Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 73

Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 1% BRIDS Umsjón (iiiAinuiidiir l'áll Arnarson ÁRIÐ 1935 háðu hjónin Ely og Josephine Culbert- son 150 rúbertna einvígi við Hal og Dorothy Sims, sem stóð yfir í tvo mánuði. Culbertsonhjónin unnu með nokkrum yfirburðum og var það ekki síst frúnni að þakka, sem átti oft stór- leik. Hér sýndi hún kjark- mikla vörn gegn fjórum hjörtum Hal Sims: Vestur gefur; allir á hættu. Norður 4 KG3 v 7 ♦ 4. AD74 Vestur Austur *Á54 ♦ D1076 V8432 vl05 ♦ K96 ♦ G10532 +Á107 4.63 Suður 4.982 VÁKDG96 ♦ 8 +G85 Vestur Norður Austur Suður Josephine Dorothy Ely Hal Pass llauf Pass lhjarta Pass 2 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Eftir þessar upplýsandi sagnir þóttist Josephine vita af spaðastyrk í blind- um og sá ekki hvernig hægt væri að ná geiminu niður nema sækja þar ein- hverja slagi. Hún lagði því af stað með smáan spaða undan ásnum! Hal lét smátt úr borði og Ely fékk fyrsta slaginn á tíuna. Og spilaði laufi um hæl. Josephine drap á ás og sendi óhikað aftur smá- an spaða í gegnum KG. Hal leit hana hornauga og hugsaði sig lengi um. Síð- an lét hann gosann og Ely fékk á di-ottninguna og spilaði aftur spaða á ás eiginkonu sinnar. I þá daga fylgdust fjölmiðlar í Bandaríkjun- um með hverju spili og tóku daglega viðtöl við keppendur. Hal Sims hrósaði Josephine fyrir vörnina, en sagði jafn- framt: „Ég trúði því ein- faldlega ekki að hún hefði kjark til að spila tvisvar undan ás gegn jafn sterk- um spilara og mér!“ ... að leggja þig allarm fram. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- av þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns Þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík DAGBÓK Hlutavelta Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 6.322 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita Ævar Orn Hermannsson, Jóhann Þorvarðarson, Agnar Ingi Traustason og Þorsteinn Rafn Guðmundsson. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu til styrktar hjálparstarfi kirkjunnar vegna barna í skuldaánauð. Þær söfnuðu 31.114 kr. og frelsuðu með því 6 börn úr ánauð. Þær heita Hildur Maral, Hrefna Hörn, Anna Helen, Sigurveig Hulda og Guð- nin Valgerður. SKAK UniNjÓII llclgi Ásn Grétarsson STAÐAN kom upp á Ól- ympíuskákmótinu sem nú stendur yfir í Istanbúl. Margir af sterkustu skák- mönnum heims eru þar á meðal þátttakenda þó að þar vanti menn eins og Kramnik, Kaspar- ov og Anand. Boris Gelfand (2681) teflir nú fyrir ísr- ael en hann er upp- runalega frá Hvíta- Rússlandi. Hann hafði hvítt í stöð- unni gegn Alexei Shirov (2746) sem núteflirfyrir Spán. 21. Rbxd6! Rxd6 22. Rb6! Bf8 23.b4! Rcxe4 24.fxe4 Be8 25.DÍ3 Be7 Eftir hvern snilldarleik- inn á fætur öðrum nær hvítur að njóta ávaxta erfiðisins með skipta- munsávinningi. í fram- haldinu tekur hann enga áhættu og bætir stöðu sína hægt og sígandi. 26.Rxa8 Dxa8 27.Bc5 Db8 28.a5 Dc7 29.Hacl Dd7 30.Bd3 Kg7 31.De3 Bf7 32.Bb6 Hxcl 33.Hxcl Da4 34.Bc5 g5 35.Df2 Dd7 36.Dc2 h4 37.h3 Bg6 38.Bb6 Kh6 39.Dc7 De8 40.Bc5 Df8 41.Hfl og svartur gafst upp. Hvítur á leik. UOÐABROT HEIMURINN OG ÉG Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyn- á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti: að ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn - og von hans líka. Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum, sáum það loks í ljósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báðum. Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi né byrgjum kala neinn í hjörtum inni, því ólán mitt er brot af heimsins harmi, og heimsins ólán býr í þjáning minni. Steinn Steinarr. STJÖRIVUSPÁ cftir FranccN Urakc SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákveðinn og afkastamikill en átt það til að vera ofráðríkur um annarra hagi. Hrútur (21. mars -19. apríl) Gættu þéss að skeyta ekki skapi þínu á öðrum því vand- inn er þinn og þú átt að vera maður til þess að gangast við honum og leysa hann. Naut (20. apríl - 20. maí) í*t Ástæður þess að þú ert svo gleyminn þessa dagana er að þú ert með of mörg járn í eld- inum. Einbeittu þér að færri atriðum og leiddu þau til lykta. Tvíburar (21. mai - 20. júní) vfn. Þér berast svo mörg boð að þú átt í mestu vandræðum með að velja þar á milii. Reyndu að hitta á þau sem eru líklegust tii að færa þér einhver skemmtilegheit. Rmbbi (21. júní - 22. júlí) Ef þér finnst þú ekki geta þol- að álagið skaltu umfram allt hægja á þér og finna þér eðli- legt starfsmót. Þannig bjarg- ar þú sjáifum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú getur ekki velkst í vafa lengur heldur verðurðu að taka af skarið. Stattu svo við ákvörðun þína og hrintu henni umsvifalaust í framkvæmd. Meyja j* (23. ágúst - 22. sept.) <УL Einhveijir vilja pranga inn á þig hlutum sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Láttu ekki leika á þig, skelltu á þá hurðinni. Vog xrx (23.sept.-22.okt.) Þú þarft að gefa nánari gaum að sambandi þínu og þinna nánustu. Þitt er að sameina og því er eklri eftir neinu að bíða. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er sjálfsagt að þú standir á rétti þínum og kreíjist þess sem er þitk Láttu engan hafa af þér það sem þú hefur unnið þér inn. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Ef þér veitist of erfitt að finna svör er reynandi að bera upp spurningarnar með öðrum hætti. Jafnvel þarftu að taka upp ný vinnubrögð að ein- hverju leyti. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Hættu að bíða eftir því að aðr- ir geri hlutina. Brettu upp ermamar og gakktu í það sjálfur. Þannig tryggir þú líka farsæl málalok fyrir sjálfan þig- k£~ Vatnsberi (20.jan.-18.febr.) Tíma með góðum vinum er alltaf vel varið og þú átt að láta það eftir þér í ríkara mæli. Líttu ávallt á björtu hliðarnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum er heppilegast að halda sig utan við atburðarás- ina þegar aðrir eru að takast á um hluti sem þér koma ekkert við. Hugsaðu fyrst og fremst um eipin haff. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. ÖR & T>JÁSN • GARÐATORG 7 • GARSABÆR • SÍ.Mí 565 995$ . PAX 565 9977 Nú fer að fækka lausum tímum í bamamyndatökur fyrir jól. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 REYNIR HEIDE Cksmiouh GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVORUVERSLUN Á GARÐATORGI 7, VIÐ „KLUKKUTURNINN“ EIGNAMIÐLUNIN Sleinarsdóttir, símavarslo og öflon skjolo, Rokal Dögg lir, simovorslo og öflun skjolo. Sími 588 909« • Fax 588 9095 • SÍDumúla 21 EINBYLI Leirutangi - einlyft einbýli. MJög skemmtilegt og velskipulagt einlyft um 160 fm einbýli (Hosby) ásamt 40 fm bílskúr. Eigninskiptist (góða stofu m. ami, 4 rúmgóð herb.(5 skv. telknlngu), snyrt- ingu, baðh., eldh., þvottah. o.fl. Góð hellulogð verönd. V. 19,9 m. 9989 PARHUS Bakkasmári - frábær stað- setning. Vorum að fá í einkasölu rúmlega 183 fm tvílyft parhús á frábær- um útsýnisstað auk 22 fm bílskúrs. Á 1. hæð eru m.a. stórar stofur m. stórum svölum, eldhús, baö, gott herb. ,innb. bilskúr o.fl. Á jarðhæð eru m.a. 3 herb., baðh., þvottah., stór geymsla o.fl. Lóðin er mjög falleg, hellulögð og með góðri verönd. V. 24,0 m. 9840 HÆÐiR Bárugata með aukaíbúð. Um 190 fm neðri hæð og kjallari ifallegu og virðulegu húsi. Á hæðinni er guilfalleg 3ja herbergja uppgerðíbúð, parket á gólfum, endurnýjaðar innréttingar og mikil lofthæð. íkjallara er 2ja herbergja ósamþykkt íbúð, herbergi, geymslur og þvotta- herb. V. 19,5 m. 9639 Langholtsvegur. Góð ca 145 fm 4-5 herbergja íbúð á jarðhæð í tvibýll með sérinngangi. (búðin skiptist i 3 svefnherb., tvær stofur, eldhús og baðherbergl. Allt sér. Parket á gólf- um. V. 14,9 m. 9950 Bauganes - sérhæð. 5 herbergja um 115 fm sérhæð (miðhæð) m. sérinng. í þribýlishús. Hæðin skiptist I stofu, borðstofu (herb.), 3svefnherb„ snyrtingu, eldhús og bað. Parket á gólfum. Rólegur staður.Útsýni. V. 13,5 m. 9993 3JAHERB. Aðalland - sérinngangur. Vorum að fá i einkasölu vandaða og bjarta u.þ.b. 92 fm ibúð á 1. hæð (gengið beint inn) í vinsælu lltlufjölbýli. Góðar innréttingar. Suðurverönd og sérinngangur. (búð á eftirsóttum stað i nýrri hluta Fossvogshverfis. V. 13,5 m. 9995 2JA HERB. Veghús - bílskýli. 2ja herb. vönduð 70 fm íbúð með frábæru útsýnl á 5. hæö í lyftuhúsi. Snýr til suð- urs og vesturs. Stæði íbílageymslu. Laus strax. V. 8,3 m. 9902

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.