Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR15. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM David Beckham ræðir um framann og frægðina í bókiimi Minn heimur ÞÆR FISKA SEM RÓA Beckham í ham með enska landsliðinu. The girls’ guide to hunting and fishing eftir Melissu Bank. 274 síðna kilja. Gefin út af Penguin Books árið 2000. Fæst í Pennanum-Eymunds- son og kostar 1.295 krónur. ÞESSI fyrsta bók höfundar- ins, Melissu Bank, hefur notið mikilla vinsælda og komið út í mörgum löndum. Hún er sett saman úr fimm smásögum, sem áður hafa birst í tímarit- um og við þær hefur hún bætt tveimur öðrum sögum. Bókin ber þess þó engin merki að vera púslað svona saman. Hér er komin ástarsaga, sem er þó mjög ólík hinum dæmigerðu ástarsögum sem ég las á unglingsárum mínum. Þær sögur fjölluðu allar um hinn sígilda ástarþríhyrning, þar sem lífsreynd og lævís þokkagyðja reynir að tál- draga draumaprinsinn, en á síðustu stundu opnast augu hans og hann giftist hinni hjartahreinu og góðu stúlku, og allt fer vel að lokum eins og í ævintýrunum. I „Veiðihandbókinni" er fjallað um alls konar ást, en þó aðallega um elskendur. Sagan er sögð af Jane, sem er ósköp venjuleg stelpa. Þegar hún er á unglingsaldri fylgist hún með bróður sínum og kærustunni hans og reynir að ráða í þeirra ástamál. Svo segir hún okkur frá sínum eigin ástarsamböndum. Þau eru hvert öðru ólík eins og elskhugarnir. En ekkert þessara sambanda end- ist og Jane blessunin og vinkonur hennar eru orðnar úrkula vonar um að hún muni nokkurn tíma ganga út. En þá hittir hún hinn eina rétta. Nú stendur hún frammi fyrir þeirri hræði- legu staðreynd, að hún gæti tap- að honum og það getur hún alls ekki hugsað sér og út- vegar sér því bók, sem kennir konum að krækja sér í karl og koma honum í hnapp- helduna. Þetta er einlæg saga og skemmtilega skrif- uð. Hún er fyndin og sorgleg um leið. Hún er einföld, en samt svo margslungin, því öll hin ósögðu orð, á milli lín- anna og við þankastrik- in, segja svo margt. Það er kannski þess vegna sem mér finnst þessi bók svona skemmtileg. Ingveldur Róbertsdóttir ekki með elstu mönnum. Aðeins 25 ára. Eigi að síður hefur hann skráð æviminningar sínar og kallar bókina My World eða Minn heimur. Segir hann þar undan og ofan af lífi sínu, innan vallar sem utan. Orri Páll Ormarsson las bókina. > Heima f faðmi konunnar, Victoriu „Snobb-Krydds“. VEITINGASTAÐURINN Oxo Tower, Lundúnum. Ung hjón yfir- gefa staðinn síðla kvölds eftir máls- verð. Skyndilega skjótast tveir ljós- myndarar út úr myrkrinu. Mynda sem þeir eigi lífið að leysa. Annar rekst utan í ungu konuna. Bóndi hennar reiðist. Meðan hann les hin- um óboðna gesti pistilinn myndar hinn í gríð og erg. Ungi maðurinn getur ekki unnið. Ljósmyndarar gulu pressunnar í Bretlandi fá alltaf sínu framgengt. Ungu hjónin eru knattspymumað- urinn David Beckham hjá Manchest- er United og kona hans, Victoria, úr poppsveitinni Kryddpíunum. Svona er þeirra líf. A opinberum vettvangi geta þau hvergi um frjálst höfuð strokið, allt sem þau segja og allt sem þau gera er skráð, ýmist fært í letur eða mynd. Til að öðlast stund- arfrið verða þau að læsa dyrum og draga fyrir glugga. Þau eru fangar eigin frægðar. Það er athyglisvert að kynnast því hvemig Beckham upplifir frægðina. Hann dregur ekkert undan í bók sinni, Minn heimur. Hér er um ein- staka skýrslugerð að ræða því knatt- spymuheimurinn þekkir enga hlið- stæðu, hvorki fyrr né síðar. George Best og Kevin Keegan nutu lýðhylli en þá voru aðrir tímar. Það er einna helst að Paul Gascoigne komist í hálfkvisti við Beckham en eftir að hann grét og gnísti tönnum á heims- meistaramótinu á Ítalíu 1990 stóð hann um tíma kóngaslegtinu næstur i að frægð og vinsældum í Bretlandi. í A þeim spomm er Beckham nú. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt > að fullyrða að þau Victoria hafi fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist við andlát lafði Díönu um árið. Beckham tekur þetta allt á brjóst- ið. Þegar öllu er á botninn hvolft hef- ur draumur hans ræst - að verða einn besti knattspyrnumaður í heimi. Og fótafimi fylgir frægð. Beckham vill því engu breyta. Viðurkennir meira að segja að þrífast að vissu marki á athyglinni, einkum á vellin- um. En þær stundir koma að hann þráir nafnleysið, að geta gengið óá- reittur um götur. David Beckham er ekki jafn ein- kennilegur maður og Eric Cantona. Hann er ekki eins geggjaður og Paul Gascoigne og hefur sopið færri fjörur en Tony Adams. Hann er satt best að segja ósköp venjulegur ungur maður - og dregur hvergi dul á það í bók sinni. Hann er feiminn að upplagi - skalf á beinunum þegar hann kom i fyrsta sinn til móts við enska lands- liðið og þegar hann hitti Kryddpíurn- ar fyrst með spúsu sinni. Beckham er líka metnaðargjarn. Veit að frami hans byggist á hæfni en lykillinn að árangri er einfaldur - vinna og aftur vinna. Hann er á allan hátt fyrir- myndarfagmaður. Beckham hefur trú á hæfileikum sínum en gerir sig hvergi sekan um hroka í bókinni. Knattspyma er vitaskuld miðlæg enda er það á þeim vettvangi sem Beckham kýs að vera dæmdur. Hann talar af lotningu um lið sitt, Man- chester United, sem hann hefur haldið með frá blautu bamsbeini og hinn sterka liðsanda sem lagt hefur gmnninn að glæstum sigmm félags- ins á undanfömum ámm. Beckham ratar hinn gullna meðal- veg þegar hann talar um samskipti sín við Sir Alex Ferguson knatt- spymustjóra United. Hann viður- kennir að þeir séu ekki alltaf á sama máli en lítur á Sir Alex sem banda- mann, ekki síst þegar blæs á móti, þó ekki drekki þeir saman te á sunnu- dögum. Beckham ber Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðseinvaldi Eng- lands, einnigvel söguna. Ræðir að vísu lítið um hæfni hans sem þjálfara en lýsir honum sem vönduðum manni. Forvera Keegans, Glenn Hoddle, finnur leikmaðurinn hins vegar flest til foráttu. Hann hafi margoft bmgðist trausti leikmanna. Beckham rifjar upp brottrekstur- inn umdeilda gegn Argentínu á HM ’98 og erf- iðleikana sem komu í kjölfarið. Ótrúlegur aur slettist yfir hann. í langan tíma hefur hann mátt þola sví- virðingar fólks sem á bágt með aðþolavel- gengni hans. Hún er aum, öf- undin. Beckham sér þess þó merki að versta hrotan sé að baki Knattspyrnu- manninum er tíðrættum kvenlegt eðli sitt í bókinni - sem hann viðurkenn- ir fuslega að sé ríkjandi. Hann hefur yndi af elda- mennsku, er mikill snyrtipinni - á fleiri föt en Victoria - tárast yfir kvikmyndum og drekkur kampavín fremur en bjór. Játar raunar að vera hænu- haus hinn mesti. Hann er á allan hátt réttsýnn og nútúnalegur í hugsun, trúir á jafnrétti kynjanna en blæs á þær sögusagnir að Victoria sé húsbóndinn á heimilinu. Beckham hef- ur ímugust á kynþáttafor- dómum og líður vel í návist samkynhneigðra. í hópi bestu vina þeirra hjóna eru poppgoð ið Elton John og hans maður. Beckham fjallar ítarlega um samband sitt við Victor- iu, sem hann elskar og dáir, og son þeirra, Brooklyn. Mál hans er innilegt. Beckham við ræktun holds og anda. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þegar Beckham áritaði bók sína á dögunum á fjórðu hæð bókaverslunnar í Englandi myndaðist biðröð alla leið út á götu. Margt er sagt um David Beckham - í ræðu og riti. Mest stælt og logið. Minn heimur er öðrum þræði við- leitni geðugs manns til að veija hendur sínar - segja söguna frá eig- in bijósti. Næsta skref er að koma á fót heimasíðu á Netinu, þar sem hann getur talað milliliðalaust til aðdáenda sinna. Ráðist til atlögu við orðróminn. Gangi hon- um vel! David Freeman í fjötrum frægöar Knattspyrnukappinn David Beckham er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.