Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 1

Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 1
287. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna um endurtalningu getur skipt sköpum Beðið í ofvæni eftir niður- stöðu réttarins Stríð á hendur g’læpasamtökum Washington. AP, Reuters. MIKIL spenna einkenndi í gær biðina eftir úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um það hvort end- urtelja skyldi vafaatkvæði í Flórída enda getur hann skorið úr um það hver verður næsti forseti landsins, George W. Bush eða A1 Gore. Sum- ir höfðu búist við, að úrskurðurinn kæmi ekki síðar en um miðjan dag en hann var ekki kominn er Morg- unblaðið fór í prentun. Þótti margt benda til, að málið vefðist fyrir dómurunum enda er það líklega eitt það erfiðasta og viðkvæmasta, sem þeir hafa tekið fyrir. Dómararnir níu í Hæstarétti Bandaríkjanna höfðu að venju ekki gefið neitt upp um það hvenær úr- skurðarins væri að vænta en flestir bjuggust við, að reynt yrði að hafa hraðan á þar sem kjörmennirnir, sem kjósa forsetann, eiga að koma saman í Washington næstkomandi mánudag. Er jafnan miðað við, að ríkin hafi gengið frá kjörmanna- skipan tæpri viku áður. Margir töldu líklegt, að úrskurð- ur Hæstaréttar yrði Bush í vil enda er meirihluti réttarins fremur íhaldssamur en aðrir sögðu mögu- leika á, að Hæstiréttur tæki ekki af skarið, heldur vísaði málinu aftur heim í hérað með þeim fyrirmæl- um, að dómstólar þar tryggðu, að öll gild atkvæði yrðu talin. Þetta mál var leiðaraefni í mörg- um helstu dagblöðunum í gær og hvöttu sum Hæstarétt til að höggva endanlega á hnútinn. Wushington Post mælti hins vegar með einhvers konar málamiðlun en New York, Times tók undir með Gore og sagði, að öll atkvæði yrði að telja. Fulltrúadeild Flórídaþings sam- þykkti í gær, að 25 kjörmenn rík- isins skyldu styðja Bush og verður samþykktin tekin fyrir í öldunga- deild þingsins í dag. Hafa repúblik- anar meirihluta í báðum deildum. Þingmenn demókrata mótmæltu þessari ákvörðun harðlega og sögðu hana fara í bága við stjórn- arskrána og vera „söguleg mistök“. Utankjörstaðaratkvæðin gild Hæstiréttur Flórída hafnaði í gær að ógilda um 25.000 utankjör- staðaratkvæði og staðfesti með því niðurstöðu lægra dómstigs. Málið höfðuðu sex borgarar, demókratar, sem héldu því fram, að fulltrúar repúblikana hefðu ógilt atkvæða- seðlana, t.d. með því að bæta inn á þá kennitölum þar sem þær vant- aði. Féllst rétturinn á, að það væri ekki alveg i anda kosningalaga en nægði samt ekki til að ógilda at- kvæðin. Ekki hefði verið um neitt sviksamlegt að ræða. Með þessum úrskurði má segja, að öll málaferli vegna kosninganna í Flórída fyrir fimm vikum hafi verið úr sögunni að undanskildum þeim, sem Hæsti- réttur Bandaríkjanna glímdi við. Forsetaefnin, Bush og Gore, létu lítið fyrir sér fara í gær. Beið Bush úrslitanna í ríkisstjórabústaðnum í Texas en Gore var á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Kuldakast í Banda- ríkjunum MIKLUM snjó hefur kyngt niður í Miðríkjum Bandaríkjanna og raun- ar allt frá Texas og norður úr til Massachusetts. Hefur það valdið verulegum vandræðum, truflað samgöngur í lofti og á landi og sett skólastarf úr skorðum. Er um að kenna jökulköldum norðanstreng en í gær fór frostið í Minneapolis niður fyrir 20 gráður á celsíus. Var því spáð, að þessi kuldi myndi fær- ast inn yfír austurríkin en Flórída myndi þó sleppa að mestu. Myndin er frá miðborg Buffalo í New York- ríki en þar var mikið um, að bíl- amir væru skildir eftir enda illa búnir til vetraraksturs. Palermo. Reuters, AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir stríði á hendur alþjóðlegum glæpa- samtökum á ráðstefnu í Palermo á Italíu í gær og hvatti ríki heims til að undirrita sáttmála gegn glæpa- samtökunum. Annan sagði að glæpasamtökin virtu engin landamæri og yfirvöld í löndum heims yrðu að taka höndum saman til að sigrast á þeim. „Glæpahópar hafa verið fljótir að notfæra sér alþjóðavæðinguna í efnahagsmálum og tæknina sem henni fylgir en í baráttunni gegn þeim höfum við beitt mjög sund- urlausum aðferðum til þessa og vopn okkar eru næstum orðin úr- elt,“ sagði Annan. Fulltrúar frá 150 ríkjum sátu ráð- stefnuna, sem var haldin til að und- irrita sáttmála gegn alþjóðlegum glæpasamtökum, sem tekur gildi eftir að 40 ríki hafa fullgilt hann. Þau ríki sem undirrita sáttmálann þurfa m.a. að setja eða styrkja lög gegn skipulögðum glæpahópum og eru hvött til að gera ýmsar ráðstaf- anir til að auðvelda baráttuna gegn peningaþvætti, m.a. að afnema lög um bankaleynd og banna nafnlausa bankareikninga. Reuters Clinton á frlandi í sinni síðustu opinberu heimsókn Friðarsamningar verði virtir Dublin. AP, AFP. Reuters Bill Clinton og Bertie Ahern heilsa upp á Gerry Adams í húsakynnum Guinness-ölgerðarinnar. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, varaði í gær leiðtoga Norður- írlands við því að ganga á bak orða sinna og svíkja gerða samninga. Clinton er nú í sinni síðustu opin- beru heimsókn áður en hann lætur af embætti í janúar og hófst hún á Irlandi í gær. í dag dvelur hann á Norður-ír- landi áður en hann heldur til Bret- lands. Með honum í för eru eiginkona hans Hillary Rodham Clinton, sem er nýkjörin öldungadeildarþingmaður New York, og Chelsea, dóttir þeirra. Clinton hitti írska forsætisráð- herrann Bertie Ahern í gær og hvatti við það tækifæri til þess að áfram yrði unnið að friði á Norður- írlandi. „Fólk hefur tekið friðnum opnum örmum og ég held ekki að það vilji snúa aftur til fyrra horfs,“ sagði Clinton. Þetta er þriðja heimsókn Clintons til írlands en hann gegndi mikil- vægu hlutverki við gerð friðarsamn- ings mótmælenda og kaþólikka á Norður-írlandi fyrir tveimur árum. Clinton og Ahern ræddu um erfið- leikana er blasa nú við á Norður- Irlandi og sagði Ahern að heimsókn Clintons hjálpaði aðilum til að beina sjónum að því sem áunnist hefði þar, en einnig því sem óunnið er. Breska og írska ríkisstjórnin vildu þó sem minnst gera úr því að heimsóknin kæmi til með að skila einhverjum áþreifanlegum árangri. Heilsaði upp á Gerry Adams Clinton bauðst einnig til að lið- sinna næsta forseta Bandaríkjanna í málefnum Norður-írlands, hafi næsti forseti áhuga á því. Ahern og Clinton héldu síðan til bruggverksmiðju Guinnes í Dyfl- inni, þar sem Clinton heilsaði upp á írska þingmenn og viðskiptajöfra. Meðal þeirra sem Clinton heilsaði voru Gerry Adams og Martin McGu- innes sem eru í Sinn Fein, stjóm- málaarmi írska lýðveldishersins (IRA). Fyrr um daginn hittu forsetahjón- in írska forsetann Mary McAleese. Eiginkona Bills Clintons, Hillary, ávarpaði einnig fjörutíu kvenkyns stjómmálamenn. Hún sagðist heita því að vinna að þvi að gera hlut kvenna í stjórnmálum sýnilegri eftir að hún tekur til starfa 3. janúar næstkomandi. Síðdegis í gær hélt Bandaríkja- forseti svo ávarp í bænum Dundalk, við landamæri Norður-írlands, þar sem leiðtogar hryðjuverkasamtak- anna hins sanna IRA halda til. Þar hvatti hann til þess að menn ynnu áfram að friði á Norður-írlandi. Veisla hjá Saddam Bagdad. AP. SADDAM Hussein, forseti íraks, hefur opnað hallir sínar fyrir fátæku fólki og býður því upp á máltíð eftir að sól er sest. Nú er föstumánuður hjá músl- imum og þá verða þeir að neita sér um flestar lífsins lystisemd- ir frá sólarapprás til sólarfalls. Sjónvarpið í Irak hefur gert örlæti Saddams góð skil en hann er að sögn að endurgjalda fólkinu greiðann, sem það gerði honum, er það fyllti allar hall- irnar í Flóastríðinu til að gera það ólíklegra, að á þær yrði ráðist. Eru hallimar margai’ en á Vesturlöndum hefur hann verið gagnrýndur fyrir að fara með stórfé í hallir á sama tíma og landsmenn búa við miklar þrengingar. MORGUNBLAÐtÐ 13. DESEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.