Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 5|> Afram skal gramsað í Mý vatni ÞVERT ofan í tillögur og ráð hinna færustu vísindamanna og flestra lögboðinna ráðgjafa sinna hefur Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráherra heimilað áframhaldandi kísilgúrnám úr Mývatni og leyfir nú töku úr Syðriflóa. Þar með virðist framhald kísilgúrnámsins tryggt til a.m.k. næstu 20 ára. Starfsmenn Kísiliðju brugðust við fregninni með því að slá upp sigur- veislu og raða í sig góðgæti við píanóundirleik. Þvílík skammsýni! Hvað er þetta fólk að hugsa? A að halda áfram að gramsa í Mývatni þar til skaðinn er orðinn öllum bersýnilegur og óbætanlegur með öllu? Afdrifaríkt andartak Það er ótrúleg niðurstaða að umhverfisráðherra skuli sniðganga álit og varnaðarorð flestra sinna undirstofnana og ráðgjafa. Nátt- úrurannsóknarstöðin við Mývatn, Náttúruvernd _ ríkisins, Náttúru- fræðistofnun íslands og Náttúru- verndarráð hafa öll lagst gegn frekara kísilgúrnámi. Einnig Líf- fræðistofnun Háskóla íslands, Umhverfismál Á að halda áfram að gramsa í Mývatni, spyr Kristín_________ Halldórsdóttir, þar til skaðinn er orðinn öllum bersýnilegur og óbætanlegur meðöllu? Náttúruverndarsamtök íslands, Samtök um náttúruvernd á Norð- urlandi og fleiri. En allt kemur fyrir ekki. Áfram skal haldið að gramsa í botni Mývatns og iðju- sinnar horfa glaðir til nánustu framtíðar. 20 ár eru vissulega að- eins andartak í sögu lands og lýðs, en það andartak getur reynst nátt- úru Mývatns afdrifaríkt. Og hvað halda menn að gerist eftir 20 ár? Ef að líkum lætur heldur áfram söngurinn um at- vinnuhagsmuni kísiliðjumanna og yfirvofandi dauða samfélagsins fái þeir ekki að halda mokstrinum áfram. Síðast var með samkomu- lagi Náttúruverndarráðs, umhverf- isráðherra og iðnaðarráðherra gef- inn 15 ára frestur til að búa sig undir endalok kísilgúrnáms úr Mývatni. Það samkomulag hefur nú verið svikið og ekkert raun- verulegt hefur heldur verið að- hafst til að draga úr neikvæðum áhrifum af lokun Kísiliðjunnar. Enda þarf til þess vilja. Fráleitt sjálfbær iðja Það er ekkert annað en ósvífinn útúrsnúningur iðjusinna á hinni macDnBUDin; mm. Golfkúlur 3 stk. i pakka aðeins 850 kr. vel þekktu varúðarreglu að telja sig í fullum rétti vegna þess að ekki liggi fyrir óumdeildar sannan- ir fyrir skaðsemi kísilgúrnámsins. Það er framkvæmdaraðilans að sýna fram á skaðleysi athafna sinna á náttúru Mývatns og það hefur hann ekki gert. Allt frá upphafi kísilgúrnámsins hefur það verið deginum ljósara að hér væri um tíma- bundna iðju að ræða af þeirri einföldu ástæðu að hún er fjarri því að vera sjálfbær þar sem nýmyndun er miklum mun hægari en brottnámið. Margir hafa að vísu viljað loka augunum fyrir þeirri staðreynd og treyst því að ráða- menn settu hagsmuni verksmiðjureksturs á þessu viðkvæma svæði ofar allri vernd- unarpólitík jafnvel þótt í húfi sé náttúru- perlan Mývatn sem á líka í heiminum. Þeir hafa getið sér rétt til. Kristín Halldórsdóttir engan smn hinir sömu Skammtíma við- horfin eru ennþá alls- ráðandi. Ástæða hefði þó verið til að ætla að aukin þekking og um- ræða undanfarinna ára hefði breytt við- horfum meira en raun hefur orðið. Ömurlegt hlutskipti Það er verulegt um- hugsunar- og áhyggjuefni hvernig ráðherrar leyfa sér að fara með vald sitt og ábyrgð. Þar halda hvorki lög né reglur og álit fagfólks er sniðgengið að geðþótta. Alþingi setur lög um náttúru- vernd, um mat á umhverfisáhrif- um, um verndun Laxár og Mý- vatns. Reynt hefur verið að tryggja víðtæka faglega umfjöllun . og ráðgjöf og aðkomu sem flestra að hverju máli. Ekkert virðist halda og náttúruverndarsinnar velta því fyrir sér hvað sé til ráða. Það er ömurlegt hlutskipti sem Siv Friðleifsdóttir hefur kosið sér í embætti umhverfisráðherra. í hverju embættisverkinu á fætur öðru tekur hún skammtíma hags- muni atvinnurekstrar fram yfir langtíma hagsmuni þeirrar náttúru sem hún er sett til þess að gæta. Náttúran er aldrei í fyrsta sæti hjá umhverfisráðherra. Höfundur er varafulltrúi í Náttúruvemdarráði. NETVERSLUN Á mbl.is „Það sem réði úrslitum þegar ég ákvað að færa alla síma- og gagnaflutninga fyrirtækisins yfir til Títans var m.a. það að TTtan byggir á nýjustu tækni á sviði fjarskipta. Um er að ræða nýja IP, Ethernet og DWDM tækni sem getur flutt mikið magn gagna og tals samtímis um Ijósleiðaranet. Nýja tæknin byggir á annarri kynslóð Internetþjónustu, Carrier Class, sem felur í sér aukið öryggi meðal annars með tvöfaldri uppbyggingu kerfisins." Fyrirtækið TTtan er framsækið fyrirtæki á símamarkaðnum I meirihlutaeigu Nýhcrja, íslandssfma og Internets á íslandi. Títan byggir á hæfum starfsmönnum og stórum hópi viðskiptavina auk þess sem þekking og reynsla eigenda fyrirtækisíns gefur því aukinn styrk. Títan starfrækir háhraða (1000 Mb/s) gagnanet á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan Títan veitir fyrirtækjum alhliða sfma- og gagnasambandsþjónustu auk Internetþjónustu. Fjarskiptanet Titans er T fremstu röð í heiminum hvað varðar tæknibúnað og öryggi. Tltan býður fyrirtækjum flutningsgetu og öryggi á lægra verði en áður hefur þekkst hérlendis. Borgartúni 37 105 Reykjavik www.titan.is titan@titan.is xnynr\ Símt 512 9000 Fax 512 9001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.