Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 63

Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 63
' Mb'ROtJNhl.AÐÍÐ M'iövíkú'óáCxÚr ié! nóVemb'er: fe'cfoo 63 Hljómsveitin Skítamórall hættir - í bili Er Skímd þá farinn? fók ■ SAMUEL L. JACKSON s ...þegar tögin gela ekki ■ hjatpað ■ * ...rettarkerfið tietur brugðist j 1 > * 3 5 .. .er aðeins einn maður sem H geím komið til bjargar Alveg drepfyndln gnnmynd. DROWNING MONA Synd 10 Synd 10 og og Sýnd 10 Stranglega bönnuö alls L-kki uiö viökvæmra og miian lu ■ www.laugarasbio.is Hljómsveitin Skítamórall hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá og með áramótum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meðlimi sveitarinnar, þá Adda ------------------7----— -? Fannar, Einar Affúst og Gunna Ola vegna þessara óvæntu tíðinda. Ljósmynd/Ari Magg Skítamórall mun hverfa sjónum um óákveðinn tíma. ER mér barst þessi stórfrétt varð ég nokkuð hvumsa. Skítamórall, eða Skímó eins og þeir eru oft kallaðir, þurfa t.d. ekki að kvarta undan því að vinsældirnar hafi dalað eða neitt slíkt og allt virtist í góðum gír hjá þeim félögum. Það skal strax tekið fram að hér er ekki um að ræða neinar sprengingu í herbúðum Móralsmanna, allt er þetta gert í sátt og samlyndi. Rokkbrans- inn er slítandi og svo sem ekkert nýmæli að menn gerist honum frá- hverfir eftir lýjandi langtímahjakk. Eg sló á þráðinn til heiðursmannanna þriggja og ræddi við þá hvem og einn um þessi tímamót í sögu sveitarinnar. Adda saga Fannars „Hljómsveitin hætt,“ segii' Addi snöggt hinum megin á línunni. Og ekkert grín með það? „Nei, nei. Hún er sem sagt hætt frá og með áramótum.“ Ástæður? „Þær eru svona af ýmsum toga. Menn era bara orðnir þreyttir." Hvemiglíst þér á þetta? „Mér finnst þetta nú bara allt í lagi. Við erum búnir að vera í mikilli keyrslu í rúm þrjú ár, það hefur ekki verið tími fyrir neitt annað. Maður hefúr verið að spila allar helgar. En það er auðvitað erfitt að hætta ein- hverju þegar það gengm- rosa vel. Það er alltaf húsfyllir og það er ekki eins og þetta sé að daprast eitthvað. En þetta verður kannski til þess að við keyrum okkur ekki alveg út og gerir okkur kleift að koma kannski saman seinna. Sem við allir höfum í hyggju að gera. Hún er hætt í bili, komin í frí, en við vitum ekkert hversu lengi.“ Erþettaíillu? „Nei, nei, nei, nei. Menn eru bara með ýmsar hugmyndir um hvað þeir vilja gera. Nám hefur setið á hakan- um og svona. Við erum nú ekki mjög gamlir þannig að við eigum ansi mikið inni. Þetta er svo sem enginn heims- endir. En þetta er samt mjög erfitt og kemur mörgum mjög á óvart. Þetta er auðvitað baraið manns.“ Er enginn tónUstarlegur ágrein- ingur? „Nei, það er nú ekki málið. Menn eru alls ekki orðnir þreyttir á að spila beint heldur bara á öllu sem er í kringum þetta. Bransinn er mjög lýj- andi og fer oft á tíðum mjög illa í menn bæði andlega og líkamlega. Það er nú aðallega það, að geta losað sig úr þeirri hringiðu." Hvað ætiarþú að gera núna? „Ég ætla bara að fara í eitthvað allt annað. Ég ætla að snúa mér að ein- hverju allt öðru en að vera popp- stjarna." Gunna saga Óla „Nei, nei, nei, nei,“ segir Gunni, að- spurður hvort allt sé í hálofti. „Menn leystu þetta í mesta bróðerni." Hverjar eiv svona helstu ástæð- urnar? „Helstu ástæðuraar liggja kannski helst í því að menn vifja fara að prufa eitthvað nýtt. Það er kominn þreyta í mannskapinn, ekki okkar á milli held- ur bara á þessu batteríi að vera búnir að keyra núna á fullu síðastliðin þrjú ár. Ef það er einhvern tíma tækifæri til að prufa eitthvað nýtt er það best núna, við erum enn ungir menn og ef Mórallinn kemur aftur saman eftir eitt ár, tvö ár þá erum við enn í blóma lífsins." Það er enginn tónlistarlegur ágreiningur? „Ekkert sem orsakaði að við ákváðum að taka fríið. Það eru auð- vitað misjafnar stefnur innan bands- ins, ég meina einn hlustar á þetta og annar á hitt. En það hefur virkað ágætlega hingað til að samræma það saman í eitt.“ Þannig að þú skýtur ekki loku fyrir það að þið eigið eftir að koma saman aftur einhvern tíma? „Nei, alls ekki. Enda er þetta bara óákveðinn tími sem fer í frí. Bandið er ekkert að hætta, við erum að fara í „pásu“ í bili og pásumar geta staðið allt frá tuttugu mínútum upp í fjöru- tíu (hlær). Hvað hefur þú svo í hyggju á næst- unrn? „Ég ætla nú bara að bíða fram að áramótum og láta það síðan ráðast. Það verður allavega eitthvað tón- listarlegs eðlis. Þetta er það sem ég lifi fyrir.“ Einars saga Ágústs „Ég er ofboðslega ánægður með þessa ákvörðun," segir Einar Ágúst. „Þungu fargi af mér létt. Mér finnst vera komið nóg í bili og við komumst að því, við félagarnir, að það væri búið að selja batteríið eins langt og hægt væri. Maður kemst ekkert mikið lengra í þessum popparabransa á ís- landi. Ég er sjálfm- búinn að vera pæla í því lengi að gera plötu sjálfur, bara til þess að marka mín spor sem söngvari á íslandi. Maður er alltaf að reyna að gera sig ódauðlegan á einn eða annan hátt. Mér finnst gott að geta gengið frá sveitinni eins og stað- an er í dag, stoltur, og geta þá gengið að henni aftur síðar í stað þess að halda áfram og draga það niður í eitt- hvað svað.“ Þannig að þið útilokið ekkert að þið eigið eftir að koma saman á nýjan leik? „Nei, ég hélt að við værum bara að fara í minnst árs frí. Ég myndi segja að það væri óráð að Skítamórall myndi ekki koma saman aftur eftir langtoggottfrí.“ Það er sem sagt enginn „skítamór- all“ígangi? „Nei, nei, nei, nei. Þessi hljómsveit hefur alltaf verið mjög samheldin í þessu poppbulli. Hópurinn hefur allt- af verið með ákveðna stefnu, það að gera gott popp, en núna upp á síð- kastið hafa menn verið að þroskast í sínar áttir. Sumir vilja fara í skóla og sumir vilja fara að gera öðruvísi tón- list.“ Er það bransinn sem er svon^,, þreytandi? „Já, þetta er náttúrulega svo of- boðslega andlega og líkamlega slít- andi bransi. Maður fær alveg gríðar- lega mikla næringu út úr því að spila á tónleikum en þessa næringu færðu ofboðslega lftið út úr þessum ferða- lögum og því að spila endalaust fyrh- fólk sem hefur kannski varla ráð né rænu í að fylgjast með því sem þú ert að gera. Þar færðu ofboðslega lítið tO baka.“ Hvemig finnst þér hljómsveitin hafa þróast á undanfomum þremun? árum? „Það sem mér hefur þótt einkenna hljómsveitina er að menn hafa ekki verið að reyna að búa til neitt annað en íslenskt popp. Það hefúr náð að halda sér, við höfum hvorki svikið sjálfa okkur né hlustendur. Og með því að spOa svona tónlist sem margur- inn vOl höfum við getað lifað á þessu.“ Ykkur hefur aldrei þótt þið knúnir tU að búa til „dýprí" tórdist? , „Nei, nei,nei,nei, Guð hjálpi mér! Ég hef tO dæmis gaman af öllum teg- undum tónlistar en ég hef hins vegar aldrei haft þörf til að búa til neitt ann- að en þetta. Mér finnst tónlist vera tungumál sálarinnar og ef hún er að reyna »% segja eitthvað annað, ef hún er að buUa, er í einhverri reiði eða það er eitthvað kjaftæði í gangi þá bara finnst mér það ekki vera tónlist." t Hörkuspennandi mynd um kjaflasögu sem lók óvænta og lífshættulega stefnu. Sýnd kl. 6, 8 og 10. vnm.m ★ **»<o.***sy«e***OjstM! t£*i% Sýnd kl. 6. enskt tal. vu m. 144 CHIOKENBUN Kcflavík - simi 421 1170 - samfilm.is 5f ókus KLUMPARNIR NUTTY^ PROFESSOR 1« -JK. KUKKAOi PRÓFESSORINK II er Sýnd kl. 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.