Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 J------------------------------- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Atli Björn Gústafsson og Lovísa Ósk Ragnarsdóttir, Gull- toppi, í flokki unglinga I-II12-15 ára A. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen og Adam sýndu standard-dansa við mikla hrifn- ingu áhorfenda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Yngsta kynslóðin sýndi Súperman-dansatriði og áhuginn leyndi sér ekki. Evrópumeistar- arnir slógu í gegn DANS Hanshátííi J 6 n s !• 6 t u r s o g K ö r u LAUGARDALSHÖLL í REYKJAVÍK Sunnudagur 12. nóvcmber DANSHÁTÍÐIN í Laugardalshöll á sunnu- dag verður dansinum á íslandi örugglega mikil lyftistöng. Hápunktur sýningarinnar var dans fínnsku Evrópumeistaranna í suð- ur-amerískum dönsum. Þeim var óspart fagnað, reyndar svo mjög að þakið virtist ætla að rifna af Höllinni. Á síðasta ári var haldin mikil danshátíð, í tilefni þess að Dansskóli Jóns Péturs og Köru var á sínu 10. starfsári. Þessi hátíð heppnaðist vel og var glæsileg í alla staði, hvergi var til sparað. Hápunktur hátíðarinn- ar þá var danssýning Markúsar og Karenar Hilton, margfaldra heimsmeista í sígildum samkvæmisdönsum. Pars sem nánast allir dansarar horfa upp til og hafa sem fyrir- mynd. Aðspurð hvers vegna skólinn hafi ákveðið að endurtaka leikinn nú, svaraði Kara því að áhorf á keppnina og áhugi hafi farið fram úr björtustu vonum manna og margir hafi jafn- framt hvatt þau til að láta ekki deigan síga og standa fyrir annarri slíkri hátíð. Ég tel það vera fagnaðarefni að efnt skuli til hátíðar á ný með engu minni glæsibrag en í fyrra. Dans eins og hann gerist bestur Danshátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru fór fram sunnudaginn 12. nóvember sl. í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Var Höllin þéttskipuð áhorfendum sem nutu þess að horfa á dans eins og hann gerist beztur. Boðið var upp á danskeppni í öllum al- dursflokkum, frá 9 ára og yngri upp í flokk 35 ára og eldri og voru keppendur vel á þriðja hundraðið. Flest af sterkustu pörum okkar íslendinga tóku þátt í keppninni, sem var hörð og spennandi í flestum ald- ursflokkum. Einnig var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og var þar á meðal sýning barna og unglinga frá öllum dansskólum á höfuðborgarsvæðinu á dansinum Súperman og La Luna. Það var gaman að sjá svona margt ungt og efnilegt dansáhugafólk stíga á stokk og sýna listir sínar. Eins var mjög vel æft, skemmtilegt og áhrifaríkt atriði frá Jazzballetskóla Báru, sem Irma Gunnars- dóttir samdi. Ekki má gleyma þætti Adams og Karenar Björgvinsdóttur. Þau eru eina íslenzka parið sem keppir í flokki atvinnumanna og hafa þau verið að gera garðinn frægan á erlendri grundu, t.d. með þátttöku í hinni vinsælu og fjölsóttu sýningu „Burn the Floor“. Ég hafði ekki séð þau dansa mjög lengi og fannst spennandi að fá sjá þau á gólfinu núna. Parið brást svo sannarlega ekki vonum mínum, sýningin var einstaklega skemmtileg og vel útfærð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Isak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir, Hvönn, í flokki áhuga- manna 16-34 ára F. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ásgrímur Geir Logason og Bryndís Mar- fa Björnsdóttir, Gulltoppi, í flokki 12-13 áraF. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, Gulltoppi, í flokki áhugamanna 16-34 áraF. Rúsínan í pylsuendanum og lokaatriði há- tíðarinnar var sýning Jukka Happalainen og Sirpa Suutari frá Finnlandi, Evrópumeistar- anna í suður-amerískum dönsum, sýning sem ég hefði ekki vilja missa af fyrir nokk- urn mun. Ég hef aldrei séð suður-ameríska dansa dansaða af slíkri innlifun og glæsileik. Frábært atriði og óhætt að segja að þau hafi slegið í gegn í Höllinni, því þakið ætlaði að rifna af við fagnaðarlætin. Keppnin gekk mjög vel að öllu leyti og stóðu keppendur sig með stakri prýði og var sérlega gaman að sjá áhuga og einbeitingu keppenda á gólfinu. Keppnir sem þessar eru líka gott veganesti til framtíðar fyrir unga og efnilega nemendur, en reynslan skiptir ákaf- lega miklu máli, þegar kemur að stórkeppn- Morgunblaðið/Jón Svavarason Jukka Haapalainen og Sirpa Suutari Evrópumeistarar. um. íslendingar eru farnir að ryðja sér veru- lega til rúms í dansheiminum. Skemmst er að minnast þess að ísak Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir unnu til Norðurlandatitils í Espoo í Finnlandi nýlega, svo og Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, sem unnu einnig sinn flokk í Finnlandi. Danshátíð sem þessi er mikil lyftistöng fyrir dansíþróttina á Islandi og ástæða er til að óska Dansskóla Jóns Péturs og Köru til hamingju með frábært framtak. Úrslit Böm I, A/D-riðill. Cha, cha, cha 1. Alex F. Gunnarss/Vala B. Birgisd. DSH 2. Sævar Þ. Sigfúss/Ragna B. Bemburg DJK/GT 3. Guðmundur F: Böðvarss/Yrsa P. Ingólfsd. DSM/ DÍH 4. Davíð Ö. Pálss/Elísabet Jónsd. DSH 5. Sigurður M. Atlas/Sara Jakobsd. DSM/KV Börn II, A-riðill. Cha, cha, cha, jive 1. Stefán Víglundss/Andrea R. Sigurðard. DHÁ/Ýr 2. Valdimar Kristjánss./Rakel Guðmundsd/HV 3. Jón E. Gottskálkss/Elín H. Jónsd. DSM/KV 4. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. DJK/GT 5. Ingimar F. Marinóss/Alexandra Johansen DJK/GT Böm II, D-riðill. Cha, cha, cha, jive 1. Edda B. Jónsd/Helga Haraldsd. DJK/GT 2. Anna G. Ingad/Sandra R. Vignisd. DJK/GT 2. Álfrún E. Hallsd/Hrönn Hafliðad. DJK/GT 4. Ólöf K. Helgad/Jóhanna A. Amórsd. DHÁ/Yr 5. Bryndís J. Hamilton/íris D. Andrésd. DJK/GT 6. Hrund Ólafsd/Rut Kristjánsd. DJK/GT Unglingar I+II A-riðill. Cha, cha, cha, jive 1. Andri B. Róbertss/Inga H. Ólafsd. DJK/GT 2. Theodór Kjartanss/Thelma D. Ægisd. DHÁ/Ýr 3. Atli B. Gústafss/Lovísa Ó. Ragnarsd. DJK/GT 4. Marinó Sigurðss/Berta Gunnarsd/HV 5. Erlingur Einarss/Gerður H. Arinbjamard. DJK/ GT 5. Steinar Ólafss/Ragnheiður Ámad. DHÁ/Ýr Unglingar I+II, D-riðill. Cha, cha, cha, jive 1. Gunnhildur H. Steinþórsd/Hildigunnur Steinþórsd. DJK/GT 2. Steinunn Reynisd/Aðalheiður Svavarsd. DHÁ/Yr 3. Anita T. Helgad/Ama S. Ásgeirsd. DHÁ/Ýr FuUorðnir I+n, A-riðilI. Cha, cha, cha, jive 1. Pétur Bauer/Sædís Halldórsd. DJK/GT 2. Sveinbjöm Hjálmarss/Sóley H. Árnad. DJK/GT 3. Karl Skarphéðinss/Kristín Harðard. DJK/GT 4. Þorvaldur Þórss/Ástdís Sveinsd. DJK/GT 5. Sigurður Erlingss/Ingibjörg Sigurþórsd. DJK/GT Ungmenni, D-riðUl. Cha, cha, cha, jive 1. Snjólaug Gunnarsd/Sunna K Ingvad. DJK/GT Börn I, K-riðilI, sígildir samkv. 1. Jökull Öriygss/Denise M. Hannesd. DSM/KV Börn II, K-riðUI. Latin 1. Haukur F. Hafsteinss/Hanna R. Ólad. HV 2. Bjöm I. Pálss/Ásta B. Magnúsd. DSM/KV 3. Eyþór S. Þorbjömss/Ásrún Ágústsd. HV 4. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd. HV 5. Aðalsteinn Kjartanss/Erla B. Kristjánsd. DSM/KV 6. Fannar H. Rúnarss/Edda G. Gíslad. HV Unglingar I, F-riðUI. Suður-amerískir 1. Jónatan A. Örlygss/Hólmfríður Bjömsd. DJK/GT 2. Þorleifur Einarss/Ásta Bjamad. DJK/GT 3. Friðrik Ámas/Sandra J. Bemburg DJK/GT 4. Baldur K. Eyjólfss/Ema Halldórsd. DJK/GT 5. Ásgrímur G. Logas/Bryndís M. Bjömsd. DJK/GT 6. Stefán Claessen/María Carrasco DJK/GT Unglingar I, F-riðUl. SígUdir samkv. 1. Jónatan A. Öriygss/Hólmfríður Bjömsd. DJK/GT 2. Friðrik Ámas/Sandra J. Bemburg DJK/GT 3. Þorleifur Einarss/Ásta Bjamad. DJK/GT 4. Baldur K. Eyjólfss/Ema Halldórsd. DJK/GT 5. Ásgrímur G. Logas/Bryndís M. Bjömsd. DJK/GT 6. Stefán Claessen/María Carrasco DJK/GT Unglingar II, F-riðUl. Suður-amerískir 1. Sigurður R. Amarss/Sandra Espersen/HV 2. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd. DSM/KV 3. Davíð M. Steinarss/Sóley Emilsd. DJK/GT Unglingar II, F-riðUl. Sígildir samkv. 1. Davíð G. Jónss/Helga Bjömsd. DJK/HV 2. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd. DSM/KV 3. Sigurður R. Arnarss/Sandra Espersen HV 4. Davíð M. Steinarss/Sóley Emilsd. DJK/GT 5. Bjöm V. Magnúss/Björg Halldórsd. DSM/KV Áhugamenn, F-riðUl. SígUdir samkv. 1. ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. /HV 2. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd. DJK/GT 3. Hannes Þ. Egilss/Sigrún Ýr Magnúsd. DJK/GT Fullorðnir. Suður-amerískir 1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd. DJK/GT 2. Ólafur Ólafss/Hlíf Þórarinsd. DJK/GT 3. Eggert Claessen/Sigrún Kjartansd. DJK/GT 4. Jón Eiríkss/Ragnhildur Sandholt DJK/GT Fullorðnir. SígUdir samkv. 1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd. DJK/GT 2. Jón Eiríkss/Ragnhildur Sandholt DJK/GT Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.