Morgunblaðið - 15.11.2000, Side 23

Morgunblaðið - 15.11.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 23 British Telecom í rannsókn í Sviss og á Ítalíu London. Morgunblaðið. Hewlett-Pack- ard hættir við yf- irtöku á PwC • Tæknifyrirtækið Hewlett-Packard hefur nú hætt við áform um kaup á ráögjafarhluta stórfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers, en fjár- festingin var metin á bilinu 17-18 milljarða bandaríkjadala eða í kring- um 1.500 milljarða íslenskra króna. Hewlett-Packardtilkynnti áformuð kaup í september ogfrá þeim tíma hefurgengi hlutabréfa HP lækkað um 23%, að því erfram kemurí Financial Times. Fyrr í þessum mán- uði lýsti Carly Fiorina, forstjóri HP, því yfir aö e.t.v. yrði hætt við kaupin. Nasdaq-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum fór niður fyrir 3.000 stig T fyrradag og var afkomutölum HP kennt um. Afkoma fyrirtækisins var iangt undir væntingum markaðs- sérfræðinga þar sem hagnaður á hlut nam 41 senti en sérfræðingar höföu búist við 51 sents hagnaöi á hlut. Lækkuðu hlutabréf félagsins í kjölfarið um 13%. Carly Fiorina hefur undanfarið fullvissað fjárfesta um að fyrirtækið myndi skila stöðugri afkomu og vexti. Hún lýstiyfirvonbrigðum með aö ekki yrði af yfirtöku á PwC. Hún sagði að forsvarsmenn fyrirtækjanna hefðu ekki komist að viðunandi niö- urstöðu og núverandi markaös- aöstæður leyfðu ekki að af samruna fyrirtækjanna yrði. Takmark HP væri eftir sem áður að víkka starfsemi fyr- irtækisins út, hugsanlega meðyfir- töku á ráögjafarfyrirtæki, að þvT er fram kemur á fréttavef BBC. BBC greinir einnig frá því aö PwC hefur ákveöiö að selja ráðgjafarhluta fyrirtækisins þar sem Fjármálaeftiriit BandarTkjanna (SEC) hefurgert at- hugasemdirviö að innan sama þjón- ustufyrirtækis sé boöin annars vegar þjónusta endurskoðenda og hins vegar ráðgjöf. Hagsmunaárekstrar geti oröiö ef endurskoöendur og ráð- gjafar PwC veiti sama fyrirtæki þjón- ustu I nafni PwC. Þjóðverji í for- stjórastól hjá Chrysler • ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um að skipta út forstjóra Chrysler-hluta DaimlerChrysler-fyrirtækisins í Bandaríkjunum. James Holden, sem verið hefurforstjóri, mun að sögn Wall Street Journal láta af störfum á föstudag og við tekur Þjóðverjinn DieterZetsche, sem setið hefurí stjórn hjá DaimlerChrysler. Þrátt fyrir ágæta sölu bifreiða í Bandaríkjunum hefur Chrysler geng- ið illa og það hefur haft slæm áhrif á afkomu DaimlerChrysler-samstæð- unnar. Wall Street Journalsegir þessa afkomu hafa valdið þvT að spurningar hafi vaknaö um réttmæti samruna Daimler og Chrysler. Til- gangur samrunans átti meðal ann- ars að vera að auka vöxt, en fjár- hagsvandi fyrirtækisins hefur hins vegar orðið til þess að fráfarandi for- stjóri Chrysler hefur ekki viljað úti- loka uppsagnir starfsmanna í því skyni að lækka útgjöld á þessu ári um 2 milljarða Bandaríkjadala. Netbankar spretta upp í Noregi • SEX nýir bankar hafa verið stofn- aðir í Noregi undanfarið ár og munu allir hefja starfsemi á næsta ári. Sá nýjasti heitir Bankia Bank og veröur netbanki í anda Basisbank í Dan- mörku, en sá síðarnefndi mun hefja starfsemi í Noregi í vetur, að því er fram kemur í Aftenposten. Af bönkunum sex eru þrír hreinir netbankar en hinir þrír halda úti af- greiöslustööum auk netþjónustu. Þar er um að ræða banka í eigu mat- vöruverslanakeöjunnar ICA og veröa útibúin í verslununum. Annar er Priv- atbanken sem beinir sjónum að fjár- sterkum einstaklingum og leggur áherslu á persónulega þjónustu en notar einnig Netið. Sá þriðji er banki í eigu fjármálafyrirtækisins Acta Sund- al Collier sem veitir einkabankaþjón- ustu. SVISSNESKA ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á sölu British Telecom á 34% hlut sínum í sviss- neska fjarskiptafyrirtækinu Sunr- ise til Tele Danmark sem tilkynnt var einungis tíu mínútum áður en uppboð á rekstrarleyfum UMTS- farsímakerfisins átti að fara fram í Sviss í fyrradag, en Sunrise var þar þátttakandi. Tele Danmark hefur jafnframt skýrt frá fyrirhuguðum kaupum sínum á stórum hlut í mót- bjóðanda Sunrise í uppboðinu, diAx, með það fyrir augum að sam- eina fyrirtækin tvö. Við sameiningu fyrirtækjanna stóðu einungis eftir fjórir bjóðendur í fjögur farsíma- rekstrarleyfi og ákvað svissneska ríkisstjórnin því að fresta uppboð- inu en hafði vonast eftir allt að 480 milljarða króna hagnaði. Álíka rannsókn stendur nú yfir á BT á Ítalíu eftir að ítalskt fjar- skiptafyrirtæki, Blu, sem er að hluta til í eigu BT, dró sig út úr ít- alska UMTS-uppboðinu á síðustu stundu og skildi eftir jafnmarga bjóðendur og leyfin sem í boði voru. Itölsk yfirvöld högnuðust að- eins um 14 milljarða evra á upp- boðinu en 3.900 milljarða evra hagnaður varð á þýska UMTS-upp- boðinu og enn meiri í Bretlandi. BT hefur þegar greitt 148 milljarða króna tryggingu til ítalskra yfir- valda meðan á rannsókn málsins stendur en ætlar sér að höfða mál, ef niðurstöðurnar verða BT í óhag. Sömuleiðis eru hollensk yfirvöld að íhuga að hefja rannsókn á hugs- anlegu baktjaldamakki fyrirtækja sem tóku þátt í hollenska UMTS- uppboðinu, og er BT þar fyrrver- andi hluthafi en hagnaður Hollend- inga af uppboðinu var ekki nema um 172 milljarðar króna. Talsmenn BT hafa skýrt frá því að fyrirtækið hafi ekkert á móti rannsókn svissnesku ríkisstjórnar- innar. Tækifæri hafi boðist til að selja hlut í fyrirtækinu með miklum hagnaði um leið og verið var að reyna að grynnka á skuldum fyrir- tækisins og það hafi verið gripið. BT seldi hlutinn á um 56,5 millj- arða króna en keypti hann fyrir þremur árum fyrir andvirði 8,6 milljarða króna og hefur salan því skilað BT um 48 milljarða króna hagnaði. BT hefur jafnframt gefið út þá yfirlýsingu að sala á fyrirtækjum sem tengjast UMTS-uppboðunum í löndunum þremur sé eingöngu lið- ur í þeirri stefnu fyrirtækisins að taka ekki þátt í farsímaleyfisupp- boðum í löndum þar sem það hefur enga markaðshlutdeild. AÐALMIÐ LARAR RIKISVIXLA Primarv Dealers In Treasim' BiIIs Eftirtaldir aðilar hafa gert samning við Lánasýslu ríkisins um að gerast „Aðalmiðlarar ríkisvíxla" og sjá um viðskiptavakt á eftirmarkaði á ríkisvíxlum. * ískndsboni i - FBA hí * Ltmdsbanki Islands hf. * Sparisjóðabanki íslcmds hf. Helstu skuldbindingar sem fram koma í samningunum eru eftirfarandi: • Aðalmiðlari kaupir ríkisvíxla til 6 mánaða í þremur útboðum fyrir samtals 3,o ma.kr. að nafnverði. • Aðalmiðlari leggur fram kaup- og sölutilboð á Verðbréfaþingi Islands i þá flokka ríkisvíxla sem samningurinn nær til og skal hvert tilboð ekki vera lægra en too m.kr. að nafnverði. • Aðalmiðlari endurnýjar tilboð sin innan ío minútna frá því að tilboði hans hefur verið tekið uns heiidarviðskipti í viðkomandi flokki hafa náð 400 m.kr. yfir daginn. • Ávöxtunarmunur á kaup- og sölutilboðum má ekki vera meiri en 0,09%. Réttindi Aðalmiðlara eru: • Aðalmiðlarar eru einu aðilarnir sem fá að kaupa umrædda ríkisvíxla í útboðum hjá Lánasýslu rikisins. • Aðalmiðlarar fá greidda þóknun frá Lánasýslu ríkisins. Aáalmiðlaraútboð munu fara fram ci tveggja mánaða fresti í miðjum mánuði og verður fyrsta iitboðíð jxmn 16. nóvember n.k. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, q. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: 56? 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.