Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 70
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens EG VONA AÖ PETTA SEKINVERSKI MA TURINN SEM PÚ PANTAÖIR! ------- cucf' fjfíU ciipp-'Em S-n' Grettir ( SÆL AFTUR, ^ r í DAS ER JÓN ... , 1 í i ÍJL>-—£RM t7AV75 ^-17 1 Hundalíf Ljóska Ferdinand 50MEPAV THERE'5 G0IN6 TO BE A MONUMENT HERE.AMP VOU KMOU) OJHAT OJlLL BE ON IT? ''THI5 15 WHERE 5ALLY BROION 0JA5TEPTHE BE5TYEAR5 OF HER LIFE UJAlTING FOR THE 5CHOOL BU5..." Einn daginn verðursett upp minnismerki hérna og veistu hvað mun standa á því? v' 5HE COULP HAVE 5LEPT ANOTHER TEN MlNUTESi" ~^C „Það er hér sem hún Sallí Bjarna eyddi bestu árum lífs sms í að bíða eftir skólabflnum..." „Hún hefði getar soflð tíu mínútum Iengur.“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Andkristnihátíð Frá Sigurði Harðarsyni: í TILEFNI af Andkristnihátíð vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Hátíðin var ekki haldin sem beint andsvar við þá kristnihátíð ríkis og kirkju sem fræg er orðin að endem- um. Andkristnihátíð var haldin til að benda á að hlutverk kirkjunnar hef- ur gegnum tíðina verið að innprenta þegnum þjóðfélags okkar hlýðni við ríkisvaldið og virðingu fyrir kirkj- unnar mönnum. Kristin kirkja hefur með yfírgangi sínum og áherslu á mikilvægi sitt sem stofnunar svikið fólkið sem hún segist þjóna. Með útbreiðslu trúar- bragðanna hafa kirkjan og aðrir kristnir söfnuðir unnið frekar að því samsæri sem trúarbrögð eru. í eðli sínu eru trúarbrögð samsæri um að bæla niður hið leitandi eðli hvers einstaklings og stýra því í ákveðinn farveg sem samkvæmur er því sem trúarbrögðin skipa. Pannig stuðla trúarbrögðin að ákveðnum takmörkunum á möguleikum hvers og eins til andlegs þroska þar sem öll ræktun hins andlega fer fram innan ákveðins ramma. Það er hið sorglega eðli trúarbragða. Sönn trú eða persónulegt vitund- arsamband við guð hefur ekkert að gera með trúarbrögð enda má segja að trúarbrögð séu bara brögð til að fá fólk til að trúa. Flest það fólk sem vinnur að útbreiðslu guðsdýrkunar innan ramma trúarbragðanna gerir það af góðum hug því það þekkir ekki annan sannleik eftir að hafa sjálft orðið fyrir þeim brögðum sem fá fólk til að trúa. Þess vegna trúir það því að það hafi höndlað hinn eina sannleik og efasemdir eru eitthvað sem er ekki vel séð yfir ákveðnu marki innan kirkjunnar eða hópsins. Mörg þein-a munu koma til með að hrökkva við ef þau lesa þessa grein, aðrir munu taka innihald hennar nærri sér þar sem hvarvetna í samfélagi okkar má finna eitthvað sem ætlað er að ýta undir þá hugsun að trúarbrögðin séu eitthvað sem hafi alltaf, sé alltaf og muni alltaf vera til staðar og ekki má hrófla við. Aðstandendur Andkristnihátíðar trúa því að kristni sem trúarbrögð sé í hnignun og sé stöðugt að tapa virð- ingu sinni í augum almennings eftir því sem almenningur hefur meiri að- gang að upplýsingum um aðra mögu- leika til að stunda sitt andlega líf eða lifa sínu lífi án trúarbragða, treysta á sig sjálfan og náungann án þess að vera háður kennisetningum. Eftir þúsund ár af kristni eru næstu þús- und ár okkar, okkar sem erum eigin guðir, okkar sem kjósum að trúa ekki nema á eigin forsendum, okkar sem gerum okkur heimakomin á stórmarkaði hugmyndafræðanna og sníðum okkar eigin hugmyndafræði eftir máli. SIGURÐUR HARÐARSON, Grettisgötu 6, Reykjavík. Fátækt kostar peninga Frá Margréti Guðmundsdóttur: HVAÐ SKYLDI það kosta samfé- lagið að halda úti þeirri fátækt sem hluti þjóðarinnar býr við í dag? Það er dýrt að vera fátækur. Það er ekki bara dýrt fyrir þann sem er fátækur heldur líka samfélagið sem hann býr í. Þeir sem hafa nóg fyrir sig eru líka að borga fyrir fátæktina í landinu. Það eru ekki bara þeir fátæku sem fara illa út úr fátæktinni heldur hinir líka. Við skulum taka dæmi: Félags- þjónustan í Reykjavík kostar mikla peninga. Hún er alfarið rekin af al- mannafé. Þeir sem þar starfa fást alla daga við að reyna að draga úr sárustu fylgikvillum fátækra fjöl- skyldna í Reykjavík. Þar má nefna að greiða niðui’ skuldir heimila við Orkuveitu Reykjavíkur, ógreidd af- notagjöld fyrir ríkissjónvarpið, mat- arskuldir í matvöruverslunum, tann- læknakostnað fyrir börn, viðtals- meðferðir hjá sálfræðingum og geðlæknum, skuldir við dagheimili. Veita styrki til fatakaupa fyrir börn á haustin þegar skólar byrja og veita styrki þegar þarf að halda fei-ming- arveislur. Og hverjir eru það sem leita mest til Félagsþjónustunnar, jú, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegai- og láglaunafólk. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Er ekki eitthvað bogið við samfélag þar sem fjölskyldan í næsta húsi verður að greiða niður hita og raf- magn eða skuld úti í matvörubúð fyr- ir granna sinn eingöngu vegna þess að viðkomandi hefur svo lág laun eða fær svona lágar bætur? Það væri mikil kjarabót fyrir þá sem hæm laun hafa að útrýma fátækt á Islandi. Annað dæmi er hægt að taka: Flestir eru sammála því sem margar rannsóknir hafa sýnt fram á, að þeir sem búa lengi við fátækt búa líka oft við verra heilsufar en þeir sem ekki eru fátækir. Það væri forvitnilegt að vita hvað fátæktin á íslandi kostar heilbrigðis- þjónustuna. Hvað fátæktin kostar spítalana í raun og veru. Margir sem eru í fullu starfi, fólk í verslunarstörfum, í verksmiðjum, við fiskvinnslu og í fleiri störfum, getur ekki séð fyrir fjölskyldum sín- um vegna þess að launin eru svo lág. Eftir fulla vinnu fá margir útborgað milli 70 og 80 þúsund krónur á mán- uði. Þetta er forkastanlegt. Við skul- um ekki gleyma því að hærri örorku- bætur og hærri laun skila sér strax til samfélagsins aftur. Það ætti að vera skýlaus krafa þeirra sem hærri laun hafa að þurfa ekki að borga með vinnandi fólki. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.