Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 49 aldri og hún, og Jósef nokkru yngri. Á heimilinu var einnig amma Sigrún, fósturbróðirinn Ingólfur og Bogga frænka (Kristbjörg). Húsagarðar systranna Guðrúnar og Laufeyjar lágu saman og Laufey og Björgvin og börn þeirra, þau Ragnar og Sigrún, voru hluti af þessari tilveru. Þótt hús- ið í Holtagötu 6 væri ekki stórt og heimilismenn margir voru þar gestir flesta daga, stundum margir og oft næturgestir. Skyldfólkið kom með mjólkurbílnum framan úr sveit og leit inn, og oft var gist í Holtagötunni enda var þar ávallt pláss. Ég man að við matborðið var líka alltaf pláss, heimilisfólkið þjappaði sér bara betur saman á bekkjunum í eldhúsinu, borðið var dregið fram svo það náði þvert yfir gólfið í litla eldhúsinu. Langamma Sigrún sat við endann og spurði frétta framan úr sveitinni sinni og samræður voru oft fjörugar. Allir voru aufúsugestir, þama ríkti gleði því langamma Sigrún, ættmóð- irin, var glaðsinna og félagslynd eins og öll hennar börn. Við þetta eldhús- borð, í kaupstaðnum, bragðaði ég ým- islegt sem ekki þekktist í sveitinni, rauðar pylsur úr kjötbúðinni, nýja ávexti úr útibúinu í Hamarsstígnum og íramandi fiska, eins og skötu, sem húsbóndinn, vestfirski sjómaðurinn, vildi hafa á matseðlinum. Það var ævintýri líkast íyrir mig að koma í Holtagötuna og fá að stoppa þar. Mér fannst Dúdda stundum líkj- ast prinsessu, svo falleg og svo fín. Dúdda var ljóshærð og bláeyg, há og grönn. Hún var fimm árum eldri en ég og oft fyrirmynd, einkum á unglingsárunum. Hún tók mig stund- um með sér til vinkvenna sinna, ég fékk a.m.k. einu sinni að vera með henni í skólann, Barnaskóla Akureyr- ar, ég fékk að vera með henni í ösku- dagsliði, ég fékk að vera með í leikjum krakkanna í götunni á kvöldin, og ég fékk að sofa fyrir ofan hana í rúminu, því oft var ekki annars staðar pláss. Það var býsna margt nýtt sem ég, litla sveitastelpan, átti kost á að kynn- ast í fylgd með Dúddu. Eftir á dáist ég að þolinmæði hennar og jafnaðar- geði, hvemig hún entist til að vera með litlu írænku sína í eftirdragi. Ég þakkaði þetta aldrei nægilega. Nú er það of seint. Við stækkuðum, urðum ungar stúlkur. Ég átti athvarf á heimili hennar þegar ég flaug úr mínu fjöl- skylduhreiðri, foreldrar hennar voru mér sem aðrir foreldrar. Ég leit upp til fallegu frænku minnar, henni fylgdi birta, og gleði ríkti hvar sem hún fór. Ég fékk að fljóta með henni og Krumma á böll á KEA og ég var tekin með í bíltúr þegar hún hafði fengið bílpróf. Þetta voru skemmti- legir tímar. Svo kom prinsinn inn í líf hennar. Ég man eftir brúðkaupi þeirra Ellerts, um miðjan júm', í Holtagötu 6, þá var „nóttlaus vor- aldar veröld“, þau ljómuðu af ham- ingju og framtíðin brosti við þeim. Þau stofnuðu heimili og þeim fædd- ust yndisleg böm. Eins og í ævintýr- unum. Leiðir okkar lágu sjaldnar saman eftir það. Við bjuggum sjaldnast á sama landshorni. Eg fylgdist með henni úr fjarlægð. Á afmælisdegi hennar, í apríl síðastliðnum, hringdi ég til hennar og áleit þá að hún væri á Isafirði. Þá var hún stödd í Munaðar- nesi með öllum afkomendum sínum. Hún var svo glöð, glöð yfir því að öll fjölskyldan hennar var þar saman komin, hún var einnig glöð yfir því að þau Ellert höfðu tekið ákvörðun um að flytjast aftui’ heim, heim til Akur- eyrar. Og frænka mín fluttist heim, nær bömum og barnabömum. Því miður varð dvöl hennar ekki löng, æv- intýrinu lauk of fljótt. Ellert umvafði konu sína um- hyggju og ást, alla tíð. í byrjun sam- búðar þeirra virtust mér orð Jónasar Hallgrímssonar eiga svo vel við hann, að „blómknapp þann gæti - borið og varið - öll yfir æviskeið". Enn finnst mér þau orð hæfa. Hún frænka mín var ekki sterkbyggð en hún eignaðist tryggan lífsförunaut að styðjast við, lífsfömnaut sem aldrei brást. Til hinsta dags, hinstu stundar var hann við hlið hennar. Uti er ævintýri. Við hin grátum yfir því sem við höfum misst. Við grátum vegna þess sem var gleði okkar (Kahlil Gibran). En minningarnar um Dúddu og um ævintýrin lifa. Góður guð styrki ykkur Ellert, Guðjón, Guðbjartur, Sigurbjörg og fjölskyld- ur. Sigfríður L. Angantýsdóttir. Af öllum þeim gæðum semokkurveitir viturleg forsjá til ánægju auka ervináttan dýrmætust (Epikúros.) Þegar æskuvinkona er fallin frá er söknuður allsráðandi í brjóstum okk- ar. Eftir ævilanga vináttu verður mik- ið tómarúm. Minningar um ótal ánægjustundir hrannast upp. Skóla- gangan með leikjum og starfi, ungl- ingsárin með öllum sínum ævintýr- um. Afrek þitt þegar þú syntir yfir fjörðinn með vinkonu þinni. Ferðalög og útilegur, böllin, smáskotin, stóra ástin kom í nn í tilveru þína eftir eitt slíkt og það skot hefur enst með gagn- kvæmri umhyggju. Þó að við allar þrjár stofnuðum fjölskyldu og settumst að sín á hvoru landshominu slitnaði aldrei vinkonu- þráðurinn. Alltaf vorum við í sam- bandi hvor við aðra, fylgdumst með stækkandi fjölskyldum, atvinnu og lífshlaupinu öllu sem fullorðinsárin bera með sér. Það var okkur raun að fylgjast með baráttu þinni við illkynja sjúkdóm en við dáðumst að dugnaði þínum og æðruleysi, þú lést ekki bugast þótt oft hljóti að hafa verið erfitt. Því miður gátum við svo lítið gert þér til hjálpar. í þrenningunni Obba, Bíbba og Dúdda, hefur fækkað um eina í þessu jarðlífi, en Dúdda verður alltaf með í huga okkar og tilveru í framtíðinni. Elsku Ellert, Guðjón, Guðbjartur og Sigurbjörg, þið hafið misst mikið, en minningin um ástríka og góða eig- inkonu, móður og ömmu, sem öllum vildi vel, verður ykkar styrkur. Elsku vinkona, með miklum sökn- uði kveðjum við þig og þökkum ómetanlega vináttu í gegnum árin. Þínar vinkonur, Bryndís og Sigrún. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fjjúga fannhvíta, svaninn úr sveitum tilsóllandafegri. (Jónas Hallgr.) Hvem hefði órað fyrir því, á vor- dögum síðasta sumars, að Dúdda, Sólveig Guðbjartsdóttir, mundi ásamt blómskrúði sumarsins falla til moldar núna á haustdögum. Það er mikill harmur kveðinn hjá hennar nánasta fjölskylduliði og vinum öllum. Það er huggun harmi gegn að sá sem er mikið syrgður, hefur lifað til góðs. „Þú grætur vegna þess, sem var gleði þín áður“, segir spámaðurinn Kahlil Gibran. Tímaglas lífshlaupsins tæmist, fyrr eða síðar, þó ótímabært fráfall sé ætíð meira sláandi en þegar öldungur hnígur ellimóður að velli. Þegar ég minnist Sólveigar frænku minnar verður það ávallt minnisstætt hvað það var alla tíð bjart yfir henni og það var líka birta í nafninu hennar. Hún var ætíð hógvær í glæsileik sín- um með mildu brosi og spékopp í kinn. Þegar ég sá hana síðast, en það var nokkrum dögum fyrir andlát hennar, þá var bjart yfir henni og æðruleysi þó að ekki leyndi sér að baráttan væri hörð. Þó að örlögin sköpuðu henni þann dóm að vera brottkölluð á góðum aldri, þá var hún þakklát fyrir góða ævi. Þau Ellert sköpuðu alltaf gott umhverfi kringum sig. Til þeirra vai- alltaf gaman að koma. Þeim fylgdi ætíð glaðværð og sérstök hlýja, sem gott var að njóta. Bömin þeirra bera með sér þetta hlýlega viðmót og glaðlega fas. Þetta er dýrmæt arfleifð. Mér er það minnisstætt þegar ég átti athvarf þijá vetur hjá foreldrum Dúddu í Holtagötu 6, þá voru þrjú eldri systkinin á mesta íjörkálfaaldr- inum og var oft brugðið á leik. Vinsæll leikur var nefndur veiðimannaleikur- inn. Stóri frændinn var að sjálfsögðu í hlutverki Grýlunnar. Þá var mikið hlegið og skrikt. Það eru tjúfar minningar frá þess- um dögum. Dúdda var vel gerð til lík- ama og sálar, hún vílaði ekki fyrir sér að leggjast til sunds og synda yfir Eyjafjarðarál ásamt vinkonu sinni. Eitt sinn syntu þær frá tanganum og yfir fjörðinn. Þá bjó hún alltaf fjöl- skyldu sinni fagurt heimili og vel var tekið á móti gestum hvort sem var í Reykjavík, Akureyri eða á Isafirði. Hún Dúdda var dul og bar ekki til- finningar sínar á torg, en ég veit hún átti ríka trúarsannfæringu, sem hefur veitt styrk í erfiðu veikindastríði. Það ætla ýmsir, sem gæddir eru djúpri undirvitund, að þegar mönnum er kippt fyrirvaralítið af þessum lífsvett- vangi, þá sé þeim ætlað annað og nýtt hlutverk, „meira að starfa Guðs um geim“. Sálmaskáldið Hallgrímur Péturs- son setur umskiptin fram á sannfær- andi hátt: Nær þegar kallið kemur kaupirsérenginnfrí. Þar læt ég nótt er nemur, neitt skal ei kvíða því. Elsku Ellert og bömin. Við biðjum Guð að blessa ykkur, góðu minning- amar og sefa sorgina. Svava, Sigurður og fjöl- skylda frá Torfufelli. Fáum manneskjum hef ég kynnst um dagana, sem hafa borið með sér eins mikla birtu og vinkona mín, Sól- veig Guðbjartsdóttir. Hvar sem hún var eða kom, var sem Ijóma brygði á allt umhverfis hana. Mér fannst eins og hún hlyti að vera frá öðmm heimi, heimi sem væri svo miklu betri en sá sem við lifum í. Prúðmennska, réttlæti og kærleik- ur einkenndu alla hennar framkomu. Trúmennska var í fyrirrúmi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hallaði aldrei á nokkum mann, var alltaf reiðubúin að rétta hlut þess er minna mátti sín, sá ávallt það besta í fari hvers og eins. Þeir hafa verið þungbærir þessir mánuðir frá því hún veiktist. En það æðruleysi og sá styrkur sem hún sýndi var með eindæmum, aldrei kvörtunarorð. Ef spurt var um h'ðan var svarið yfirleitt það sama, að hún hefði það bærilegt.Og vissulega bar hún þjáningar sínar af mikilh reisn. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt í sumar á heimih hennar. Alltaf fór maður sterkari af hennar fundi og hugurinn fylltist ein- hverjum ólýsanlegum friði. Heima undi hún sér best, og þaðan lagði hún í sína hinstu för, umvafin ástvinum sínum. Fjölskyldan og heimihð var henni allt. Dúdda eins og hún var kölluð var falleg kona svo eftir var tekið og feg- urð sinni hélt hún til hinstu stundar. Senn fara jólaljósin að lýsa upp skammdegið og birtan sem Dúdda skilur eftir sig mun lýsa okkur um ókomna tíma. Fagra kveðjustund, tefðu augnablik, að þín síðustu orð verði þögnin. Ég hneigi höfuðmitt,ogheld lampanum hátt, að hann megi lýsa þér á leiðinni. (R. Tagore.) Kæru ástvinir, Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning Sólveigar Guðbjartsdóttur. Drífa Gunnarsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 8 TKiblómaverkstæði 1 IJpinnaLJ Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR, Digranesvegi 16, Kópavogi, sem iést 8. nóvember sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurður Einarsson. Sambýliskona mín, VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR frá Brekku, andaðist á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum mánudaginn 13. nóvember sl. Útförin ferfram frá Gufudalskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd sonar og barnabarna, Theódór Guðmundsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma GUÐBJÖRG BIRKIS, áður Hátúni 8, Reyjavík, sem andaðist miðvikudaginn 8. nóvember verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 13.30, Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala Hringsins. Regína Birkis, Guðberg Haraldsson, Sigurður Birkis, Bonnie Birkis, Gunnlaugur K. Jónsson, Auður Guðmundsdóttir, Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, Marinó Bjömsson, Dalla Rannveig Jónsdóttir, Ingi Þór Jónsson, Sigurður Pétur Birkis, Jónas Paul Birkis, Kate Elizabeth Birkis og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAF J. EYLAND, Munkaþverárstræti 16, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 13.30. Erna María Eyland, Tómas Ingi Þorgrímsson, Jóhann Gísli Eyland, Valrós Tryggvadóttir, Kristín Rósa Jóhannsdóttir. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.