Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.11.2000, Qupperneq 68
Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Kosningar á þingi ASI í dag Spenna ^ vegna for- setakjörs MIKIL spenna og óvissa var meðal þingfulltrúa, sem rætt var við á þingi ASI í gær, vegna forsetakjörs, sem fram á að fara síðdegis í dag. Kjör- nefnd, sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur um forseta, vara- forseta og uppstillingu í 15 manna miðstjórn, hefur haldið nokkra fundi án þess að niðurstaða liggi enn fyrir í nefndinni. Ekkert liggur heldur íyrir um hver eða hverjir muni gefa kost á sér í embætti varaforseta en talið er að það muni ráðast að miklu leyti af því hver ý^JJferða úrslit forsetakosninganna. Fyrir hádegi í dag hefst önnur um- ræða um tillögur um skipulags- breytingar Alþýðusambandsins og er að því stefnt að frumvarpið verði af- greitt sem lög um hádegi, svo að hægt verði að kjósa skv. nýjum reglum síð- degis. ■ Þing ASÍ/12-13 J Jólaormur- inn kominn til Islands TÖLVUORMURINN Navidad, jólaormurinn, er kominn til Is- lands og hefur þegar smitað fjölda tölva hérlendis. Ormurinn kemur í veg fyrir að hægt sé að keyra forrit í tölvum og hefur þannig alvarleg áhrif á starfs- hæfni þeirra en ekki er vitað til þess að hann eyði gögnum. Sigurður Stefánsson hjá Friðriki Skúlasyni ehf. telur að vírusinn hafi borist hingað til lands í gær. Ormurinn dreifir sér með tölvupósti. Þegar hann hefur gert tölvuna óstarfhæfa sendir hann sjálfan sig áfram sem viðhengi með póstforritinu Outlook Express til allra tölvu- póstnetfanga sem skráð eru í viðkomandi tölvu. Tölvunotendur geta komið í veg fyrir smitun tölvu sinnar með því að opna ekki viðhengi með nafninu navidad.exe. Ikveikja við Bústaðakirkju . j^LÖKKVILIÐ var kvatt að Bú- staðakirkju laust fyrir miðnætti og slökkti þar eld sem logaði við dyr kirkjunnar. Að sögn lögreglu gekk vel að slökkva eldinn en ljóst þykir að um íkveikju var að ræða. Handtekinn grunaður um aðild að mannshvarfí LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í gær mann á fertugsaldri, sem grunaður er um að eiga þátt í hvarfi Einars Arnar Birgissonar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins gerði lögreglan jafnframt húsleit vegna málsins í gær- kvöldi á heimili og vinnustað hins grunaða. Ekkert hefur spurst til Einars Ai-nar síðan skömmu fyrir hádegi á miðvikudag í síðustu viku. Tugir lögreglumanna hafa unnið að rannsókninni í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi hefur umfangsmikil rannsókn lögreglu m.a. beinst að því að kanna hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað í tengslum við hvarf Einars. Sú rannsókn hef- ur nú leitt til handtöku. Lögreglan segir rann- sókninni haldið áfram af fullum krafti. Síðast spurðist til Einars skömmu fyrir hádegi á mið- vikudag. Síðdegis fóru fjölskylda og vinir Einars að grennslast fyrir um hann og um miðnætti var haft samband við lögregluna í Kópavogi. Síðan þá hefur Einars verið leitað á Reykjanesi, á Bláfjalla- svæðinu og víðar á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni þess. Fjörur hafa jafnframt verið gengnar og yfirgefin hús könnuð. Félagar í Slysavamafélaginu Landsbjörg hafa leitað hans með aðstoð leitarhunda. Mikill fjöldi ættingja og vina Einars hefur einnig tekið þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Við rannsókn málsins hefur lögreglan í Kópa- vogi notið aðstoðar fimmtán lögreglumanna frá embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunni í Reykjavík og fleiri lögregluumdæmum í nágrenni höfuðborgarinnar. Leitað í nágrenni Grindavíkur eftir að ný vísbending barst Bifreið Einars fannst við Hótel Loftleiðir á fimmtudagsmorgun. Sporhundur fann enga slóð við bifreiðina og umfangsmikil leit í Öskjuhlíð og við Reykjavíkurflugvöll bar ekki árangur. Fjöldi vísbendinga hefur borist lögreglunni og hefur leit björgunarsveita m.a. tekið mið af þeim. I gær barst ný vísbending til lögreglu og fóru félag- ar úr Slysavamafélaginu Landsbjörg með þrjá leitarhunda til leitar í nágrenni Grindavíkur. ■ Umfangsmikil leit/4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið stuð á Skrekk 2000 FULLTRÚAR Breiðholtsskóla og Rimaskóla sigruðu í undankeppni í Skrekk 2000, hæfiieikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, f gær- kvöld. Fimm aðrir skólar tóku þátt í þessum riðli keppninnar en í fyrra- kvöld báru Hvassaleitisskóli og Hlíðaskóli sigur úr býtum í sfnum riðli. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um fyrirhugaða uppbyggingu álvera Ekki verði byggð tvö álver á sama tíma r Bónus fyrír korthafa Nú getur þú greltt mefl EUR0CARD og MasterCard greiflslukortum í Bðnus! ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur ekki trú á að hyggilegt verði metið að fara strax af stað með allar þær hugmynd- ir um frekari uppbyggingu álfra- mleiðslu hér á landi, sem verið hafa uppi að undanfomu. „Það er væntanlega ekki raunhæft að ráðist verði í allar þessar fram- kvæmdir á sama tíma og slíkt er tæp- lega í spilunum," segir hann. Ari bendir á að á vinnumarkaði hér á landi sé mjög mikil spenna um þess- ar mundir og spum eftir vinnuafli sé miklu meiri en framboð. Flest bendi til þess að eftirspurn aukist enn á næstu mánuðum og samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar verði hún 3% meiri í september á næsta ári en nú. Ari hitti forsvarsmenn Norsk Hyd- ro að máli þegar þeir voru hér á landi á dögunum á fundi með stjómvöldum og fleiri aðilum. Á fundinum var farið almennt yfir málin og litið yfir sviðið. „Ég fjallaði um stöðuna á vinnu- markaði, þá spennu sem uppi er nú um stundir og tölur um breytingar á vinnuframboði frá einu ári til annars sem sýna fram á mikinn sveigjan- leika markaðarins. Síðan kom ég inn á það að útlit sé fyrir að dragi úr eftir- spurninni upp úr árslokum 2001, en þeirra áform ganga einmitt út á framkvæmdir á ámnum 2002 til 2009.“ Norðurál fer fram á úttekt Forsvarsmenn Norðuráls hafa formlega farið þess á leit við Þjóð- hagsstofnun að unnin verði skýrsla um þjóðfélagsleg og samfélagsleg áhrif stækkunar álvers fyrn-tækisins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn. Talið er að nokkrar vikur taki að vinna slíka úttekt. Viðlíka skýrsla hefui- áður verið unnin vegna áforma um byggingu ál- vers á Reyðarfirði. ■ Vinnuaflið/28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.