Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 6

Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnulífíð lamað í Bolungarvfk vegna gjaldþrots Nasco og gæftaleysis • • Oryggisleys- ið er verst Boiungarvík. Morgiinblaðid. „ÞETTA er ekki skemmtilegasta jólagjöfin sem maður gat fengið,“ sagði Sveinn Þórisson, starfsmaður rækjuvinnslunnar Nasco Bolungar- vík hf. og sýndi blaðamanni uppsagn- arbréfið sem hann fékk frá bústjóra þrotabús Nasco í gær. Vinnslu var hætt að loknum vinnudegi á föstudag í kjölfar úrskurðar um gjaldþrota- skipti félagsins og bústjórinn, Tryggvi Guðmundsson lögmaður, sagði starfsfólkinu upp störfum í kjöl- farið. Ekki er nóg með að áttatíu starfs- menn Nasco hafi misst vinnuna, nokkuð skyndilega, því ekki hefur gefið á sjó í þrjár vikur og bátamir liggja því bundnir við bryggju í Bol- ungarvík og starfsfólk litlu frystihús- anna er atvinnulaust. Þá hefur ekki borist hráefni til loðnuverksmiðjunn- ar og starfsemi hennar liggur einnig niðri. Atvinnulífið er því algerlega lamað um þessar mundir og telur for- maður verkalýðsfélagsins litla von um að starfsfólk Nasco geti fengið aðra vinnu á staðnum. Verkalýðsfélagið brúar bilið Opið hús var hjá Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Bolungarvíkur í gær og nýttu margir starfsmenn Nasco sér það. Fólkið fékk þar leiðbeiningar og aðstoð um útfyllingu á fjölmörgum eyðublöðum sem þvi fylgir að missa vinnuna, það þarf að sækja um vinnu hjá vinnumiðluninni, sækja um at- vinnuleysisbætur og útvega ýmis vottorð og gefa út yfirlýsingar. Bú- stjórinn, fulltrúar fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins héldu fund með starfsfólkinu í fyrradag og kom það fram hjá mörgum að þar hefðu komið fram gagnlegar upplýsingar um stöðu fólks og hefðu þær létt á hluta af óvissunni. Eins og manni sé hafnað Starfsfólkið heldur launum út upp- sagnarfrestinn, sem er frá einni viku til þriggja mánaða, en þarf að gera kröfu til Ábyrgðarsjóðs launa til að fá þau greidd. Það getur tekið langan tíma og að sögn Lárusar Benedikts- sonar, formanns verkalýðsfélagsins, mun félagið annast kröfugerðina, leggja út fyrir launum starfsfólks fyr- ir síðustu viku auk desemberuppbót- ar, og brúa síðan það bil sem myndast á milli atvinnuleysisbóta og raunveru- legra útgreiddra launa fólksins, þar til greiðsla fæst úr Ábyrgðarsjóði. Aðstæður eru afar misjafnar hjá starfsfólki Nasco. Sumir hafa verið þar stutt en aðrir lengi og jafnvel gengið alla þrautagönguna með fyr- irtækinu frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota í febrúar 1993. Síð- an hefur fyrirtækið verið rekið á átta kennitölum og vinnsla stöðvast nokkrum sinnum vegna gjaldþrota og breytinga á húsnæði og tækjum. Þá eru dæmi um að hjón hafi unnið sam- an á þessum vinnustað og jafnvel fleiri úr fjölskyldunum. Ingvar Bragason flutti frá Suður- eyri fyrir fjórum árum vegna þess að öll útgerð var horfin úr því byggðar- lagi, hélt að grasið væri grænna hin- um megin. En útgerðin hvarf einnig úr Bolungarvík stuttu eftir að hann kom þangað. Ingvar leigði fyrst í Bol- ungarvík en hefur nýlega fest kaup á einbýhshúsi. Ingvar segist ekki vera farinn að átta sig almennilega á stöð- inni, vinna hafi verið á föstudaginn, og uppsagnarbréfið borist í dag. Hann er þó hræddur um að erfitt verði að standa undir fjárfestingunni ef ekki fæstvinna. „Öryggisleysið er verst. Það er eins og manni sé hafnað og því hangir maður í lausu lofti,“ segir Sveinn Þór- isson. Hann gerir sér ekki vonir um að fá vinnu í bráð vegna gæftaleysis smábátanna. „En maður verður að líta fram á veginn og vona að einhver taki við rækjuverksmiðjunni, það er okkar eina von,“ segir Sveinn. „Ég sé ekki annað en að þetta leiði til þess að fólk hugsi sér til hreyf- Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Starfsmenn Nasco, Katrín Markusdóttir, Sveinn Þórisson og Gunnar Þorgilsson, fylla út eyðublöð vegna atvinnuleysisskráningar. Ingvar Bragason (t.v.) ræðir málin við Lárus Benediktsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. ings,“ segir Gunnar Þorgilsson. Hann segist eiga hús á staðnum og vilja búa þar en ef fólk hafi ekki vinnu sitji það ekki fyrir fólki, það verði að skilja eignimar eftir og fara þangað sem vinnu er að hafa. „Það er ekki versta tjónið að fyrirtækið skyldi verða gjaldþrota heldur öll sú þekking og þjálfun sem fer forgörðum ef ekki verður hægt að koma því af stað aft- ur,“ segir Gunnar. „Það jer von min að einhver héma kaupi verksmiðjuna af veðhöfum og starfsemin hefjist aftur áður en upp- sagnarfresturinn rennur út, þannig að ekki verði klippt á þennan þráð,“ segir Láms Benediktsson en segist jafnframt gera sér grein fyrir að það gæti tekið nokkum tíma fyrir nýja að- ila að koma rekstrinum af stað vegna þess að um þessar mundir sé erfitt að ná í hráefni og salan í lágmarki. Hugvits- og hönnunarkeppni Hagaskóla og Réttarholtsskóla lauk í gær Sekúndur skildu að í spennandi keppni NEMENDUR í Hagaskóla og Rétt- arholtsskóla öttu kappi í gærkvöldi í sal Réttarholtsskóla í Hugvits- og hönnunarkeppni skólanna. Ellefu tæki voru skráð til þátttöku, sex gerð af nemendum Hagaskóla, fimm af nemendum Réttarholts- skóla. Keppnin hófst í raun snemma í haust þegar nemendum voru kynntar keppnisreglur. Þátttak- endur þurftu að að hanna og smíða farartæki sem gæti sprengt blöðru, tekið upp bolta, því næst þurfti tæk- ið að aka yfir vatn og upp brekku sem lögð var gleri og skila loks bolt- anum í endimark. Þá var sá tími sem tók að leysa þrautina mældur en vegalengdin sem tækin þurftu að aka var 380 cm. Stig voru gefin fyrir hvem lið keppninnar. Reglur keppninnar kváðu á um að útlagður kostnaður vegna tækjanna mætti ekki vera meiri en 2.000 krón- um og þau urðu að vera smíðuð frá granni. Teikningum af tækjunum þurfti að skila um miðjan október. Brynjar M. Ólafsson, eðlis- fræðikennari í Hagaskóla, og Jón Pétur Zimsen, náttúrufræðikennari í Réttarholtsskóla, skipulögðu keppnina. Brynjar segir hugmyndina fengna frá hönnunarkeppni í verk- fræðideild Háskóla fslands. Hann Ný ensk orðabók með hraðvirku uppflettikerf! S5* •gf M'W'Z,.*-* á Ný og endurbætt ensk-islensk/ íslensk-ensk orftobók meö hroðvirku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur a& geyma 72.000 uppfleltiorð og var sérstaklega hugað að fjölgun orða I tengslum við tækni, vísindi, tölvur, viðskipti og ferðalög. Hún spannar því fjöldamörg svið og nýtist vel hvort sem er á heimili, vinnustað, I skóla eða bara hvar sem er. Orðabókin er 932 bls. I stóru broli og inn- bundin í sterkt band. Kynningarverb: 6.800 kr. ORÐABÓKAÚTGÁFAN Morgunblaðið/Ámi Sæberg Araar Ólafur Hvanndal, Hagskælingur og sigurveg- ari keppninnar, stillir hér upp tæki sínu á brautina. Hann smíðaði tækið á verkstæði fósturfoður síns, Gulleik Lovskar. Tækið er knúið borvélarmótor. Hilmar Jónsson reynir hér að slökkva eld á tækinu en eldingum var ætlað að sprengja blöðruna, sem tókst. Tækið hannaði hann ásamt bekkjarfélaga sín- um, Guðna Snæ Jónssyni. Þeir vildu þakka Hilmari Sigurðssyni, afa Hilmars, fyrir veitta aðstoð. segir keppnina hafa ótvírætt gildi, jafnt fyrir þá nemendur sem eiga auðvelt með bóknám og eins hina sem þurfa að hafa meira fyrir því. „Það er mikið verk að hanna tækin, smiða þau og fá þau til að virka. Það eru miklar pælingar á bak við þetta og nemendumir læra heilmikið á þessu,“ segir Bryiyar. Þátttakendur notuðu ýmis efni í tækin s.s. rúðuþurrkumótara, nála- púða, kerti, dósir, skurðbretti, teygjur, títupijóna, borvélar og herðatré. Sigurvegari keppninnar varð Araar Olafur Hvanndal, nem- andi í Hagaskóla, en tæki hans lauk þrautinni á 4,07 sekúndum. í öðru sæti á 4,47 sekúndum urðu þeir _ Andri Guðmundsson og Birgir Ás- Óttar Hillers hitar hér nál en slíkt þótti gefast vel við að sprengja blöðr- una. Júh'us Pétur Guðjohnsen og Tryggvi Stefánsson gera tækið klárt. geirsson, nemendur í Rétt- arholtsskóla. Skólafélagar þeirra, þeir Júlíus Pétur Guð- johnsen, Óttar Hillers og Tryggvi Stefánsson vermdu þriðja sætið en tæki þeirra komst í mark á 5,04 sekúnd- um. Öllum tókst að leysa þrautina í heild sinni. Verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina hlutu þeir Guðni Snær Jónsson og Hilmar Jóns- son einnig úr Réttarholts- skóla. Kaupþing hf. og Securitas styrktu keppnina og Karate- félagið Þórshamar, Opin kerfi hf., Mál og menning, og Aust- urbakki hf. gáfu verðlaun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.