Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 25

Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MTOVTKTIDAGTIR 13. OESRMRRR 2000 25 Hækkerup segir hættu á að Dan- mörk einangrist Danski varnarmálaráðherrann ræðir opin- skátt um varnarmálastefnu landsins áður en hann tekur við „erfíðasta starfi í heimi“. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HANS Hækkerup, varnarmálaráð- herra Dana, segir nauðsynlegt að Danir byrji hið snarasta að ræða hvort og þá hvemig þeir vilji taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusam- bandsins. Segir ráðherrann fráfar- andi að verði það ekki gert sem fyrst, muni Danmörk ein- angrast á alþjóðavett- vangi og ekki eiga möguleika á að taka þátt í friðargæslu ESB þrátt fyrir að umboð Sameinuðu þjóðanna liggi fyrir, og það væri mikill skaði fyrir þjóð sem á að baki mikla reynslu í friðargæslu. Hækkerup hefur haft í nógu að snúast frá því að hann fékk óskastarfið; yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Og ráðherrann hyggst hreinsa ærlega til áður en hann yfir- gefur ráðuneytið, mál- efnunum á ekki að stinga undir stól. Þegar Danir samþykktu hluta Maastricht-sáttmálans árið 1993 eft- ir að hafa hafnað honum ári fyrr, voru sameiginlegur gjaldmiðill og vamarmál undanskilin. Eigi Danir að taka þátt í öðra hvora kemur til þjóðaratvæðis. Hækkerap hefur margsinnis lýst því yfir að fyrirvarar Dana séu úreltir og að taka verði málið fyrir. Skemmst er þó að minn- ast þjóðaratkvæðisins um evrana í september sl. sem Danir höfnuðu og Ijóst að danskir ráðamenn vilja fyrir alla muni komast hjá nýrri þjóðarat- kvæðagreiðslu í bráð. Hækkerap segir Dani eiga á hættu að missa tiltrú annarra þjóða ef þeir standi utan vamarsamstarfs- ins, auk þess sem það sé afar dap- urlegt ef þjóð sem hafi jafnmikla reynslu af friðargæslu, geti ekki tek- ið þátt í slíkum verkefnum. Nefnir hann Mið-Austurlönd sem dæmi um svæði þar sem herstyrkur ESB gæti verið kallaður til þar sem óvíst sé að stríðandi fylkingar fallist á gæslu- sveitir NATO eða SÞ. Mikilvægt sé að hefja umræðuna nú vegna þess álitshnekkis sem Danir kunni að verða fyrir og svo þeirrar staðreynd- ar að fyrsti hluti hemaðarsamstarfs ESB-þjóða hefjist þegar á næsta ári, þótt þær verði ekki að fullu starf- hæfar fyrr en árið 2003. Hækkerap hefur ekki getað leynt gleði sinni með nýja starfið í Kosovo, sem hann tekur við að nokkrum vik- um liðnum. Hann ræðir við Kofi Annan síðar í vikunni og heimsækir í kjölfarið ráðamenn í Evrópu til að kynna sig og fyrirætlanir sínar. Danir era að vonum ánægðir enda er um að ræða valdamesta embætti sem Dani hefur gegnt frá því á 9. áratugnum að Bent Harding var yf- irmaður flóttamannahjálpar SÞ og fullyrt er að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra sé mjög létt þar sem hann geti nú hafist handa við að stokka upp í ríkisstjórninni. Hækkerup hyggst yfirgefa dönsk stjórnmál fyrir fullt og allt. Segist hann ekki hafa „neinar áætlanir um að snúa aftur. Mér hafa ekki verið sett nokkur mörk fyrir því hversu lengi ég get verið í Pristina". Lýsti Hækkerap embættinu því sem óska- starfinu þrátt fyrir að fyrirrennari hans í embætti, Frakkinn Bernard Kouchner, láti af störfum eftir tæp- lega hálft annað ár, útkeyrður, full- saddur og án þess að hafa að nokkra starfi að hverfa. Hækkerap hefur komið nokkram sinnum til Balkanskaga sem varnar- málaráðherra og ætti því að þekkja ágætlega til aðstæðna þar. Það kem- ur því nokkuð á óvart að hann gerði það að skilyrði fyrir því að taka starf- inu að eiginkona hans og ungur son- ur, sem er enn á leikskólaaldri, færa með. Þrátt fyrir að allt sé með kyrr- um kjöram í Pristina þar sem Hækkerup mun starfa og sárafá tilvik séu um árásir á alþjóðlegt starfsfólk, era yfirmenn alþjóða- stofnana taldir í lífs- hættu og hreyfa þeir sig ekki án þess að líf- verðimir fylgi þeim. Líf útlendinga í Kosovo er enn fjarri því að telj- ast fjölskyiduvænt. Starfinu sem Hækkerap tekur við hefur verið lýst sem „erfiðasta starfi í heimi“. Vinnudagurinn er langur og á köflum afar erfiður, þar sem yfirmaður SÞ er á milli tveggja elda, í sífelldri tilraun til að sætta sjón- armið sem himinn og haf skilur að. Vitað er að Kouchner var löngu búinn að fá sig fullsaddann á starfinu og sóttist hann mjög eftir því að verða næsti yfírmaður flóttamanna- hjálpar SÞ. Er starfið gekk honum úr greipum áttu flestir von á því að hann myndi verða um kyrrt þar sem ekkert annað embætti var sýnilegt. Sú varð hins vegar ekki raunin, Kouchner lýsti því yfir að hann væri búinn að fá nóg, starfið væri nánast vonlaust og hann gæti ekki um frjálst höfuð strokið og óskaði eftir því að vera leystur frá skyldum sín- um fyrir kosningamar í Serbíu sem haldnar verða 23. desember. Kouchner hefur verið mjög um- deildur í starfi en þó era flestir sam- mála um að persónutöfrar hans og diplómatískir hæfileikar hafi nýst honum við að koma á sæmilegri póli- tískri ró. Kouchner þykir hins vegar óskipulegur með afbrigðum og hefur ekki tekið almenna uppbyggingu í héraðinu föstum tökum. Algjörar andstæður Við fyrstu sýn virðist Hækkerap algjör andstaða Kouchners. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera spar á persónutöfrana, feiminn en vinnusamur. Hefur hann orð á sér fyrir að vera ósveigjanlegur, hann mæti að jafnaði svo vel undirbúinn til samningafunda að hann eigi erfitt með að sætta sig við breytingar. Hækkerap drakk stjórnmál í sig með móðurmjólkinni, móðir hans var þingmaður og faðir hans gegndi embætti fjármálaráðherra og hefur mikla þekkingu á vamarmálum. Hækkerap hefur verið þingmaður frá 1984 og varnarmálaráðherra sl. átta ár, sem telst óvenju langur tími á sama ráðherrastól. Hann hefur þótt góður varnar- málaráðherra enda um að ræða eitt helsta áhugamál hans frá því að hann var í danska hemum, þar sem hann lærði rússnesku. Hækkerap er vel kynntur í NATO, einkum í Banda- ríkjunum, og nýtur einnig virðingar í Evrópu en það var fyrir þrýsting Evrópusambandsins að Hækkerap varð fyrir valinu. Nýja starfið er, eins og áður segir, línudans á milli Kosovo-Albana, sem krefjast sjálfstæðis, Serba, sem telja héraðið enn hluta Júgóslavíu, og svo alþjóðasamfélagsins, sem hefur lagt óhemju fjármagn og mannafla til uppbyggingar og þrýstir á um sýni- legan árangur. Hans Hækkerup SIEMENS Tæ|<j sem eiga heima hjá þér! r 49.900 kr. stgif) Uppþvottavél SE 34230 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. (59.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V20 198 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd = 170x60 x 64 sm. \ | JS,, I § 55.900 kr. stgt) Bakstursofn HB 28054 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. (59.900 kr. stgr. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð áfínu verði. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. 55.900 kr. stgr) (69.900 kr. stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. 12.900 kr. stgr.) Þráðlaus sími Gigaset3010 Classic DECT/GAP-staða11. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. .900 kr. stgr. Ryksuga VS51A22 Kraftmikil 1400 Wryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Umboðsmenn um land allt. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.