einnig vildi hún koma á framfæri að kalda stríðinu er alls staðar lokið nema á Islandi. Gróðurskálinn Hveragerði VIÐ hjónin fórum haust- litaferð á Þingvöll þann 7. október sL og enduðum í Hveragerði. Duttum inn á alveg dýrðlegan stað sem heitir Gróðurskálinn, Þela- mörk 29. Við keyptum þama blómvönd sem stend- ur enn. Þarna er mjög hlý- legt andrúmsloft og eig- andinn alveg einstakur. Þarna er fullt af skreyting- um og fallegum munum sem eigandinn hefur út- búið. Mig langar að þakka fyrir okkur og benda fólki á þennan yndislega stað. Kristrún. Stutt og Iaggott! í UPPHAFI er maðurinn fullkominn, síðan kemur skrattinn og laumar í hann gölluðum genum, þá kemur Kári Stefánsson og gerir þau fullkomin að nýju. Er farið að glitta í sæluríkið? Vigfús Bjömsson, Snægili 10, Akureyri. Tapad/fundið Cannon-myndavél í óskilum CANNON-myndavél fannst á leikvelli vi_ð Lang- holtsskóla í júlí sl. I vélinni er filma. Upplýsingar í síma 564-4883. Nokia 6110 tapaðist FJÓLUBLÁR Nokia 6110 tapaðist í miðbæ Reykja- víkur líklega nálægt Wund- erbar 14. október sl. Skilvís finnandi hafi samband við Elsu í síma 567-5989 eða 587-7244. Mjallhvít er týnd HÚN Mjallhvít okkar er týnd og hennar er sárt saknað. Hún hvarf frá Holtinu í Hafnarfirði um mánaðamótin sept./okt. sl. Hún var með rauðköflótta ól og rautt merki. Þeir sem vita um ferðir hennar, era vinsamlegast beðnir að hringja í síma 565-5805 eða 899-8761. Læða í óskilum SVÖRT læða, gæf og góð, fannst í sumarbústaða- hverfi á Laugarvatni fyrir stuttu. Hún er svört með smá hvítt á hálsi og maga. Hún er ómerkt. Þeir sem kannast við hana hafi samband við Kattholt hið fyrsta. Krossgáta LÁRÉTT: 1 hroki, 8 falleg, 9 lítur eftir, 10 námsgrein, 11 tónstigi, 13 dskertur, 15 ausa, 18 mannvera, 21 sefa, 22 launum, 23 byr, 24 auð- menn. LÓÐRÉTT: 2 hvarfia, 3 súti, 4 núa, 5 orðrómur, 6 eldstæðis, 7 þrjóskur, 12 þreyta, 14 meis, 15 poka, 16 voru í vafa, 17 ásynja, 18 brekka, 19 pípuna, 20 lengdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sápan, 4 holds, 7 lítil, 8 feitt, 9 lýs, 11 nánd, 13 kann, 14 eljan, 15 kjör, 17 álit, 20 hró, 22 padda, 23 súp- an, 24 náðin, 25 renna. Lóðrétt: 1 sólin, 2 pútan, 3 núll, 4 hofs, 5 leita, 6 sátan, 10 ýkjur, 12 der, 13 kná, 15 kápan, 16 önduð, 18 læpan, 19 tunna, 20 hann, 21 ósar. Víkverji skrifar... NÚ safna framhaldsskólanemar liði til að styðja kröfur kennara sinna í samningaviðræðum við ríkið. Víkveiji sá að nemendumir rök- studdu framtakið með því að hags- munir þeirra sjálfra væru í húfi. Eðli- legt er að nemendur vilji afstýra verkfalli. Það gæti þýtt að þeir tefð- ust í námi, sumir flosna líka upp úr námi ef mikið er um truflanir á fram- vindunni. En Víkverja fannst önnur röksemd einnig athyglisverð. Talsmaður nem- enda sagði það vera þeim til hagsbóta að kennarar væm vel launaðir vegna þess að þá fengist hæfara lið í kennslu. Nemendur fengju með öðr- um orðum betri þjónustu. Víkveiji dagsins skilur sjónarmið nemendanna en veltir því nú fyrir sér hvort nýir tímar séu að renna upp í kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Ef notendur/neytendur þjónustunn- ar sem í húfi er verða virkir aðilar í slagnum við þá sem halda um pyngju skattborgaranna og þybbast við er vígstaðan breytt. Þegar kennarar, læknar, hjúkmnarfólk, ræstitæknar, bílstjórar og yfirleitt allar stéttir, sem starfa hjá opinberum aðilum, vilja fá betri kjör mun spretta upp herskari aðstoðarmanna t£l að safna í verkfallsjóðinn, dreifa áróðri, taka þátt í útifundum, flytja eldheitar ræð- ur. Að ekki sé gleymt nútímalegri að- ferðum eins og þeim að senda tölvu- póst og koma SMS-skilaboðum á framfæri um gemsana. Vonandi kunna menn sér samt hóf. Sjúklingar á spítölum eiga mikilla hagsmuna að gæta þegar kjör hjúkmnarfræðinga, sjúkraliða og lækna em annars veg- ar. En ef reynt verður að fá þá til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingar við kaupkröfur heilbrigðisstéttanna þætti Víkveija og öðmm skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Og Vík- verji getur ekki stillt sig um að velta því fyrir sér hvemig það sé að vera nemandi í menntaskóla og fá í hend- urnar skjal þar sem lýst er stuðningi við kaupkröfur kennaranna. Getur maður leyft sér að segja nei, halda því fram til dæmis að 40% kauphækkun í einu lagi sé of mikið, geti orðið hættu- legt fordæmi og komið af stað verð- bólguskriðu? Vaflaust er brýnt að íslendingar velti því fyrir sér hvemig best sé að fá hæft fólk til að sinna kennslu og margt bendir til að kaupið sé of lágt. En er ekki þama verið að beita vara- sömum hópþrýstingi? Víkveija finnst að samband kennara og nemenda sé með þeim hætti að aldrei eigi að draga nemendur beint inn í kjarabar- áttu hinna fyrmefndu, krefjast þess að þeir taki afstöðu. Og þá skiptir engu hvort kröfurnar em sanngjam- ar og eðlilegar eða hóflausar. Þá er verið að virkja nemendur til að gæta hagsmuna kennaranna en markmið skólanna er að mennta nemendur, ekki að kenna þeim að setja fram kaupkröfur. Við lærum þannig hluti hjálparlaust í lífinu. Með þessu er ekki verið að fullyrða að kennarar hafi sjálfir ýtt undir und- irskriftasöfnunina en þeir hefðu að mati Víkverja átt að afþakka aðstoð- ina á kurteislegan hátt. / XXX BÚIÐ er að setja upp nýja og full- komna kaffivél á vinnustað sem Víkveiji þekkir til á. Vélin gefur auk þess möguleika á margvíslegum teg- undum, cappucino, súkkulaðikaffi, kakói og fleiri hressingarmeðulum. Ös er oft við vélina og smástund tek- ur að velja og fárast svolítið yfir þess- um þrem sekúndum sem það tekur hana að laga mjöðinn. „Þetta er ágætt, ég er búin að kynnast mörgum nýjum vinnufélög- um síðustu dagana,“ sagði kona í „biðröðinni". Hún fullyrti að hönnuð- ur vélarinnar hefði af ásettu ráði komið íyrir smávegis töf í forritinu (er ekki allt forritað núna?) til að auka mannleg samskipti á vinnustaðnum. Allt væri orðið svo hagkvæmt og hraðvirkt að dálítil bið eftir kaffinu væri vel þegin tilbreyting. Enginn vildi lengur eyða tíma í að spjalla augliti til auglitis. Það gerðu helst reykingamenn sem fyndu til sam- kenndar þeirra sem eru útskúfaðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.