Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsdkn á slysinu í Austurríki Kviknaði í lestinni áður en hun fór inn í göngin? Reuters Líkamsleifar fórnarlamba slyssins færðar um borð í þyrlu sem flutti þær til rannsóknar í Salzburg. Tilraunir með lyfið Aricept gegn Alzheimer í Bretlandi Sjötug kona tók miklum framförum Kaprun. AP, AFP. FRUMRANNSÓKN á slysinu í austurrísku toglestinni bendir til bil- unai- áður en hún fór inn í göngin við bæinn Kaprun. Nær 160 manns fór- ust í slysinu. Að sögn Christina Tiseh, sem vinnur að rannsókn slyssins, bendir rannsókn á braki lestarinnar til þess að tæknilegir örðugleikar hafi komið upp rétt eftir að toglestin fór af stað. Brak, sem fundist hefur á lestarteinunum fyrir utan munna jarðganganna, sem lest- in fer um á leið á áfangastað, bendir til þess að kviknað hafi í lestinni áð- ur en hún fór inn í göngin. Tisch greindi frá þessu á blaða- mannafundi í gær og sagði einnig að hlutarnir hefur verið sendir í frekari rannsókn og er niðurstöðu hennar vænst á næstu dögum. Tisch sagði lestina, af óútskýran- legum orsökum, síðan hafa stoppað þegar hún var komin 600 m inn í göngin sem alls eru 3,2 km á lengd. Hann staðfesti einnig þann orðróm, sem hafði heyrst, að vagnstjóri lest- arinnar hefði haft samband við stjórnstöð sem gat ekki endurræst toglestina. Ekki er ljóst hvort hægt var að opna dyr lestarinnar eftir að hún stöðvaðist en Tisch sagði að gera yrði ráð fyrir að vagnstjórinn hefði opnað þær. Þetta eru fyrstu stað- festu upplýsingar sem berast af or- sökum slyssins en einn þeirra sem komst lífs af úr slysinu hafði greint frá því að farþegar hefðu fundið reykjarlykt í toglestinni rétt eftir að hún lagði af stað. Björgunarsveitarfólk vann við gíf- urlega erfiðar aðstæður að því að ná líkum fórnarlambanna í gærdag. Þau eru mörg afar illa farin og verð- ur notast við samanburð á DNA- erfðaefni til að bera kennsl á hina látnu. 130 lík fundin Líkamsleifarnar verða fluttar til Salzburg til rannsóknar og hafa 130 lík þegar verið flutt þangað. Síðdeg- is í gær fór veður versnandi sem eykur á erfiðleikana við flutning lík- anna. Ekki hefur verið staðfest hve margir létust í slysinu en talið er að tala látinna sé á bilinu 156-169. Hóp- ur sálfræðinga hefur veitt ættingj- um hinna látnu áfallahjálp undan- farna daga. Slysið er fjórða alvarlega slysið í austurrísku Olpunum á undanförn- um tveimur árum. Austurrísk yfir- völd hafa síðan á laugardag reynt að draga úr áhyggjum af öryggismál- um í Ölpunum. Kanslari Austurríkis, Wolfgang Schiissel, sagði skömmu eftir slysið að Austurríki væri meðal fremstu þjóða í öryggismálum. LÆKNUM í Bretlandi hefur tek- ist að draga mjög úr sjúkdóms- einkennum hjá sjötugri konu sem þjáist af Alzheimer-veiki, að sögn þarlendra fjölmiðla. Gera menn sér vonir um að finna einhvern tíma traustar aðferðir til að snúa við taflinu hjá Alzheimer-sjúkling- um en einkenni sjúkdómsins eru vaxandi elliglöp, minnisleysi og óttaköst. Sjúkdómurinn leiðir að lokum til dauða. Talið er að 2-5% af fólki yfir 65 ára aldri þjáist af Alzheimer á ýmsum stigum. Umrædd kona var í hópi 25 sjúklinga er gefið var lyfið Aricept í fjóra mánuði. Hún hefur fengið minnið á ný, getur talað eðlilega og hefur öðlast ratvísi sína á ný. Áður en lyfjagjöfin hófst sýndu kannanir að heilafrumur í konunni hefðu þegar orðið fyrir tjóni sem ekki væri hægt að bæta. Læknar á sjúkrahúsinu í South- ampton segja nú að frumur sem taldar voru dauðar hafi aðeins ver- ið í dvala og hægt sé með réttum aðferðum og lyfjum að koma þeim til að starfa á ný, „kveikja á þeim“, segir í frétt BBC. Umrædd kona var til meðhöndl- unar á Moorgreen-sjúkrahúsinu. Læknarnir komust að því að með því að auka blóðflæði til heilans var hægt að ýta undir að skemmdu frumurnar kæmust í samt lag. Notuð var tækni sem fram til þessa hefur aðeins verið þekkt í Bandaríkjunum og lyfið Aricept sem kom á markað 1997. Það var þá sagt vera fyrsta lyfið sem gagn- ast gæti til að draga úr einkennum Alzheimer en margir læknar í Bretlandi og víðar hafa efast um gagnsemi þess og fundið hefur verið að því að nota lyf sem gerði ef til vill ekkert gagn og væri auk þess mjög dýrt. Hefur það því ekki verið á almennum markaði í land- inu en verið notað í Bandaríkjun- um. „Móðir mín er komin aftur“ Paul Kemp, sem stjórnar rann- sóknum í frumukjarnalæknisfræði við háskólann í Southampton, sagði að framfarir konunnar hefðu verið mjög skjótar. „Áhrifin voru mikil og dóttir hennar lýsti þeim með orðunum „Móðir mín er komin aftur“. Við erum nú að rannsaka nema í frum- unum sem lágu í dvala til að sanna eða afsanna þá kenningu að þeir séu mikilvægur þáttur í þróun sjúkdómsins." Aricept og önnur lyf af sama tagi hefur að sögn Kemps þau áhrif að auka virkni boðefna í heil- anum. „Við vitum ekki hvers vegna þau hafa áhrif á suma sjúklinga en ekki aðra en höldum að tilvist ákveðinna nema sé mikilvæg," sagði hann. Könnunarhópurinn fékk 100.000 pund, um 12,4 milljónir króna, til umræddra rannsókna frá tveimur sjóðum til að fara í saumana á áhrifum Aricept á frumunemana. „Kosningar hinna glötuðu tækifærau VESTURVELDUNUM varð ekki að ósk sinni er bosnískir kjósendur gengu að kjörborði um helgina. Þeg- ar talin hafa verið 70% atkvæða er ljóst, að króatískir og einkum ser- bneskir þjóðemissinnar hafa haldið velli en að múslimskir kjósendur hafi hins vegar snúið baki við sínum þjóðernisflokkum og þess í stað greitt jafnaðarmönnum atkvæði sitt. Samkvæmt þessum tölum eru þeir stærsti flokkurinn með um 26% en hinir eru ekki langt undan. Jafnað- armenn eru eini flokkurinn sem er í raun fjölþjóðlegur og einn fárra flokka sem boða samvinnu og ein- ingu Bosníu. Æðstu fulltrúar al- þjóðasamfélagsins í Bosníu hafa lýst þvi yfir að þjóðemishyggja sé enn öflug og ekki þurfi að koma á óvart að sárin grói hægast í landinu sem leið mest eftir hmn Júgóslavíu. Robert Barry, yfirmaður sendi- nefndar Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, ÓSE, lýsti því yfir um helgina að kosningamar hefðu farið vel fram, kosningaþátttaka verið góð og framkvæmdin gengið mikið til snurðulaust fyrir sig, en sú hefur ekki verið raunin hingað til. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að niðurstaðan, ef marka má fyrstu töl- ur, er þvert á spár þeirra sem þótt- ust fyrir kosningar sjá merki um að slakna væri á spennunni milli þjóð- anna sem byggja Bosníu. Múslimar era eina þjóðin af þrem- ur sem tók hófsamari flokka fram yfir þjóðernisöfl. Bæði króatískir og serbneskir þjóðernissinnar beittu kjósendur miklum þrýstingi og •t# # Þrátt fyrir vonir al- þjóðasamfélagsins um að draga myndi úr áhrif- um þjóðernissinna í Bosníu benda tölur til þess að það muni taka lengri tíma, skrifar Urður Gunnarsdóttir. hræðsluáróðri til að fylkja kjósend- um um sig og virðist hafa tekist það. Þótt niðurstaðan sé ekki ljós er samt um að ræða vonbrigði fyrir þá Bosníumenn sem vonuðu að tími breytinga væri upp ranninn eftir nær áratugasetu stríðsherranna úr Bosníustríðinu. Þá hlýtur hún að teljast vonbrigði fyrir alþjóðastofn- anirnar í Bosníu sem beittu sér leynt og ljóst fyrir breytingum í kosningabaráttunni. Dagblaðið Oslobodenje kallaði kosningarnar í gær „kosningar hinna glötuðu tæki- færa“. Engin breyting hjá Serbum Mestum vonbrigðum veldur nið- urstaðan í serbneska lýðveldinu en þar virðist serbneski lýðræðisflokk- urinn, SDS, hafa haldið sterkri stöðu sinni. Þegar um helmingur at- kvæða hafði verið talinn hafði fram- bjóðandi flokksins til forseta serb- neska lýðveldisins, Mirko Sarovic, hlotið um 60% atkvæða en sá sem Vesturlönd studdu, forsætisráð- herrann Milorad Dodik, um 30%. Hvatt hefur verið til þess að SDS verði bannaður, þar sem hann boðar aðskilnað Bosníu og serbneska lýð- veldisins og hefur staðið í vegi fyrir endurkomu flóttamanna til síns heima. Stofnandi flokksins, Radov- an Karadzic, er ennfremur eftirlýst- ur fyrir stríðsglæpi. Erlendir stjórn- arerindrekar og embættismenn hafa hins vegar ekki viljað grípa til svo róttækra aðgerða þar sem það gæti orðið til að raska því viðkvæma jafn- vægi sem verið hefur í Bosníu frá stríðslokum. I Herzegóvínu, suðvesturhluta landsins, sem er einkum byggður Króötum, virðist króatíska lýðræð- isbandalagið HDZ hafa haldið sterkri stöðu, þvert á vonir manna og spár vestrænna stofnana. Lýsti HDZ yfir sigri í fimm kantónum af tíu. Þá gerði flokkurinn alvöru úr þeirri hótun sinni að efna til óform- legs þjóðaratkvæðis á meðal Bosníu- Króata um sjálfstætt ríki. Fullyrtu talsmenn flokksins að um 70% stuðningur hefði reynst við sjálf- stæði. Stipe Mesic, forseti Króatíu, lýsti því hins vegar yfir í gær, að Króatía styddi ekki sjálfstæðishug- myndir Bosníu-Króata. Atkvæðagreiðslan setur Wolf- gang Petritsch, sérskipaðan fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, í erf- iða stöðu, en hann hafði lýst hana ólöglega. Hann hefur vald til þess að sekta flokkinn eða fjarlægja fram- bjóðendur af lista en hefur ekki tek- ið ákvörðun enn. Lét hann sér nægja að segja tíma kominn til að Ante Jelavic, sem situr fyrir hönd Bosníu-Króata í forsætisráði Bosníu og boðaði til atkvæðagreiðslunnar, „vaknaði". Jelavic lýsti því yfir á sunnudag að hann viðurkenndi ekki lengur umboð Petritsch, ÖSE eða Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Lýðræðishreyfing múslimans og þjóðernissinnans Alija Izetbegovic, sem var stærsti flokkur múslima, lýsti einnig yfir sigri í nokkrum kantónum en stjórnmálaskýrendur töldu hins vegar ólíklegt að sú væri AP Talning að hefjast í einni kjördeildanna í Sarajevo. Ekki er talið, að end- anleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir aðra helgi. raunin. Svo virðist sem Jafnaðar- mannaflokkurinn undir forystu Zlatko Lagumdzija hafi hlotið flest atvæði múslima en þó minni stuðn- ing en spáð hafði verið. Vestræn ríki höfðu bundið miklar vonir við að Lagumdzija myndi vinna álíka eða stærri sigur en í sveitarstjórnar- kosningunum. Flokkurinn virðist hafa fengið um 20% atkvæða í Bosn- íu allri en hefði þurft 10% meira til að tryggja valdaskipti. Óljós útkoma stærstu flokkanna fjögurra kann að koma tveimur flokkum í lykilstöðu, hófsömum flokki Bosníu-Serba og flokki músl- imans Hariz Siljadzic, fyrrverandi forsætisráðherra Bosníu. Misferli í Srebrenica Kosningaþátttaka nam um 65%, sem er svipað og í sveitarstjórnar- kosningunum í aprfl en minna en spáð hafði verið. Um 2,5 milljónir manna vora á kjörskrá. Kosið var til þings Bosníu, til þinga sambands- ríkisins Bosníu-Herzegóvínu, sem er aðallega byggt múslimum og Króötum, og serbneska lýðveldisins. Þá var kjörinn forseti og varaforseti serbneska lýðveldisins, þing kantón- anna tíu í Bosníu og sveitarstjórn í Srebrenica. Það var jafnframt eini staðurinn þar sem tilkynnt var til- raun til kosningasvika. Srebrenica var að meirihluta til byggð múslimum fyrir stríð en undir lok þess frömdu Bosníu-Serbai- skelfilegt fjöldamorð á um 8.000 múslimskum karlmönnum. Bærinn er nú í serbneska lýðveldinu og byggður Serbum. Bosnískum kjós- endum sem reyndu að neyta at- kvæðisréttar síns var hótað af serb- neskum frambjóðanda sem ÖSE hafði fjarlægt af lista vegna kosn- ingamisferlis. Ekki er búist við því að endanleg- ar tölur liggi fyrir fyrr en eina eða tvær vikur þar sem utankjörstaðar- atkvæði eru enn að berast. Bosníska kjörkerfið er flókið vegna þess hve margir kjósendur hafa enn ekki get- að snúið aftur til síns heima og kjósa utan kjörstaðar og þess hve margir flokkar eru í framboði, alls 44.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.