Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 4Í) virk« & s§ cslasio *&****> e * * jpÍ3dE?flÍ««* ...ef þú kaupirfimm 1 iý y W 1 Flamme d'amore * y* * * kristalsglös. | JpK\ c Gerið góð kaup! "2 S •í.' (MmíL ia io-i8, 9* 10-14. Bæjarlind i-3, sími 544 40 44 A TILBOÐ ^ Rúllukragapeysa 2.900 • Buxur 3.900 • Bolir 1.900 • Hnepptar peysur 4.900 • Skyrtur 2.900 STÆRRI STÆRÐIR • FALLEGUR FATNAÐUR Stærðir 34-46 PARTTWO Kringlunni 8-12 • s. 568 6845 Þróun mála á landsbyggðinni RAÐSTEFNA um þróun mála á lands- byggðinni var haldin í Háskólanum á Ákur- eyri í haust. Þessi ráð- stefna var hin fjórða í röðinni af árlegum ráðstefnum hjá sam- tökunum „Nordic- Scottish University Network for Rural and Regional Develop- ment“. Ráðstefnunni var stjórnað af Inga Rún- ari Eðvaldssyni sem er hinn íslenski sam- starfsaðili samtakanna hér á landi. Á ráð- stefnunni voru fjórir málaflokkar til umfjöllunar: Þróun mála á hverj- um stað í fámennum byggðarlög- um, hvernig landsbyggðin metur sjálfa sig, víxlverkun þéttbýlis og dreifbýlis og þjónusta og menntun á landsbyggðinni. Noddy McMinn sagði frá skosk- um smábændum á skoska hálend- inu og baráttu þeirra fyrir að fá meira land en til þess þarf laga- breytingu. I meira en öld hafa stór- bændur átt landið. Bændur sem bjuggu á jarðskikum voru reknir burt svo að jarðirnar gætu stækkað og hentað betur fyrir fjárbúskap, kornrækt eða veiðimennsku. Núna er verið að breyta lögunum. Erindi fmnsku fyrirlesaranna fjölluðu um þá þróun landsbyggð- arinnar sem inngangur og þátttaka Finna í Evrópusambandinu leiddi til. Hilkka Vihinen talaði um endur- skipulagningu hreppanna sem átti sér stað áður en hafín var fram- kvæmd stuðningsáætlunar fyrir hreppana. Tuula Isosuo fjallaði um stuðningsáætlun fyrir hreppana sem landbúnaðarráðuneytið í Finn- landi kom af stað þegar ljóst var að hrepparnir höfðu fleiri góðar hug- myndir en þær sem Evrópusam- bandið gat fjármagnað. Finnska áætlunin nefnist POMO og gerði mönnum kleift að bregðast við til aðstoðar fínnskum þorpum og hreppum, m.a. með því að stofna virk félagasamtök íbúanna á staðn- um (Local Action Groups). Ríkisstjórnin hefur nú hvatt öll sveitarfélög á landsbyggðinni til að stofna slík félagasamtök. Heikki Eskelinen sagði frá evrópskri samvinnu sem stefndi að því að skapa pólitíska samstöðu um frekari samvinnu íbúa dreifbýlis og þéttbýlis. Að hans mati var einmitt þessi norræna-skoska samvinna gott dæmi um hvernig fólk, sem hefði fengið svipað uppeldi og hefði svipað gildismat, ætti auðveldara _ Frfða Vala Asbjörnsdóttir með að skilja hvert annað heldur en fólk sem kemur frá ólíkum menningarsvæðum og loftslagi, t.d. fólk frá Norður- og Suður- Evrópu. Antony Lindgi'en frá háskólanum í Lu- leá fjallaði um þau sveitarfélög í Norður- Svíþjóð þar sem eru stíflur fyrir vatnsorku- ver. En þau fá árlega bætur eða óþæginda- þóknun til nota fyrir íbúana á svæðunum þar sem stíflurnar eru. Rannsóknir Lind- grens leiddu í ljós að í flestum til- fellum ákvað sveitarstjórnin hvern- ig þessum peningum var varið - og var það ekki alltaf til bóta fyrir byggðirnar þar sem stíflurnar eru. Byggö Fjarnám er spennandi tækifæri til framhalds- menntunar, segir Fríða Vala Ásbjörnsddttir, fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Framlag Norðmanna fjallaði um mismun á lífí unga fólksins í lönd- unum nálægt heimskautsbaugnum - bæði varðandi ólíkt kyn og ólík lönd. Aðeins einn þátttakandi var frá Danmörku og var hann reyndar sá eini sem ekki var tengdur háskóla. Það var Barbara Diklev. Hún er starfsmaður „Hele Norden skal leve“ sem er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka á Norður- löndum sem bera hag landsbyggð- arinnar fyrir brjósti. Heimsókn hennar til Islands var í fyrsta lagi til að taka þátt í ráðstefnunni og einnig að veita stuðning átaki á stofnun áþekkra félagasamtaka á Islandi og þau sem til eru á hinum Norðurlöndunum. íslensku sam- tökin mætti kalla „Landsbyggðin lifi“, og myndu þau stuðla að betra lífí á landsbyggðinni. í fyrirlestri sínum fjallaði Barbara um skóla á landsbyggðinni. Kom hún þar fram með þrjár ástæður fyrir skólahaldi á landsbyggðinni: Skólinn er fé- lagsleg og menningarleg undir- staða hins litla sveitarfélags og skólinn býður líka upp á möguleika á sameiginlegum uppákomum. Þeirrar skoðunar gætir oft í sveit- arfélögum að hægt sé að spara pen- inga með því að leggja skóla niður. I mörgum sveitarfélögum í Dan- mörku hafa menn skipt um skoðun hvað þetta varðar vegna þess að út- gjöldin verða meiri sé til lengri tíma litið. Ungar fjölskyldur hætta að flytjast til staðarins og húsin standa auð. Tími til leikja minnkar að sama skapi og tími í flutninga vex. Dagur í lífi yngstu barnanna er svo stuttur að nauðsynlegt er að gefa þeim eins mikil tækifæri og mögulegt er til að leika sér og læra. Ein af lausnunum á vandamálum einangi-unar kann að vera meiri notkun Netsins - jafnvel líka fyi’ir yngstu kynslóðina. Þannig fæst hvatning frá öðrum og einnig má samnýta kennslugögn á Netinu. Barbara lagði áherslu á að vandamálin væru nær því þau sömu á öllum Norðurlöndunum og benti á heimasíðu „Hele Norden skal Leve“: www.hele-norden.dk. Flest erindin voru frá íslandi, enda flestir þátttakenda þaðan. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki, Bjarki Jóhannesson, talaði um landbúnaðar- og hreppapólitík á Islandi og vandamálin sem verða á vegi þeirra sem vinna að þróunar- málum í svo víðáttumiklu landi. Ingi Rúnar Eðvarðsson benti á hvernig Háskólinn á Akureyri hef- ur opnað dyr að nýrri þróun á sínu svæði. Núna koma þangað mun fleiri vel menntaðir einstaklingar en áður. Gott dæmi um þetta er að í kjölfar tækifæris til hjúkrunar- náms á Akureyri hefur orðið mun auðveldara að ráða fólk til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Rektor Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, sagði frá því í sínu framsöguerindi að hlut- fallslegur fjöldi nemenda sem stundar nám við Háskólann á Ak- ureyri og sest að utan háskólabæj- arins er fjórum sinnum meiri en í Reykjavík. Staðsetning háskóla úti á landsbyggðinni virðist því koma að meira gagni varðandi atvinnu- uppbyggingu í landinu öllu heldur en staðsetning háskóla í höfuðborg- inni. Áheyrendur kunnu vel að meta þetta sjónarmið. Einnig virt- ist hið nýja fjarnám vera spennandi tækifæri varðandi framhaldsmenn- tun fyrir þá sem eiga ekki heiman- gengt. Ráðstefnan á Akureyri var góð og mjög vel heppnuð og getur hinn ungi háskóli á Akureyri verið stolt- ur af henni. Niðurstöður margra rannsókna má nota á ýmsa vegu. Er það hlutverk stjórnmálamanna og embættismanna að nýta niður- stöðurnar til þess að koma málum, sem eru til hagsbóta fyrir lands- byggðina, í framkvæmd. Höfundur er formaður undirb ún- ingsnefndar að stofnun samtakanna „Landsbyggðin Iifi“. Loftpressur Skrúfupressur -stimpilpressur GRACE ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 533 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daqa 10-18, lauqard. 10-16. Allar stærðir og gerðir. Hagstætt verð. Eigum einnig loftþurrkara í mörgum stærðum og gerðum. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Akralind 1, Kópavogi. Aðstoðum við val á loftpressum og loftþurrkurum í samæmi við afkastaþörf fyrirtækja. PAÐ LIGGUR I LOFTINU iWSHÁi s mKÍ Hr« Akralind 1, 200 Kópavogur, sími 564 3000. NY GLÆSILEG VERSLUN I KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.