Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 39
' MMíUNHLADII) LISTIR MIÖVtKtJÖÁGfJR 1S! NÓVE'MBER 2000 39 i • ÚT er komin ljóðabókin Vor- flauta eftir Agústínu Jónsdóttur. í fréttatilkynningu segir: „Skörp myndgáfa og myndvísi ein- kenna ljóð Ágúst- ínu sem leitast við að fanga horfin augnablik og kenndir í meitl- uðu ljóðmáli. Ást- ir, söknuður, íhugun og sjálfrýni, allt eru þetta mikilsverðir þættir í fágaðri Ijóðlist hennar. Þetta er fimmta ljóðabók Ágústínu, en fyrsta bók hennar, Að baki mán- ans, kom út árið 1994.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 87 blaðsíður, unniní Prentsmiðjunni Odda hf. Höfundur hannaði kápuna. Leiðbeinandi verð: 3.490 krónur. • ÚT er komið afmælisritið Saga Kaupmannasamtaka Islands í tilefni 50 ára afmælis samtakanna nú í nóv- ember. Höfundur og ritstjóri er Lýður Björnsson sagnfræðingur sem skrifað hefur bókina í samvinnu við sögunefiid Kaupmannasam- takanna. í fréttatilkynn- ingu segir: „Hálfrar aldar saga samtakanna endurspeglar sögu byltinga og breytinga í íslensku sam- félagi. Við stofnun Kaupmannasam- takanna skorti vörur á Islandi og þær voru skammtaðar. Alls kyns höft og bönn í innflutningi og verð- lagningu settu mark sitt á þjóðfélag- ið. Kaupmannasamtök Islands hafa alla tíð barist fyrir frelsi á þessum sviðum og saga samtakanna sýnir að þau hafa haft sigur í mörgum helstu baráttumálum sínum. Óendanlegt vöruframboð og frjáls opnunartími verslana er árangur áratuga baráttu kaupmanna - átaka við öfluga and- stæðinga úti í samfélaginu, ríkisvald og hagsmunasamtök ýmiss konar en einnig deilna og opinnar umræðu innan eigin raða. I bókinni rekur Lýður Bjömsson þessa sögu sem er í senn áhugaverð, spennandi og fróðleg. Greint er frá sögu Kaupmannasamtakanna, fyrir- rennara þeirra og aðildarfélaga um allt land. Fylgt er þróuninni frá kaupmanninum á hominu til kjör- búðanna, stórmarkaðanna og versl- unarkeðjanna. Um 300 myndir, gamlar og nýjar, prýða bókina. Saga Kaupmannasamtaka íslands er fyrsta bókin í ritröðinni Kaup- menn og verslun á íslandi þar sem greint verður frá ævi allra kaup- manna á íslandi frá árinu 1855.“ Útgefandi er bókaútgáfan Sögu- steinn. Bókin er279 bls., prentuð í Félagsbókbandinu-Bókfelli ehf. Leiðbeinandi verð: 15.450 krónur. Lýður Björnsson. Ágústína Jónsdóttir Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Ógnaröfl - 2. hluti, bók 1 eftir Chris Wood- ing í þýðingu Guðna Kolbeinsson- ar. I fréttatilkynningu segir: „Ógn- aröfl er bókaflokkur um mögnuð ævintýri, ástir og svik. í fyrri hluta bókaflokksins sem kom út á sl. ári gerðu dáðrekkar sitt besta en ekki dugði það gegn ógnaröfl- unum. Makan konungur sigraði en var það að fullu og öllu? Nú safna dáðrekkar liði á ný því það er enn meiri ástæða fyrir baráttu þeirra en nokkru sinni fyrr. Barátta Röskva, Kíu og vina þeirra heldur áfram og lesendur munu ekki verða fyrir vonbrigðum. Guðni Kolbeinsson hlaut barnabókaverð- laun Reykjavíkur fyrir þýðingu sína á 1. hluta Ógnarafla.“ Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 176 bls., prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 1.690 krónur. • ÚT er komin skáldsagan Ör- eindirnar eftir franska rithöfund- inn Michel Houellebecq. í fréttatilkynningu segir: „Á síð- ari hluta tuttugustu aldar búa í Frakklandi tveir hálfbræður, Michel og Bruno. Þeir hafa alist upp hvor í sínu lagi hjá ættingjum og á stofnunum því foreldrarnir voru uppteknir við að breyta heiminum og boða frjálsar ástir. Michel er afburða erfðavísinda- maður, en Bruno er menntaskóla- kennari sem lifir hamslausu og ör- væntingarfullu kynlífi. Dag einn tekur Michel sér leyfi frá störfum til að hugsa. Það verður til þess að framþróun mannkyns tekur nýja og óvænta stefnu. Öreindirnar er ein berorðasta og magnaðasta skáldsaga síðari ára. I henni er á nýjan hátt teflt saman vísindum, sögu tuttugustu aldar, kynlífi, líkamsdýrkun, vís- indahyggju og heimspeki uns eftir stendur einstök mynd af lokaskeiði vestrænnar menningar. Fáar sög- ur hafa vakið jafn miklar deilur og umtal á seinni árum, jafnt í heima- landi höfundar, Frakklandi, sem öðrum Evrópulöndum. Hún sló í gegn í Frakklandi þegar hún kom út haustið 1998 og vermdi efstu sæti metsölulista mánuðum saman. Michel Houellebecq (f. 1958) er landbúnaðarverkfræðingur að mennt en starfaði um árabil í tölvudeild franska landbúnaðar- ráðuneytisins og síðan hjá franska þinginu, en hann hefur alfarið helgað sig ritstörfum undanfarin ár. Hann hefur sent frá sér ljóða- bækur, geisladiska með ljóðalestri, ritgerðasöfn og þrjár skáldsögur. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir þessa skáldsögu og hún hefur ver- ið þýdd á hartnær þrjátíu tungu- mál. Nánari upplýsingar um höfund- inn og verk hans er að finna á eft- irfarandi vefslóð (franska og enska): http://houellebecq.multi- mania.com.“ Útgefandi er Mál og menning. Friðrik Rafnsson þýddi. Oreindirnar er 324 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Robert Guillemette. Verð: 4.290 krónur. • ÚT er komin bókin Undir berum himni - ævintýri nálfanna eftir Terry Pratchett. í þýðingu Þorgerð- ar Jörundsdóttur. I fréttatilkynningu segir: „Þar segir frá þúsundum örsmári’a nálfa sem eftir að hafa hrakist frá heim- kynnum sínum í stórverslún A. Am- alds búa um sig í yfirgefinni námu. En þá kemur mannfólkið til sögunn- ar sem virðist alltaf fá sínu fram- gengt þótt það sé bæði heimskt og klunnalegt. Aftur þurfa nálfamir að færa sig um set og í þetta sinn býsna langt. Terry Pratchett er einn vinsælasti höfundur heims um þessar mundir og þekktur fyrir hugmyndaríkar og spennandi bækur fyrir bæði böm og fullorðna. Undir bemm himni er önn- ur bók hans um nálfana en þær hafa notið gífurlegrar hylli lesenda víða um heim. Fyrri bókin, Ævintýri nálf- anna - Flóttinn, hefur verið ófáanleg um skeið en er nú endurútgefin. “ Mál og menning gefur bækumar um nálfana út og prentarí Svíþjóð. Þær eru hvor um sig um 150 bls. og leiðbeinandi verð er 1.990 krónur fyrir hvora bók. • ÚT er komin bókin Veröldin okkar eftir Angelu Wilkes í þýðingu Árna Árnasonar, Guðna Kolbein- sonarog Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. I fréttatilkynningu segir: „Þessi bók var fyrst gefin út á sl. ári hjá Kingfisher í Bretlandi en kemur nú samtímis út í mörgum löndum. Ver- öldin okkar er fjölfræðibók handa ungum lesendum. Málefni era gædd lífi með töfrandi myndefni og text- inn settur fram á stuttu máli og hnitmiðaðra en sést hefur í útgáfum sem ætlaðar era ungum lesendum. Skýrt og lifandi lesmál, skýr efn- isröðun auðveldar notkun bókarinn- ar og í henni era yfir 800 litmvndir. Einnig er í bókinni fjöldi einfaldra verkefna sem hvetja lesendur til þátttöku. Þessi glæsilega bók er verk verðlaunahöfundar og fæst á óvenju hagstæðum kjöram vegna 70 ára afmælis bókaútgáfu Æskunnar." Útgefandi erÆskan ehf. Bókin er 320 bls., prentuð og bundin í Kína. Verð: 3.480 krónur. Fullkomið kerfi með heildarlausn fyrif lagerrymið , AUÐBREKKU 1 200 KOPAVOGI SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 | www.straumur.is | *\ Bónus fyrir korthafa Nú getur þú greitt með EUR0CARD og MasterCard greiðslukortum i Bónus! www.mbl.is Árshátíð Vegna árshátíðar starfsfólks Merkúrs hf. verður fyrirtækið einungis með neyðarþjónustu dagana 16. og 17. nóvember. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessu uppátæki okkar. Sími 568 1044 AUKIN ÞJÓNUSTA við eigendun Daewoo, Musso og Konando Til viðbótar þjónustuverkstæði okkar í Reykjavík og þjónustuumboða um land allt hafa 2 bílaverkstæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu tekið að sér þjónustu við eigendur Daewoo-fólksbíla og SsangYong-jeppa (Musso og Korando). Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bflherji ehf. Gylfaflöt 12 Bæjarhrauni 6 112 Reykjavfk 220 Hafnarfirði www. b e n n i. i s Vagnhöfða23 • HOReykjavík • Sími 587-0-587 ■HHnm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.