Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Tækniskóli Islands er
háskóli atvinnulífsins
STARF Tækniskóla
íslands fór vel af stað
og hefur haustið verið
með líflegasta móti.
Nemendum fjölgaði
umtalsvert á milli ára
og voru rúmlega 700
nemendur skráðir til
-Tíáms í haust en voru
um 600 á vorönn.
Hluta af þessari fjölg-
un má skýra með öfl-
ugu kynningarstarfi
TI í framhaldsskólum
landsins en nemendur
við skólann hafa verið
í fararbroddi þeirra
kynninga og tekist
mjög vel til. Á haust-
dögum hafa 5 framhaldsskólar
þegar verið heimsóttir og þeim
mun fjölga þegar ríkið hefur geng-
ið til samninga við Félag fram-
haldsskólakennara. Á haustdögum
tók skólinn þátt í fræðsluátaki
Menntar og menntamálaráðu-
,/?.eytisins og kynnti starfsemi sína
og gafst einnig gott tækifæri til
þess á Agora hugbúnaðarsýning-
unni í Laugardalshöll í október. Þá
hefur TÍ boðið til sín fulltrúum frá
símenntunarmiðstöðvum og svæð-
isvinnumiðlunum alls staðar af
landinu til kynningar á námsleið-
um skólans. Mikilvægt er að koma
upplýsingum um námsmöguleika
við TÍ til breiðari hóps en fram-
haldsskólanema einna. Aldur nem-
enda við TI er gjarnan hærri en í
öðrum háskólum og skýrist m.a. af
Tnntökuskilyrðum hans. Lögð er
áhersla á að nemendur hafi áunnið
sér reynslu úr atvinnulífinu ekki
síður en af bóklegu námi auk þess
sem nám til iðnfræðings höfðar til
hóps sem þegar er kominn með
starfsmenntun og reynslu en
hyggur á frekara nám.
Þessi mikla fjölgun nemenda á
milli ára kallar á aukið húsnæði og
er þegar hafín vinna við endurbæt-
ur og hönnun á kjallarahæð húss-
ins sem taka á í gagnið í tveimur
áföngum. Áætlað er að fyrri
áfanga verði lokið á vordögum
2001. Þar munu m.a. verða stofur
fyrir verklegar æfíngar, fjölnota
kennslustofur og mötuneyti.
Jv I sumar var komið upp þráð-
lausu netkerfi í húsnæði skólans
og gengið til samstarfs við Opin
kerfi og S24 um fartölvukaup og
fjármögnun þeirra. Skapar þetta
mikið hagræði í námi nemenda,
Svandís
Ingimundar
betri tímastjórnun,
skipulag og utanum-
hald námsins.
Af frekara sam-
starfi má nefna sam-
starfssamning Teymis
og námsbrautar í upp-
lýsingatæknifræði við
TÍ frá því í haust.
Teymi lætur skólan-
um í té Oracle hug-
búnað, kennsluefni og
kennara og læra nem-
endur um nýjustu
kenningar og tækni á
sviði gagnagrunna.
Samstarf þetta er
hluti af alþjóðlegu
verkefni Oracle
Corporation sem ber nafnið Oracle
Academic Initiative. Nám til B.Sc.
gráðu í upplýsingatæknifræði tek-
ur þrjú og hálft ár og hófst
kennsla haustið 1999. Þá má nefna
að nýlokið er námsstefnu VISTA
sem haldin var í TÍ og fjallaði um
nýjungar í hug- og vélbúnaði frá
National Instruments.Ljóst má
vera að samstarf skólans við þá
sem standa í eldlínu atvinnulífsins
er verðandi upplýsingatæknifræð-
ingum framtíðarinnar gott vega-
nesti. Nemendum fjölgaði umtals-
vert í haust og er ánægjulegt frá
því að segja að konur eru nú um
þriðjungur nemenda í upplýsinga-
tæknifræði.
Atvinnulífið kemur víðar við
sögu í námi og kennslu við skól-
ann. I sumar gerði byggingadeild
TÍ samning við verkfræðistofuna
VSÓ og munu verk- og tæknifræð-
ingar frá þeim kenna fram-
kvæmdafræði við deildina í vetur.
Ómetanlegt er fyrir nemendur
að njóta þessara milliliðalausu
tengsla við atvinnulífið í námi sínu
og fá með þeim hætti vitneskju um
það sem helst er á döfinni í faginu
á hverjum tíma.
Nýlega var ráðinn forstöðumað-
ur alþjóðaskrifstofu að TÍ en skól-
inn hefur mikið og gott samstarf
við ýmsa háskóla á Norðurlöndum,
í Eystrasaltsríkjum og í ESB-
löndunum og skilgreinda sam-
starfssamninga við hluta þeirra.
Nemenda- og lektoraskipti fær-
ast í vöxt og algengast er að er-
lendir nemendur komi hingað til
að leggja stund á alþjóðamarkaðs-
fræði í rekstrardeild skólans enda
fer öll kennsla þar fram á ensku.
Fimm nemar frá TÍ eru í vetur að
Tappurinn!
Nám
Tækniskóli íslands er í
örri þróun, segir Svan-
dís Ingimundar, og
kappkostar að efla enn
frekar og styrkja tengsl
við atvinnulífið.
Ijúka námi sínu í iðnrekstrarfræði
með því að taka lokaönnina við
Karel de Grote skólann í Ant-
werpen í Belgíu.
Öflugt samstarf er milli bygg-
ingadeildar TI og tækniháskóla
bæði í Danmörku og Þýskalandi.
Þrír nemendur frá Horsens Poly-
tecnic eru hér að vinna að loka-
verkefnum sínum og munu verja
þau við Tækniskóla Islands. Fjmm
nemendur hafa farið frá TÍ til
Fachhocschule Kiel sem og einn
lektor sem gestafyrirlesari og kom
lektor frá Kiel á haustdögum með
fyrirlestur um förgun sorps. Þá er
TÍ einnig með samstarfssamning
(Erasmus) við Fachhochsehule
Neubrandenburg. Stefnt er að því
að auka enn frekar þessi samskipti
á komandi misserum enda ákaf-
lega mikilsvert, á dögum hverfandi
landamæra og alþjóðavæðingar, að
þekking og nýjungar skili sér sem
fyrst til nemenda.
Tækniskóli Islands gekk inn í
samstarfsnet norrænna tækni-
fræðiskóla í október sl. er þjóð-
irnar funduðu hér. Bygginga-, raf-
magns- og upplýsingatæknideildir
eru aðilar að samstarfinu. Þessi
samstarfsvettvangur mun efla
rannsóknarsamstarf kennara sem
og samstarf þeirra við gerð
kennslugagna, forrita og kennslu-
bóka og við eflingu fjarkennslu.
Á haustdögum voru hér á ferð
lektorar frá Malardalens högskola
í Svíðþjóð með fjögurra daga fyr-
irlestraröð á vegum véladeildar
skólans. Var hér um að ræða ein-
staklega gott innlegg í nám nem-
enda við deildina og vöktu fyr-
irlestrarnir athygli út fyrir
skólann í raðir starfandi fagfólks.
Einkavæðingu Tækniskóla Is-
lands hefur borið á góma und-
anfarin misseri og er starfandi
undirbúningsfélag í þeim tilgangi
að kanna möguleika hennar. í
stjórn þess félags eru fulltrúar frá
Samtökum iðnaðarins, Tæknifræð-
ingafélagi Islands, Rannsókna;
stofnunum atvinnuveganna og ASI
í samstarfi við menntamálaráðu-
neytið. Segja má að undirbúnings-
starf þetta hafi allt heldur dregist
á langinn og enn er ekki ljóst hve-
nær, eða hvort, niðurstaða fæst.
Það er deginum ljósara að lausn
þarf að finnast á þessu mikilvæga
máli hið fyrsta svo þessi umræða
öll fari ekki að hafa áhrif á fram-
gang nemenda og starfsfólks við
skólann. Öllum óvissuþáttum þarf
að eyða svo öflugt skólastarf á
sviði tækni, reksturs og heilbrigð-
isgreina megi halda áfram að vaxa
og þróast, hér eftir sem hingað til.
Tækniskóli íslands er í örri þró-
un og kappkostar að efla enn frek-
ar og styrkja tengsl við atvinnu-
lífið enda slíkt samstarf
aðalsmerki háskóla atvinnulífsins.
Nemendur TI eru eftirsóttur
starfskraftur, nám þeirra álitið
mjög í takt við nýja tíma og bera
þeir skóla sínum vel söguna. Það
kom berlega í ljós í könnun sem
gerð var meðal nýnema í haust.
Þeir voru m.a. spurðir að því hvers
vegna þeir höfðu valið nám við TI.
í ljós kom að öflugustu erindrekar
skólans eru nemendur hans, bæði
núverandi og fyrrverandi. Þeir
mæla hiklaust með námi við
Tækniskóla íslands og er það sú
besta auglýsing sem nokkur skóla-
stofnun getur fengið.
Höfundur er námsráðgjafi og kynn-
ingarfulltrúi Tækniskóla íslands.
KRINGIUNNI
Akstur og umferðarslys
ALLTAF eru að
berast fréttir af um-
ferðarslysum, sumum
alvarlegum og öðrum
ekki, en ekkert bólar
á aðgerðum til að
draga úr þessum
ósköpum. Er ekki
kominn tími til fyrir
stjórnvöld og Alþingi
að fara að taka á
vandamálinu og gera
eitthvað raunhæft.
Það er búið að sanna
sig að áróður umferð-
arráðs og pappírs-
löggur dómsmála-
ráðuneytis gera lítið
sem ekkert gagn. Það
Karl Gústaf
Ásgrímsson
er ekki nóg að auglýsa slysalausan
dag, því þótt hægt sé með áróðri
að ná einum og einum degi slysa-
lausum verða þau bara fleiri dag-
inn eftir. Ef einhver lausn er til á
þessum vanda er það ekki pappírs-
eða gervilöggur. Margir tala um
að aðalvandamálið sé of mikill
hraði og er það ekki svo? Við vit-
um fyrir víst að eftir því sem hrað-
inn er meiri við árekstur eða önn-
ur umferðaróhöpp, því alvarlegri
eru slysin.
Til að bæta úr þessu ófremdar-
ástandi er fyrsta skilyrði að lækka
hraða því það sést að þegar um-
ferðarþungi á vegum eykst og
hraði lækkar fækkar alvarlegum
slysum. í öðru lagi er nauðsynlegt
að hækka aftur ökuleyfisaldur í
a.m.k. 18 ár því sannað er að
yngstu ökumennirir valda mestu
tjóni í umferðinni. í þriðja lagi er
nauðsynlegt að herða viðurlög við
hraðakstri og lögreglu ber að
kæra strax og farið er yfir hraða-
mörk.
Það ætti að vera hagsmunamál
allra að fækka slysum og örugg-
asta ráðið til þess er að lækka
hraða því það er augljóst að að
tjón verður mun minna við árekst-
ur ef hraðinn er lægri, þannig að
miklu meiri líkur eru á að sleppa
lifandi úr árekstri á 70 km hraða
en á rúmlega 100 km hraða og tjón
á ökutækjum verður líka minna.
Þegar umferðarslys verða er of
mikill hraði oftast aðalorsök. Þó að
oft sé hálku, lausamöl, mjórri brú,
hrossum og kvikfénaði eða ein-
hverju öðru kennt um er það oft-
ast hraðinn; ökumenn aka ekki eft-
ir aðstæðum, hægja
ekki á i hálku, lausa-
möl, við mjóar brýr
eða við aðrar þær að-
stæður, þar sem sér-
stakrar aðgæslu er
þörf. Kyrrstæður
hlutur veldur ekki
árekstri, heldur sá
sem er á hreyfingu,
þannig að lausamöl,
háll vegur eða mjó
brú geta ekki valdið
árekstri, heldur of
mikill hraði og rangt
mat ökumanns á að-
stæðum og ef hraðinn
væri minni en nú er
leyfður hefðu öku-
menn mun meiri tíma til að átta
sig á aðstæðum.
Við búum ekki í svo stóru landi
Umferðarmenning
Við höfum hvorki vegí,
segir Karl Gústaf
Ásgrfmsson, né veðr-
áttu fyrir þann hraða
sem nú er á vegunum.
að það skipti miklu máli tímans
vegna hvort leyfður ökuhraði er
sextíu til sjötíu km eða níutíu eins
og nú er, en það er staðreynd að
þorri íslendinga getur ekki ekið á
löglegum hraða, þarf að aka tíu til
tuttugu km yfir, þannig að þegar
hraðinn var sextíu km var ekið á
sjötíu til áttatíu km hraða og núna
aka flestir á um eitt hundrað og
fimm til eitt hundrað og tíu km
hraða. Ég er búinn að vera viðloð-
andi umferð í rúmlega fímmtíu ár
og hefur þetta alltaf verið svona,
menn aka tíu til tuttugu km hraðar
en lög leyfa. Ég vil fullyrða það að
með lækkun hraða í t.d. sjötíu km
hraða mun alvarlegum slysum,
örkumlum og dauðaslysum stór-
fækka og eignatjón minnka mikið
og þá yrði almennur ökuhraði ná-
lægt því sem lög leyfa nú. Núna
þegar ég er að skrifa þetta berast
fréttir norðan úr Fljótum að rúta
með þrjátíu og níu manns hafi far-
ið útaf og oltið á hliðina og flestir
slasast eitthvað. í fréttinni var tal-
að um að ökumaður hafi þurft að
nauðhemla vegna hesta og því
misst stjórn á bifreiðinni, en hálka
var á vegi. Var ökuhraði miðaður
við aðstæður?
Hver er ábyrgur fyrir þessum
slysum öllum aðrir en ökumenn,
sem ekki aka eftir aðstæðum og
eru ekki dómbærir á ástand vega
og aðstæður framundan? Það er
hæstvirt ríkisstjórn okkar og
hæstvirt Alþingi, sem bera mesta
ábyrgð, því þau hafa samið reglur
og lög, sem ökumenn eiga að fara
eftir, en eins og kom fram hér áð-
ur aka íslendingar fimmtán til
tuttugu km hraðar en lög leyfa og
er það skylda Alþingis að taka til-
lit til þess þegar lög um ökuhraða
eru samþykkt. Eins ber að taka
tillit til þess að sagt er að ríkislög-
reglustjóri leyfi allt að fimmtán
km meiri hraða en lögin.
Ef einhver vilji er hjá ríkis-
stjórn og Alþingi að draga úr þess-
ari slysatíðni á vegum landsins
verður að breyta lögum um öku-
hraða niður í sjötíu km til að fá
hann niður í það sem lögin leyfa
núna, en ef þeim er alveg sama,
eða vilja fjölga slysum, skulu þeir
láta lögin vera óbreytt, því ef ekk-
ert er gert fer hraði hækkandi og
stórslysum fjölgar þegar fólk er
búið að átta sig á því að leyfður
hraði í dreifbýli er eitt hundrað og
fjórir km ef það er rétt að
ríkislögreglustjóri láti ekki kæra
fyrr en hraðinn er meiri en fjórtán
km yfir lögleyfðum hraða. Þar sem
íslendingar þurfa að aka tíu til
tuttugu km hraðar en leyft er þá
verður umferðarhraðinn í dreifbýli
nálægt eitt hundrað og þrjátíu km
áður en langt um líður ef ekkert er
að gert og slysa- og tjónatíðni
stórhækkar.
Það þýðir ekkert að búa til
pappírslöggur og sýna myndir af
lögreglustjórum gullborðalögðum
upp að öxlum, fólk bara brosir eða
jafnvel hlær að þessu. Raunveru-
leg löggæsla og ökuhraði miðaður
við íslenskar aðstæður og íslenska
ökumenn er það eina sem dugar ef
á að fækka dauða- og stórslysum á
vegum landsins. Við höfum hvorki
vegi eða veðráttu fyrir þann hraða
sem nú er á vegunum.
Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrv.
bifreiðaeftirlitsmaður.