Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDÁGUR 13. DESEMBER 2000 47
VALGERÐUR
SÆMUNDSDÓTTIR
+ Valgerður fædd-
ist. í Litlagerði,
Grýtubakkahreppi,
6. apríl 1931. Hún
lést á líknardeild
Landspítala Kópa-
vogi 4. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sæmundur Reykjalín
Guðmundsson, bóndi
frá Lómatjörn í
Grýtubakkahreppi,
og Guðrún Jónsdótt-
ir, ljósmóðir frá Hóli
í Höfðahverfi. Þau
fluttust að Fagrabæ í
Grýtubakkahreppi 1938 og
bjuggu þar siðan. Eignuðust þau
tíu börn, þau voru Guðbjörg, f.
1929, d. 1986; Valgerður, f. 1931,
d. 2000; Guðmundur, f. 1932; Jön,
f. 1934; Hallur Steingrímur, f.
1935, d. 1984; Anna, f. 1937, d.
1979; Sveinn, f. 1939; Tómas, f.
1943; Sigrún, f. 1944 og Baldur, f.
1946.
Valgerður giftist 28. nóvember
1954 eftirlifandi manni sínum
Indriða Indriðasyni skógfræðingi,
f. 16. apríl 1932. Hann er sonur
Nú er hún Valgerður tengda-
móðir mín farin.
Við heimsóttum oft Völlu og
Indriða á Tumastöðum þegar þau
bjuggu þar, sérstaklega þegar
börnin okkar voru yngri. Ég á
margar góðar minningar frá Tuma-
stöðum þar sem Valla var húsmóð-
ir.
Stuttu eftir að ég kynntist kon-
unni minni vann ég í sumarvinnu á
Tumastöðum við skógræktina. Þar
kenndi Valla mér að þekkja hinar
ýmsu trjátegundir og handtökin
við að gróðursetja plöntur þannig
að sem best færi um þær. Hún
hafði mikinn áhuga á að rækta
plöntur og reyndi ávallt að fá sem
flest afbrigði til að finna út hvað
hentaði best fyrir okkar íslensku
náttúru og veðurfar.
A heimilinu var ávallt snyrtilegt.
Hún vildi ætíð hafa hlutina í röð og
reglu í kringum sig og vann sína
vinnu af mikilli samviskusemi og
alúð. Valla var alltaf róleg og yf-
irveguð og aldrei heyrði ég styggð-
aryrði af hennar vörum.
Hún var góður gestgjafi, það var
alltaf tekið vel á móti okkur og
passað upp á að við fengjum gott
að borða. Hún var líka alltaf hag-
sýn og hugsaði um heimilið og fjöl-
skylduna. Við settum niður kart-
öflur á vorin og tókum upp saman á
haustin. Það var tekið slátur, tínt
rifs, farið í berjamó og gróðursett
tré. Þetta voru skemmtilegar
stundir þar sem öll fjölskyldan
kom saman og oft var kappið þá
mikið. Að verki loknu bar Valla
alltaf fram veglegar veitingar.
Valla hafði mjög gaman af veiði-
mennsku og fór ég oft með þeim
hjónunum að renna fyrir silung og
lax. Ég á margar góðar minningar
frá veiðiferðum okkar saman í
Rangá og að Gíslastöðum við
Hvítá.
Síðustu árin voru erfið hjá Völlu,
hún veiktist af krabbameini árið
1995. Hún sýndi alltaf mikinn styrk
og ótrúlega bjarstýni þrátt fyrir
veikindin. Hún var ákveðin í að
gefast ekki upp og aldrei kveinkaði
hún sér og hélt alltaf í vonina um
bata.
Valla og Indriði fluttu frá Tuma-
stöðum til Reykjavíkur fyrir rúmu
ári. Þau hjónin keyptu sér íbúð og
þrátt fyrir veikindin lagði Valla
hart að sér við að gera hana í
stand. Fyrir stuttu var hún að
sauma ný gluggatjöld, sem var
lokahöndin á góðu verki.
Hlustarðu, í hinsta sinn,
héma, á sönginn minn,
liggur að lyktum inn
lífsferill þinn.
Þar sem um eilíf ár
ofan við jarðlífs fár
Indriða Indriðason-
ar ættfræðings og
Sólveigar Jónsdótt-
ur. Valgerður og
Indriði eignuðust
tvær dætur þær eru
Guðrún, f. 1955, leik-
skólakennari í
Reykjavík, gift Jóni
Ágústi Sigurjóns-
syni rafmagnstækni-
fræðingi. Þeirra
börn eru: Bjarki
Rafn, f. 1979, Vala
Sif, f. 1982, Sindri
Freyr, f. 1990 og
Vera Björk, f. 1992;
Sólveig, f. 1956, tannsmiður, bú-
sett í Kópavogi gift Stefáni K.
Guðnasyni, rafverktaka. Þeirra
böm eru: Indriði, f. 1977, Heiður,
f. 1981 og Arnþór, f. 1983.
Valgerður og Indriði bjuggu á
Tumastöðum í Ujótshlíð frá 1954
til 1999 þegar þau fluttu til
Reykjavíkur. Valgerður og Indr-
iði vom starfsmenn Skógræktar
ríkisins á Tumastöðum.
Útför Valgerðar fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
brosir Guðs himinn hár,
heiður og blár.
(Indriði Þórkelsson.)
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og allar góðu
minningarnar.
Góða ferð Valla, hvíl þú í friði og
guð geymi þig.
Jón Ágúst Sigurjónsson
og böm.
Valgerður Sæmundsdóttir, eða
Valla eins og við yfirleitt kölluðum
hana, var fædd 6. apríl 1931 að
Litla-Gerði í Grýtubakkahreppi við
Eyjafjörð.
Éoreldrar hennar, Sæmundur
Reykjalín Guðmundsson og Guð-
rún Jónsdóttir ljósmóðir, bjuggu
lengst af að Fagrabæ í Grýtu-
bakkahreppi. Valla var næst elst
tíu systkina og byrjaði hún þess
vegna snemma að aðstoða foreldra
sína við heimilisstörf og gæslu
yngri systkina sinna.
Valla kynntist eftirlifandi manni
sínum, Indriða Indriðasyni, er hún
vann að skóræktarstörfum í Vagla-
skógi. Valla giftist Indriða árið
1954 og sama ár flutti þau að
Tumastöðum þar sem hann starf-
aði sem skógfræðingur. Indriði tók
við skógarvarðarstöðu á Tumastöð-
um árið 1964 og þangað komum við
hjónin oft í heimsókn. Við gerðum
ýmislegt saman og má þar nefna
ferðir um Fljótshlíðina og veiðitúra
í Rangá áður en hún varð fræg. Við
fórum líka að veiða í Veiðivötnum.
Einnig eru okkur minnistæð öll
þau skipti sem við tókum saman
naut og úrbeinuðum.
Konan mín leit mjög upp til
Völlu, en hún var i vist hjá henni
sem barnapía. Valla var henni góð
fyrirmynd og var oft eins og henn-
ar önnur móðir enda segir Sólveig
oft þegar vandamál koma upp
„hvernig skyldi Valla hafa gert
þetta“.
Valla var mjög vinnusöm kona
og féll henni sjaldan verk úr hendi.
Hún vann að skógrækt með manni
sínum og var ákaflega fróð um all-
an gróður, það voru fáar plönturn-
ar sem hún þekkti ekki. Skógrækt-
aráhugi þeirra var mjög mikill og
komu þau nokkrum sinnum upp í
Hrauneyjar og Sigöldu og tóku
stiklinga handa okkur til ræktunar.
Margar tegundir og mörg kvæmi
voru gróðursett þar að áeggjan
þeirra.
Valla hélt alla tíð tryggð við fæð-
ingarbyggð sína og á hverju ári
fóru þau hjónin norður í Fagrabæ í
heimsókn. Þau ferðuðust þar um,
fóru í Fjörður, á Flateyjardal og
renndu fyrir fisk í Eyjafirði.
Iddi og Valla undu sér vel á
Tumastöðum þar sem þau eignuð-
ust dætur sínar tvær Rúnu og
Systu og þar ólust þær upp. Iddi
og Valla bjuggu á Tumastöðum Þar
til þau voru rifin upp með rótum
árið 1999. Ég segi rifin upp með
rótum. Alla tíð hefur mönnum ver-
ið kennt það, að ef flytja eigi full-
orðið tré verði að huga vel að rót-
unum og helst að gefa sér góðan
tíma við undirbúninginn.
Yfirmenn skógræktar ríkisins
hafa sennilega ekki heyrt um þetta
þegar sú ákvörðun var tekin að
segja Indriða upp starfi á Tuma-
stöðum.
Uppsögnin kom á versta tíma,
Valla hafði greinst með krabba-
mein og varð hún þess vegna sam-
tímis að berjast við veikindin og yf-
irgefa Fljótshlíðna þar sem henni
hafði liðið svo vel í þessi 45 ár. Þau
fluttu til Reykjavíkur og keyptu
sér íbúð í Ljósheimum, sem þau
voru nýbúin að taka í gegn þegar
kallið kom.
Kæra Valla, takk fyrir samfylgd-
ina í gegnum árin.
Indriði, Rúna, Systa og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur okkar
innilegustu samúðarkeðjur, Guð
veri með ykkur á þessum sorgar-
tímum.
Björn Sverrisson, Búrfelli.
HALLDORA K.
SIGURÐARDÓTTIR
+ Halldóra K. Sig-
urðardóttir
fæddist í Görðum,
Sæbóli, Aðalvík 6.
desember 1920. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
í Reykjavik 1. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Áskirkju
12. desember.
Elsku besta Dóra
Nú ertu farin frá okkur
elsku besta vinkona.
Við kynntumst fjög-
urra ára gamlar á Súðavík og þú
varst vinkona mín alla ævina. Við
misstum aldrei sambandið þrátt fyr-
ir aðskilnað á unglings-
árum, þessi vinátta var
ómetanleg.
Það er sárt að sjá á
eftir þér en ég er þakk-
lát fyrir að þú fáir loks-
ins friðinn.
Guð geymi þig og
megi hann veita fjöl-
skyldu þinni og að-
standendum styrk og
kraft.
Farþúífriði,
friður Guð þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og
allt.
(V. Briem.)
Kveðja,
Guðríður Markúsdóttir.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka og börn, skóla-
göngu og störf og loks hvaðan út-
för hans fer fram. Ætlast er til að
þessar upplýsingar komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í greinunum
sjálfum.
RAGNHEIÐUR
BJARNADÓTTIR *
+ Ragnheiður
Bjarnadóttir
fæddist á Hesteyri
við ísafjarðardjúp
20. september 1923.
Hún lést á beimili
sínu 29. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 5. des-
ember.
Elsku amma mín.
Ég kveð þig með
söknuð í hjarta og vona
að þér líði vel þar sem
þú ert núna. Ég vil þakka þér fyrir all-
ar góðu stundimar sem við áttum
saman og allt sem þú kenndir mér.
Elsku amma, ég vil þakka þér sam-
fylgdina. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu.
Leiddu mína litlu hendi,
yúfiJesúþérégsendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíðiJesúaðmérgáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Kveðja,
Ágúst.
Elsku amma litla.
Nú hefur þú kvatt okkur, í þessu
lífi. Við vitum að þú ert komin á góðan
stað þar sem þér h'ður vel. Við hefðum
vijjað hafa þig hjá okkur alla ævi, en
hver er ekki eigingjam á ömmu sína?
Þú tókst okkur alltaf opnum örm-
um og alltaf var nóg pláss og nægur
tími fyrir okkur. Góðu minningamar
sem við eigum um þig em svo margar
að ekki væri pláss fyrir þær allar í
þessu blaði.
Langömmubarnið þitt, Katrín Lóa,
biður að heilsa og hefði
gjaman viljað koma í
eina heimsókn i viðbót
með kleinupoka handa
þér.
Við kveðjum þig með
virðingu, þökk og sökn-
uði en vitum að afi bíður
þín við hlið himnaríkis.
Blessuð sé minning
þín.
Vertuyfirogalltum
kring
með eilífri blessun þinni.
Sifji guðs englar saman í
hring
sænginnijfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja,
Ragnheiður og Guðrún.
Elsku amma mín.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á
að byrja því þegar ég horfi til baka
rifjast upp fyrir mér svo ótrúlega
margar góðar minningar um þig.
Þessar minningar mun ég geyma í
hjarta mínu alla ævi. Elsku amma,
fyrir mér varst þú meira en bara,*
amma, þú varst góður vinur og stór
hluti af fjölskyldu minni.
Eg þakka þau ár sem ég áttí
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfm úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig.
G. Benjamín (Benni).
t
Maðurinn minn og bróðir okkar,
KRISTINN GUÐSTEINSSON
garðyrkjumaður,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Hrísateig 6,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
14. desember kl. 13.30.
Elísabet Magnúsdóttir
og systkini hins látna.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS INGIMUNDARSON,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjör-
gæsludeildar Landspítalans við Hringbraut.
Kristjana Guðný Eggertsdóttir,
Eggert Árni Magnússon, Guðlaug Nanna Ólafsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Jeffrey Gailiun,
Inga Steinunn Magnúsdóttir,
Kristjana Vigdís Magnúsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson,
Hildur Guðrún Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUNNARS GfSLASONAR,
Grundargerði 12,
Reykjavík.
Kristín Sveinsdóttir,
Gísli Pétur Gunnarsson, Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Lára Lilja Gunnarsdóttir, Bjarni Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.