Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sérsveit lögreglunnar kölluð til til að yfírbuga vopnaðan mann á Akranesi
Sigaði
hundi á tvo
lögreglu-
menn
SÉRSVEIT lögreglunnar var kölluð
að húsi við Vesturgötu á Akranesi í
gærmorgun til að yfirbuga mann
vopnaðan hnífi og kylfu, en hann
hafði fyrr um morguninn flúið und-
an lögreglunni og sigað hundi á tvo
lögreglumenn. Maðurinn, sem er 32
ára gamall, gafst hins vegar upp án
frekari mótspyrnu eftir að sérsveit-
in kom á staðinn, og var hann færð-
ur í varðhald hjá lögreglunni á
Akranesi.
Lögreglan fékk tilkynningu
skömmu eftir kl. 5 í gærmorgun um
að maður væri að brjótast inn í Ráð-
húsbakaríið, sem stendur við Still-
holt 16-18, en Sigurhans Bollason,
starfsmaður Öryggisþjónustu Vest-
urlands, hafði komið að manninum
bak við bakaríið og hringt í lögregl-
una.
„Ég tók eftir að hann var að
bjástra hérna, hann var nú ekkert
að fela það og var með bíl hérna.
Hann var að eiga við hurðina og ég
fylgdist með honum aðeins um 15
metrafrá, en hann tók aldrei eftir
mér. Þegar hann var búinn að eiga
við hurðina færði hann bflinn og
notaði hann til að standa á honum
til að eiga við gluggann," sagði Sig-
urhans í samtali við Morgunblaðið.
Skömmu síðar kom lögreglan að
og segir Svanur Geirdal, yfirlög-
regluþjónn á Akranesi, að tveir lög-
regluþjónar hafi farið á vettvang
eftir að tilkynningin barst. Þegar
þeir komu að bakhlið bakarísins sat
maðurinn í bflnum, en á þaki bflsins
voru ýmis verkfæri. Lögreglan lagði
lögreglubifreiðinni þétt upp að bfl
mannsins, og ræddu lögregluþjón-
arnir síðan við hann og báðu hann
um að koma út úr bílnum.
Auk mannsins var stór scháfer-
hundur í bflnum og þegar lögreglu-
mennirnir höfðu náð manninum út
sigaði hann hundinum á þá og glefs-
aði hundurinn í annan lögregluþjón-
inn. Maðurinn settist þá aftur í bfl-
inn og ók af stað niður sundið aftan
við bakaríið. Þar lenti hann í sjálf-
heldu, en náði að snúa bflnum við og
ók síðan á fullri ferð á afturenda
lögreglubifreiðarinnar, þannig að
hún hentist til hliðar, og slapp mað-
urinn í burtu.
Áhætta að mæta manninum
með kylfu og hníf
Lögreglumennimir misstu því
sjónar á manninum, en hófu þegar
eftirgrennslan eftir honum. Þeir
fóru að húsi við Vesturgötu, þar
sem þeir vissu af sambýliskonu
mannsins, en hún neitaði því að
hann væri í íbúðinni og sagði að
hann hefði farið á bílnum og haft
með sér hund kunningja þeirra.
Eftir skamma leit fann lögreglan
Morgunblaðið/Þorkell
Sérsveit lögreglunnar yfirbugaði í gærmorgun mann, sem hélt til vopnaður í þessu húsi við Vesturgötu
á Akranesi.
bflinn á bak við bflskúr skammt frá
og fór þá aftur að húsinu. Húsráð-
andi neitaði að hleypa þeim inn en
lögreglumennirnir sáu manninum
bregða fyrir þar innan dyra.
Að sögn Svans var ákveðið að
leita aðstoðar sérsveitar lögreglunn-
ar, þar sem talsverð áhætta þótti að
ráðast inn í húsið á móti vopnuðum
manni með stóra hafnaboltakylfu og
hníf, og þar að auki með scháfer-
hundinn með sér.
Þar sem ekki var um beina eft-
irför að ræða höfðu lögreglumenn-
irnir ekki heimild til að fara inn í
húsið, og því þurfti að bíða eftir úr-
skurði frá Héraðsdómi Vesturlands
til að fá heimild til að ráðast inn í
húsið. Sérsveitarmennirnir tóku sér
stöðu við húsið á meðan beðið var
eftir úrskurðinum, en eftir nokkrar
fortölur ákvað maðurinn hins vegar
að hleypa þeim inn og gefast upp
mótspyrnulaust.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurhans Bollason, starfsmaður Öryggisþjónustu Vesturlands, kom að
manninum þar sem hann var að reyna að bijótast inn um bakdyr og
glugga í Ráðhúsbakaríinu við Stillholt.
Talið stangast á að vera yfírmaður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og talsmaður einkasjúkrahúss
Val í starf sviðs-
stjóra kennslu og
fræða afturkallað
RÁÐNING Steins Jónssonar, sér-
fræðings í stöðu sviðsstjóra
kennslu og fræða á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi, sem tilkynnt
var um 28. nóvember síðastliðinn
hefur verið afturkölluð, þar sem
hann hefur komið fram sem tals-
maður hóps sem beitir sér fyrir
stofnun einkarekins sjúkrahúss.
í bréfi Magnúsar Péturssonar,
forstjóra Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss, til Steins af þessu til-
efni segir að starf sviðsstjóra, sem
helgi sig uppbyggingu kennslu og
fræða meðal lækna, sé veigamikið
starf sem varði miklu fyrir upp-
byggingu háskólasjúkrahússins.
„Að undanförnu hafið þér komið
fram sem talsmaður hóps sem beit-
ir sér fyrir stofnun einkarekins
sjúkrahúss og haft um það for-
göngu ásamt öðrum. Af því má
vera ljóst að um er að ræða alvar-
legan hagsmunaárekstur þar sem
ætla verður að möguleikar yðar til
að rækja umrætt starf af heilindum
eru verulega skertir vegna vinnu
yðar í undirbúningi að stofnun slíks
fyrirtækis,“ segir síðan í bréfinu.
Rúmast innan ramma
núverandi samnings
Steinn sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði ekki fengið
neitt tækifæri til að útskýra fyrir
einum eða neinum hvað um væri að
ræða, heldur virtist orðrómur um
að stefnt væri að stofnun einkaspít-
ala tekinn bókstaflega, en það væri
stórlega orðum aukið og ekki í fullu
samræmi við það sem raunverulega
hefði átt sér stað í þessum við-
ræðum milli læknastöðvanna.
„Það sem um er að ræða er hag-
kvæmniathugun á því hvort hægt
sé að reisa nýtt húsnæði yfir
læknastöðvarnar og koma þeim öll-
um undir eitt þak í því skyni að
auka möguleika þeirra til að veita
góða þjónustu. Eitt af því sem
kemur þá upp sem möguleiki er að
geta haft einhver sjúkrarúm til
þess að fari betur um sjúklinga eft-
ir aðgerðir og jafnvel meðan þeir
njóta meðferðar hjá sérfræðingun-
um, þar sem yrði þá hjúkrun að
sjálfsögðu,“ sagði Steinn.
Hann sagði að í þessum efnum
væru læknastöðvarnar að hugsa
um að geta boðið upp á vöknunar-
pláss eftir aðgerðir, dagdeild þar
sem fólk gæti fengið lyf og aðra
þjónustu í þægilegu og góðu um-
hverfi og jafnvel möguleika á því að
geta haft fólk yfir nótt ef á þyrfti
að halda. Þessi starfsemi rúmaðist í
raun og veru innan ramma núver-
andi samnings milli sérfræðinga og
Tryggingastofnunar ríkisins og
væri í samræmi við reglugerð heil-
brigðisráðuneytisins um ferliverk.
„Þess vegna er þetta í raun og
veru ekkert nýtt og við þurfum út
af fyrir sig ekki leyfi heilbrigð-
isráðherra til þess að gera þetta.
Það sem hins vegar þarf er sann-
gjarn samningur milli sérfræðinga
og Tryggingastofnunar um þessi
verk og ef þetta verður að veru-
leika þá mun það gefa möguleika á
að veita meiri þjónustu og jafnvel
leysa fleiri vandamál innan ramma
þessarar miðstöðvar heldur en
hingað til hefur verið,“ sagði
Steinn.
Hann sagðist ekki sjá í þessu
neina meiriháttar hagsmuna-
árekstra við Landspítalann. Hann
væri að sinna sínu mikilvæga hlut-
verki á sviði sjúkrahúss- og há-
tækniþjónustu og það stæði ekki til
að fara út í slíka starfsemi.
„Mér finnst líka þetta bara snú-
ast um það hvort menn hafi leyfi til
þess að hafa skoðun á því hvernig
heilbrigðiskerfið á að byggjast upp
og tækifæri til að tjá sig um þær
skoðanir án þess að eiga á hættu að
vera beittir hefndarráðstöfunum,"
sagði Steinn.
Hann sagðist hafa rætt þetta við
læknaráð spítalans og að aðilar í
starfsmannaráði hefðu komið að
máli við sig. Hann hefði einnig haft
samband við Læknafélag íslands
og myndi hafa samband við forseta
læknadeildar og deildarstjórn
læknadeildar og skýra þeim frá því
sem gerst hefði.
„Ég reikna með að það komi ein-
hver viðbrögð frá þessum aðilum,
en get út af fyrir sig ekkert fullyrt
um það. Ég hef orðið var við mikla
reiði hjá samstarfsmönnum mínum,
bæði læknum og hjúkrunarfræð-
ingum, út af þessari þróun mála,“
sagði Steinn ennfremur.
Trúnaðarbrestur
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
sagði aðspurður af hverju ráðning
Steins hefði verið afturkölluð, hann
sagðist telja að það hlyti að verða
trúnaðarbrestur þegar maður sem
veldist í veigamikið stjórnunarstarf
á spítalanum væri nokkrum dögum
eftir að sú ákvörðun væri gerð op-
inber að gagnrýna spítalann og
leita leiða til að efla einkasjúkra-
hús. Hann fengi ekki annað séð en
að í þessum efnum stönguðust á
hagsmunir.
„Ég tel að það sé það alvarlegt
mál þegar þannig er að spítalinn
getur ekki unað því. Steinn er ekki
eingöngu í sinni umfjöllun að ræða
um það að sameina læknamiðstöðv-
ar. Hann er fyrst og fremst að
gagnrýna spítalann," sagði Magn-
ús.
Hann sagði að við þetta bættist
trúnaðarbrestur við þann aðila sem
væri yfirmaður Steins í kjölfar
þessarar umræðu um einkasjúkra-
hús.
Aðspurður sagði Magnús að
þetta hefði ekkert með skoðana-
frelsi að gera. Málið snerist um það
að Steinn væri að vinna fyrir spít-
alann að tilteknum verkefnum og
hann hlyti að þurfa að vera trúr
þeim málstað. „Hann getur haft
skoðanir á einkareknum sjúkrahús-
um alveg eins og hverjum og einum
hentar. Þetta snýst ekki um það
heldur að málflutningur sem felst í
gagnrýni á spítalann, sem er not-
aður sem rökstuðningur við einka-
rekin sjúkrahús er engan veginn
viðeigandi," sagði Magnús.
Hann bætti því við að í þessum
efnum væri enginn munur á rík-
isfyrirtækjum og einkafyrirtækj-
um. Það hlyti að þurfa að gera þá
lágmarkskröfu til starfsmanna, að
ekki væri talað um yfirmenn sem
væru valdir til ábyrgðarstarfa, að
þeir sýndu trúmennsku í störfum
sínum
Magnús sagði að framkvæmda-
stjórnin væri algerlega einhuga í
þessum efnum. Hann myndi kynna
stjórnarnefnd spítalans þetta í dag
og hann drægi ekki í efa afstöðu
hennar.
Hann sagðist aðspurður ekki sjá
að nein eftirmál yrðu vegna þess-
arar ákvörðunar.