Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Björn Bjarnason
á UNESCO-fundi
Menning
njóti
sérstöðu i
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra hitti Koichiro Matsuura, fram-
kvæmdastjóra UNESCO, á fundi í
París í gær ásamt Sigríði Snævarr,
sendiherra íslands hjá UNESCO, og
Sveini Einarssyni, ráðgjafa ráðherra
um menningarmál, en hann er fram-
bjóðandi íslands til framkvæmda-
stjórnar UNESCO sem kosin verður
á næsta áii.
Menntamálaráðherra sat tveggja
daga óformlegan fund menningar-
málaráðherra UNESCO-ríkjanna í
höfuðstöðvunum í París, þar sem
rætt hefur verið um menningarlega
fjölbreytni og kröfur markaðarins í
menningarmálum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá menntamálaráðuneyt-
inu sagðist Björn Bjamason á fund-
inum ekki taka undir með þeim sem
mæltu með skilyrðislausri verndar-
stefnu fyrir menningu í alþjóðavið-
skiptum. Það væri engum til gagns |
að fylgja slíki-i einangrunarstefnu en |
á hinn bóginn væri menning skil- |
greind á annan hátt heldur en al-
menn þjónusta eða verslunarvara og
ætti að njóta þeirrar stöðu við mat á
alþjóðlegum viðskiptareglum. Vand-
inn væri að finna sáttaleið á milli
verndarsinna og markaðssinna á
þessum forsendum. Það væri ekki
aðeins alþjóðlegt viðfangsefni heldur
einnig verkefni innan einstakra
UNESCO-ríkja.
------t-M-------
Alpha ætti
að sjást frá
Islandi eftir
átta daga
ALÞJÓÐLEGA geimstöðin Aipha I
ætti að geta sést frá jörðu hér á landi w
efth- átta daga þar sem hún geysist
um himinhvolfið á 27.646 km hraða á
klukkustund. Hún fer þó aldrei beint
yíh’ landið en ætti að sjást lágt á suð-
urhimni í um átta gráðu hæð, segir
Þorsteinn Sæmundsson stjömufræð-
ingur. Bandarískir geimfarar frá
Geimferðastofnun Bandaríkjanna,
NASA, hafa nýlokið við að festa |
vængi með sólarrafhlöðum á stöðina 1
til að sjá henni fyrir rafmagni. Alpha I
sást vel frá jörðu við geimferðamið- *
stöðina Kennedy í Flórída í fyrra-
kvöld og það glampaði á vængina þar
sem stöðin þaut eftir himninum.
Braut Alpha fer hæst upp á 51.
gráðu norðlægrar breiddar og því
mun geimstöðin ekki svífa beint yfir
íslandi heldur vera næst í um 1.000
km fjarlægð. Þorsteinn segir erfitt að
segja til um hvenær sé helst hægt að k
sjá geimstöðina frá íslandi en það sé
þó ekki útilokað í nótt. Bestu skilyrði |
næstu daga ættu þó líklega að vera P
21. desember klukkan 19:10. Þá ætti
geimstöðin að geta sést lágt á suð-
urhimni, ekki hærra en átta gráður,
en einungis í skamma stund og hún
verður líklega ekki mjög skær. Geim-
stöðin fer mjög hratt frá vestri til
austurs og það tekur hana ekki nema
hálfan annan tíma að ná einum hring
um jörðu. k
Braut Alpha sveiflast um miðbaug |
jarðar og fer syðst í ca 51. breidd- |
argráðu og svipað í norður. Geim- f
stöðin mun ekki sjást sem ein af al-
skærustu stjörnunum hér á landi þó
svo að hún sjáist þannig frá Banda-
ríkjunum. Hún verður þó samt ein af
þeim björtustu.
TENGLAR
http://spaceflight.nasa.gov/realdata/
tracklng/index.html
http://liftoff.msfc.nasa.gov/temp/
StationLoc.html
FRÉTTIR
Borgin tekur þátt í hluta-
fjáraukningu Línu.Nets
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að Orkuveita Reykjavík-
ur nýti sér forkaupsrétt vegna hluta-
fjáraukningar hjá Línu.Neti fyrir
99,75 milljónir króna. Sjálfstæðis-
menn greiddu atkvæði gegn málinu
og kemur það því til kasta borgar-
stjómar.
Eftir hiutafjáraukninguna fer
hlutur Orkuveitunnar í fyrirtækinu
úr 67,67% í 51,5%.
Hlutaféð er keypt á genginu 10,5
og er nafnverð þess 9,5 milljónir
króna. I greinargerð til veitustjórn-
ar, sem lögð var fyrir borgarráð,
kemur fram að stjórn fyrirtækisins
hafi ákveðið að auka hlutafé um 100
m.kr. að nafnverði og hafi núverandi
hluthöfum boðist 15 m.kr. af þessari
aukningu.
Markmið hlutafjáraukningarinnar
sé m.a að standa undir kostnaði við
miklar fjárfestingar við að tengja ein-
staka viðskiptavini við ljósleiðara-
netið ásamt fjárfestingum í tenging-
um í gegnum rafdreifikerfið, en
íyrirtækið hyggst bjóða almenningi
sítengingu við Netið um rafdreifi-
kerfið frá og með miðju næsta ári.
Um þessar mundir er verið að ljúka
við að setja upp þann búnað og þá
Ijósleiðara sem þarf til að reka kerfi
fyrirtækisins.
Alls bar Orkuveitunni réttur til
10,15 m.kr. af auknu hlutafé að nafn-
virði, sem jafngilti 106,5 m.kr. að
kaupvirði, en samþykktin gei-ir ráð
fyrir að keyptar verði 9,5 m.kr. að
nafnvirði eins og fyrr sagði.
Borgarráð samþykkti þátttöku í
hlutafjáraukningunni með fjórum at-
kvæðum meirihlutans gegn þremur
atkvæðum sjálfstæðismanna.
Fulltrúar sjálfstæðismanna létu
bóka mótmæli við ákvörðun meiri-
hlutans enda hafi verið almennur
skilningur við stofnun Línu.Nets
með 200 m.kr. framlagi að ekki yrði
um viðbótargreiðslur til fyrh’tækis-
ins að ræða heldur kæmi nýtt fjár-
magn frá aðilum á markaði. „Sú hef-
ur ekki orðið raunin og nú neyðist
Orkuveitan til að setja nýtt fjármagn
inn í fyrirtækið til að treysta
greiðslustöðu þess,“ segir í bókuninni
og jafnframt að með nýju hlutafé
aukist greiðslur borgarinnar til
Línu.Nets um 50% og nemi nú 300
m.kr.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur-
listans svöruðu með bókun þar sem
segir að verðmæti Línu.Nets hafi ríf-
lega tífaldast frá stofnun og það
þannig sannað mikilvægi sitt. A þess-
um tímapunkti sé talið mikilvægt að
Orkuveitan nýti forkaupsrétt og eigi
áfram meirihluta í fyrirtækinu hvað
sem síðar verði. „Óhætt er að fullyrða
að þeir fjármunir sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur lagt til Línu.Nets
ehf. hafa margfalt skilað sér í verð-
mæti fyrirtækisins, bættri þjónustu
og lægraverði fyrir Reykvíldnga og
er engin ástæða til að ætla að breyt-
ing verði þar á,“ segir í bókuninni.
Henni svöruðu sjálfstæðismenn
með annarri bókun þar sem segir að
engin rök hafi verið færð fyrir því að
Orkuveitan haldi meirihluta í Línu,-
Neti enda sé þátttaka borgarinnar í
fyrirtækinu hreinlega andstæð hlut-
verki sveitarfélags. „Ekki hefur
reynt á raunverulegt gengi hluta-
bréfa í fyrirtækinu og því betra að
bíða með að hrósa happi vegna þess.
Nú er ágætt tækifæri til þess að láta
reyna á gengi fyrirtækisins á hluta-
bréfamarkaði."
Fullt tungl við Víkurklett
Morgunblaðið/Jón í Fagradal
FULLT tungl var í gær og hvfldi dulúð yfír fylgihnetti jarðar þegar þessi mynd var tekin við Víkurklett skammt austan við Vík í Mýrdal.
Samtök atvinnulífsins hvetja til aðhalds í verðlagsmálum
Gagnrýna
hækkun ríkis-
útgjalda
STJÓRN Samtaka atvinnulífsins
(SA) telur að þróun verðlags- og pen-
ingamála á næstu vikum og mánuð-
um skipti sköpum um hvort mark-
mið kjarasamninga náist og hér
takist að tryggja efnahagslegan
stöðugleika og bætt lífskjör. Þetta
kemur fram í samþykkt stjórnar SA
frá í gær.
„Flest bendir til að sá verðbólgu-
þrýstingur, sem við stöndum frammi
fyrir, sé tímabundinn og við getum
komist í stöðugra umhverfi innan
skamms, sé rétt á haldið. Nauðsyn-
legt er því að allir sýni ýtrasta að-
hald. Þetta á við um verðhækkanir
einkafyrirtækja í samkeppni, en ekki
síður gjaldskrár- og skattahækkanir
ríkis og sveitarfélaga, sem ekki búa
við aðhald markaðarins,“ segir í
samþykkt stjómar SA.
Öfugþróun
„Þrátt fyrir ágætan tekjuafgang á
nýsamþykktum fjárlögum telja Sam-
tök atvinnulífsins mikið áhyggjuefni
að samkvæmt þeim hækka áætluð
útgjöld ríkisins um rúmlega 13% frá
fjárlögum ársins 2000. Þess aðhalds,
sem nauðsynlegt er, var ekki gætt í
meðferð Alþingis á fjárlagafrum-
varpinu, enda hækkuðu áformuð rík-
isútgjöld næsta árs um 9 milljarða
króna frá upphaflegu fjárlagafrum-
varpi. Útgjaldahækkunin milli ára er
aukinheldur rúmlega 7% umfram
spá Þjóðhagsstofnunar um almennar
verðlagsbreytingar 2000-2001.
Þetta telja samtökin öfugþróun og
ítreka enn nauðsyn þess að auka að-
hald í fjármálum ríkisins og freista
þess þannig að draga úr þenslu í
þjóðfélaginu," segir í samþykkt SA.
Álagningarprósenta fasteigna-
gjalds verði endurskoðuð
Samtökin lýsa einnig áhyggjum af
þeirri auknu skattbyrði sem leiði af
hækkun gjaldstofns fasteignagjalda
og leggja til að álagningarprósenta
fasteignagjalds verði endurskoðuð
þannig að hækkun þess verði ekki
umfram almennar verðhækkanir.
Hraða ber einkavæðingu
Samtök atvinnulífsins vilja einnig
að einkavæðingu opinberra fyrir-
tækja verði hraðað. í samþykktinni
segir að víðtæk einkavæðing fjar-
skipta-, fjármála- og orkufyrirtækja
þjóni þeim tilgangi að efla erlenda
fjárfestingu, sem enn sé alltof lítil á
Islandi, og skapa ný og hagstæð fjár-
festingartækifæri fyrir lífeyrissjóði
og aðra innlenda fjárfesta. Með því
megi jafnframt draga úr viðskipta-
halla og þrýstingi á gengi krónunn-
ar. Samtökin fagna ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að_ hefja einka-
væðingu Landssíma Islands hf. en
telja að þar ætti að stíga stærri skref
strax í upphafi en rætt hefur verið
um, selja stærri hlut í fyrirtækinu og
bjóða hlutafé út að hluta á alþjóð-
legum markaði.