Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 28
98 A/TTJWTK'TmAanp ip; xtíSvt?mpt7P 9nnn Mnp riT TXTR T A TTTTT ISLANDOGALIÐ: Morgunblaðið/Golli Almennt virðast viðmælendur Morgunblaðsins sammála um að hvorki vinnumai'kaði á Austurlandi né Vesturlandi veiti af fleiri störfum. Jafn- framt er það samdóma álit að- ila, bæði í nágrenni Grundar- tanga og Straumsvíkur, að góð reynsla sé af álverum sem vinnustöðum og í ljós kemur að sk. starfsmannavelta á þessum vinnustöðum er af- ar lág, en það þýðir að starfsfólki virðist al- mennt líða vel og sér þess vegna ekki ástæðu til að söðla um og skipta um starfsvettvang. Miklu máli skiptir í þessu sambandi að í báðum álver- um eru hefðbundin störf verkafólks betur borg- uð en sambærileg störf annars staðar. Betrí laun í þessari atvinnugrein Pannig segir Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, að Grundartangasvæðið hafi skipt töluverðu máli fyrir vinnusvæðið í kring og með tilkomu þess hafi atvinnuástand gjör- breyst. „Pað sem skiptir líka verulegu máli er að í þessari atvinnugrein eru borguð talsvert betri laun en gerist almennt og gengur á þessu svæði,“ segir hann. „Hér hefur verið láglauna- svæði, en það hefur verið að breytast. Starfsfólk í þessum verksmiðjum [álverinu og jámblendi- verksmiðjunni] kemur nánast af öllu svæðinu, ekki síst úr sveitunum. Við þekkjum mörg dæmi um fólk sem situr áfram sínar jarðir en vinnur engu að síður við þessa starfsemi." Til að glöggva sig betur á þessari hlið mála er rétt að forvitnast nánar um kjör starfsfólks í þeim álverum sem starfrækt eni hér á landi. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjómunarsviðs Norðuráls, upp- lýsir að í álverinu á Grandartanga vinni flestir starfsmenn á tólf tíma vöktum og meðalvinnu- vika sé 42 klst. Fyrirtækið greiðir árangurs- tengt álag ofan á laun, 5-15%, þar sem metnir er til launahækkunar ákveðnir þættir í vinnu- umhverfi viðkomandi starfsmanns, t.d. magn og gæði framleiðslu, skautanotkun og viðhalds- kostnaður. Álverð, sem jafnan er mjög bundið sveiflum, kemur hins vegar ekki inn í árang- urskerfið. Lág starfsmannavelta Meðalmánaðarlaun ófaglærðs starfsfólks á vöktum og með álagi era ríflega 200.000 kr. á mánuði, að sögn Ragnars. Að auki er starfs- mönnum séð fyrir fríu fæði og sætaferðum milli Grandartanga og Akraness og Borgarness, þeim að kostnaðarlausu. „Hér hefur tekist vel að halda fólki og starfs- mannavéltan er afar lág. Fyrst í stað þegar upp- bygging stóð hér sem hæst var meira um að starfsfólk kæmi og færi, en nú er slíkt fremur óalgengt," segir Ragnar. Pá er ótalið samkomulag um greiðslu starfs- manna og Norðuráls í séreignarsjóð, samtals 5,5% af launum að lágmarki. Með þessu er unnt að færa starfslok starfsmanna niður í 62 ára ald- ur. í álveri íslenska álfélagsins (ISAL) starfa um 520 manns; 55 tæknimenn og stjómendur, þar Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni Norðuráls fallist á að gera úttekt á þjóöhags- og samfélagslegum áhrifum stækkunar álversins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn. Sams konarskýrsla liggurfyrir um áhrif hugsan- legs álvers Reyóaráls á Reyðarfirði. í þriöju grein Björns Inga Hrafnssonar af fimm um stóriðju á íslandi kemurfram að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins telur ekki hyggilegt að ráöist verði í báöar fram- kvæmdir á sama tíma. af 40 með háskólamenntun, 20 verkstjórar og um 445 almennir starfsmenn, þar af 110 iðnað- armenn og 335 verka- og skrifstofumenn. Að sögn Sigurðar Briem, starfsmannastjóra ISAL, fá almennir starfsmenn greidd laun sam- kvæmt kjarasamningi við hlutaðeigandi verka- lýðsfélög, sem nú era átta talsins. Samningavið- ræður standa nú yfir, þar sem gildandi kjarasamningur fellur úr gildi um næstu mánaðamót. Meðallaun almennra starfsmanna ISAL íyrir reglulegan vinnutíma era um 182.000 kr. á mán- uði, en þar er yfirvinna ekki innifalin. Meirihluti starfsmanna vinnur vaktavinnu. Hjá ISAL er unnið bæði á tví- og þrískiptum vöktum. Starfs- menn á þrískiptum vöktum vinna 6 átta tíma vaktir á fimm dögum (tvær næturvaktir, tvær síðdegisvaktir og tvær dagvaktir) og í kjölfarið kemur fimm daga frí. Allir starfsmenn njóta hlunninda svo sem ókeypis fæðis og ferða til og frá vinnu með rút- um sem fara um höfuðborgarsvæðið. Sem dæmi um önnur hlunnindi almennra starfsmanna má nefna rétt til styttri vinnu- skyldu (hlutastarf) þegar komið er fram yfir 60 ára aldur eftir a.m.k. 5 ára starf hjá ISAL. Hlutastarfið er oftast framkvæmt þannig að tekið er viðbótarfrí sem nemur einum eða tveim mánuðum á undan eða eftir sumarorlofi. Launin sem skerðast að sama skapi og unninn tími greiðast sem jafnaðarlaun allt árið. Orlofsupp- bót og desemberuppbót sem nema samtals tæp- um 136.000 kr. á ári greiðast óskertar þrátt fyr- ir hlutastarf af þessu tagi. Stóriðjuskóli starfræktur Annað dæmi um hlunnindi almennra starfs- manna er réttur til flýttra starfsloka þrem áram fyrir venjuleg starfslok við 70 ára aldur. Þá fá menn sérstakan iífeyri frá ISAL sem miðast við að menn njóti hálfra ráðstöfúnartekna miðað við meðaltekjur í starfi og að teknu tilliti til skatta, iðgjalda til lífeyrissjóðs og ellilífeyris al- mannatrygginga. Að sögn Sígurðar leggur fyrirtækið í báðum ofangreindum tilvikum fram aukin iðgjöld til viðkomandi lífeyrissjóðs þannig að heildarið- gjöld skerðist ekki þótt hlutur sjóðfélagans minnki. Þá má nefna Stóriðjuskóia ISAL sem er fyrir ófaglærða starfsmenn sem starfað hafa tiltek- inn tíma hjá ISAL. Þegar hafa 30 starfsmenn B8t888MHi>Mlllliiiimi81Mti8aaa88a88ia8ja88aWW88g Vinna hefur i aukist um 15% frá 15% Innflutt 1997 1,5% vinnuafl . j 2,0% Minna Æ atvinnuleysi j 2,5% 5,5% Lengri / vinnutími I Meiri atvinnu- j / þátttaka Náttúruleg i / 4,0% fjölgun á vinnualdri 1997 2000 lokið námi í skólanum og fengið 10,5% launa- hækkun sem því tengist. Aðrir 45 stunda nú nám í Stóriðjuskólanum. Hefur aukið fjölbreytni í atvinnulífinu Einn þeirra sem mært hafa áhríf álversins á Grundartanga á atvinnulíf á Vesturlandi er bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason. Hann segir að stóriðja hafi gert mikið fyrir Aki-anes sem bæjarfélag og aukið mjög fjölbreytni í at- vinnulífinu. Gísli nefnir ennfremur að nú um stundir séu um 70% starfsmanna jámblendiverksmiðjunn- ar búsettir á Akranesi, en sú tala sé aðeins lægri í tilviki álversins, eða um 60%. Þróunin sé sú að atvinnusvæðið við Borgarbyggð sæki nú meira í störftn á Grandartanga og það sé eðliieg og já- kvæð þróun, enda njóti svæðið sunnan Skarðs- heiðar og að stóram hluta norðan hennar mjög góðs af þeirri starfsemi sem þama er, og megi í raun líta orðið á þetta sem eitt atvinnusvæði. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, tekur undir að mikil lyftistöng hafi verið að fá álverið inn á atvinnusvæðið. Al- mennt segir hann að samskipti verkalýðsfélags- ins við fyrirtækið séu með ágætum, eftir nokkra byrjunarörðugleika þegar verið var að taka verksmiðjuna í gagnið, en nú hafi það breyst og samstarfið gangi almennt vel. „Mér þótti lofsvert framtak hjá fyrirtækinu að hlutast til um séreignarsjóðinn, fyrst hér- lendra fyrirtækja. Það hefur almennt mælst vel fyrir,“ segii' hann. Á ekki að þurfa að trufla Austfirðinga Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, segir álverið hafa átt stóran þátt í uppbyggingu Vesturlands á undanfómum áram og að hann geti ekki séð að enn frekari uppbygging þess hafi áhrif á fyrirætlanir um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Austurlandi. „Menn verða að átta sig á því að Borgarfjarð- arsvæðið má alveg við stækkun af þessari gráðu. Á þessu svæði er þekkt að vegna sam- dráttar í landbúnaði hefur fólk flutt úr sveitun- um til þéttbýlisstaðanna í auknum mæli. Fyrir þetta fólk er þetta fyrirtæki því mikill fengur og fleiri góð störf á þessu svæði eiga ekki að þúrfa að trafla Austftrðinga neitt.“ Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), segir enda að sveitarstjórnarmenn á Austur- landi renni hýra auga til álversins sem stærsta vinnustaðai- á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Hann telur alls ekki að áformin á Grandar- tanga séu ógnun við áformin á Austurlandi; þvert á móti styrki þau málflutning Austfirð- inga. „Þetta styrkir alla umræðu um að ákjósan- legt sé að byggja þennan iðnað upp í íslensku umhverfi. Áform Norðuráls benda til þess að hér sé gott að vera með slíkt fyrirtæki. Þess vegna á þetta að mínu mati að herða Norð- mennina í að klára sína vinnu,“ segir hann. Ólíku saman að jafna Viðmælendum Morgunblaðsins ber hins veg- ar saman um að ólíku sé saman að jafna, að- stæðum nú á Austurlandi annars vegar og á Vesturlandi hins vegar. Vesturland, sérstak- lega Akranes og Borgarbyggð, njóti í auknum mæli nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið, ekki síst eftir tilkomu ganga undir Hvalfjörð, og gekk einn viðmælandi Morgunblaðsins svo langt að segja að skilgreina þyrfti höfuðborgar- svæðið upp á nýtt af þessum sökum, því sífellt gerist algengara að fólk sæki vinnu til höfuð- borgarinnar eða nágrannasveitarfélaga, en búi áfram í heimabyggð. Þetta mun algengast á Akranesi, en örskotsstund tekur nú að aka það- an gegnum göngin til Reykjavíkur. Á hinn bóginn er bent á að deyfð sé yfir at- vinnumálum annars staðar á landsbyggðinni nú um stundir, eins og tölur um atvinnuleysi hafa leitt í ljós. Ekki síst gildir þetta um Austurland, en eins og Þorvaldur Jóhannsson benti á hér í blaðinu á sunnudag má búast við því að næsta ár, eða fram að ákvarðanatöku um hvort verður af byggingu álvers eða ekki, verði Austfirðing- um ákaflega erfitt og deginum ljósara sé að ástandið verði enn erfiðara. „Við verðum hins vegar að bíða og vona það besta,“ sagði hann. I skýrslu fimm manna starfshóps Þjóðhags- stofnunar um þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif álvers á Reyðarfirði, sem birt var nýlega,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.