Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nice-sáttmál-
anum ýmist
tekið með lofí
eða lasti
París, Strassborg, Lundúnum. AFP, Reuters.
NIÐURSTÖÐUR leiötogafundar Evrópusam-
bandsins (ESB) í Nice, sem samkomulag tókst
um á mánudagsmorgun, hafa fengið misjafnar
viðtökur í núverandi og tilvonandi aðildarríkj-
um sambandsins.
Stjórnmálamenn, leiðarahöfundar og frétta-
skýrendur hafa ýmist lýst mikilli ánægju með
að samkomulag skuli hafa náðst, sem búi ESB í
stakk fyrir fjölgun aðildarríkja. Einkum bar á
ánægju í þýzkum fjölmiðlum með það að tekizt
hefði þrátt fyrir allt að auka vægi fjölmennasta
ESB-ríkisins við ákvarðanatöku innan sam-
bandsins í framtíðinni. í umsóknarríkjunum
tólf voru viðbrögðin almennt mjög jákvæð en
þau voru öllu meira efablandin í hinum smærri
aðildarríkjanna fimmtán.
í stórum dráttum var samið um það í Nice að
atkvæðavægi gamalla og nýrra aðildarríkja eft-
ir stækkun sambandsins skyldi stokkað þannig
upp að stærstu ríkin fengju aukið vægi miðað
við núverandi valdajafnvægi. Stóru ríkin gefa
hins vegar eftir annan af tveimur fulltrúum sín-
um í framkvæmdastjóm ESB þar sem smærri
ríkin náðu því í gegn að hvert aðildarríki hefði
þar áfram einn jafnréttháan fulltrúa. Þá var
málefnasviðum fjölgað þar sem ákvarðanir
skulu framvegis teknar með vegnum meirihluta
í stað þess að hvert ríki hafi þar neitunarvald.
Neikvæðni á Evrópuþinginu
Jacques Chirac, forseti Frakklands, sem
skilar af sér ESB-formennskunni í hendur Svía
um áramót, varði niðurstöðuna fyrir gagnrýni
Evrópuþingmanna í gær. Það hefði einfaldlega
ekki verið pólitískt mögulegt að ná meiru fram
en þeirri málamiðlun sem samið var um. En
þeir fulltrúar á Evrópuþinginu sem tjáðu sig
um málið gagnrýndu allir niðurstöðuna fyrir að
ganga of skammt að þeirra mati í að gera breyt-
ingar sem tryggðu starfshæfni og skilvirkni
innra skipulags sambandsins og ákvarðanatöku
eftir að aðildarríkjum fjölgar úr 15 í 27 og jafn-
vel fleiri. Til þess að geta gengið í gildi verður
Niee-sáttmálinn að hljóta samþykki Evrópu-
þingsins og fullgildingu þjóðþinga allra aðild-
arríkjanna. Þótt margir Evrópuþingmenn
tækju djúpt í árinni í gagnrýni á málamiðlunar-
niðurstöðuna frá Nice vildi enginn þeirra segja
neitt um það að svo stöddu, hvort þeir myndu
greiða atkvæði gegn samþykki nýja sáttmál-
ans. Sumir sögðu valdaásælni af hálfu stóru að-
ildarríkjanna felast í nýja sáttmálanum. „Eg er
hræddur um að niðurstaðan hafi orðið mála-
miðlun á síðustu stundu sem er afurð hrossa-
kaupa úr hagsmunagæzluslag hinna einstöku
þjóðríkja. Þetta mun aðeins gera sambandinu
enn erfiðara fyrir að taka ákvarðanir í framtíð-
inni,“ sagði Enrique Baron Crespo, leiðtogi
þingflokks sósíalista á Evrópuþinginu.
Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórn-
arinnar, tók þátt í umræðunni á Evrópuþinginu
í gær. Hann viðurkenndi fúslega að útkoman
hefði mátt vera betri að sínu mati, en sagði að
engu að síður væri mikið unnið með því. „Þetta
mun gera okkur kleift að hrinda í framkvæmd
áformunum um að taka inn ný aðildarríki. (...)
Við verðum að stíga djarflega fram í þá átt,“
sagði hann.
En Prodi lýsti vonbrigðum yfir því að leiðtog-
arnir skyldu ekki hafa getað náð samkomulagi
um að færa meirihlutaákvarðanir út til „við-
kvæmra“ málefnasviða eins og skatta- og
félagsmála. Of mikið hefði að hans mati borið á
óbilgimi af hálfu vissra leiðtoga.
Greindi Prodi ennfremur frá því, að ákveðið
hefði verið í Nice að um leið og fjöldi aðild-
AP
Jacques Chirac Frakklandsforseti varði
Nice-sáttmálann fyrir gagnrýni á Evrópu-
þinginu í Strassborg í gær. Nicole Font-
aine, forseti EÞ, situr í bakgrunni.
arríkjanna hefði vaxið í 18 myndi sú regla verða
tekin upp að halda alla reglulega leiðtogafundi í
Brussel, í stað þess að þeir séu haldnir í for-
mennskuríkinu hverju sinni.
Enginn Ferrari
Giuliano Amato, forsætisráðheiTa Italíu,
tjáði blaðamönnum í Róm að Nice-sáttmálinn
legði línumar fyrir framtíð Evrópu, en „gríð-
arleg vinna væri enn óunnin til að hrinda henni í
framkvæmd". Sagði hann niðurstöðu leiðtoga-
fundarins „ekki vera neinn Ferrari“ en vildi
ekki fara út í að bera hana saman við neina aðra
bílgerð.
Tony Blair þurfti við heimkomuna til Lund-
úna að verjast ásökunum stjómarandstöðu
íhaldsmanna um að hafa í Nice ekki staðið
nægjanlega góðan vörð um brezk hagsmuna-
mál. William Hague, leiðtogi brezka íhalds-
flokksins, lýsti því yfir að kæmist flokkurinn í
ríkisstjóm myndi hún ekki fullgilda Nice-sátt-
málann eins og hann liti út nú. Hafnaði Hague
fullyrðingum Blairs um að með sáttmálanum
hefði náðst verulegur árangur í að styrkja áhrif
Bretlands í ESB. Að sínu mati væri samkomu-
lagið „stórt skref í átt að evrópsku ofurríki".
Helztu dagblöð í Frakklandi lýstu lítilli
ánægju með niðurstöðuna. Var Chirac forseti
gagnrýndur fyrir að hafa lagt ofuráherzlu á að
formlegt jafnræði héldist með Þýzkalandi og
Frakklandi hvað varðar atkvæðavægi þeirra í
ráðherraráðinu, „þrátt fyrir þá staðreynd að frá
því Berlínarmúrinn féll er Þýzkaland land með
yfir 80 milljónir íbúa,“ eins og Le Monde tók
fram. í Frakklandi búa um 58 milljónir manna.
Þá var Chirac einnig gagnrýndur fyrir að hafa
spillt möguleikum á betri útkomu með því að
hrella í aðdraganda Nice-fundarins mörg
smærri aðildarríkjanna í stað þess að leggja sig
fram um að fá þau í lið með sér.
í belgíska blaðinu L’Echo var tónninn enn
neikvæðari; Nice-sáttmálinn væri „einn
ómerkilegasti sáttmáli sem ESB hefur nokla-u
sinni gert“.
í Mið- og Austur-Evrópuríkjunum, sem bíða
aðildar, var samkomulaginu í Nice hins vegar
fagnað sem hinum beztu tíðindum. Pólska blað-
ið Gazeta Wyborcza hafði eftir fyrrverandi for-
sætisráðherranum Jan Krzysztof Bielecki að
Nice-fundurinn hefði verið sögulegur og út-
koman „mestu stjórnskipulagsbreytingar
sambandsins frá stofnun þess 1957“.
Auðveldar ekki meðhöndlun
aðildarumsókna EFTA-Ianda
En þar sem stefna ESB í stækkunarmálum
miðast eins og er öll við að taka inn þau 12 ríki
sem nú standa í aðildarviðræðum, kann að sögn
norska blaðsins Aftenposten svo að virðast sem
ný aðildarumsókn af hálfu Noregs yrði „lögð
neðst í bunkann“. Hið sama myndi eiga við um
aðildarumsókn af hálfu Islands eða Sviss. Aft-
enposten spurði danska forsætisráðherrann
Poul Nyrup Rasmussen út í þetta að loknum
leiðtogafundinum í Nice og svaraði hann því til
að þetta væru ástæðulausar áhyggjur. „Staða
Noregs hefur ekkert breytzt. Noregur getur
fengið aðild með sama móti og alla tíð fram að
þessu,“ sagði Rasmussen; þótt ESB legði nú
mikla áherzlu á viðræðurnar við Mið- og Aust-
ur-Evrópuríkin yrði endurnýjuð aðildarum-
sókn Noregs meðhöndluð óháð því.
En Aftenposten hefur það eftir stjórnarer-
indrekum nokkurra annarra ESB-landa að það
yrði nokkuð snúið mál ef aðildarumsóknir bær-
ust frá íslandi, Sviss eða Noregi áður en búið er
að ljúka þeim aðildarsamningaviðræðum sem
nú standa yfir. „Það er útilokað að niðurstöður
Nice-fundarins geri það auðveldara að fást við
nýja aðildarumsókn frá Noregi," hefur Aften-
posten eftir heimildamanni innan fram-
kvæmdastjómar ESB, en hún hefur umsjón
með öllum aðildarsamningaviðræðum.
Finnar eru enn andvígir að-
ild að hernaðarbandalögum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Reuters
Finnskir friðargæzluliðar í hinu NATO-stýrða KFOR-liði í Kosovo. Skiptar skoðanir eru í Finnlandi um hvort
landið eigi áfram að standa utan hernaðarbandalaga.
MEIRIHLUTI Finna er enn and-
vígur aðild landsins að hernaðar-
bandalögum samkvæmt skoðana-
könnun sem birt var í gær. Þar
kemur fram að 66% vilja standa
utan þótt jafnstórt hlutfall telji að
Finnland muni ganga í Atlants-
hafsbandalagið innan nokkurra
ára. Vilji Finna til sjálfsvarnar,
verði ráðist á landið, hefur aukist
og hefur aldrei verið meiri en nú,
81% telja að landsmenn eigi að
grípa til vopna í því tilfelli þó óvíst
sé hvort takist að verja landið.
Hins vegar er tæpur helmingur
andvígur þátttöku Finna í verð-
andi hersveitum Evrópusambands-
ins.
Hlutfall Finna sem andvígir eru
aðild að hernaðarbandalögum hef-
ur verið á milli 60% og 71% sl.
fjögur ár og því kemur niðurstað-
an nú ekki á óvart. Hins vegar hef-
ur fjöldi þeirra sem telja að Finn-
land ætti að ganga í hern-
aðarbandalag aukist á hálfu ári; í
vor var fimmti hver Finni þeirrar
skoðunar en nú telur fjórði hver
Finni aðild að hernaðarbandalagi
æskilega.
Meirihluti jákvæður í garð
varnarsamstarfs ESB
Þegar fólk er spurt hvers konar
hernaðarbandalag það teldi heppi-
legast fyrir Finna, telja 48%
NATO besta kostinn, fimmtungur
telur Evrópusambandið best og
17% telja að Finnar og Svíar ættu
að gera með sér samkomulag um
hernaðarsamvinnu.
Skoðanakönnunin náði einnig til
þess hvort Finnar ættu að grípa til
vopna ef ráðist yrði á landið. Hlut-
fall þeirra sem telja það rétt hefur
ekki verið hærra frá árinu 1982 er
málið var fyrst kannað. Nú telja
81% að sjálfsvörn sé rétt í öllum
tilvikum. 14% telja að þjóðin eigi
ekki að grípa til vopna í sjálfsvörn
og 64% telja Finna eiga góða
möguleika á því að verja sig, komi
til stríðsátaka með hefðbundnum
vopnum.
Að síðustu var spurt um afstöðu
Finna til varnarsamstarfs Evrópu-
sambandsins. Rétt rúmur helming-
ur, 52%, telur það af hinu góða að
ESB komi sér upp eigin her en
43% eru því andvígir. Þá er finnsk-
ur almenningur jákvæður gagn-
vart þátttöku Finna í friðargæslu,
aðeins 7% eru á móti. Hins vegar
er yfir helmingur andvígur þátt-
töku í aðgerðum til að koma á friði
með vopnavaldi, líkt og loftárás-
irnar á Júgóslavíu á síðasta ári.
Finnar hyggjast leggja fram
1.500 hermenn til nýrra ESB-her-
sveita og eru 57% sátt við þá
ákvörðun en 37% eru henni and-
vígir.
Clinton skrifar Ecevit
Hvetur
Tyrki til að
samþykkja
ESB-áform
Ankara. AFP.
BILL Clinton Bandarikjaforseti
hefur ritað Bulent Ecevit, forsætis-
ráðherra Tyrklands, bréf þar sem
hann hvetur tyrknesku ríkisstjórn-
ina til að láta af þeim fyrirvörum
sem hún hefur lýst gegn áformum
Evrópusambandsins um að styrkja
varnarsamstarf innan sinna vé-
banda og setja á stofn svokallaðar
hraðsveitir, sem gætu verið sendar
til friðargæzlu eða skyldra verk-
efna án þess að Atlantshafs-
bandalagið kæmi þar nærri nema
með óbeinum hætti, þótt gert sé ráð
fyrir að ESB-sveitirnar geti stuðzt
við hernaðarskipulagskerfi NATO
og fengið búnað þess lánaðan.
Hvetur Clinton Ecevit til að styðja
þessi áform á ráðherrafundi NATO,
sem fer fram í Brussel á morgun og
föstudag, 14.-15. dcsember.
Tyrkland er í hópi með Islandi,
Noregi, Póllandi, Tékklandi og
Ungverjalandi sem evrópsk NATO-
ríki utan ESB, og er eina ríkið sem
ekki hefur viljað samþykkja sam-
komulagþað milli NATO-ríkjanna
og ESB um áformin, sem hin ríkin í
hópnum hafa samþykkt, þ.e. einnig
ísland. Tyrkir hafa lýst yfir vilja til
að leggja hraðsveitum ESB til her-
lið, en vilja hafa meira um pólitíska
stýringu áformanna að gera en hið
fyrirliggjandi samkomulag gerir
ráð fyrir að ríki utan ESB geti haft.