Morgunblaðið - 09.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.11.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þú verður að þrífa þig betur, Guðni minn. I Kína fékkstu skitu af því að þú þvoðir ekki hendurnar eftir káfíð á strútnum og nú hefur þú auðsjáanlega gleymt að þvo þér um munninn eftir kossaflensið. Könnun á starfsumhverfí félagsmanna í VR Helmingur starfar sam- kvæmt ráðningarsamningi LIÐLEGA helmingur félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur starfar samkvæmt ráðningar- samningi. Petta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði meðal fé- lagsmanna VR á starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt tilskipun Evrópu- sambandsins ber stjórnvöldum að tryggja að gerðir séu ráðningar- samningar við starfsfólk. Árið 1996 var samið sérstaklega um gerð ráðningarsamninga í kjarasamn- ingi félagsmanna VR með hliðsjón af tilskipun ESB. í fréttatilkynningu frá VR kem- ur fram að samningurinn kveður á um að skriflegur ráðningarsamn- ingur skuli liggja fyrir í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir ráðn- ingu viðkomandi starfsmanns. Skv. könnun Félagsvísindastofnunar hefur verið gerður ráðningarsamn- ingur við rúman helming svarenda í könnuninni eða 56%, og ennfrem- ur að það liðu að meðaltali 23 mán- uðir frá því að starf hófst þar til samningur var gerður. 70% háskólamenntaðra hafa ráðningarsamning Könnunin leiðir í ljós að um- talsverður munur er á gerð ráðn- ingarsamninga eftir aldri, mennt- un og starfshlutfalli starfsmanna. Þannig höfðu verið gerðir ráðning- arsamningar við 39% félagsmanna á aldrinum 16-25 ára en 63% fé- lagsmanna á aldrinum 26-35 ára. Þá sögðust 70% svarenda sem eru með háskólamenntun starfa sam- kvæmt ráðningarsamningi en 45% félagsmanna sem eingöngu höfðu lokið grunnskólaprófi. Karlar njóta frekar sérrétt- inda og hlunninda en konur Mun fleiri karlar (43%) en konur (31%) sögðust hafa ýmis sérrétt- indi eða hlunnindi í ráðningar- samningum sínum, sem ekki eru tekin fram í almennum kjarasamn- ingum. Einnig voru 73% hærra settra stjórnenda með einhver sér- réttindi eða hlunnindi í sínum ráðningarsamningi en 57% milli- stjórnenda og 28% almennra starfsmanna. Bfla- og símahlunnindi algengust Langflestir þeirra sem njóta sérréttinda eru með bílahlunnindi eða 52%, um 29% voru með síma- hlunnindi, þ.e. niðurgreiddan sím- areikning eða síma frá fyrirtækinu. Einnig kom í ljós að mun fleiri karlar en konur njóta bíla- eða símahlunninda, skv. könnuninni. Könnunin var gerð fyrr á þessu ári. Var rúmlega 10 þúsund félags- mönnum sendur spurningalisti og byggjast niðurstöðurnar á svörum 2.167 félagsmanna eða 26%. HYAMAHA iíað á tœknina Yamaha er heimsþekkt íyriitæki í framleiðslu hljóðfæra, enda byggja þau á mikilli verkkunnáttu og nýjustu tækni. Nú er búið að færa þessa eiginleika yfir á hljómtæki frá fyrirtækinu og er útkoman Piano Craft, glæsileg samstæða, þar sem sami viður er í hátölurum og í píanóum og flyglum. Samkvæmt tækniblöðum er einkunin, EISA verðlaunin í ár. EISA Verð59.900.- stgr. Úívisrpsmagnan/geisínspilnti 2X45WEMS 40 síöðvn minns waftatfm útgsmpsr djópbaísa&íjangsfr Þriggja ára ábyrgð. R Æ P U R N I H Ráðstefna um jafnréttismál Vinnum sem jafningjar María Hreiðarsdóttir ATAK, félag fólks með þroskahöml- un, er skipuleggj- andi og gestgjafi evr- ópskrar ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík í dag. María Hreiðarsdóttir er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Hún var spurð um mark- mið ráðstefnunnar. „Markmið ráðstefnunn- ar er að kynna evrópskt verkefni sem miðar að því að vinna að auknu jafn- rétti fatlaðra. Verkefnið er styrkt af Leonardo Da Vinci-áætluninni og eru þátttakendur í því frá Danmörku, Englandi og íslandi. „Það hefur staðið frá 1997 og lýkur með þessari ráð- stefnu. Verkefnið byggist á hug- myndafræði um eðlilegt líf og jafna þátttöku fatlaðra í samfé- laginu. Það er hannað fyrir þroskaheft fólk, fjölskyldur þess og stuðningsaðila til að efla skiln- ing, þekkingu og jöfnuð í samfé- laginu.“ - Hvert er markmið þessa verkefnis? „Markmið þess er að fólk með þroskahömlun, stuðningsaðilar og foreldrar geti unnið saman sem jafningar og einnig að fólk með þroskahömlun geti barist fyrir réttindamálum sínum sjálft. Sérstök áhersla er lögð á at- vinnumál fatlaðra." -Á hvern hátt er þetta verk- efni sérstakt? „Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópubandalagið styrkir sam- tök fólks með þroskahömlun til að taka þátt í evrópsku verkefni sem fullgildir þátttakendur. Þá er ísland fyrsta landið þar sem samtök fólks með þroskahömlun eru gestgjafar evrópskar ráð- stefnu.“ -Koma margir á þessa ráð- stefnu? „Það eru um 80 manns búnir að skrá sig, en hún er aðeins ætluð boðsgestum.“ - Hvað er ætlunin að kynna á ráðstefnunni? „Verkefnið sjálft og svo verður mikið rætt um atvinnumál. Þátt- tökuþjóðirnar kynna framkvæmd og niðurstöður verkefnisins í sínu landi. Þá verður kynning á „at- vinnu með stuðningi" á íslandi og fólk með þroskahömlun mun deila reynslu sinni af atvinnumál- um. Dagskráin endar síðan með pallborðsumræðum um með hvaða hætti evrópsk verkefni geti stuðlað að jöfnum tækifær- um og fullri þátttöku fatlaðra í samfélaginu." - Hverjir tala fyrir Islands hönd? „Ég mun sem formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, opna ráðstefnuna. Stefán Bald- ursson frá skrifstofu mennta- málaráðuneytis mun svo setja ráðstefnuna og framsögumenn eru Þórdís Eiríksdótt- ir frá Leonardo- skrifstofunni á íslandi og María Rúnarsdóttir verkefnisstjóri verk- efnisins. Þá munu þau Björgvin Kristbergs- son, Þórey Rut Jóhannsdóttir og Kiistín Jónsdóttir, félagsmenn Átaks, segja frá þátttöku sinni í verkefninu. Árni Már Björnsson þroskaþjálfi talar um mikilvægi atvinnu með stuðningi. Ottó B. Arnar félagi í Átaki og tveir fé- lagar hans segja frá reynslu sinni af atvinnu með eða án stuðnings á íslandi. Auk þess talar fólk frá ► María Hreiðarsdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1970. Hún lauk grunnskólapróíl og fór síðan á húsmæðraskóla á Hall- ormsstað. María hefur starfað sl. ár á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi þar sem hún er starfsstúlka. Hún er for- maður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og hefur talað fyrir þess hönd, var m.a. aðal- ræðumaður á þingi norrænna samtaka um málefni þroska- heftra 1995 á Álandseyjum. Bretlandi og Danmörku um markmið þessa verkefnis og reynsluna af því í viðkomandi löndum." - Hefur þú tekið þátt í þessu verkefni? „Já, ég hef gert það. Mín reynsla er að þetta er lærdóms- ríkt. Ég hef farið á fundi fyrir hönd félagsins bæði hér heima og erlendis og kynnst nýjum sjónar- miðum og fólki frá öðrum löndum sem berst fyrir jöfnum tækifær- um fyrir fólk með þroskahömlun. Þess má geta að opinn fyrirlestur um verkefnið Vinnum sem jafn- ingjar verður haldinn í Háskóla íslands, Odda, stofu 101, á morg- un og stendur frá kl. 15.00 til 16.00.“ - Hvað eru margir, félagsmenn íÁtaki? „Við erum um það bil hundrað, allt frá tvítugu og upp úr. Tilgangur félagsins er að fólk með þroskahömlun geti barist fyrir réttindamálum sínum sjálft. Við erum með félagsfundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, almenna félagsfundi eftir ára- mót.“ -Hvernig gengur fóiki með þroskahömlun að fá viðunandi at- vinnu? „Það hefur ekki gengið alveg nógu vel. En atvinna með stuðn- ingi hefur skilað miklu.“ - Hvernig er stuðningnum háttað? „Fólk fær stuðning úti á hinum almenna vinnumarkaði. Farið er með því til að kynnast starfinu. Misjafnt er hve lengi er þörf á stuðningnum en alltaf er hægt að leita eftir aðstoð til Árna Más Björnssonar sem veitir þessu starfi forstöðu og hefur með sér fleiri starfsmenn til þess að aðstoða hina þroskahömluðu við að leita að vinnu og læra störfin. Þetta hefur gefið ágæta raun og talsverður fjöldi þroskahamlaðra hafa notið þessarar þjónustu. Mikilvægt er að þessu starfi verði haldið áfram. Eg vona að svo verði en það er ekki búið að taka fullnaðarákvörðun í því máli.“ Atvinna með stuðningi hefur skilað miklu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.