Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík
Fjöldi verslana í miðborg Reykjavíkur 1996-2000 og flokkað eftir svæðum
Hærra
sorphirðugjald
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að hækka almennt
sorphirðugjald úr 6.000 kr.
á hverja tunnu í 6.600 krón-
ur á hverja tunnu á ári.
Sorphirðugjald atvinnufyr-
irtækja hækkar úr 7.800
kr. í 8.600 kr. á tunnu á ári.
Jafnframt því sem gjald-
skráin breytist að þessu
leyti lækkar framlag borg-
ai'sjóðs til sorphreinsunar
úr 300 milljónum króna í
280 milljónir króna á ári.
Nýtt hús á fjölförnu horni
FYRIRHUGAÐUR forn-
leifauppgröftur á horni Að-
alstrætis og Túngötu sem
hefjast á í byrjun janúar
2001 verður að mati borg-
arminjavarðar, Guðnýjar
Gerðar Gunnarsdóttur, bæði
dýrari og tímafrekari en
væri hann unninn að sumri
til.
Frumkostnaðaráætlun
hljóðar að sögn Guðnýjar
upp á 46 milljónir króna. Þar
af veitir borgarráð til verks-
ins 32 milljónir á næsta ári
þegar sjálfur uppgröfturinn
Fjöldi verslana í miðborg Reykjavíkur
Nær 10% fækkun á fimm árum
VERSLUNUM í miðborg
Reykjavíkur hefur fækkað
úr 372 árið 1996 í 337 árið
2000, eða um 9,4%. Þetta
kemur fram í samantekt
Þróunarfélags miðborgar-
innar, en það hefur látið
telja og flokka verslanir í
miðborginni í september-
mánuði árin 1996 til 2000.
Mest munar um verslanir
í Kvosinni en þar fækkaði
þeim úr 67 í 39 á þessum
fimm árum, eða um 42%.
Verslunum á Laugavegi og í
Bankastræti hefur fækkað
úr 191 í 176 eða um 7,9%.
Verslunum í hliðargötum
hefur hins vegar fjölgað úr
36 í 44, eða um 22%. í könn-
un Þróunarfélagsins kemur
einnig fram að um leið og
verslunum hafi fækkað í
miðbænum, hafi veitinga-
stöðum fjölgað.
fer fram og árið 2002 er gert
ráð fyrir 14 milljóna fjárveit-
ingu til að ljúka við að vinna
úr upplýsingum og birta nið-
urstöður.
Ráðgert er að reisa 73 her-
bergja, fjögurra stjörnu hót-
el á horninu og eiga fram-
kvæmdir við bygginguna að
hefjast um leið og fomleifa-
uppgreftrinum lýkur en
áætluð verklok hans eru í
maí. Þegar hún var spurð
hvort þetta væri ekki allt of
knappur tími til fomleifaupp-
graftar sagði Guðný tímann
vissulega vera stuttan og
byggingarframkvæmdirnar
setja vinnu fornleifafræðing-
anna skorður.
„Við vonum að það verði
unnt að vinna þetta en forn-
leifauppgröftur felur alltaf í
sér mikla óvissuþætti þannig
að það er mjög erfitt að gera
áætlanir. Við gerum þó okk-
ar áætlanir sem eiga að geta
staðist, svo framarlega sem
ekkert þeim mun óvæntara
kemur í ljós við gröftinn en
við munum bregðast við því
eins og verkið krefst,“ segir
Guðný og bendir á þá fyr-
irvara, s.s. tímamörk, sem
verk af þessari stærðargráðu
kallar á. „Við emm að sjálf-
sögðu bundin af þeim samn-
ingum sem Reykjavíkurborg
hefur gert um uppbyggingu
á lóðinni við Minjavernd og
Þyrpingu sem standa að hót-
elbyggingunni. Þeir samn-
ingar ganga út frá að bygg-
ingarframkvæmdir hefjist í
byi-jun sumars og þá verðum
við að hafa lokið verkinu þar
sem ekki má byggja fyrr en
fornleifarnar hafa verið
kannaðar samkvæmt þjóð-
minjalögum."
Minjar frá landnáms-
tíma á lóðunum sem
þarf að kanna
A áttunda áratugnum var
að sögn Guðnýjar gerð rann-
sókn á lóðunum norðan og
sunnan við áætlaðan bygg-
ingarstað og þá fundust leif-
ar af skála frá landnámstíma.
Hluti skálans sem enn er
órannsakaður liggur á lóð-
inni við Aðalstræti 16. „Þess-
ar vísbendingar sem við höf-
um úr fyrri rannsókn benda
til þess að það sé byggð frá
landnámstíma á þessu svæði
og þær þarf að kanna.“
Veturinn er að mati Guð-
nýjar ekki heppilegasti tím-
inn til vinnu af þessu tagi
enda hafa flestir fornleifa-
uppgreftir á Islandi verið
gerðir að sumarlagi. Guðný
sagði að byggt yrði í kring-
um og yfir uppgraftarsvæðið
og upphitað veðurskýli þann-
ig myndað fyrir vísinda-
mennina. Aðspurð sagði hún
að slíkt yrði vissulega dýrara
í framkvæmd en aðstæður
gerðu slíkan aðbúnað nauð-
synlegan. „Við verðum svo
bara að treysta á veðurguð-
ina og vona að þeir verði
okkur hliðhollir. En miðað
við þá tækni sem menn ráða
yfir teijum við að hægt sé að
gera þarna það sem nauð-
synlegt er.“
Fornminjauppgröftur í Aðalstræti hefst í janúar
Knappur tími gefst til
fornleifarannsókna
VINNUPALLAR sem hafa
umkringt Laugaveg 99 um
nokkurra mánaða skeið voru
fjarlægðir í lok síðustu viku,
og nú blasir þar við augum
gangandi fólks og akandi
nýtt þriggja hæða stein-
steypt hús, teiknað af Pétri
Erni Björnssyni arkitekti.
„Það er verið að leggja
lokahönd á að klára húsið,
að utan sem innan,“ sagði
Brynjar Guðmundsson hjá
fyrirtækinu Viðhald og ný-
smíði, þegar Morgunblaðið
spurði hann tíðinda af fram-
kvæmdunum, sem hófust í
ágúst í fyrra. „Það er Intr-
um innheimtuþjónusta sem
hefur tekið allt húsið á
leigu, og það er gert ráð
fyrir að hún geti flutt inn í
lok þessarar viku. Það er
svo til ekkert athafnapláss
þarna fyrir utan til að hellu-
leggja og ganga frá, svo það
tefst eitthvað smávegis, en
ekkert þó svo heitið geti.“
„Við erum með 120% vöxt
á síðasta ári og það er nú
stærsta ástæðan. Þetta er
sumsé bara viðbótarpláss,"
sagði Sigurður Arnar Jóns-
son, framkvæmdastjóri
Intrum, þegar hann var
spurður um ástæðu þess að
fyrirtækið hefði tekið þetta
nýhýsi á leigu. „Intrum er
núna til húsa á Laugavegi
95 og 97 og þarf meira rými
vegna aukinna umsvifa og
þess vegna hentar þetta af-
ar vel,“ bætti hann við. „Ég
veit ekki hvenær við opnum,
en við flytjum eftir nokkra
daga.“
Morgunblaðið/Porkell
Nýtt hús er risið á Laugavegi 99 og er verið að leggja þar síðustu hönd á framkvæmdir sem
hófust í ágústmánuði í fyrra.
400
SAMTALS
Laugavegur
og Bankastræti
Skólavörðu- Hverfis-
stígur gata
350-
300
Kvosin
250
200-
200
150-
150
100-
100
50-
50-
Hliðar-
götur
1996 1997 1998 1999 2000
nMt nnil|
1996 2000 1996 2000 1996 2000 1996 2000 1996 2000
Laugavegur
Miðborg
Miðborg
Morgunblaðið/Golli
Olga Björk Omarsdóttir í hinum nýju húsakynnum á
Bræðraborgarstíg 1, þar sem nýtt og stærra Olgukot hefur
starfsemi í byrjun nýs árs.
Leikskóli í
gamla mat-
vörubúð
Vesturbær
FRÁ og með næstu áramót-
um verður opnaður leikskóli á
Bræðraborgarstíg 1, en þar, á
horni Vesturgötu og Bræðra-
borgarstígs, hefur um árabil
verið rekin matvöruverslun,
síðast Verslun M. Gilsfjörð.
Umsókn frá Olgu Björk Óm-
arsdóttur dagmóður um leyfi
til rekstrar leikskóla þar var
samþykkt í Leikskólaráði í lok
síðasta mánaðar.
„Jú, ég reikna með að opna
þarna um áramótin," sagði
Olga Björk í samtali við
Morgunblaðið fyrir skömmu.
„Það varð að breyta ýmsu í
húsinu og þessa dagana er
verið að leggja síðustu hönd á
öryggisatriðin og annað slíkt.
Ég er búin að vera með einka-
rekinn leikskóla fyrir yngri
börnin, þ.e.a.s. frá sex mán-
aða til þriggja ára, hér á Öldu-
götu 44 í ein níu ár og er með
þessu að láta þann draum
minn rætast að gera betur.
Ég er þess vegna í raun og
veru bara að flytja þann
gamla í nýtt og stærra hús-
næði. Og nafnið fylgir honum
líka, verður áfram Olgukot."
Olga Björk sagðist þegar
vera búin að ráða leikskóla-
kennara og reiknaði með að
30-35 böm yrðu í hinu nýja
Olgukoti, en það væri samt
ekki enn með öllu ljóst.