Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 33 Hið íslenska bókmenntafélag Sex ný lærdómsrit . . Morgunblaðið/Ásdís Vilhjálmur Árnason og Sigurður Líndal kynna ny lærdómsrit bókmenntafélagsins. HIÐ íslenska bókmenntafélag gefur út 6 ný Lærdómsrit á árinu 2000 og hafa aldrei fyrr komið út jafnmörg rit í bókaflokknum á einu ári að sögn Gunnars Ingimundarsonar fram- kvæmdastjóra félagsins. Ritin 6 eru Ljósið, Ógöngur, Helgakver, Uggur og ótti, Endurtekningin og Frændi Rameaus. „Lærdómsritin hafa fyrir löngu fest sig í sessi senyein virtasta og vandaðasta ritröð á íslandi. Alls eru útgefin rit nú 46 talsins, þar af tvö rit í tveimur bindum. Fyrstu ritin komu út 1970 og má því fagna 30 ára afmæli ritraðarinnar,“ segir Gunnar. „Lang flest eru Lærdómsritin þýdd úr erlendum málum og hafa góðir þýðendur lagt mikla vinnu í að gera þau sem best úr garði. Auk þess fylgir hverju riti mjög ítarlegur inngangur og skýringar þar sem gerð er grein fyrir ritinu og höfundi þess. Sérstök áhersla er lögð á það í inngangi að færa ritin inn í íslenskt menningarumhverfi eftir því sem unnt er. Þá hafa Lærdómsritin verið annáluð fyrir vandaða ritstjórn og hafa sérfróðir menn jafnan verið fengnir til ritunar, yfirlestrar og ráðgjafar um þýðingu, gerð inn- gangs og skýringa. Ekki er því óal- gengt að vinna við hvert rit taki mörg ár,“ segir Gunnar. Ritstjórar Lærdómsrita Bók- menntafélagsins hafa verið Þor- steinn Gylfason og Þorsteinn Hilm- arsson, en núverandi ritstjóri er Vilhjálmur Árnason. Núverandi for- maður Hins íslenska bókmenntafé- lags er Sigurður Líndal. Eðlisfræði, trúfræði og heimspeki Þau sex lærdómsrit sem um ræðir eru Ljósið eftir Richard P. Feynman í íslenskri þýðingu Hjartar H. Jóns- sonar með inngangi eftir Þórð Jóns- son. 252 bls. I kynningu segir m.a. að segja megi að 20. öldin hafi verið öld skammtafræðinnar þegar saga eðl- isfræðinnar er skoðuð. Richard P. Feynman, sem var einn merkustu eðlisfræðinga 20. aldar og brautr- yðjandi innan skammtafræðinnar, skrifaði margar bækur fyrir al- menning auk útvarpsþátta og fyrir- lestra sem einkennast af meðfædd- um fi-umleik hans og hnyttni. í bók sinni um ljósið tekst Feynman það verkefni á hendur að lýsa nákvæm- lega skammtafræði ljóss, án þess þó að nota nokkra formúlu og þannig að hver sem er ætti að geta skilið. Að þessu leyti er bókin einstök meðal bóka um nútímaeðlisfræði fyrir al- menning. Feynman hlaut nóbels- verðlaunin í eðlisfræði árið 1965 fyr- ir framlag sitt til skammtafræði ljóssins (skammtarafsegulfræðinn- ar)._ Ógöngur eftir Gilbert Ryle í ís- lenskri þýðingu Garðars A. Árna- sonar sem einnig ritar inngang. 326 bls. I kynningu segir m.a., að í Ógöng- um fjalli Gilbert Ryle um nokkur al- geng heimspekileg vandamál og sýni hvernig megi leysa þau með því að huga vandlega að tungumálinu. Meðal viðfangsefna bókarinnar era forlagahyggja og frelsi viljans, þver- stæða Zenóns um kapphlaup Akkill- esar og skjaldbökunnar, tengsl hversdagsmáls og vísindalegra hug- taka, skeikulleiki skynjunarinnar, og tengsl rökfræði og heimspeki. Sú heimspekilega greining sem Ryle framkvæmir er ákaflega skýrt dæmi um engilsaxneska málgreiningu. Gengið er út frá því að flest vand- kvæði sem mannleg hugsun ratar í megi leysa með agaðri greiningu á hugtökum sem er með einhverjum hætti misbeitt í tungumálinu. Gil- bert Ryle hafði mikil áhrif á engil- saxneska heimspeki á öldinni sem er að líða. Með Ógöngum festi hann sig í sessi sem einn helsti fulltrúi mál- greiningar í heimspeki ásamt Lud- wig Wittgenstein og J. L. Austin. Ógöngum fylgir sjálfsævisöguleg grein Gilberts Ryle. Helgakver eftir Helga Hálfdánar- son. Með inngangi eftir Einar Sigur- björnsson 194 bls. í kynningu segir að líklega hafi fá rit haft jafnmikil áhrif og Helgakver á trúarskilning íslendinga á ofan- verðri 19. og öndverðri 20. öld. Eins og fram kemur í ítarlegum inngangi Einars Sigurbjömssonar, prófess- ors í guðfræði, var ritið fyrsta ferm- ingarkver sem löggilt var hér á landi eftir Islending. Sú löggilding var í sjálfu sér aldrei afnumin en kverið var ráðandi í fermingarfræðslu fram undir 1930 eða alls í um fimmtíu ár og sums staðar lengur. Kver Helga Hálfdánarsonar bar heitið Kristileg- ur barnalærdómur eftir lúterskri kenningu en framan við voru prent- uð Fræðin minni eftir Martein Lút- her. í daglegu tali gekk ritið undir heitinu „Helgakver“ og er sá titill notaður í þessari útgáfu. Helgakver er afar skýr og einföld greinargerð fyrir höfuðatriðum kristindómsins. Kristilegur barna- lærdómur eftir lúterskri kenningu skiptist í tvo meginhluta. í fyrri hlutanum, sem nefnist „Trúarlær- dómurinn", útlistai' höfundur skil- merkilega meginkennisetningar kristinnar trúar, svo sem um eigin- leika guðs, um Krist og hans endur- lausn og um náðarverk heilags anda. í síðari hlutanum, sem nefnist „Siða- lærdómurinn", gerir höfundur grein fyrir meginþáttum kristinnar sið- fræði, svo sem um fordæmi Jesú Krists, um rétta sjálfsumhyggju og um rétta breytni við náungann. í Fræðunum minni fjallar Lúther stuttlega um hvert hinna tíu boð- orða, um trúarjátninguna, Faðir vorið og sakramentin. Uggur og ótti og Endurtekningin eftir Soren Kierkegaard. Uggur og ótti er í þýðingu Jóhönnu Þráins- dóttur með inngangi eftir Kristján Árnason, 278 bls. Endurtekningin er þýdd af Þorsteini Gylfasyni, sem einnig ritar inngang. 218 bls. I kynningu segir að Soren Kierke- gaard, sem talinn er einn djúpsæj- asti hugsuður nítjándu aldar, takist í þessum ritum á við ögrandi spum- ingar um tengsl trúar og siðferðis og tengsl trúar og fagurfræði. Þessi tvö rit birtust upphaflega sama daginn, 16. október 1843, í Kaupmannahöfn. Þau komu bæði út undir dulnefni. Jóhannes de silentio var skráður höfundur Uggs og ótta en Endur- tekningin var sögð vera eftir Const- antin Constantius. Það er því al- gengt að sjá þessi tvö rit gefin út saman, bæði á frummálinu og í er- lendum þýðingum. I Endurtekningunni ber Kierke- gaard saman hugmyndir Fom- Grikkja um endurminninguna og hina kristnu lífssýn sem hann kennir við endurtekninguna. Hann segir hér sögu af manni sem á í ástarraun- um og sýnir hvernig þessar hug- myndir varpa Ijósi á reynslu hans. Kierkegaard túlkar raunir unga mannsins í ljósi sögunnar af Job í Gamla testamentinu. Samkvæmt rit- inu virðist lífsleiknin vera fólgin í því að fagna hinu hversdagslega lífi sem er í eðli sínu endurtekning. Þýðing Þorsteins Gylfasonar á þessu riti Kierkegaards kom fyrst út hjá Helgafelli árið 1966 en hefur lengi verið ófáanleg. Stílsnilld Kierkegaard er rómuð og óvíða birtist hún betur en í Ugg og ótta. I þessu riti leggur hann út af sögunni af Abraham og ísak í Gamla testamentinu. Hvernig getur Guð krafist athafnar sem frá siðferðilegu sjónarmiði er morð? Kierkegaard notar sér söguna um fórn Isaks til að draga fram kjarna kristinnar trúar og þær kröfur sem hún gerir til einstaklinga. íslendingar venjast flestir því viðhorfi að það að vera kristinn sé nánast staðreynd sem innsigluð er með skím og fermingu fyrir milligöngu kirkjunnar. Það felst í viðhorfi Kierkegaards að lif- andi kristni sé þrotlaust verkefni einstaklingsins í milliliðalausu sam- bandi sínu við Guð. Þar á einstakl- ingurinn sér ekkert öruggt hæli í viðteknum hugmyndum samfélags- ins því að kröfur trúarinnar eru fjar- stæðukenndar eins og sagan af Abraham vitnar skýrt um. Frændi Rameaus, satíra eftir Denis Diderot. Islensk þýðing eftir Friðrik Rafnsson, sem einnig ritar inngang og skýringar. 203 bls. í kynningu segir m.a., að franski heimspekingurinn Denis Diderot (1713-1784) hafi lagt hugmynda- grunninn að frönsku stjórnarbylt- ingunni 1789 ásamt fleiri hugsuðum s.s. Voltaire og Rousseau. Sennilega er Diderot þekktastur fyrir að hafa ritstýrt fyrstu frönsku alfræðibók- inni sem kom út um miðja 18. öld, en önnur verk hans sem nú eru talin til klassískra heimspeki- og bók- menntaverka eru skáldsagan Jakob forlagasinni og meistari hans (útgef- in á ísl. 1996) og Frændi Rameaus. Diderot skrifaði Frænda Rameaus á árunum 1762-1774. Hún fjallar um tvo menn, heimspeking og bláfátæk- an furðufugl. Þeir taka tal saman á kaffihúsinu La Régence við Palais Royal í París, en þangað komu menn um miðbik 18. aldarinnar þeirra er- inda skrafa saman og tefla. Heim- spekingurinn fer að spyrja furðu- fuglinn, sem er frændi hirðtónskáldsins Rameau (eitt þekktasta tónskáld Frakka á 18.öld), út í hag hans og líðan. Smám saman þróast samtalið upp í samræðu um þjóðfélagslegt réttlæti og óréttlæti, visku og fávisku, menntun og upp- eldi, mun snilligáfu og vitfirringar, kynlíf óperusöngkvenna og margt fleira sem Diderot var hugleikið. Sérfræðimenntun í heimilislækningum Nýjungar í námi og kennsluaðferðum Málþing verður haldið dagana 17. og 18. nóvember á Hótel Sögu (Radisson Hótel) um nýja möguleika á sér- námi í heimilislækningum og grundvallaratriði kennsluaðferða íyrir nám í læknisfræði og sérfræðimenntun í heimilislækningum. Dagskrá: Föstudagur 17. nóvember (kl 17.00 til 19.30, Sunnusalur) Þessi hluti þingsins höfðar fyrst og fremst til læknanema og unglækna og fjallar um nýja möguleika á sérfræði- námi í heimilislækningum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. 17.00 Þróunin á Norðurlöndunum og í öðrum Evrópulöndum (Trends in Scandinavia and other contries in Europe) Niels Bentzen, prófessor 18.00 Heimilislækningar í Bandaríkjunum, ný tækifæri (Family Medicine in USA, new opportunities) Alma Eir Svavarsdóttir, heilsugæslulæknir Spurningar og umræður Laugardagur 18. nóvember (kl. 10.30 til 12. 30, salur B) Kennsluaðferðir í læknanámi - nýjar áherslur Nánari dagskrá er auglýst á heilbrigðisstofnunum. Upplýsingar veitir Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor, iohsig@hi.is Nordisk Federation för Medicinsk Félag íslenskra Undervisning heimilislækna (NFMU) Heimilislæknisfræði/ læknadeild Háskóla Islands MP BIO hf. Hlutafjárútboð Útgefandi MP BIO hf. kt. 640100-3540 Garðastræti 38, 101 Reykjavík Sími: 540 3250 Heildarnafnverð nýs hlutafjár er 250.000.000 kr. Sölugengi Sölugengi hlutafjárins er 1,5 Sölutímabil Sölutímabil til forgangsréttarhafa verður frá 23. nóvember til 7. desember 2000, að báðum dögum meðtöldum. Tilkynning um niðurstöðu útboðsins til forgangsréttarhafa verður að finna á heimasíðu MP Verðbréfa, www.mp.is. Sölutímabil í almennri sölu er frá 11. desember til 12. desember 2000. Sölutímabil gæti þó orðið styttra eða fallið niður ef allt hlutafé útboðsins selst fyrir 7. desember. Umsjón með útboði MP Verðbréf hf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík Útboðslýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hluta- bréfa liggja frammi hjá MP Verðbréfum hf., Skipholti 50d, Reykjavík og hjá MP BIO hf., Garðastræti 38, Reykjavík. MP#BIO Fjðrfest i framtið Ifftækninnar VERDBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.