Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson flytur Alþingi skýrslu sína um utanríkismál Þáttur Islands í friðar- gæslu verður stóraukinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi Alþingi frá því í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að efla mjög þátttöku Islands í alþjóðlegri friðargæslu. Morgunblaðið/Porkell Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ræðustól á Alþingi þar sem hann flutti skýrslu sína um utanríkismál. ALÞINGI STEFNT er að því að á næstu tveimur til þremur árum starfí um 25 íslendingar við alþjóðlega frið- argæslu en að með aukinni þátt- töku og reynslu geti sú tala farið upp í allt að 50 manns. Utanríkisráðherra flutti Alþingi í gær skýrslu sína um utanríkis- mál. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði í sumar ákveðið að setja á fót starfshóp fjögurra ráðuneyta til að móta tillögur um að efla þátttöku í friðargæslu. Hópurinn skilaði til- lögum sínum í október og sagði Halldór að ríkisstjórnin hefði nú fjallað um þær og komist að fyrr- greindri niðurstöðu. Sagði hann að til greina kæmi fólk úr ýmsum starfsstéttum, þ.á m. lögreglu- menn, verkfræðingar, læknar og hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar, stjórnendur og tæknimenntað starfslið. „Undir heitinu íslenska friðar- gæslan verður komið upp lista eða skrá yfír allt að 100 manns sem eru tilbúnir til að fara til friðar- gæslustarfa með stuttum fyrir- vara. Islenska friðargæslan verður undir stjórn alþjóðaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins sem mun sjá um ráðningu, undirbúning og þjálfun starfsfólks og almenna um- sjón með starfseminni,“ sagði Halldór. Tók hann fram að hér væri ekki verið að fara inn á nýjar brautir enda hefðu alls 50 manns starfað að friðargæslu á vegum íslands í Bosníu og Kosovo frá 1994. Reynslan af þessu starfi hefði ver- ið góð og íslendingarnir staðið sig með sóma. Sjónarmiðum EES-ríkjanna komið betur á framfæri Ráðherrann reifaði helstu atriði utanríkismálanna í ræðu sinni í gær. M.a. ræddi hann framkvæmd samningsins um evrópska efna- hagssvæðið en allmargar athuga- semdir hafa borist frá eftirlits- stofnuninni ESA þar að lútandi. Sagði Halldór að nú hefði verið gerð áætlun um að ráða bót á því fyrir lok næsta árs hversu margar gerðir liggja fyrir sem ekki hafa verið þýddar á íslensku og birtar. „Þó að EES-samningurinn sé traustur grunnur og þess hafi ekki orðið vart að Evrópusambandið víki sér undan samningsskuldbind- ingum telja EFTA-ríkin að samn- inginn megi nota á markvissari hátt til að tryggja samræmi á svæðinu og koma sjónarmiðum EFTA/EES-ríkjanna betur á framfæri,“ sagði Halldór. Hefur verið unnið að því að tryggja dreif- ingu sjónarmiða og álitsgerða EFTA-ríkja innan stjórnkerfis ESB, að því er fram kom í máli hans. Sagði hann ennfremur að áfram yrði kappkostað að fylgjast sem best með þróun ESB og áhrif- um þeirra breytinga á stöðu ís- lands. Halldór gerði evrópsk öryggis- og varnarmál einnig að umtalsefni og sagði m.a. að þess hefði verið farið á leit að ESB skýrði betur en gert hefði verið að hve miklu leyti það hyggst í þeim efnum taka tillit til evrópsku NATO-ríkjanna sem ekki eru í ESB. Kom einnig fram í máli hans að í dómsmálaráðuneyt- inu væri nú unnið að gerð frum- varps til laga um framkvæmd Rómarsamþykktarinnar um AI- þjóðlega sakadómstólinn og að það yrði lagt fram á yfirstandandi þingi. íslendingar vilja framlengja bókun við varnarsamning Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna í gær og var m.a. rætt um aðild Islands að mannúðarmálum, um viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna á Irak Fá fjarvinnslu- verkefni verið flutt ut á land TILTÖLULEGA fá fjarvinnslu- verkefni á vegum ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja í ríkis- eigu hafa enn sem komið er ver- ið flutt til landsbyggðarinnar. Þau fjarvinnsluverkefni sem færð hafa verið til landsbyggð- arinnar eru einkum byggð á flutningi verkefna innan eða á milli opinberra stofnana, frá höfuðborgarsvæði til lands- byggðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyr- irspurn Kristjáns L. Möller, Samfylkingu. Segir þar að til- flutningur verkefna hafi orðið minni en væntingar margra stóðu til og m.a. hafi skýrsla, sem unnin var á vegum Iðn- tæknistofnunar í fyrra, getið af sér meiri væntingar en raun- sætt þyki. Flutningur fjar- vinnsluverkefna sé alls ekki einfaldur en þar sé þó tvímæla- laust um valkost að ræða sem hið opinbera geti nýtt sér í því markmiði að draga úr eigin umsvifum og auka sveigjan- leika í opinberri starfsemi. Kemur fram í svarinu að iðn- aðar- og viðskiptaráðherra muni leggja fyrir Alþingi á yfirstand- andi þingi skýrslu um fram- kvæmd ályktunar Alþingis um byggðastefnu fyrir árin 1999- 2001 og að þess sé að vænta að fjallað verði um flutning fjar- vinnsluverkefna til landsbyggð- arinnar í henni. og um Norðurlandasamstarfið. Sighvatur Björgvinsson, Samfylk- ingu, gerði Evrópumálin hins veg- ar að sérstöku umtalsefni en hann sagði athyglisvert að utanríkisráð- herra skyldi í skýrslu sinni engu bæta við í þeim efnum, jafnvel þó að það hefði t.d. verið að gerast að alþjóðanefnd Alþýðusambands ís- lands væri að móta tillögur þar að lútandi. Itrekaði Sighvatur mikilvægi þess að ráðist yrði í umræðu um kosti og galla aðildar að ESB og að stjórnmálaflokkar mótuðu af- stöðu í þeim efnum. Spurði hann síðan hvort ráðherra teldi ekki tímabært að endurreist yrði sú Evrópustefnunefnd, sem starfrækt var á vettvangi Alþingis í tengsl- um við aðild að EES-samningnum upp úr 1990. Ennfremur spurði hann um tillögu ríkisstjórnarinnar vegna viðræðna við Bandaríkja- menn um bókun við varnarsamn- ing landanna. Halldór svaraði því til að það væri Alþingis að taka ákvörðun um endurreisn fyrrgreindrar nefndar. Kom einnig fram að hann færi á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag þar sem rætt yrði um Evrópumál. Sagði hann loks að viðræður um bókun við varnar- samninginn væru ekki hafnar og að Islendingar hefðu ekki enn far- ið fram á þær. Ljóst væri hins vegar að við vildum framlengja samninginn. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður ut- anríkismálanefndar, fagnaði áformum um aukna þátttöku ís- lendinga í friðargæslu. Sagði hann hér um að ræða það framlag sem hentaði okkur best. „Aukin þátt- taka íslands í friðargæslu mun styrkja stöðu okkar innan NATO °g Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og efla tengsl okkar við Evrópuríkin. Hér er því um að ræða mjög mikilvæga ákvörðun sem ástæðulaust er að gera lítið úr,“ sagði Tómas Ingi. Rangt að samstaða ríki um alla þætti utanríkisstefnunnar Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum, gerði athuga- semd við það mat ráðherra að al- ger samstaða ríkti hér á landi um grundvallarþætti utanríkismál- anna, s.s. aðildina að NATO og veru erlends herliðs á Islandi. Þetta stæðist enga skoðun. Steingrímur taldi hins vegar merkilegt að hér skyldi ekki hafa verið gerð skoðanakönnun síðan á níunda áratugnum um afstöðu fólks til NATO-aðildar og veru varnarliðsins í Keflavík. Sagði hann sannarlega enga sátt ríkja um þau mál. Hann taldi ennfremur að ráða mætti af svari ráðherra vegna fyr- irspurnar um bókunina við varnar- samninginn að íslensk stjórnvöld vildu með engu móti ýfa málin, enda vissu þau sem væri að Bandaríkjamenn vildu sjálfir minnka umsvif sín hér á landi. Sverrir Hermannsson, Frjáls- lynda flokknum, velti fyrir sér hvort það gæti staðist að sátt ríkti um afstöðuna til hugsanlegrar ESB-aðildar. Ef afstaða ríkis- stjórnarflokkanna væri skoðuð væri nefnilega ekki annað að sjá en þar væru menn á öndverðum meiði - nema þá ef skipan sér- stakrar nefndar innan Framsókn- arflokksins um þau mál væri ein- tómt sjónarspil. Engin sátt væri heldur um þær fyrirætlanir mátt- arstólpa stjórnarflokkanna að hleypa erlendu auðvaldi inn í ís- lenska fiskveiðilögsögu. Mat lagt á gildi fisk- markaða SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA verður falið að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að gera úttekt á gildi fiskmarkaða fyrir íslenskan sjávarút- veg og atvinnuþróun verði samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar sem sex þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram. Myndi nefndinni vera gert að afla gagna, bera saman aðstæðui’ og leggja þannig mat á áhrif fisk- markaða með tilliti til þátta eins og brottkasts, verðmyndunar sjávarafla, tekna útgerðar og fleira. ,Á fiskmörkuðum eru nú árlega seld um 100 þúsund tonn af bolfiski fyrir um 10 milljarða kr.,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Flutnings- menn þessarar tillögu eru sannfærðir um mikilvægi fiskmarkaða fyrir þró- un sjávarútvegs á íslandi og telja því mikilvægt að gerð sé vönduð úttekt á helstu álitamálum sem fram hafa komið í umfjöllun um fiskmarkaði og mikilvægi þeirra." -----^-4----- Gjald verði í samræmi við kostnað FJÁRHÆÐ gjalds vegna veiðiheim- ilda innan og utan lögsögu verður breytt til samræmis við áætlaðan kostnað Fiskistofu af veiðieftirliti ef fhimvarp, sem Ami M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Álþingi á mánudag, verður að lögum. í frumvarpinu er lagt til að þegar skipi er úthlutað tilteknu aflamagni sem byggist ekki á hlutdeild taki það mið af úthlutuðu aflamagni en ekki lönduðum afla eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. Þá er lagt til að gjald fyrir veru eftirlitsmanna um borð í veiðiskipum verði hækkað og að það verði einnig innheimt fyrir veru veiði- eftirlitsmanns um borð í fískiskipi samkvæmt sérstakri heimild í lögum. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Al- þingi í dag kl. 13.30 og fer þá fram fyrirspumatími. Eftirfar- andi fyrirspumir eru á dag- skrá: 1. Búsetuúrræði fyrir fatlaða, fsp. til félagsmálaráðherra. 2. Fullorðinsfræðsla fatlaðra, fsp. til menntamálaráð- herra. 3. Víkingaskipið íslendingur, fsp. til menntamálaráð- herra. 4. Útgjöld sveitarfélaga sam- fara nýrri námskrá, fsp. til menntamálaráðherra. 5. Ráðningar í stöður minja- varða, fsp. til menntamálar- áðherra. 6. Umgengni um nytjastofna sjávar, fsp. til sjávarútvegs- ráðherra. 7 Gagnagrunnur um jarðir á íslandi, fsp. til landbúnað- arráðherra. 8. Ákvæði skipulagsreglu- gerðar um nálægð byggðar við vötn, fsp. til umhverfis- ráðherra. 9. Miðlægur gagnagrannur lyfjanotkunar, fsp. til heil- brigðisráðherra. 10. Gildistaka Schengen-sam- komulagsins, fsp. til dóms- málaráðherra. 11. Fíkniefnanotkun í fangels- um fsp. til dómsmálaráð- herra. 12. Umferðaröryggismál, fsp. til dómsmálaráðherra. 13. Vegagerðarmenn í umferð- areftirliti, fsp. til dómsmál- aráðherra. 14. Launagreiðslur fanga, fsp. til dómsmálaráðherra. 15. Flutningur eldfimra efna, fsp. til dómsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.