Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Héraðsdómur Norðurlands eystra TJA greiði sjómanni um 800 þúsund ÚTGERÐARFÉLAG Akureyiinga hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða sjó- manni sem starfaði hjá félaginu tæp- lega 800 þúsund krónur auk dráttar- vaxta vegna vanreiknaðs aflahlutar eftir að maðurinn lenti í slysi. Þá var ÚA gert að greiða 280 þúsund krón- ur í málskostnað. Maðurinn starfaði sem vélstjóri á Svalbak ÞH og slasaðist á leið úr vinnu sinni í skipinu þar sem það var í slipp í Akureyrarhöfn. Atvikið átti sér stað í byrjun nóvember í fyrra og var maðurinn metinn óvinnufær fram yfir jól. Hann fór því ekki á sjó aftur fyrr en eftir áramót. Forsvarsmenn ÚA ákváðu að vél- stjórinn fengi hálfan hlut háseta í síðustu veiðiferð skipins það ár, þeirri sem hann missti af vegna slyssins, og 70% hásetahlut auk 20% aukahlutar vélstjóra í seinni ferð- inni. Vélstjórinn krafðist þess að fá greiddan fullan hlut fyrir þessar veiðiferðir. Þeim kröfum var hafnað af hálfu ÚA-manna, en Héraðsdóm- ur Norðurlands eystra hefur nú dæmt félagið til að greiða manninum hinn vanreiknaða aflahlut. --------------- Alþjóðleg fræði á íslensku SIGURÐUR Kristinsson, heimspek- ingur og lektor við kennaradeild Há- skólans á Akureyri, flytur fyrirlestur sem hann nefnir Alþjóðleg fræði á ís- lensku á degi íslenskrai' tungu, 16. nóvember. Fyrii-lesturinn verður fluttur í húsnæði Háskólans á Akur- eyri í Þingvallastræti og hefst hann kl. 17ístofu 14. I fyrirlestrinum fjallar hann um það hlutskipti íslenskra háskóla- manna að stunda fræði sín í alþjóð- legu samhengi en nota samt íslensk- una í kennslu, umræðum og ýmsum skrifum sem og í daglegu lífi. Sigurður er nú í vetur umsjónar- maður fjamáms í almennum hugvís- indum og nútímafræðum við Háskól- ann á Akureyri. Fyrirlesturinn er á vegum kennaradeildar og bókasafns Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. TRILLIIR • Léttu þér vinnuna • Gerðu langar vega- lengdir stuttar og þungar vörur léttar • Sterk plastgrind og öflug hjól með legum SOCO trillur - liprar og léttar - vogir cru okkarfag - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Fjórir Akureyringar gáfu bloö í 50. skipti í Blóðbanka Fjórðungssjúkrahússins Fengu viður- kenningu fyrir traust viðskipti FJÓRIR Akureyringar bættust í vikunni í hóp þeirra sem gefið hafa blóð í Blóðbankanum á FSA í 50 skipti og eru þeir nú orðnir tíu að tölu. Þeir Kristján Guð- mundur Óskarsson, Páll Hlöð- versson, Björn Jóhannesson og Eiríkur Eiríksson hittust í Blóð- bankanum í vikunni, gáfu blóð og þáðu að launum viðurkenningu fyrir traust viðskipti við bankann. Björn sagðist hafa gefíð blóð reglulega fjórum sinnum á ári undanfarin tíu ár og það væri al- veg nauðsynlegt fyrir sig að losna við blóðið, „annars fæ ég bara hausverk". Kristján Guð- mundur sagðist hafa gefið fyrst blóð árið 1963, „og það hefur ver- ið hringt eftir blóði jafnt að nóttu sem degi“. Skráning hófst ekki fyrr en tíu árum siðar og hann hefur því vafalaust gefið blóð oft- ar en fimmtíu sinnum. Léttari og frískari á eftir Eiríkur hóf að gefa blóð upp úr 1970 og hann sagði það alveg nauðsynlegt að losna við blóð að minnsta kosti þrisvar á ári, „mað- ur er svo ferskur á eftir“. Páll gaf fyrst blóð á Siglufirði um miðjan sjöunda áratuginn en hann hefur gefið blóð víða, m.a. í Danmörku. „Þetta er alveg bráð- nauðsynlegt, maður er allur létt- ari og frískari og á einnig auð- veldara með að vakna á morgnana." Vilborg Gautadóttir, deildar- stjóri Blóðbankans á FSA, sagði að bæjarbúar væru mjög jákvæð- ir í garð bankans en það væri vissulega mikilvægt að eiga að Morgunblaðið/Kristján Blóðgjafarnir fjórir í Blóðbanka FSA. Eiríkur Eiríksson liggur á bekkn- um en við hlið hans standa f.v. Páll Hlöðversson, Björn Jóhannesson og Kristján Guðmundur Óskarsson. menn eins og þá fjórmenninga, sem voru að gefa blóð í 50. skipti. Hún sagði að yfirleitt væri góð innstæða í bankanum en þó kæmi fyrir að það stæði tæpt - því væri þá bjargað með öðrum leiðum. Vilborg sagði að íbúar í nágrenni Akureyrar hefðu einnig reynst vel. „Við fórum til Húsavíkur ný- lega og þar komust færri að en vildu.“ Þá sagði Vilborg að nem- endur í 3. bekk MA hefðu jafnan komið til að gefa blóð, sú heim- sókn tengdist. líffræðikennslu í skólanum, og hluti nemenda héldi áfram sem blóðgjafar. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gefur út bókina Líf í Eyjafírði Náttúra og menning Eyja- Qarðar í máli og myndum Morgunblaðið/Kristján Bragi Guðmundsson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, ritstjóri bókarinnar Líf í Eyjafirði. LÍF í Eyjafirði nefnist bók sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur gefið út en í henni er fjallað um náttúru og menningu Éyjafjarðar í máli og myndum á nýstárlegan hátt. Trausti Þorsteins- son, framkvæmdastjóri RHA, sagði að þetta væri stærsta útgáfuverk- efni sem stofnunin hefði ráðist í, en bókin er yfir 460 síður og prýdd um 300 litmyndum. Ritstjóri er Bragi Guðmundsson, dósent við kennara- deild Háskólans á Akureyri. Útgáfa bókarinnar var kynnt á fundi í hátíðarsal háskólans en þar gat Þorsteinn Gunnarsson rektor þess að bókin væri gefin út af mikl- um stórhug og metnaði. Hún höfðaði til breiðs hóps; almennings, fræði- manna, kennara og nemenda svo dæmi væru tekin. Aldamótanefnd Akureyrarbæjar stuðlaði að því að bókin varð að veruleika og sagði Þröstur Ás- mundsson, formaður hennar, bókina vera dæmi um merkilega frum- kvöðlavinnu sem lengi myndi standa. Bókin væri jákvætt innlegg í byggðastefnu, hún efldi söguvitund manna og vitnaði um innri styrk þessa samfélags sem hún fjallaði um. Að auka þekkingu og skilning á Eyjafirði Bragi Guðmundsson, ritstjóri bókarinnar, sagði megipmarkmið hennar að auka þekkingu o'g skilning á Eyjafirði, lífríki fjarðar og lands og menningu héraðsins. Hún væri gagnleg þeim sem við fjörðinn búa og vilja eiga og nota rit þar sem þeir geti á einum stað flett upp margvís- legum upplýsingum og fróðleik. Bókin gagnaðist einnig þeim sem annars staðar búa en vilja kynnast Eyjafirði betur. „Bókinni er ætlað að kenna fólki að lesa á sitt nánasta um- hverfi, það má segja að þarna sé á ferðinni gamla góða átthagafræðin í nýjum búningi. Átthagafræðin féll úr tísku í skólakerfinu og skólarnir hafa verið grandalausir um þessi efni síðustu ár. Með þessari bók leggjum við þeim í hendur tæki sem þeir geta notað við þess háttar kennslu. Ég vona að sá tilgangur bókarinnar náist að fólk fái ást á sínu nánasta umhverfi, lífríki þess og mannlífi," sagði Bragi. Meðal viðfangsefna bókarinnar eru landlýsing, ferskvatns- og sjáv- arlíf, örverur, lífverur í mold, flóra Eyjafjarðar og fána, brugðið er upp myndum af breytingum á húsakynn- um og kaflar eru um sjónmenntir, muni og minjar, bókmenntir og bú- setubreytingar. Höfundar kaflanna eru 22 talsins. Bókin hefst á kafla um grenndar- fræði, fræða- og kennslusvið sem þróað hefur verið og notað við kennslu í Háskólanum á Akureyiú á undanförnum árum. Grenndarfræði er aðferð til að auka meðvitund um samspil náttúru og menningar og styrkja með því sjálfsvitund ein- staklinga og þjóðfélagshópa, t.d. þeirra sem byggja tiltekin héruð. I lokakafla bókarinnar er greint frá vettvangsferðum með ólíka aldurs- hópa, en sá kafli nýtist ekki einvörð- ungu við vettvangsferðir með ólíka aldurshópa heldur hvarvetna. Þann- ig er bókinni ætlað að benda á leiðir til að njóta náttúru og menningar og vinna markvisst með næsta um- hverfi í kennslu og öðru fræðslu- starfi. Hún er þannig jöfnum hönd- um almennt fræðslu- og skemmtirit og mikilvægt fagrit á mörgum fræðasviðum sínum. „Rúntur- inn“ að opnast FRAMKVÆMDIR í miðbæ Akur- eyrar eru komnar á lokastig en undanfarna mánuði hafa vegfar- endur átt erfitt, um vik enda ýms- ar akstursleiðir verið meira og minna lokaðar. Nú síðast hafa staðið yfir fram- kvæmdir í Strandgötu, milli Geislagötu og Skipagötu en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er stefnt að því að opna þann kafla fyrir umferð í dag, miðvikudag. Verk- ið hefur tafist af ýmsum ástæðum en nú sér loks fyrir cndann á því. Verslunareigendur og þá ekki síst ungmennin sem aka rúntinn svokallaða ættu því að geta tekið gleði sína á ný. Héðinn Björnsson hjá Garðtækni var í óða- önn að púsla saman litlum steinum í gang- stéttina frarnan við Nætursöluna við Strandgötu í gær- morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.