Morgunblaðið - 09.11.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.11.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþingi Endurskoð- unarnefnd skoði málin VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að hún teldi eðlilegt að end- urskoðunarnefnd sjávarútvegs- ráðherra um fiskveiðistjórnarlög- in ræddi það hvort rétt væri að hrófla við lögum sem koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti fjár- fest í félögum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Tók hún fram að erfitt væri að framfylgja flóknum reglum sem um þessar takmark- anir gilda. Sighvatur Björgvinsson, Sam- fylkingu, hafði spurst fyrir um það hjá ráðherra hvaða félög og fyrirtæki hefðu hlotið skráningu á Verðbréfaþingi íslands og í hverjum þeirra erlendum aðilum væri ekki heimilt að fjárfesta. Kom fram í svari Valgerðar að 74 félög hefðu verið skráð á aðal- lista VÞÍ og þar af væru sjávar- útvegsfyrirtæki flest eða 20 tals- ins. Lagasetningin sögð heimskuleg Valgcrður rakti þau lög sem gilda um heimildir erlendra aðila til þess að fjárfest.a í íslenskum fyrirtækjum en m.a. er þeim ekki heimilt að fjárfcsta í sjávarút- vegsfyrirtækjum og ýmsar tak- markanir gilda um fjárfestingu erlendra aðila í t.d. flugrekstrar- fyrirtækjum. Sighvatur sagði það afar athyglisvert að bannað væri að fjárfesta í þeim flokki félaga sem fjölmennastur væri á Verð- bréfaþingi og flóknar reglur skyldu síðan gilda um fjárfesting- ar erlendra aðila í öðrum fyrir- tækjum. A sama tíma væri nefni- lega verið að reyna að hvetja erlenda aðila til fjárfestingar í fyrirtækjum hér á landi. „Þetta nær engri átt,“ sagði Sighvatur. „Þessum heimskulegu Iagasetn- ingum verður að breyta." Núningur milli stofnana vegna jarð- skjálftamála SIV Friðleifsdóttir umhverfís- ráðherra sagði á Alþingi í gær að núningur hefði verið milli stofnana vegna jarðskjálftamála. Sagði hún að ráðuneytisstjórar þeirra ráðu- neyta sem fjallað hafa um jarð- skjálftana á Suðurlandi reyndu nú að koma þessum málum í betri farveg, þannig að ekki ríki sú samkeppni milli stofnana sem vart hefur orðið við. Siv lét þessi orð falla við um- ræður um fyrirspurn ísólfs Gylfa Pálmasonar, Framsóknarflokki, um jarðskjálftarannsóknir. Sagði hún jarðskjálftamálin ekki hafa verið í eðlilegum farvegi vegna þess núnings sem verið hefði milli stofnana og hópa sem að þessum málum starfa. Kvaðst hún ekki telja þetta málaflokknum til fram- dráttar. „Nú um þessar mundir hafa ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta sem koma að þessum málum fundað og haft með sér samráð, m.a. vegna þess að menn vildu fá góðar tillögur um hvernig ætti að nýta það Qármagn sem ríkisstjórnin ákvað að láta renna til fórnarlamba jarðskjálftanna á Suðurlandi. En ráðuneytisstjóra- hópurinn hefur einnig verið að skoða hvort hægt er að koma þessum málum í betri farveg þannig að við sjáum ekki þennan núning milli stofnana og hópa eins og við höfum séð hingað til,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfísráð- herra. Páll Pétursson í umræðum um landsmiðstöð nýbúa Segir þörfina mest að- kallandi á Vestfjörðum PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að ríkis- stjórnin myndi áfram leggja áherslu á að koma upp miðstöð fyrir nýbúa búsetta á Vestfjörðum eins og Al- þingi hefði lagt til í vor, en kæmi ekki að stofnun landsmiðstöðvar, al- þjóðahúss, á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á því svæði væru eins og málum væri nú háttað vel í stakk búin til að tryggja sjálf stofnun slíkr- ar miðstöðvar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu, hafði spurst fyrir um þessi mál hjá ráðherra en hún benti m.a. á að 60% nýbúa á íslandi byggju á höf- uðborgarsvæðinu. Þörfin á nýbúa- miðstöð væri því bersýnilega mest hér sunnanlands. Tóku fleiri þing- menn undir þetta en Þórunn lagði áherslu á að með þessu væri hins vegar ekki verið að gagnrýna að reisa ætti nýbúamiðstöð á ísafirði. Þórunn spurði hvort ráðherrann .r. mMM'M 'iil jiL §§ ALÞINGI ætlaði einfaldlega að hreinsa hendur sínar af málefnum nýbúa hér á höf- uðborgarsvæðinu og afhenda sveit- arfélögunum þau. Sagði hún hér á ferðinni óvild í garð tiltekinna sveit- arfélaga, óvild sem bitnaði verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. nýbúunum sjálfum. Páll Pétursson sór af sér ásakanir um fjandskap í garð yfirvalda í Reykjavík. Hann sagði þörfina á nýbúamiðstöð meira aðkallandi fyrii- vestan og ríkisstjórnin hefði því talið rétt að beina athyglinni þangað, í bili að minnsta kosti. Benti Páll á að 17% íbúa á Tálknafirði væru erlendir og alls 7-8% íbúa á Vestfjörðum öllum. Málefni innflyljenda undir yfirstjórn eins ráðuneytis? Fram kom ennfremur í máli fé- lagsmálaráðheira við fyiirspum Ög- mundar Jónassonar, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um málefni innflytjenda, að hann teldi brýnt að kanna mögu- leika á því að færa málaflokkinn undir yfirstjórn eins ráðuneytis. „Rökin eru einkum þau að með því náist betri heildaryfirsýn yfir mála- flokkinn og samræming í aðgerðum verði einfaldari og árangursríkari,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Morgunblaðið/ Kristínn Guðjón Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, fylgjast með umræðum á Alþingi. Heiti Þjóðminjasafns Islands breytt skv. lagafrumvarpi menntamálaráðherra Stofnunin heiti framvegis embætti þj óðminj avar ðar HEITI Þjóðminjasafns Islands verður breytt skv. frumvarpi til þjóðminjalaga sem Björn Bjarna- son menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Er í frum- varpinu gert ráð fyrir að stofnunin heiti framvegis embætti þjóð- minjavarðar en innan þeirrar stofnunar sé rekið safn sem heiti Þjóðminjasafn Islands. Frumvarpið felur ekki í sér efn- islegar breytingar á inntaki þjóð- minjavörslunnar, að því er fram kemur í greinargerð. Hins vegar sé megintilgangur þess að einfalda stjórnkerfi þjóðminjavörslunnar og styrkja embætti þjóðminjavarð- ar. Þjóðminjavörður bjóði út fornleifarannsóknir Lagt er til í frumvarpinu að Þjóðminjasafnið hafi sérgreindan fjárhag og ráðinn verði sérstakur safnstjóri sem beri fjárhagslega ábyrgð á rekstri safnsins gagnvart þjóðminjaverði. Auk þess er lagt til að safnið hafi ráðgefandi hlut- verk gagnvart öðrum byggða- og minjasöfnum og hafi forgöngu um samræmda safnastefnu á sviði þjóðminjavörslunnar. Auk þessa má nefna að í frum- varpinu er lagt til að þjóðminja- vörður bjóði út fornleifarannsókn- ir. Þó er gert ráð fyrir að starfsmenn þjóðminjavarðar sinni rannsóknum að einhverju leyti, ekki síst svonefndum neyðarrann- sóknum, sem erfitt kunni að vera að bjóða út. Lagt er til í frumvarp- inu að ríkissjóði sé skylt að við- halda friðlýstum fornleifum. „Sam- kvæmt núgildandi lögum er ríkissjóði skylt að viðhalda friðuð- um fornleifum en slíkt er ekki raunhæft," segir síðan í greinar- gerð. „Eðlilegra er að takmarka skyldu ríkissjóðs við að viðhalda þeim fornleifum sem hlotið hafa friðlýsingu og er að finna á friðlýs- ingarskrá.“ Samhliða frumvarpi til þjóðminjalaga hefur menntamálar- áðherra lagt fram ft-umvarp til laga um húsafriðun, frumvarp til safnalaga og frumvarp til laga um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverð- mæta til annarra landa. Er því fyrstnefnda ætlað að gefa húsa- friðun sérstöðu innan þjóðminja- vörslunnar en frumvarpi til safna- laga er ætlað að styrkja og efla almenna safnastarfsemi. Alþingi Dagskrá Rætt um loftlags- breytingar ÞINGFUNDUR hefst á Al- þingi í dag kl. 10.30. Utan- dagskrárumræða um loftlags- breytingar er boðuð kl. 13.30 og er málshefjandi Kolbrún Halldórsddttir, Vinstrigræn- um, en Davíð Oddsson for- sætisráðherra verður til and- svara. Dagskráin lítur annars þannig út: 1. Tekjustofnar sveitarfélaga. 1. umræða. 2. Vatnsveitur sveitarfélaga. 1. umræða. 3. Stéttarfélög og vinnudeilur. 1. umræða. 4. Tekjuskattur og eignar- skattur (skatthlutfall). 1. umræða. 5. Tekjuskattur og eignar- skattur (barnabætur). 1. uraræða. 6. Ríkisábyrgðir (EES-reglur). 1. umræða. 7. Tekjuskattur og eignar- skattur (frestun skatt- greiðslu af söluhagnaði hlutabréfa). 1. umræða. 8. Virðisaukaskattur. 1. um- ræða. 9. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umræða. 10. Húsaleigubætur. 1. um- ræða. Alþingi Stutt Fjölgun einangrunar- stöðva ekki á dagskrá GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann hefði ekki í hyggju að fjölga einangrunarstöðvum gælu- dýra enda hefði ríkisstjórnin í júní 1999 ákveðið að bregðast við aukinni eftirspurn með því að ráðast í stækkun stöðvarinnar í Hrísey. Ef Alþingi hins vegar gerði athugasemd við að stöðin sé staðsett þar nyðra gæti það sjálft gert breytingar í þeim efn- um er það fjallaði um frumvarp sem ráðherrann hefur lagt fram á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, Sjálfstæðisflokki, hafði borið upp fyrirspurn til Guðna en fram kom í máli hennar að hún teldi óeðlilegt að einangrunarstöð gæludýra væri jafn langt frá flugvellinum í Keflavík og raun ber vitni. Sagði hún flutningana norður í Hrísey erfiða bæði dýr- um og eigendum þeirra. Hún vildi m.a. vita hversu margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja hefðu nýtt sér þjón- ustu stöðvarinnar sl. fimm ár og hún spurði Guðna hvort hann hefði í hyggju að koma fleiri slík- um einangrunarstöðvum á fót. 55,4% dýra í eigu höfuðborg- arbúa og íbúa Suðurnesja Guðni sagði að á tímabilinu 1. janúar 1996 til 1. nóvember 2000 hefðu 448 dýr verið vistuð í ein- angrunarstöðinni í Hrísey, þar af 312 hundar og 136 kettir. 55,4% dýranna hefðu verið í eigu íbúa af höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum en 44,6% í eigu fólks úr öðrum landshlutum. Hjálmar Árnason, Framsókn- arflokki, og Ossur Skarphéðins- son, Samfylkingu, tóku undir málflutning Þorgerðar í gær, en Ossur sagði m.a. að rétt væri að alþingismenn tækju landbúnaðarráðherra á orðinu og beittu sér fyrir breytingum á frumvarpi hans þannig að hægt yrði að fjölga einangrunarstöðv- um. Tillögur um nýtingu Þingvalla- bæjar ekki fullmótaðar TILLÖGUR um nýtingu Þing- valiabæjarins hafa ekki verið full- tnótaðar en Ijóst er að þjóðgarðs- vörður þarf að hafa þar ákveðna aðstöðu, sem og Þingvallanefnd og prestar til undirbúnings at- hafna í kirkjunni. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gœr en hann tók ennfremur fram að ríkisstjórn íslands þyrfti að geta haft þar aðstöðu, m.a. til að taka á móti erlendum gestum. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, hafði spurst fyrir um það hjá ráðherra hver færi með eignar- og yfirráð yfir Þing- vallabæ og hvaða áform ríkis- stjdrnin hefði um nýtingu hans í framtíðinni. Sagði hún að nú unt stundir virtist vera uppi ágrein- ingur um þau mál. Davíð svaraði því m.a. til að samkvæmt lögfræðilegri álits- gerð sem unnin var síðastliðið sumar væri ljóst að ríkið hefði fullt eignarhald yfir húsinu og að Þingvallanefnd færi með eignarhald á Þingvallabæ og yf' irstjórn þeirra mála sem bæinn varða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.