Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 25 ERLENT Útför Ingirfðar drottningarmóður fór fram frá dómkirkjunni f Hróarskeldu 100.000 fylgdust með hinstu för drottningar Kaupmannahöfn, Hróarskeldu. Morgunblaðið. AP Dætur Ingiríðar drottningar. Anne-Marie Grikklandsdrottning, Bene- dikte prinsessa og Margrét Danadrottning. AP Við útförina í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Talið frá vinstri eru Karl Gústaf Svfakonungur og Silvía, drottning hans; Haraldur Noregskon- ungur og Sonja, drottning hans; Beatrix Hollandsdrottning og Sofia Spánardrottning. ALLT að 100.000 manns fylgdust með því í gær er kistu Ingiríðar drottningarmóður var ekið um götur Kaupmannahafnar og Hróarskeldu þar sem hún var lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmannsins, Friðriks 9. Útför hennar fór fram frá dómkirkj- unni í Hróarskeldu í gær að viðstödd- um fulltrúum allra konungsfjöl- skyldna Evrópu, forsetum íslands og Finnlands, sendiherrum erlendra í-íka, dönskum ráðamönnum og öðr- um gestum. Kaupmannahafnai'búar söfnuðust saman við kirkju Kristjánsborgar- hallar þegar um morguninn en kl. 11 hófst minningarathöfn um Ingiríði í kirkjunni. Að henni lokinni var kistu drottningarmóðurinnar ekið á vagni sem fjórir hestar fóru fyrir. Var það óneitanlega tilkomumikil sjón er líf- varðasveit drottningar, lúðrasveit og herdeildir úr sjó- og flugher fóru fyr- ir kistunni. A eftir henni gekk danska konungsfjölskyldan með Margréti drottningu , eiginmann hennar Hinr- ik og Friðrik krónprins í broddi fylk- ingar. Voru dætur Ingiríðar, Mar- grét drottning, Benedikta prinsessa og Anna María, fyrrum drottning Grikklands, í sorgarklæðum og karl- mennirnir með sorgarborða. Útstillingaim breytt á Strikinu Gengið var sem leið lá niður aðal- göngugötu borgarinnar, Strikið, þar sem nokkrar verslanir höfðu breytt útstillingum sínumeða hulið þær, yfir Ráðhústorgið og til Aðaljámbrautar- stöðvarinnar þar sem eimreið flutti kistuna til Hróarskeldu. Þar vai- ekið frá jámbrautarstöð- inni til dómkirkjunnar, þar sem út- fórin fór fram. Leiðin frá járnbraut- arstöðinni í Hróarskeldu og að kirkjunni var þakin grenigreinum, fánar blöktu við hún og fjöldi fólks kastaði rósum sem gefnar vora í tii- efni atburðarins undir hjól líkvagns- ins. Mikill fjöldi fólks varðaði leiðina sem kistu drottningar var ekið og var það að ákvörðun Margrétar drottn- ingar sem vildi að almenningi gæfist kostur á því að taka þátt í síðustu för drottningar. Margt eldra fólk laut höfði er kistunni var ekið hjá á meðan yngra fólk teygði sig til að sjá betur. Kirkjuklukkum var hringt um alla Danmörku í hálfa klukkustund fyrir og eftir útfórina. Svipaði til útfarar eiginmannsins Gríðarlegur viðbúnaður var í Kaupmannahöfn og Hróai'skeldu vegna útfararinnar, um 900 hermenn og annar eins fjöldi lögreglumanna gættu þess að allt færi vel fram. Danskar sjónvarps- og útvarps- stöðvar vora með beinar útsendingar nær allan daginn og um 100 erlendir fréttamenn komu til Danmerkur til að íylgjast með útförinni enda margt fyrirfólk mætt til hennar. Þeirra á meðal má nefna Karl Bretaprins, Albert Mónakóprins, Beatrix Hollandsdrottningu og Soff- íu Spánardrottningu. Þá vora kon- ungsfjölskyldur Noregs og Svíþjóðar og forsetar íslands og Finnlands. Auk forsetans, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, vora Helgi Ágústsson sendi- herra og Örnólfur Thorsson sem fylgdi forsetanum. Sjálf athöfnin stóð í um klukku- stund. Leikin var tónlist úr 6. sinfón- íu Tsjaíkovskíjs og prelúdía og fúga í C-dúr eftir J.S. Bach auk þess sem sungnir vora danskir sálmar. Lesið var úr Markúsarguðspjalli, 10,42-45 að ósk drottningar en hún skildi eftir sig skriflega ósk um hvernig útför- inni skyldi háttað. Svipaði henni mjög til útfarar eiginmanns hennar, Friðriks 9. sem lést árið 1972. I eftirmælum sagði hirðprófastur- inn séra Christian Thodberg drottn- inguna hafa gegnt lykilhlutverki í að breyta stöðu dönsku konungsfjöl- skyldunnar og fært hana nær al- menningi. Thodberg sagði drottning- una hafa óskað þess að hennar yrði ekki minnst persónulega og væri það til marks um lítillæti hennar. Líf Ingiríðar hefði verið til fyrirmyndar fyrir aðra og kjörorð hennar verið; ég get það sem mér er ætlað. Að athöfn lokinni var kista Ingi- ríðar borin til hinstu hvílu við hlið eiginmanns hennar, Friðriks 9., við dómkirkjuna en alls eru 38 konungar og drottningar jarðsett þai’. Skráðu þig á www.netsimi.is I SIMTOL TIL UTLMIDA f \ 0 Hringdu í sfma 575 1100 og skráðu símanúmerið þitt. Opið allan sólarhringinn! Q Eftir það velur þú 1100 f stað 00 í hvert skfpti sem þú hringir til útlanda. Þannig sparar þú stórfé. Ekkert skráningargjald. Verð frá 14,90 á mínútu Minátuverð Bandaríkin Bretland Danmörk Svíþjóð Þýskaland Netsíminn1 15,90 kr. 14,90 kr. 15,90 kr. 16,90 kr. 16,90 kr. Íslandssími2 17,90 kr. 17,90 kr. 17,90 kr. 17,90 kr. 17,90 kr. Halló heimur 17,00 kr. 17,00 kr. 17,00 kr. 17,00 kr. 17,00 kr. Tal3 19,00 kr. 19,00 kr. 19,00 kr. 19,00 kr. 19,00 kr. 1 2 3 Nánarí upplýsingar um verðskrö Netsímans er að finna á www.netsimi.is. Sama lága verðið hvort sem hringt er í erlendan farsima eða heimilissima. Á heimasíðu Íslandssíma stendur að viðbótargjald bætist við ef hringt er í erlendan farsíma. Á heimasiðu Tals stendur að verðskráin taki mið af mínútuverði í landlínu í viðkomandi landi. Mínútuverð er hærra ef hringt er i farsima. Símtöl gjaldfærast á 10 sekúndna fresti. S í M I N N ENN ODYRARU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.