Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kögun með 90,6
milljónir í hagnað
METHAGNAÐUR varð af rekstri
Kögunar á síðasta fjárhagsári, eða
90,6 milljónir króna og námu
rekstrartekjur félagsins 737 millj-
ónum króna og jukust um 67,5% á
milli ára. Þess ber þó að geta að
Kögun keypti 90% hlut i VKS í
febrúar í ár og liðlega 60% hlut í
Vefmiðlun sem nú eru inni í árs-
reikningnum. Þá nam söluhagnaður
hlutabréfa 47,4 milljónum og er
hann færður inn undir reglulega
starfsemi. Hagnaður af reglulegri
starfsemi nam 114,5 milljónum og
hagnaður eftir skatta nam 90,6
milljónum. Veltufé frá rekstri nam
81,9 milljónum á móti 73,8 millj-
ónum í fyrrra. Arðsemi eigin fjár
miðað við eigið fé í ársbyrjun var
39% en arðsemi var 32% árið áður.
Fjárhagsár Kögunar er frá 1.
október til 30. september og tekur
til móðurfélagsins Kögunar, Navis-
ion Software ísland ehf. og Kög-
urness ehf. en fyrir Verk- og kerf-
isfræðistofuna (VKS) og Vefmiðlun
ehf. er um að ræða fyrstu sex mán-
uði ársins. I tilkynningu frá félaginu
segir að tölulegur samanburður við
fyrra fjárhagsár sé því ekki fyllilega
samanburðarhæfur þar sem VKS
og Vefmiðlun hafi ekki verið inni í
ársreikningi ársins í fyrra.
Kögun átti frumkvæði að stofnun
fyrirtækisins Span hf. sem ætlað er
að annast viðskipti milli fyrirtækja
á Netinu og er hlutur þess 30%. Þá
var Kögun þátttakandi í stofnun
Auðkenna hf. og á nú 11% hlut en
Auðkenni sérhæfir sig í rafrænum
undirskriftum. Kögun stóð einnig
að stofnun Dataværket A/S í Dan-
mörku sem sótt hefur um fjar-
skiptaleyfi þar í landi.
Að sögn Gunnlaugs Sigmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Kögunar,
hefur allur þróunar- og markaðs-
kostnaður Kögunar og VKS verið
gjaldfærður á árinu auk þess sem
bókfærð sé viðskiptavild að fjárhæð
20,8 milljónir sem er yfirverð á
hlutafé Vefmiðlunar ehf. og þróun-
arkostnaður og útgáfuréttindi að
fjárhæð 16,8 milljónir, sömuleiðis
vegna Vefmiðlunar ehf. „Það hefur
verið grundvallarstefna hjá Kögun
að gjaldfæra allt á viðkomandi ári,
kaup á öllum búnaði o.s.frv. og það
er að skila sér núna.“
Afkoman yfir væntingum
Gunnlaugur segir að menn séu
ánægðir með afkomuna. „Sér í lagi
vegna þess að við höfðum gert ráð
fyrir því að verulega myndi draga
niður í okkur á árinu þar sem við
vorum að kaupa fyrrgreind fyrir-
tæki og við vissum að það færi mik-
ill kraftur í það að steypa þeim sam-
an. Þá vorum við að kaupa húsnæði
og flytja, breyta húsnæði og kaupa
nýjan búnað. I milliuppgjörinu í
mars hafði dregið verulega niður í
okkur en það er Ijóst að okkur hef-
ur tekist að komast fyrr á stað aftur
en við áttum von á. Það sem al-
mennt er um reikninginn að segja
þá markast hann töluvert af launa-
skriði hjá okkur eins og öðrum í
þessum geira. Af þessum sökum eru
langtímasamningar sem við höfum
gert frekar margir núna þar sem
við getum ekki fengið bætur á slíka
samninga vegna launaskriðs og
þetta kemur fram í því að fram-
legðin er heldur lægri en áður. Aðr-
ir hlutir hafa hins vegar komið vel
inn í staðinn og það má til dæmis
nefna að sala á DLM-hugbúnaðin-
um kemur að mestu leyti inn í
reikning næsta árs en það er gert
vegna þess að við eigum eftir að af-
greiða hann og vildum ekki tekju-
færa hann fyrr.“
Aðspurður segir Gunnlaugur að
ef gangur hagkerfisins verði eins og
hann er núna, hafi menn trú á því
að menn nái umtalsverðri veltu-
aukningu á yfirstandandi fjárhags-
ári. „Ef það fer aftur á móti að
draga verulega niður í hagkerfinu
þá mun það vitaskuld bitna á okkur
eins og öðrum. Aðspurður um
mögulega aukningar í umsvifum
segir Gunnlaugur að stjómendur
Kögunar hafi trú á því að þegar fer
að líða á veturinn verði kauptæki-
færi í ýmsum minni hugbúnaðarfyr-
irtækjum sem þeir telji að séu um
það bil að brenna upp allt það eigið
fé sem þau eiga.
Verdmat endurskoðað
Ambjöm Ingimundarson hjá
Greiningu og útgáfu Islandsbanka
-FBA segir að hagnaður Kögunar
sé 91 milljón fyrir skatta en þar af
nemi söluhagnaður vegna hluta-
bréfa í Intís 44 milljónum. Sé sölu-
hagnaður hlutabréfa dreginn frá
rekstrartekjum og gert ráð fyrir
sama skattgreiðsluhlutfalli nemi
hagnaður ársins 57 milljónum en til
samanburðar hafi hagnaður Kögun-
ar árið áður numið 55 milljónum.
Ambjörn segir aukningu rekstr-
Kögun hf. Ársre . okt. 1999 ikningur - 30. sept. 2000
Rekstrarreikningur 1999/2000 1998/1999 Breyiing
Rekstrartekjur Milljónir króna 737 440 +67,5%
Rekstrargjöld 628 365 +72,1%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 6 6 0,0%
Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta 115 81 +42,0%
Tekju- og eignaskattar 27 27 0,0%
Hlutdeild minnihluta -3 -
Hagnaður ársins 91 54 +68,5%
Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 619 381 +62.5%
Hlutafé og eigið fé 351 232 +51,3%
Skuldir 268 149 +79.9%
Skuldir og eigið fé samtals 619 381 +62,5%
Kennitölur og sjóöstreymi 2000 1999 Breyling
Arðsemi eigin fjár 39% 32%
Eiginfjárhlutfall 57% 61%
Veltufjárhlutfall 2,1 2,0
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 82 74 +10,8%
artekna minni en Greining og út-
gáfa FBA hafi átti von á. Á reikn-
ingsárinu 1998/1999 hafi rekstr-
artekjur Kögunar verið 440 millj-
ónir en nú, ári síðar, séu þær 690
m.kr. Aukningin skýrist að mestu
leyti af kaupum á Verk- og kerf-
isfræðistofunni (VKS), sem er að
90% hluta í eigu Kögunar og kom
inn í reikninga Kögunar um áramót.
Velta VKS árið 1999 hafi numið 227
milljónum. Velta móðurfélagsins
hafi numið 345 milljónum á árinu,
sem sé 10,5% aukning frá fyrra ári.
Veltufé frá rekstri hafi aukist um
tæp 11% í 82 milljónir á nýliðnu
rekiningsári. Arnbjörn segir upp-
gjör Kögunar vera undir vænting-
um FBA, bæði hvað veltu og af-
komu varði. Verðmat á Kögun verði
því endurskoðað í tilefni af ársupp-
gjöri.
Halló Frjáls fjarskipti
sameinast Mint Holding
EIGNARHALDSFELAGIÐ Mint Holding og
Halló Frjáls fjarskipti hafa gert samning um
sameiningu félaganna. Að sögn Lárusar Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra Halló Frjálsra fjar-
skipta, er þessi samningur þó háður áreiðan-
leikakönnun og samþykki stjórna félaganna
eins og tíðkast um slíka samninga. Ovíst er með
hvaða hætti þessi sameining verður nákvæm-
lega en líkur eru til þess að sameinað félag
muni verða breskt og starfa undir nafni Mint
þó eignarhlutir beggja í sameinuðu félagi verði
jafnir.
Dótturfyrirtæki Mint Holding, svo sem
breska fjarskiptafyrirtækið Mint Telecom og
sjö önnur fyrirtæki, meðal annars í Sviss,
Þýskalandi, Bandaríkjunum, Indlandi og Bras-
ilíu munu ásamt fjórum dótturfyrirtækjum
Halló Frjálsra fjarskipta, sem starfrækt eru á
Islandi, starfa undir hinu sameinaða fyrirtæki.
Verulegur hluti starfseminnar
verður hér á landi
Fyrr á árinu stofnuðu Mint Telecom og Halló
Frjáls fjarskipti íslenskt farsímafyrirtæki,
Halló-GSM, sem undirbúið hefur farsímaþjón-
ustu á íslandi. Þá áforma þau að standa saman
að stjórnstöð og tengivirki hérlendis fyrir al-
þjóðlegt GSM-kerfi sem byggist á forgreiddum
farsímakortum, svonefndum Frelsiskortum.
Gert er ráð fyrir að upphafleg fjárfesting
muni nema rúmum tveimur milljörðum króna
en að heildarfjárfesting næstu fjögurra ára
verði tæpir fimm milljarðar króna. Áætlað er
að tvö til þrjú hundruð ný störf muni verða til
hér á landi vegna þessa, en þjónustu- og tækni-
miðstöð alþjóðlega kerfisins verður staðsett
hér. Reiknað er með að verulegur hluti tekju-
streymis hins sameinaða félags muni fara um
ísland.
Vor
kaupir
4-5%
ÍTM
EINS OG fram hefur komið
hafa mikil viðskipti átt sér stað
með Tryggingamiðstöðina hf.
(TM) í þessum mánuði og hefur
meirihluti allra viðskipta síð-
astliðins árs farið fram í tvenn-
um viðskiptum í þessum mán-
uði. Hluti viðskiptanna skýrist
af kaupum eignarhaldsfélags-
ins Vors ehf., sem er í eigu Pét-
urs Björnssonar, fyrrverandi
forstjóra Vífilfells, á bréfum í
félaginu.
Hreinn Loftsson, lögmaður
og framkvæmdastjóri Vors
ehf., staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækið
hafi nýlega keypt á bilinu 4-5%
í TM. Kaupin segir Hreinn að
feli í sér traustsyfirlýsingu í
garð félagsins og núverandi
stjómenda þess og að þeim hafi
fyrirfram verið gerð grein fyrir
þeim. Engin sérstök áform séu
uppi um frekari kaup Vors á
hlutabréfum í félaginu. Ástæða
fjárfestingarinnar sé einungis
að fyrirtækið sé vel rekið og
standi sterkt fjárhagslega og sé
því góð langtímafjárfesting.
Rannís, PwC, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Verslunarráð halda sameiginlega ráðstefnu
Mat á þekkingar-
verðmætum
RANNSÓKNARRÁD íslands,
PricewaterhouseCoopers (PwC),
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og
Verslunarráð íslands stóðu nýverið
fyrir ráðstefnu um mat á þekking-
arverðmætum.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, ávarpaði ráð-
stefnuna og sagði meðal annars að
það gæti varla dulist nokkrum leng-
ur að samkeppnisstaða íslands yrði
í framtíðinni fyrst og fremst háð
hagnýtingu þekkingar. Verðmæti
mannauðs, þ.e. menntun, fæmi og
reynsla, væm sennilega veigamest,
en innri gerð fyrirækja eins og
stjórnunarhættir og verkferlar auk
viðskiptaviJdar og tengsla, væra
einnig mikilvæg. Þessi þekkingar-
verðmæti væra hinar óáþreifanlegu
eignir sem þekkingariðnaðurinn
mundi byggjast á. Þá mætti einnig
sjá fyrir, að hinn hefðbundni fram-
leiðsluiðnaður gæti ekki staðið und-
ir þeim lífskjarabótum sem íslend-
ingar óskuðu sér. Hann mundi ekki
til langframa geta skapað þau nýju
störf sem við vildum vinna, né held-
ur greitt þau laun sem við gerðum
kröfu til. Þekkingariðnaðurinn væri
aftur á móti burðarás hins nýja hag-
kerfis og mæling og skráning á
þekkingarverðmætum væri ein af
grandvallarforsendum þróunar
hans.
Þekkingarverðmætí oft stór hluti
verdmæta fyrirtækja
Henrik Jensen frá Dansk Ind-
ustri, sem er verkefnisstjóri Nord-
ika verkefnisins um þróun aðferða
við mat á þekkingarverðmætum,
gerði grein fyrir því verkefni.
Jensen sagði að þekkingarverð-
mæti væra í mörgum tilfellum mjög
stór hluti verðmæta fyrirtækja.
Mikilvægt væri að ná tökum á
stjórn þeirra á sama hátt og hinna
efnislegu eigna. Þekkingarverð-
mæti séu í stuttu máli verðmæti
mannauðs, markaðar og uppbygg-
ingar og markmið með Nordika
verkefninu væri að leggja mat á
þessi verðmæti. Nordika sé sam-
starfsverkefni Norðurlandanna
fimm en í hverju landi séu starfrækt
landsverkefni um þróun aðferða við
mat á þekkingarverðmætum. Hér á
landi sé Nordika ísland rekið undir
stjóm PricewaterhouseCoopers
með þátttöku nokkurra annarra
fyrirtækja.
Dr. Niels Jprgen Aagaard, þekk-
ingarstjóri hjá COWI Consulting
Engineers and Planners AS greindi
frá starfi COWI við mat á þekking-
arverðmætum fyrirtækisins og
þeim mælikvörðum sem það notar
til að lýsa þeim. Hann sagði að lagt
hefði verið í mikla vinnu við að þróa
þessa mælikvarða.
Aagaard lagði ríka áherslu á und-
irbúning að þessu mati og taldi
óvarlegt að ráðast í útgáfu þekking-
arskýrslu fyrirtækis án þess að
leggja granninn að henni með mati
á þeim þekkingarverðmætum sem
fyrirtækið byggi yfir.
Fulltrúar Sjóvár-Almennra, ís-
landsbanka-FBA, Miðheima og
EJS héldu allir erindi um reynslu
sína á þessu sviði, en þessi fyrirtæki
era öll þátttakendur í verkefninu
Nordika Island. I máli þeirra kom
fram að mat á þekkingarverðmæt-
um væri mikilvægur liður í stjórnun
fyrirtækjanna enda byggðu þau
starfsemi sína að miklu leyti á þekk-
ingu og öðrum óefnislegum eignum.
Fulltrúar fyrirtækjanna fjögurra
gerðu grein fyrir því hvers vegna
þau teldu mikilvægt að leggja mat á
þekkingarverðmæti. Meðal þess
sem kom fram var að matið auðveld-
aði eflingu nýsköpunar, leiði í ljós
ný tækifæri og auðveldi fyrirtækj-
unum að ná settum markmiðum.