Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 29

Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 29 Morgunblaðið/Golli Vesturland Ibúafjöldi 1990-99 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 15.000 13.500 Atvlnnuleysi (%) 1992-2000 Brottfluttir umfram aðflutta 1992-99 Sl 52 § 3 Austurland Ibúafjöldi 1990-99 13.500 JllÍíiÍiÍítiÍtííÍtííilÍ 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 2000 13.000 12.500 12.000 Brottfluttir umfram aðflutta 1992-99 kemur einmitt fram það álit starfshópsins að ál- ver á Reyðarfirði geti haft margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið á Miðausturlandi. Álverið styrki landshlutann í efnahagslegu tilliti og stuðli aukinheldur að meiri fjölbreytni í at- vinnulífi. Krafist verði þannig fagþekkingar í flest ný störf sem tengist áliðnaðinum, þar af háskólamenntunar í 10-15% starfanna. Alls er gert ráð fyrir að um þúsund ný störf verði til á svæðinu í álverinu og í tengslum við starfsemi þess. Vegna svo mildls fjölda nýrra starfa er gert ráð fyrir nokkurri fólksfjölgun, að íbúum Miðausturlands fjölgi um allt að 2.000- 2.500 manns og íbúar gætu því orðið á bilinu níu til tíu þúsund á svæðinu öllu eftir tíu ár, eða 2010. Til samanburðar gefur starfshópurinn sér að milli sjö og átta þúsund myndu byggja sama svæði án álvers eða annarrar uppbyggingar at- vinnustarfsemi. Aukin samkeppni um vinnuafl Starfshópurinn telur að mörg og stór verk- efni blasi við sveitarstjómum vegna röskunar sem óhjákvæmilega fylgi framkvæmdum af þessum toga. Aukin samkeppni um vinnuafl komi fyrst og fremst við starfsgreinar þar sem laun séu lág og vinna einhæf eða stopul. Starfshópurinn fjallar sérstaklega um ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir ef ákveðið verður að ráðast í framkvæmdir við virkjun og álver á Austurlandi. Þær varða íslensk stjórnvöld, sveitarstjómir á Austurlandi og Reyðarál. Þannig er mælt með því að menntamálaráðu- neytið og Reyðarál aðstoði Verkmenntaskólann í Neskaupstað og Menntaskólann á Egilsstöð- um við að mæta nýjum kröfum um menntun þar eystra vegna starfa í álverinu og í tengslum við það. Fræðslunet Austurlands er einnig nefnt í þessu sambandi. Lagt er til að aðstandendur verkefnisins ræði við Heilbrigðisstofnun Aust- urlands um nauðsynlega heilbrigðis- og neyðar- þjónustu sem þarf að vera fyiir hendi þegar/ef framkvæmdir hefjast og álver tekm- til starfa eystra. Nefnt er að þörf sé á að minnsta kosti 500 nýjum íbúðarhúsum á svæðinu á árnnum 2003- 2010 auk verksmiðjubygginga og tilheyrandi skrifstofuhúsnæðis. Bent er á að Fjarðabyggð þurfi að undirbúa nýtt skipulag sem taki til ál- versins og allrar tengdrar starfsemi, sem og nýrrar íbúðarbyggðar og iðnaðarsvæða. Margt fleira er nefnt, m.a. að sveitarstjórnir búi sig undir að mæta íbúafjölgun með tilheyr- andi kröfum um skóla, dagvistir barna og ýmsa félagslega þjónustu. Viðlíka úttekt fyrir Norðurál Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, má gera ráð fyrir að nokkr- ar vikur taki að vinna viðlíka úttekt fyrir Norð- urál vegna stækkunaráforma íyrirtækisins á Grundartanga, en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa formlega farið þess á leit að slík úttekt verði framkvæmd. Á Grundartanga standa nú sem hæst fram- kvæmdir við stækkun verksmiðjunnar úr upp- haflegri stærð, 60 þúsund tonnum, upp í 90 þús- und tonn, en gert er ráð íyrir að starfsemi í stækkuðu álveri geti hafist af fullum krafti næsta vor. Byggingarframkvæmdum vegna stækkunarinnar lýkur væntanlega um næstu áramót, en gert er ráð fyrir að um 50 starfs- menn verði ráðnir til álversins vegna breyting- anna. Fyrir starfa um 180 starfsmenn í álverinu á Grundartanga. Stækkunin sem nú stendur yfir er sögð vera annar áfangi álversframkvæmda á stóriðju- svæðinu á Grundartanga, en þriðji áfanginn átti að felast í byggingu 90 þúsund tonna skála við hlið þess sem fyrir er, svo að samanlögð fram- leiðslugeta færi upp í 180 þúsund tonn. Eins og greint hefur verið frá hyggjast forsvarsmenn Norðuráls hins vegar ganga skreftnu lengra en áður hefur verið áætlað í þriðja áfanga og stækka strax um 150 þúsund tonn, eða samtals í 240 þúsund tonn. Með nýrri tækni, þar á meðal betri nýtingu á kerum, eru síðanáform uppi um að ná framleiðsluaukningu til viðbótar upp á 60 þúsund tonn, svo að heildarframleiðslugetan verði 300 þúsund tonn. Byggingartími 20-24 mánuðir Það er einmitt sú framleiðslugeta sem gert er ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum af völdum álversins sem nú er hafið á vegum Norðuráls. Forráðamenn íyrirtækisins hafa metið það svo að byggingartími þessa þriðja áfanga ál- versins gæti verið 20-24 mánuðir. Segja þeir ennfremur að gera megi ráð iyrir því að hið minnsta 500 manns fái störf við byggingarfram- kvæmdimar, en fyrir starfa þar nú um hundrað iðnaðarmenn. Aukinheldur hafa Norðuráls- menn sagt að margfalda þurfi starfsmanna- fjölda álverksmiðjunnar til lengri tíma litið. 250 til 350 ný störf myndu þannig bætast við og alls myndi því vel á sjötta hundrað manns vinna í verksmiðjunni þegar upp verður staðið. Þegar leitað er viðbragða Samtaka atvinnu- lífsins (SA) við hugmyndum um svo umfangs- mikla uppbyggingu álframleiðslu hér á landi verður fyrir svörum framkvæmdastjórinn, Ari Edwald. Hann kveðst ekki hafa trú á því að hyggilegt verði metið að fara strax af stað með allar þær hugmyndir sem gætu verið undir mið- að við umræðuna að undanfornu. Mjög mikil spenna á vinnumarkaði „Það er væntanlega ekki raunhæft að ráðist verði í allar þessar íramkvæmdir á sama tíma og slíkt er tæplega í spilunum,“ segir hann. Ari bendir á að á vinnumarkaði hér á landi sé mjög mikil spenna um þessar mundir og spum eftir vinnuafli sé miklu meiri en framboð. Flest bendi til þess að eftirspum aukist enn á næstu mánuðum og samkvæmt könnun Þjóðhags- stofnunar verði hún 3% meiri í september á næsta ári en nú. Það var einmitt í framhaldi af slíkum spám sem Ari sló því fram á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva nú nýlega að miðað við spá um mannafla, meðaltalsframleiðniaukningu og 3% hagvöxt muni vanta hér um 10.000 manns á vinnumarkaðinn eftir áratug. „Forsendur þessa útreiknings geta þó breyst með skjótum hætti og drægi úr hagvexti myndi meira jafnvægi komast á hlutina." Ari bendir á að vinnumarkaðurinn hér á landi sé mjög sveigjanlegur. Nægi þar að nefna bygg- ingarmarkaðinn, en á þriðja þúsund hafi bæst í hann á síðustu fjórum árum, eða frá 1996. Að auki megi benda á að alls hafi framboð á vinnu- afli hér aukist um 15% á sl. þremur árum, sem sé gríðarlega mikið, eins og hann orðar það. „I raun er svo mikil spenna á vinnumarkaði nú að vart getur haldist til langframa. Við sjáum hins vegar fyrir að eftirspumin geti dalað hratt og vinnumarkaðurinn lagað sig að því með skjótum hætti,“ segir Ari ennfremur. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að at- vinnuþátttaka hér á landi sé nú svo há að óraun- hæft sé að hún haldist. 86% íslendinga á aldr- inum 16-74 ára séu þannig á vinnumarkaði, en sambærilegar tölur á Norðurlöndunum séu um 70%. „Við höfum raunar verið alltaf í hærri kantin- um í þessum efnum, en samt sem áður er hægt að tala um sögulegt hámark nú. Samsvarandi tala var 80% fyrir aðeins þremur árum.“ Þegar Ari talar um vísbendingar um að eftir- spurnin geti dalað hratt er hann að vísa í ástand á byggingarmarkaði, einkum á suðvesturhorn- inu. Þar hafa menn einmitt bent á þá staðreynd að haustið 2001 og fyrir áramótin það ár muni fjölmörg stórverkefni enda og lítið sé vitað um hvað taki þá við. Verkefni sem nefnd eru í þessu samhengi eru stækkun Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, bygging Vatnsfellsvirkjunar, annar áfangi álversins á Grundartanga og bygging verslunarmiðstöðvar við Smáralind í Kópavogi. Átti fund með forkólfum Norsk Hydro „Komi ekkert nýtt til getur samdrátturinn orðið mun meiri en við vildum strax á árinu 2002,“ segir Ari og er á honum að skilja að ákjósanlegt sé að ráðist verði í bæði álverkefnin út frá sjónarhóli vinnumarkaðarins - en bara ekki bæði á sama tíma. Þegar helstu forkólfar Norsk Hydro voru hér á landi á dögunum og áttu hér fundi með stjórn- völdum og fleiri aðilum átti Ari fund með þeim þar sem farið var yfir stöðu mála á vinnumark- aði. Ari segir að á þeim fundi hafi verið farið al- mennt yfir málin og litið yfir sviðið. Bent hafi verið á að íslenski vinnumarkaðurinn tekur í auknum mæli mark af stærri vinnumarkaði og sýni æ stærri hluti erlends vinnuafls slíkt glögg- lega. „Eg fjallaði um stöðuna á vinnumarkaði, þá spennu sem rfidr nú um stundir og tölur um breytingar á vinnuframboði frá einu ári til ann- ars sem sýna fram á mikinn sveigjanleika mark- aðarins. Síðan kom ég inn á það að útlit væri fyrir að drægi úr eftirspuminni upp úr árslok- um 2001, en áform þeirra ganga einmitt út á framkvæmdir á árunum 2002 til 2009,“ segir Ari. Á morgun Efnahagsm Báðarframkvæmdir myndu þýöa tvöföldun útflutningstekna af áliðnaði. Verður að áfangaskipta verkefnum? Hvað segja aðilar markaðarins? Hvað hefur stóriðjan gert fyrir þjóðarbúið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.