Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður vísindamanna íslenskrar erfðagreiningar og samstarfslækna kynntar Erfðavísar tengdir æðakölkun o g beinþynningu staðsettir Morgunblaðið/Golli Niðurstöður rannsókna kynntar, f.v. Guðmundur Guðmundsson, hópstjóri rannsóknahóps útæðasjúkdóms hjá Islenskri erfðagreiningu, Stefán E. Matthíasson, samstarfslæknir hans, Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Islenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson forstjóri, Gunnar Sigurðsson, sam- starfslæknir rannsóknahóps beinþynningar, og Unnur Styrkársdóttir, hópsljóri. Vísindamönnum ís- lenskrar erfðagreining- ar hefur tekist að stað- setja erfðavísi á litningi sem tengist útæðasjúk- dómi. Þeir hafa einnig staðsett erfðavísi á litn- ingi sem tengist bein- _________þynningu.____________ FYRSTU niðurstöður rannsókna ís- lenskrar erfðagreiningar og sam- starfslækna þess á útæðasjúkdómi og beinþynningu voru kynntar í gær með fréttatilkynningum fyrirtækis- ins og F. Hoffmann-La Roche og á blaðamannafundi í húsnæði Is- lenskrar erfðagreiningar. Vísinda- mönnunum hefur tekist að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist út- æðasjúkdómi. Þeir hafa einnig stað- sett erfðavísi á litningi sem tengist beinþynningu. Við þetta tækifæri sagði Kári Stef- ánsson, forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, að spennandi væri að geta kynnt á sama tíma árangur í rannsóknum á þessum flóknu sjúk- dómum. Jafnframt kom fram að rannsóknum á þessum sjúkdómum væri haldið áfram og stæðu vonir til þess að unnt yrði að kynna fleiri merkar niðurstöður á næstunni. Sýnt fram á ættarfylgjuna Fram kemur í fréttatilkynning- unni um útæðasjúkdóminn að líklegt sé að ákveðinn breytileiki í umrædd- um erfðavísi eigi þátt í myndun sjúk- dómsins. Útæðasjúkdómur, sem oft er nefndur æðakölkun, lýsir sér í minnkuðu blóðflæði til útlima vegna þrengingar slagæða sem aftur leiðir til sársauka í útlimum, minnkaðrar hreyfigetu og þarfar á erfiðum skurðaðgerðum. í verstu tilfellum getur hann leitt til jjtlimamissis. Tal- ið er að hann hrái á milli 2 og 5% fólks sem komið er yfír 65 ára aldur. Lengi hefur verið vitað að þættir á borð við reykingar, hreyfingarleysi, kólesterólríkt fæði og háan blóð- þrýsting auka líkurnar á að fólk fái útæðasjúkdóm. Samstarfslæknir rannsóknahóps íslenskrar erfða- greiningar, Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir, sagði í gær að einn- ig hefði legið í loftinu að erfðir væru mikilvægur áhættuþáttur en ekki hefði tekist að sýna fram á það fyrr en nú með tilkomu íslenskrar erfða- greiningar. „Þessar niðurstöður eru algerlegar nýjar af nálinni, þetta er í fyrsta skipti sem tekist hefur að sýna fram á ættarfylgjuna," sagði Stefán. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Æðaskurðlæknafélag íslands og æðaskurðlækna á Landspítala-Há- skólasjúkrahúsi sem sáu um að velja sjúklinga til rannsóknarinnar. Alls tóku 1300 manns þátt í rannsókninni, sjúklingar og aðstandendur þeiira. Eitt gen hefur mikil áhrif Erfðavísirinn sem tókst að kort- leggja í beinþynningarrannsókninni er talinn eiga stóran þátt í myndun sjúkdómsins í einstaklingum sem bera ákveðinn breytileika í honum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu IE. Beinþynning lýsir sér í rýrnun beina og minnkuðum styrk þeirra. Einkenni koma oftast fram þegar fólk hefur náð sextugsaldri. Hún er fjórum sinnum algengari hjá konum en körlum og er eitt alvarieg- asta heilbrigðisvandamál kvenna í heiminum. Gunnar Sigurðsson, samstarfs- læknir rannsóknahóps íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að lengi hefði verið þekkt að erfðir réðu miklu um þróun sjúkdómsins. Hins vegar hefði verið álitið að um væri að ræða mörg gen sem hvert um sig hefðu lítil áhrif. Sagði Gunnar að í rannsókninni, sem hann sagði að rannsóknahópur íslenskrar erfða- greiningar hefði lagt gífurlega mikla vinnu í, hefði hins vegar komið í ljós að í mörgum ættum hefði eitt tiltekið gen mikil áhrif. Kortlagning þessa erfðavísis byggist á rannsóknum á arfgerðum yfir 430 íslenskra sjúklinga og 600 ættingja þeirra í 139 fjölskyldum. „Þessar niðurstöður marka mikil- vægan áfanga í leitinni að breytileika í einum þeirra erfðavísa sem hafa áhrif á myndun sjúkdómsins," segir í fréttatilkynningu. Þróa greiningaraðferðir og lyf Samkvæmt samstarfssamningi Is- lenskrar erfðagreiningar og F. Hoff- mann-La Roche mun svissneska lyfjafyrirtækið nota þá nýju þekk- ingu sem fæst úr niðurstöðum beggja rannsóknanna til að þróa ný meðferðar- og greiningarúrræði. La Roche mun inna af hendi áfanga- greiðslu til Islenskrar erfðagreining- ar vegna þessarar kortlagningar en ekki fékkst upplýst í gær um hversu háai’ fjárhæðir væri að ræða. Fram kom hjá Gunnari Sigurðs- syni í gær að hugsanlegt væri að hægt yrði að þróa lyf sem stuðlaði að sterkari beinum fólks í þeim ættum þar sem umræddur genagalli væri þekktur. Kári Stefánsson tók fram að þróun lyfja tæki langan tíma, gera mætti ráð fyrir að tólf ár að minnsta kosti gætu liðið þar til lyf byggð á uppgötvunum líkum þeim sem kynntar voru í gær kæmust í hillur lyfjabúða. Skemmdir al- gengar vegna há fermisflutninga s Askrifendaferð til Parísar ALLTOF algengt er að skemmdir verði á umferðarmannvirkjum vegna svokallaðra háfermisflutn- inga, skv. upplýsingum frá Vega- gerðinni. Miklar skemmdir urðu á brúnni yfir Djúpá í Fljótshverfi sl. föstudagskvöld þegar stór vörubíll með traktorsgröfu á pallinum ók yf- ir brúna. „Við lítum grafalvarlega á þetta mál,“ segir Jón Rögnvaldsson, að- stoðarvegamálastjóri. Hann segir að tryggingafélag bflsins sem olli skemmdunum hljóti að teljast vera bótaskylt gagnvart Vegagerðinni en ekki sé ljóst hvaða endurkröfurétt tryggingafélagið eigi á hendur bíl- stjóranum. „Menn hafa farið afar óvarlega ÞEGAR dagurinn styttist og myrkur grúfir yfir stóran hluta sól- arhringsins skiptir miklu máli að öll ökutæki séu með ljósabúnað í lagi. Er þar átt við ökuljós, aftur- ljós, hemlaljós og stefnuljós, auk annarra lögbundinna ljósa. Lögregla mun huga sérstaklega að ástandi Ijósabúnaðar bifreiða næstu tvo daga, miðvikudaginn 15. nóvember og fimmtudaginn 16. nóvember. Að undanförnu hefur með háfermisflutninga," segir Jón. Hann segir ljóst að Vegagerðin snúi sér að tryggingafélagi bflsins með allan kostnað vegna viðgerða á brúnni. „Það er ekkert nýtt að minniháttar skemmdir verða oft á tíðum á mannvirkjum hjá okkur af völdum bíla. Þegar við vitum hverjir eiga þar í hlut snúum við okkur til tryggingafélags viðkomandi bíls,“ segir Jón. Hann segir að þar sem hættan er mest hafi verið settar upp slár til viðvörunar, eins og t.d. við mann- virki sem hugsanlega væri hægt að keyra niður. Það á t.d. við um léttar göngubrýr. Einnig hafi það komið fyrir að menn hafi fest bfla sína inni í jarðgöngum sem er afar hættulegt. talsvert borist af kvörtunum vegna slæms ástands ljósabúnaðar, mikið hefur borið á eineygðum bílum og bflum með eitt eða fleiri ljós í ólagi. Lögregla mun stöðva ökumenn sem eru á bflum þar sem eitthvað er að ljósum og vekja athygli þeirra á því og benda þeim á verk- stæði sem verða opin og munu selja perur og aðra varahluti og huga nánar að ástandi ljósa ef þörf krefur. ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins gefst einstakt tækifæri til að upp- lifa júla- og sælkerastemmningu í París 8.-11. desember með Steingrími Sigurgeirssyni matar- og vínsérfræðingi Morgunblaðs- ins. Steingrímur þekkir vel matar- og vínmenningu Frakka og gefur ferðalöngum gúð ráð um hvernig njúta megi Iystisemda Parísar. Fyrir júlin kemur út fyrsta búk Steingríms, Heimur vínsins, sem jafnframt er fyrsta íslenska al- fræðiritið um vín og vínmenningu. Flogið er til Parísar á föstudeg- inum og gist á Home Plazza Bast- ille í þrjár nætur. Innifalið í ferð- inni er heimsúkn á vínbar og skoðunarferð um borgina. Ef næg þátttaka fæst geta ferðalangar valið um dagsferð til Búrgundar, sem er eitt þekktasta víngerðar- hérað veraldar, og þar verða þekktir vínframleiðendur heim- súttir, vfn smökkuð og snædd mál- tíð á gúðum veitingastað en mat- argerð í Búrgund er talin ein sú besta í Frakklandi, skoðunarferð í Versali, ferð í Lido de Paris, sem hefur notið vinsælda í meira en hálfa öld. Takmarkaður sætafjöldi er í boði en búkanir í ferðina fara fram á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni. Dæmdur til sektar fyrir ógætilegan akstur HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi í síðustu viku hálfþrítugan karlmann til greiðslu sektar fyrir ógætilegan akstur. Dómurinn kemst þó að þeirri niðurstöðu að erfitt hafi verið fyrir ákærða að gera sér grein fyrir því að bifreið hans var á of mik- illi ferð miðað við aðstæður. Maðurinn var ökumaður fólksbif- reiðar sem lenti í hörðum árekstri á Úthlíðarvegi skammt vestan Ólafs- víkurennis í febrúar á þessu ári. Við áreksturinn lést sextán ára piltur sem var farþegi í bflnum. Bamshaf- andi kona og dóttir hennar sem voru í hinum bflnum meiddust litillega- Manninum var einnig gefið að sök að hafa ekið bfl sínum of hratt og án nægilegrar aðgæslu í skafrenningi og hálku. Þá segir í ákæru að hemlar bifreiðarinnar hafi verið lélegir og hjólabúnaði áfátt. Héraðsdómur Vesturlands komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að búnaði bílsins hefði verið áfátt. Jafnframt segir í dómn- um að lögreglumaður og bifvélavirki sem skoðaði bifreiðina eftir slysið hafi borið að einn hjólbarða bifreið- arinnar hafi verið ónýtur og ekki með næga mynsturdýpt. Mynstur- dýptin hefði hins vegar ekki verið mæld og því ósannað að hún hafi ver- ið of lítil þegar áreksturinn varð. Manninum var gert að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms en sæta ella sex daga fangelsi. Finn- ur T. Hjörleifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Lögreglan fylgist með ljósabúnaði bfla I i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.