Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLADIÐ
Mikil gróska í færeysku menningarlifí
Aldarafmæla þriggja
höfuðskálda minnst
Þetta ár allt hefur í Færeyjum ekki aðeins
verið tími mikilla stjórnmálaumbrota, segir
Úlfur Iijörvar, heldur jafnframt nær sam-
felld menningarhátíð og hver merkisvið-
burðurinn rekið annan svo að menn hafa
naumast náð að komast úr sparifötunum á
milli, hvað þá skipta hátíðarskapi.
ÞETTA markast ekki aðeins af feikna
grósku í tónlistarlífí, bókaútgáfu og
leiklist, né þeim kristnitökufagnaði
sem hér ríkir víða, heldur eru nú og
liðin rétt hundrað ár frá fæðingu
þriggja af höfuðskáldum Færeyinga á
næstliðinni öld, þeirra Williams
Heinesen (1900-1991), Jorgen-
Frantz Jacobsen (1900-1938) og
Christians Matras (1900-1988); auk
þess verður höfuðsnillingur í fær-
eyskri myndlist og nestor færeyskra
listmálara, Ingálvur av Reyni, átt-
ræður 18. desember.
Ingálvur
avReyni
I tilefni afmælisins var nú í nóv-
ember opnuð sýning á verkum Ing-
álvs í Listasafni Færeyja, 24 stórum
olíumálverkum og 25 vatnslitamynd-
um, og seldust öll verkin á stundar-
fjórðungi. Þegar málarar sýna í tilefni
þess að hafa náð háum aldri, eru það
allajafna yfirlitssýningar, en þessar
myndir Ingálvs eru allar málaðar á
þessu ári, og gefa þó fyrri verkum
hans ekkert eftir að krafti, og áræðið
síst minna en áður.
Fyrr í haust var Ingálvi veitt æðsta
heiðursviðurkenning, sem færeyskur
listamaður getur hlotið frá stjóm-
völdum („Mentanarvirðislon Lands-
ins“) og fylgja 150 þúsundir fær-
eyskra króna, jafnvirði hálfrar
annarrar milljónar íslenskra. Á Ingá-
lvsvöku í Norðurlandahúsinu 30.
október sl. hélt Bárður Jakúpsson,
forstöðumaður listasafnins, erindi um
kollega sinn; landstjómarmaður
menntamála, Torbjöm Jacobsen, af-
henti heiðursskjalið nokkmm orðum,
og tvöfaldur karlakvartett söng, m.a.
„Eg bið að heilsa“, eitt af eftirlætis-
lögum Ingálvs og sem hann sjálfur
hefur oft sungið opinberlega og sagt
að hann hafi lengi verið á báðum átt-
um hvora listgreinina hann ætti að
leggja meginrækt við.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi
heiðurslaun eru veitt, en áður hafa rit-
höfundurinn og tónskáldið Regin
Dahl og Jens Pauli Heinesen rithöf-
undur hlotið þau.
Barböruhandritinu og þeirri bók-
menntagátu, sem endurheimt þess
leysir. Fjölmennur kór fmmflutti síð-
an lag er Tróndur Bogason, yngsta
tónskáld Færeyinga, hefur gert við
„Songur um lívið“, kvæði J.H.O.
Djurhuus um Jorgen-Frantz, og
stjómaði tónskáldið söngnum. Þessu
næst skýrði Hanne Flohr Sorensen,
bókmenntafræðingur, frá rannsókn-
um sínum á ævi og ritverkum skálds-
ins, en síðan var handritið að Barböm
afhent Landsbókasafni Færeyja til
varðveislu og veitti Martin Næs
landsbókavörður því viðtöku með
þökkum. Þá lásu þeir Grímufélagarn-
ir, Hans Tórgarð og Egi Dam, kafla
úr bréfum Jorgens-Frantz, en síðan
settist tónskáldið Sunleif Rasmussen
við flygilinn og sagði með tóndæmum
frá verki sínu, „Ferðin“, sem byggist
á texta eftir Jorgen-Frantz frá 1921
(Nytársouverture) og finna má í bók-
inni „Det dyrebare liv“, úrvali bréfa
hans til Williams Heinesen. Þetta
nýja verk Sunleifs á að fmmflytja á
vortónleikum færeysku symfómunn-
ar 31. mars og 1. apríl næstkomandi
og verður mikið fyrirtæki og fjöl-
mennt, en meðal flytjenda er áformað
að verði tugir íslenskra söngvara.
Þessari áhrifamiklu kvöldsetu lauk
svo á því að Petra Iversen söng
Kingósönginn „Sorrig og Glæde“.
Jorgen-Frantz Jacobsen er íslend-
ingum fyrst og fremst kunnur fyrir
skáldsögu sína Barböra, sem Aðal-
steinn Sigmundsson þýddi og út kom
á íslensku 1941 undir heitinu „Far
veröld þinn veg“, en hefur nú m.a. íyr-
ir fáum ámm verið kvikmynduð á
söguslóðum hér. Jorgen-Frantz varð
tæringu að bráð í blóma lífsins og
andaðist á berklahæli í Danmörku 38
ára gamall. Líkami hans var fluttur
heim til Færeyja og jarðsettur þar, en
við kveðjuathöfn í Kaupmannahöfn
hélt skáldið Christian Matras ræðu
við kistuna, og sagði þá meðal annars:
„...Á námsárunum varð hann bar-
áttumaður, og það var hann alla ævi,
þó að sjúkdómurinn drægi úr kröft-
Jorgen-Frantz Jacobsen
um hans. Jorgen-Frantz, er hafði
slíka afburða hæfileika á svo mörgum
sviðum, að hvorki hann né við voram
viss um hvar í lífinu þeir mundu nýt-
ast, fannst eitt sinn að lífsstarf sitt
mundi verða í stjómmálum, við að
greiða úr þeirri flækju, sem sagan og
heimaldir stórnmálamenn höfðu
reyrt samskipti Danmerkur og Fær-
eyja í. Því miður varð hann fljótlega
að gefa frá sér þessa von um stjóm-
málastarf. Blaðamaður var hann, og
greinargóðu verki tókst honum að
skilá í bókarformi á unga aldri - verki,
sem ætlað var að sýna Dönum, að við
værum þjóð, og hefðum því rétt til að
skipa sjálfir okkar eigin málum.
Vegna einhvers sjötta skilningarvits,
sem ég veit engan annan Færeying
hafa haft, gat hann borið fram fær-
eyskar spumingar, svo að Danir
lögðu við eyra.
Blaðamannsstarfið mátti hann
einnig gefa frá sér, einmitt þegar
hann hafði fengið þá eðlilegu stöðu
fyrir Færeying: að skrifa um málefni
Norðurlanda í Politiken. En sagna-
maður var hann alla tíð, þó þar fengi
hann heldur ekki komið því í verk er
hann vildi.
Eftir að allt þetta var að engu orðið
varð hann það, sem ég síst ætlaði -
skáld. Hann var listamaður í blaða-
skrifum sínum, það dylst ekki. En þó
er stökkið stórt til að verða skáld. Á
seinni áram skrifaði hann, eins og við
Dimmalætting/Kalmar
Færeyski listmálarinn Ingálvur av Reyni og eitt verkanna á sýningu
hans sem nú stendur yfir í Listasafni Færeyja.
William Heinesen
vitum, Færeyjabók sína - hún var á
köflum skáldverk. Mesta skáldverkið
lá hann og orti einmitt nú, þegar
dauðinn fór að honum. I þetta enn
óprentaða verk lagði hann allt sem
honum var gefið og síðustu kraftana.
Hér er sagnamaðurinn, hér er sál-
fræðingurinn, hér er skáldið, og hér
er Færeyingurinn. Einnig þetta, ekki
alveg fullgerða verk, er menningar-
legt barátturit. Það munu seinni
tímar sannreyna. En fyrst og fremst
er bókin gjöf til Færeyja og færeysku
þjóðarinnar fyrir „grængresið" sem
hann sá í æsku sinni, það, sem hélt
honum uppi í sjúkdómi og dauða.
Þessi bók og bréf hans til vina hans
að undanförnu era svo hrífandi vitn-
isburður, að Færeyjar og Færeying-
ar munu ætíð þakka forsjóninni, að
hún gaf okkur svo mikið í lífi hans og
starfi.“
Christian Matras
Þessi fáu orð segja meira en mörg
önnur um Jorgen-Frantz; líka um vin-
áttu þeirra Christians Matras, en ald-
arafmælis þess merka málvísinda-
manns, skálds og þýðanda (m.a.
Jprgens-Frantz Jacobsen og Willi-
ams Heinesen), var einnig minnst
með fyrirlestra- og hátíðahaldi dag-
ana 7. til 9. desember, og vora það
Christian Matras
Fróðskaparsetrið, Fróðskaparfélag-
ið, Landsbókasafnið, Rithöfunda-
félagið og Norðurlandahúsið, sem
gengust fyrir því. Martin Næs, lands-
bókavörður, flutti þar erindi um þýð-
andann Chr. Matras, Andrias Juste-
sen, stud.mag., um náttúraskáldskap
hans, Jóhan Hendrik W. Poulsen pró-
fessor um orðsmiðinn Chr. Matras og
Bo Almqvist, prófessor í Dyflinni, um
tengsl Matras við Irland og rann-
sóknir hans á gelískum tökuorðum í
færeysku; auk þess fluttu þau Jonna
Louis Jensen, prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla, dr. Guðrún
Kvaran og Tryggve Skomedal, pró-
fessor í Ósló, fyrirlestra um efni tengt
ævistarfi Christians Matras, en á
lokakvöldinu fjallaði Gudran Gaard,
mag.art., um manninn, málvísinda-
manninn og skáldið Christian Matras;
þar var einnig upplestur og söngur og
Ámi Hansen píanóleikari lék fyrsta
þáttinn úr tónverki Williams Heine-
sen, „Norska Lova", en kynnir var
Gunnar Hoydal rithöfundur.
Samtímis þessu var opnuð viðamik-
il sýning í Landsbókasafninu, er
standa mun til 1. febrúar 2001, og á
fæðingardaginn, 9. desember, kom út
bókin: „Greinaval - fræðigreinar",
með málfræðigreinum eftir Chi'.
Matras.
Jergen-Frantz Jacobsen
Fyrri hluti ársins stóð í merki Will-
iams Heinesen, en hátíðahöld og til-
tæki hverskonar vegna aldarafmælis
hans hófust þegar kvöldið fyrir fæð-
ingardag hans, 15. janúar, og hefur
h'tið lát orðið á; nú síðast, eða 1. des-
ember, kom t.d. út á vegum Norður-
landahússins og Fróðskaparsetursins
bókin „Úthavsdagar - Oceaniske
dage“, safn fyrirlestra frá alþjóðlegri
ráðstefnu, er hér var haldin í maí í vor
og helguð verkum hans og æskuvinar
hans, frænda og skáldbróður, Jor-
gens-Frantz Jacobsen, en að honum
hefur athyglin einkum beinst að und-
anfömu, og kvöldseta til að heiðra
minningu hans var í Norðurlandahús-
inu á fæðingardegi hans, 29. nóvem-
ber, og samtímis opnuð þar sýning á
ýmsum heimildum, auk handrits hans
sjálfs að skáldsögunni Barböra, sem
flestir töldu glatað en er fyrir stuttu
komið í leitimar.
Þama talaði fyrstur Gunnar Hoy-
dal, formaður rithöfundafélagsins,
m.a. um þýðingu Jprgens-Frantz fyr-
ir færeyskar bókmenntir og sína kyn-
slóð sérstakiega; einnig.yék hann að
BÆKIJR
Þ j ó ð I c g ii r frððleikur
ÖLDIN FIMMTÁNDA
Minnisverð tíðindi 1401-1500.
Óskar Guðmundsson tók saman.
Iðunn, Reykjavík 2000.220 bls.,
myndir.
FÁ rit um liðna tíð hafa notið jafn-
mikilla vinsælda hér á landi og „Ald-
imar“ svonefndu. Útgáfa þeirra
hófst er Öldin okkar kom út um 1950,
og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið: Öld-
in sem leið, fleiri bækur um öldina
okkar, 20. öldina, og enn síðar rit um
16., 17. og 18. öld. Samantekt þessara
rita önnuðust þeir Gils Guðmunds-
son og Jón Helgason (ritstjóri) að
mestu og fórst verkið svo vel úr
hendi að margir munu hafa óttast að
saga „Aldanna" væri öll er Jón lést
og Gils lagði frá sér pennann. Annað
hefur þó komið á daginn og nú hefur
Óskar Guðmundsson tekið saman rit
um 15. öldina. Þar fetar hann dyggi-
lega í fótspor fyrirrennara sinna um
pfnistök ng
Aldarspegill
það svo vel að vart verður á betra
kosið. Hlýtur þetta nýja bindi að telj-
ast fullgildur meðlimur í bókaflokkn-
um ,Aldirnar“ og reyndar er það
betur úr garði gert en ýmis fyrri
bindi. Myndefni er hér meira og
betra, litmyndir margar og tengja
atburði íslenskrar og evrópskrar
sögu, og prentun öll einkar falleg.
Fimmtánda öldin hefur löngum
verið fræðimönnum og öðrum
áhugamönnum um sögu Islendinga
nokkur ráðgáta og lengi vel var saga
hennar minna rannsökuð en saga
næstu alda á undan og eftir. Það tók
fyrst að breytast á 7. áratugnum,
ekki síst vegna rannsókna Björns
heitins Þorsteinssonar, og nú vitum
við að öldin fimmtánda er heillandi
viðfangsefni í íslenskri sögu ekki síð-
ur en erlendri, skeið mikilla átaka og
breytinga, og þó ekki síst tímabil
mikilla samskipta Islendinga við um-
heiminn. A J.5. öld kepptu útlending-
ar um íslenskan fisk, sjávarútvegur
varð helsti útflutningsatvinnuvegur
íslendinga, sem líkast til bjuggu við
betri verslunarkjör á þessum tíma en
nokkra sinni fyrr eða síðar, að loka-
skeiði 20. aldar einu undanskildu.
Mannlíf í landinu var og giska
fjörugt á þessum tíma og þrátt fyrir
að drepsóttir herjuðu bæði í upphafi
aldarinnar og undir lok hennar, get-
ur engum dulist að margt bar við á
íslandi á þessum áram, oft kom til
harðra átaka og nóg var um minn-
isverð tíðindi. Mikil samskipti við er-
lendar þjóðir, einkum Breta og Þjóð-
verja, ollu því einnig að íslendingar
voru á 15. öld í nánari tengslum við
evrópska menningu en næstu aldir á
eftir. Má því með allnokkram rétti
líta á 15. öld sem eins konar menn-
ingarlegt góðæri íslenskrar miðalda-
sögu, blómaskeið sem ríkti áður en
landsmönnum var við siðaskiptin
kippt úr tengslum við Evrópumenn-
inguna, en fengu í staðinn lútherstrú,
og danska einokun í ábæti.
Sú aðferð sem hér er notuð við
miðlun sögulegs efnis, að segja sög-
una í formi frétta og „fréttaskýr-
inga“, er skemmtileg og líkleg til að
vekja áhuga fólks á sögunni. Lesend-
ur geta blaðað í bókinni eins og dag-
blaði, litið á fyrirsagnir og lesið það
sem hugur þeirra stendur til hverju
sinni. Eina skilyrðið er að efnið sé vel
fram sett, ritað á lipra og skýra máli.
Það skilyrði uppfyllir Óskar Guð-
mundsson með ágætum og mynd-
skreyting bókarinnar er með þeim
hætti að hún skilar okkur ótrúlega
miklu af andblæ þessa löngu liðna
tíma.
Hér skal að lokum látin í ljósi ósk
um að útgefendur láti ekki hér við
sitja en hefji sem fyrst undirbúning
að útgáfu hliðstæðs rits um 14. öld.
Verður arftaki Gils Guðmundssonai’
og Jóns Helgasonar er fundinn og
okkur vantar svo sannarlega að-
gengileg og áhugavekjandi rit um
sögu íslendinga. Af þeim verður
aldrei of mikið.
Jón.Þ..Þ.ór