Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLADIÐ
Ævintýrið og bókin
borin til Beriínar
íslenskir rithöfundar hafa brugðið sér til
Berlínar og lesið þar upp úr verkum sínum,
bæði á sérstökum ævintýradögum og
íslenskum bókmenntadögum. Davíð
Kristinsson segir frá.
ÞAÐ var í septembermánuði áiið
1990 sem rithöftmdar frá Austur- og
Vestur-Berlín komu saman í húsnæði
hins Nýja bókmenntafélags og lögðu
grundvöllinn að verkefni sem ber yf-
irskriftina Ævintýradagar Berlínar-
borgar. Á meðan stjórnmálamenn
voru enn að semja um sameiningu
Þýskalands voru listamenn, fræði-
menn, rithöfundar og fulltrúar bóka-
safna úr báðum borgarhlutum þegar
farnir að vinna saman. Ævintýrið
virtist góð leið til að brúa gjá þá sem
enn var milli Austur- og Vestur-Berl-
ínar. í kjölfar góðrar viðtöku íyrstu
ævintýradaganna ákvað hið Nýja
bókmenntafélag að gera þá að árleg-
um viðburði. Hátíðin hefur vaxið
smám saman og iangt er síðan æv-
intýradagamir urðu mikilvægur þátt-
ur í menningarlífi Berlínarborgar.
Árlega verður höfuðborgin að upp-
sprettu ímyndunaraflsins og að þessu
sinni báru elleftu Ævintýradagar
Berlínarborgar yfirskriftina „Nor-
ræn ævintýri, goðsagnir og sögur“.
Norrænu sendiráðin í Beriín voru því
miðdepill hátíðarinnar að þessu sinni
og norrænu sendiherrarnir ásamt
Eberhard Diepgen, borgarstjóra
Berlínar, vemdarar ævintýradag-
anna. Opnunarhátíðin fór fram í hinu
sameiginlega húsi norrænu sendiráð-
anna 23. nóvember síðastliðinn. Sam-
eiginlega húsið var þó aðeins einn af
rúmlega 200 samkomustöðum vítt og
breitt um Berh'n þar sem á boðstóln-
um vom um 400 uppákomur sem
spönnuðu upplestur, tónleika, brúðu-
og dansleikhús auk hátíðar norræna
bamakvikmynda. Uppákomurnar
fóm m.a. fram á barna- og unglinga-
bókasöfnum, í skólum, leik- og tón-
listarhúsum. Hátíðinni lauk með al-
þjóðlegu málþingi í Humboldt-
háskóla fyrstu helgina í desember þar
sem bókmenntafræðingar, texta-
fræðingar og þjóðfræðingar stóðu
fyrir fyrirlestmm og málstofum.
Hátíðin er ætluð gestum þriggja
ára og eldri og er því um barna- og
fjölskylduhátíð að ræða. Líkt og Hans
Christian Andersen minnti á era æv-
intýri fyrir böm jafnt sem fullorðna.
Skólabörn í Berlín taka virkan þátt í
ævintýradögunum. Um 80 fimmtu
bekkir tóku nú þátt í samkeppni
framsaminna ævintýra en í fyrra kom
út ævintýrabókin „Óskabrunnurinn“
sem gefur góða mynd af sköpunar-
mætti ungra Berhnarbúa. Sama ár
hlutu Ævintýradagar Berlínarborgar
„Þýsku barnamenningarverðlaunin".
I Þýskalandi era nomænir álfar,
prinsar, birnir og tröll allkunn. Einn
daginn mættu 1.-4. bekkingar í hið
sameiginlega hús norrænu sendiráð-
anna til að hlusta á Guðrúnu Helga-
dóttur lesa úr verkum sínum. Þegar
Ingimundur Sigfússon, sendiherra í
Berlín, sagði börnunum að Guðrún
hafi verið fyrst kvenna í heiminum til
að gegna embætti þingforseta var
ákaft klappað. Mikil spenna var í
salnum þegar Guðrán hóf að lesa upp
úr þýskri þýðingu á .Ástarsögu úr
fjöllunum". Samtímis lestrinum var
skemmtilegum myndskreytingum
Brian Pilkingtons varpað upp á tjald
og bömin áttu þannig auðveldai-a
með að ímynda sér hvernig íslensk
tröll era ásýndar.
Upphaflega stóð til að Guðrán læsi
einnig úr „Jóni Oddi og Jóni Bjarna“
(sem þýdd var á þýsku árið 1981 und-
ir titlinum „Jon und Jan“) en þar sem
farið er að styttast í jólin ákvað höf-
undm-inn að lesa „Saman í hring“.
Það vakti aðdáun bamanna þegar
þau sáu hversu margir dönsuðu í
kringum jólatréð á einni af mynd-
skreytingum Sigránar Eldjám. Að
loknum upplestrinum höfðu bömin
tækifæri til að spyrja höfundinn
spjöranum úr. Ekki var vottur af því
þvingaða andrámslofti sem vill verða
þegar fullorðnum gefst tækifæri til að
spyrja listamenn spuminga að flutn-
ingi loknum. Víða í salnum sáust htlar
hendur á lofti. Börn hugsa öðravísi en
fullorðnir og spyrja því ekkert endi-
lega hvaða forlag gefi bækumar út
eða hvaða bækur höfundarins hafi
verið þýddar. Þannig vildi ungur
spyrjandi einfaldlega vita hvaðan
bækurnai' kæmu. Annar hafði ekld al-
veg skilið endinn á sögunni og bað
Guðránu um að útskýra hann betur.
Eldri bekkingar vildu hins vegar vita
hvort Guðrán skrifaði líka fyrir full-
orðna, hvort skemmtilegt væri að
skrifa bækur, hvað hún hefði skrifað
margar bækur og hvenær fyrsta bók-
in hafi komið út. Undranarsvipur
kom á andlit margra þegar rithöfund-
urinn sagðist hafa skrifað tuttugu
bækur og að þá fyrstu hafi hún skrif-
að fyrir rámum aldarfjórðungi. Þegar
Guðrán sagði að „Jón Oddur og Jón
Bjarni" hafi verið fyrsta bókin sem
hún skrifaði spurði lítill strákur hvort
hún gæti ekki lesið þá bók líka. Þar
sem talið var að erfitt yrði fyrir ungu
áhorfenduma að sitja mikið lengur en
í þrjú korter var ákveðið að slíta sam-
komunni. Krakkarnir söfnuðust þá
saman fjrir framan pallborðið til að
ræða við rithöfundinn og fá eigin-
handaráritun. Kvöldið eftir var boðið
upp á dagskrá fyrir þá tegund mann-
vera sem nefnast „fullorðnir“ og eiga
Tanngómatangó
Jóhann G. Þórarinn
Jóhannsson Eldjárn
TOIVLIST
HI j« m d i s k a r
BEST AÐ BORÐA LJÓÐ
Ljóð: Þórarinn Eldjárn. Tónlist og
útsetningar: Jóhann G. Jóhannsson.
Flytjendur: Stefán Karl Stefánsson,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór
Pálsson, Edda Heiðrún Backman,
Öm Ámason, Marta Halldórsdóttir
og Jóhann Páll Jóhannsson. Hljóð-
færaleikarar: Sigurður Flosason,
Riehard Korn, Jóhann G. Jóhanns-
son og Bryndís Pálsdóttir. Kór: Sig-
urður H. Pálsson, Björn Thor-
arensen, Stefán Olafsson,
Brynhildur Björnsdóttir, Helga
Margrét Ferdinandsdóttir, Inga
Harðardóttir. Hljóðupptaka og eft-
irvinnsla: Sveinn Kjartansson -
Stafræna upptökufélagið ehf.
Hljóðritun var gerð í Salnum, Tón-
listarhúsi Kópavogs, í ágústlok og
október Umsjón: Jóhann G. Jó-
hannsson og Bryndís Pálsdóttir.
Menningarsjóður Félags íslenskra
hfiómlistarmanna styrkti útgáfuna.
Utgefandi: títgáfufélagið Heimur
hf. Dreifing: Japis. Hcimur 001
FLEST lögin á þessum stór-
skemmtilega diski, bæði hvað varðar
efni og flutning, eru samin sumarið
1999 og frumflutt í ljóða- og
söngdagskránni Meira fyrir eyrað:
Best að borða ljóð í Þjóðleikhúsinu
um haustið sama ár „í tilefni 50 ára
afmælis leikhússins og ljóðskálds-
ins“. Kvæðin afturámóti frá ýmsum
tíma (1974 - 98), en þau nýjustu
(Markaðssöngur og Peningaþvætti
og ári síðar Saknaðarljóð Yndisfríð-
ar og Dúfan hvíta) úr sýningum
Þjóðleikhússins, Yndisfríði og
ófreskjunni, Bróður mínum Ljóns-
hjarta og Litla og Stóra Kláusi.
Enda töluverður leikhúsbragur á
lögum, útsetningu og öllum flutningi.
Svipað má reyndar segja um „ein-
falda“ (margir einsog úr hugarheimi
krakka) og stórsnjalla textana, sem
era oftast „ekki allir þar sem þeir eru
séðir“, en enginn gæti ort nema Þór-
arinn Eldjárn. Tónlistin (mjög
skemmtilega og „leikhúslega" út-
sett) mætir textunum á miðri leið og
fer þeim einstaklega vel í mjög góð-
um flutningi allra, sem koma úr
„landsliði“ söngvara og flytjenda.
Og telst það ekki lítið afrek! Það er
hægt að byrja á fyrstu söngvunum,
Tanngómatangó (Óðfluga 1991) og
Grettir og Glámur I (Kvæði 1974),
sem Diddú, Bergþór og Örn og hljóð-
færaleikarar flytja með tilþrifum og
elegans, það fyrsta með svellandi
tangótakti, og síðan
áfram alla ranuna (24
lög) og vekja athygli á
ágæti hvers og eins,
td. glaðbeittum og dá-
lítið harðsvíruðum
rytma í Tískunnar
járnaga og elegant
Peningamenúett, eða
hið gullfallega ljóð &
lag, Dúfan hvíta. Og
alla hina söngvana (td.
Sögull og þögull,
Lognið logna og Son-
ardilla / Föðurdilla
eða Kalt er í kerfi eða
Draumur Rósu, fal-
lega fluttur af Stefáni
Karli eða ... Nei, það
myndi væntanlega æra óstöðugan.
Tónskáldið er ekki aðeins með
skondin og góð lög, útsetningarnar
eru frábærar og þær - ásamt góðum
flutningi - gera útslagið. Þess í stað
langar mig að gefa hér sýnishorn af
textum Þórarins, Maður og mús (Óð-
fluga ’91) Það er gata, það er hús, /
það er maður inni. / Það er veggur,
það er mús / þar í holu sinni. // Mað-
urinn er Maron Briem / músasér-
fræðingur. / Músin heitir Hulda Sím,
/ hún er mannfræðingur. // UT að
skoða merkan mann, / músin stefnir
þangað../ INN í músarholu hann /
hefur alltaf langað.
Hljóðfæraleikur er einstaklega
ánægjulegur, enda verður ekki betur
heyrt en að hljóðfæraleikarar
skemmti sér hið besta. Hljóðupptaka
og eftirvinnsla er fyrsta flokks, eins-
og við er að búast af Sveini Kjart-
anssyni & Co.
Oddur Björnsson
Þýskur útvarpsmaður tekur viðtal við Guðberg Bergsson að upplestri
loknum. Andreas Vollmer túlkar.
Guðrún Helgadóttir kynnir ungum Þjóðverjum ævintýraheiminn.
Sendiherra íslands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, fylgist með.
auðvelt með að sitja helmingi lengur
en ungu áhorfendumir. Andreas
Peer Kahler kynnti viðstöddum ís-
lensk ævintýri, þjóðsögur og Islend-
ingasögur við píanóundirleik Amar
Magnússonar sem flutti verk eftir
Jón Leifs.
íslenskir bókmenntadagar
íBerlín
Húsið við Majakowskiring í Berl-
ínar-úthverfinu Pankow á sér langa
sögu. Það var árið 1936 sem forystu-
maður nasistaflokksins lét reisa það á
lóð sem verið hafði í eigu gyðinga. Ár-
ið 1945 var húsið orðið íbúð sovésks
herforingja og fimm árum síðar flutti
inn íyrsti forsætisráðherra Austur-
Þýskalands, Otto Grotewohl. Húsið
féll síðan í hendur Berlínar-deildar
austm-þýska rithöfundasambandsins
árið 1980. í síðasta mánuði stóð bók-
menntasmiðjan (literaturWERK-
statt) fyrir uppákomum í húsinu und-
ir yfirskriftinni Kontinentaldrift
(landrek) og einkunnarorðunum „8
höfundai', 4 kvöld og 1 land“. Egill
Sæbjömsson opnaði dagskrána með
skyggnumyndaverkinu „Dans I“. I
framhaldi af því hélt Karl-Ludwig
Wetzig þýðandi ítarlegan fyrirlestur
um sögu íslenskra bókmennta. Gest-
unum gafst síðan tækifæri til að
hlusta á Guðberg Bergsson og Guð-
ránu Evu Mínervudóttur lesa upp úr
verkum sínum. Bókmenntaunnendur
áttu stuttu áður kost á að sjá Guðberg
á uppákomu í Schloss Wiepersdorf
þar sem hann bjó tímabundið sem
styrkþegi viðkomandi menningar-
sjóðs. Fremur fáir höfðu gert sér ferð
alla leið til Wiepersdorf og Guðberg-
ur sagðist því ekki hafa búist við
meira en tíu manns á uppákomu bók-
menntasmiðjunnar í Pankow. Allt að
því hundrað manns sóttu þó kvöldin
og mynduðu nemendur Norður-Evi'-
ópudeildar Humboldt-háskóla, aðrir
áhugamenn um íslenska menningu og
íslendingar búsettir í Berlín kjama
gestanna. Guðbergur las fyrst úr
„Svaninum", sem kom út í þýskri þýð-
ingu árið 1998, og „Sú kvalda ást sem
hugarfylgsnin geyma“ sem er ný-
komin út hjá bókaforlaginu Steild en
bókin fékk góða dóma hjá íslandsvin-
inum Wolfgang Muller í þýska dag-
blaðinu Taz fyrir skömmu. Andreas
Vollmer, lektor í íslensku við Hum-
boldt-háskóla, las upp úr þýðingum á
verkum Guðbergs. Þegar Guðbergur
hafði lokið við upplesturinn beindist
athyglin að Guðránu Evu en þá steig
óvænt maður upp á sviðið með bók í
hönd og tók að lesa ljóð. Þar sem Guð-
bergur og Guðrán vora einu rithöf-
undarnir á dagskrá kvöldsins hefur
það líklegast tekið marga einhvem
tíma að átta sig á því hvernig viðkom-
andi tengdist dagskránni. Fyrir þá
sem ekki þekkja manninn í sjón hefur
fyrsta vísbending verið sú að skömmu
síðar stóð Guðrán upp við hinn enda
sviðsins og svaraði ljóðum hans með
öðrum ástarljóðum. í formi tvítals
lásu hin nýgiftu Hrafn Jökulsson og
Guðrún Eva Mínervudóttir þannig
upp úr ljóðabók sinni „Á brán alls
fagnaðar“. Guðrán las auk þess úr ný-
útkominni skáldsögu sinni „Fyrirlest-
ur um hamingjuna". Soffia Gunnars-
dóttir, lektor í íslensku við
Humboldt-háskóla, las þýðingu á
tveimur köflum bókarinnar sem hún
sneri yfir á þýsku í tilefni bókmennta-
daganna.
Kvöldið eftir gafst gestum tæki-
færi til að hlusta á Vigdísi Grímsdótt-
ur og Kristínu Omarsdóttur lesa úr
verkum sínum. Vigdís las úi' „Stúlk-
unni í skóginum" sem er nýkomin út í
þýskri þýðingu Andreasar Vollmer.
Kristín las úr skáldsögu sinni „Elsk-
an mín ég deý‘ en auk þess höfðu
Sascha Magister og Christoph Bin-
der samið tónlist við ljóð eftir Krist-
ínu fyrir bókmenntadagana. Magrét
Pálsdóttir, lektor við háskólann í Kiel,
var kynnir kvöldsins. Þriðja kvöldið
var komið að Sjón og Megasi. Sig-
urjón las nokkur ljóð og spilaði lög af
ljóðadiski sem tekinn var upp fyrir
nokkram árum auk þess sem upptök-
ur vora spilaðar af tónleikum með
Sjón og ónefndri hljómsveit í ónefnd-
um djasskjallara í Reykjavík. Eftir
hlé tók Megas að sér að kynna sjálfan
sig og las upp ágrip ævisögu sinnar á
þýsku. í fljóti bragðist viitist Megas
þeirrar skoðunai' að þýsk tunga sé
ekki syngjandi heldur hart tungumál
og ekki er víst að svo ómjúkur fram-
burður hafi heyrst í húsinu frá því á
fyrri hluta 5. áratugarins. Að lokinni
kynningunni spilaði Megas á gítar og
söng lög af nýja geisladiskinum,
„Svanasöngur á leiði“, svo og eldri
lög. Fjórða og síðasta kvöldið gafst
fólki tækifæri til að sjá Sigurð Guð;
mundsson og Hallgrím Helgason. I
tilefni íslensku bókmenntadaganna
var sett upp sýning („Nocturne") á
ætimyndum eftir Sigurð í bók-
menntasmiðjunni. Auk þess höfðu
fyrstu kaflarnir úr skáldsögum hans
„Tabúlarasa" (1993) og Osýnilega
konan (2000) verið þýddii'.