Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 60

Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 60
30 ífc— MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Islensk-kínverska við- skiptaráðið fímm ára ÁRIÐ 1995 stofnuðu eitt hundrað fyrirtæki Islensk-kínverska við- skiptaráðið en eins og nafnið gefur til kynna er hlutverk þess að stuðla að auknum við- skiptum milli íslands og Kína. Ekki er of- mælt að starfsemi við- sídptaráðsins hafi staðið með nokki-um blóma síðan það var stofnað. Það gefur út fréttabréf með marg- víslegum upplýsingum um viðskíptí milli landanna, stendur fyr- ir hópferð fulltrúa ís- lenskra fyrirtækja á viðskiptasýn- ingar í Kína og veitir fyrirtækjum margvíslegar upplýsingar og aðstoð við að fóta sig í viðskiptum þar eystra. Þá hefur ráðið staðið fyrir Kínverskum dögum hérlendis. Helsti samstarfsaðili Íslensk-kín- verska viðskiptaráðsins í Kína er Alþjóðaviðskiptaráðið (China Coun- for Promotion of International Trade.) Mörg sóknarfæri í Kína Mörg íslensk fyrirtæki hafa á síð- ustu árum reynt að hasla sér völl á Kínamarkaði en því miður fæst náð árangri við að selja fullunnar vörur þangað. Hefur íslenskum fyrirtækj- um reynst mun auðveldara að kaupa vörur frá Kína en selja þang- að og búa þar margvíslegar ástæð- ur að baki. Óhætt er þó að segja að þau fyrirtæki, sem á annað borð hafa náð árangri á Kínamarkaði, séu vel í stakk búin til að sækja enn frekar inn á hann og auka umsvifin. Margir gera sér ekki grein fyrii- því hve mörg íslensk fyrirtæki leggja hart að sér við að ná fótfestu fyrir útflutningsvörur þjóðarinnar á Kínamarkaði. Önnur fyrirtæki flytja inn ódýrar vörur frá Kína sem er ekki síður til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þegar haft er í huga hve aðstæður eru erfiðar á Kínamarkaði kemur í raun á óvart Sigtryggur R. Eyþórsson hve mikla þrautseigju íslensk fyrirtæki hafa sýnt þar og sum hver náð aðdáunarverðum árangri. Til að gefa lesendum hugmynd um umsvif Islendinga í Kína verður nú fjallað um starfsemi nokk- urra fyrirtækja þar. Lýsi hf. hefur um árabil selt lýsi til fóð- urgerðar í Kína. Fyr- irtækið reynir nú að markaðssetja neyt- endavörur sínar þar eystra og fyrstu send- ingarnar af lýsi til manneldis eru farnar „Hjálpum þeim sem j ekki gela lijálpað sér sjálfir. Þarf að segja nokkuð meira?" | Iðiifey þikofi'iitóMii Gíróst'ðlar UkkÍ** frammi <Otr i ttUum bfinkum, sparisjóóum \\i[J og á pöstbúsum. MMIfAfimW KIDKJUNNAH Cr ‘ FERSKT • FRAMANDt • FRUMLEGT | Cjafakörfur fyrir sælkera þangað. Sameinaðir útflytjendur ehf. hafa frá árinu 1994 selt rækju og aðrar Viðskipti Þrátt fyrir að íslensk- kínverska viðskipta- ráðið sé aðeins fimm ára gamalt, segir Sigtryggur R. Eyþórs- son, er þar samankomin mikil kunnátta og reynsla í þessum efnum. sjávarafurðir til Kína. Þeir eru einnig umboðsmenn fyrir kínversk- ar skipasmíðastöðvar og þar eru nú þrjú skip í smíðum fyrir milligöngu þeirra. Alls eru fimmtán skip í smíðum í Kína fyrir íslenska aðila. X-18 hf. fjöldaframleiðir skó í Kína en selur framleiðslu sína í 37 löndum. Áætlað er að í ár framleiði fyrirtækið 300 þúsund skópör og velta þess nemi um 430 milljónum króna. Fyrirtækið stefnir að því að auka umsvif sín verulega. Netverk ehf. framleiðir hugbún- að á sviði fjarskiptatækni og hefur þegar náð góðum árangri við að selja vörur sínar í Suðaustur-Asíu. Fyrirtækið starfrækir útibú í Hong Kong og er það nú að hefja mark- aðssókn í Kína. Stóru fisksölufyrirtækin, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. og SÍF hf., hafa um árabil selt Kín- verjum fisk en hingað til hefur magnið verið lítið. Nýlega bárust fregnir af því að „Arctic Trucks", dótturfyrirtæki P. Samúelssonar ehf., hefði gert sam- starfssamning við bandarískt fyr- irtæki um framleiðslu á jeppa- dekkjum í Kína undir merkjum „Arctie Trucks.“ íslenskar verkfræðistofur hafa miðlað íslenskri þekkingu og reynslu vegna hagnýtingu jarðhita til Kínverja. Viðskiptin nema hundruðum milljóna frá 1994 og er í raun um nýjan og ört vaxandi út- flutningsiðnað að ræða. Fyrir for- göngu íslenska sendiráðsins í Kína hefur nú verið undirritað sam- komulag um að Virkir hf. og Orku- veita Reykjavíkur veiti víðtæka ráðgjöf og aðstoði við lagningu tveggja hitaveitna í nágrenni Pek- ing. Silfurtún ehf. framleiðir sérhæfð- an vélbúnað til framleiðslu á pappa- umbúðum. Um nokkurra ára skeið varði fyrirtækið miklum tíma og peningum til markaðssetningar í Kína en án tilætlaðs árangm-s og hefur nú dregið sig í hlé af þeim markaði. Fyrír um fimm árum könnuðu nokkur íslensk verktakafyrirtæki möguleika á verktöku í tengslum við uppbyggingu í Kína. Eftir tölu- verða skoðun og viðræður við kín- verska aðila var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöll- ur fyrir slíkum viðskiptum að svo stöddu. Hins vegar hafa kínversk verktakafyi'irtæki boðið í stórverk- efni vegna virkjanaframkvæmda hérlendis. Góður undirbúningur mikilvægur Hér hefur verið stiklað á stóru í starfsemi íslenskra fyi-irtækja í Kína en búast má við því að eftir því sem þessi markaður opnast frekar muni miklu fleiri reyna að komast inn á hann. I könnun sem gerð var meðal íslenskra fyrir- tækja, sem eiga nú þegar viðskipti við Kínverja, kemur fram að háir tollar og skriffinnska í Kína standa helst í vegi fyrir því að þeim takist að auka umsvif sín þar. Væntanleg aðild Kína að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO) mun líklega hafa í för með sér tollalækkanir fyrir íslenskar vörur sem seldar verða þangað. Líklegt er að helstu sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í Kína verði á sviði sjávarútvegs, jai'ðhitatækni, hugbúnaðarfram- leiðslu, iðnaðarvöru og fjárfestinga. Mikilvægt er að íslensk fyrir- tæki, sem hafa hug á að sækja á Kínamarkað, undirbúi sig vel. Kín- verska viðskiptaumhverfið er mjög ólíkt því sem Islendingar þekkja og er því nauðsynlegt að skilgreina markmið áður en farið er af stað og vanda val viðskiptavina. Þrátt fyrir að Islensk-kínverska viðskiptaráðið sé aðeins fimm ára gamalt er þar samankomin mikil kunnátta og reynsla í þessum efnum sem fyr- irtæki innan þess eru reiðubúin að miðla af. Þá hafa utanríkisráðu- neytið og íslenska sendiráðið í Pek- ing reynst íslenskum fyrirtækjum vel og má því einnig benda á þjón- ustu þeirra. Á síðasta ári gaf Islensk-kín- verska viðskiptaráðið út skýrsluna „Island í kínverskum veruleika" en í henni er fjallað ýtarlega um kín- verskt starfsumhverfi og viðskipti Islendinga og Kinverja undanfama áratugi. Skýrslan fæst á skrifstofu Samtaka verslunarínnar og mun án efa koma þeim að gagni sem hyggja á markaðssókn í Kína. Höfundur er formaður Islensk- kúiverska viðskiptaráðsins. Ráðningarþjónustan www.radning.is Suðurlandsbraut 6 • s.S68 3333 Lfsthús f Laugardal, Engjatelgl 17, ® 568 0430 KRABBAMEINSFELAGIÐ Grundvallar- forsendur krabba- meinsleitar KRABB AMEINSFE LAGIÐ hefur borið ábyrgð á framkvæmd skipulegrar leitar að krabbamein- um í leghálsi og brjóstum og tekið þátt í fræðslu fyrir almenn- ing um áhættuþætti og byrjunareinkenni krabbameina. Tilgang- ur þessarar greinar er að gefa innsýn í hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanir um krabbameinsleit og hvenær unnt er beita skipulegri leit. Skilgreining krabbameinsleitar Eins og fram kom í fyrri grein greinarhöf- undar fellur krabba- meinsleit undir annað Kristján Sigurðsson stig forvarna (Morgunblaðið grein 1). Tilgangur leitar er að koma í veg fyrir myndun krabbameina með því að finna forstig þeirra áður en ífarandi vöxtur hefur myndast eða þá að finna mein á hulinstigi, þ.e. eftir að ífarandi vöxtur hefur byrjað en áður en það leiðir til einkenna. Rannsóknaraðferðir til að greina forstig og hulinstig eru ennþá að- eins aðgengilegar fyrir fá krabba- mein. Krabbameinsleit getur farið fram sem skipuleg eða sjálfboðuð leit. Skipuleg leit fer fram eftir fyr- irfram ákveðnu skipulagi þar sem einstaklingar í ákveðnum aldurs- hópi eru boðaðir til hópleitar eða leitar hjá lækni. Sjálíboðuð leit styðst ekki við fyrirfram skipulagða áætlun og fer fram á stofu hjá lækni sem beitir leitaraðferð að beiðni einstaklings eða vegna gruns um að hann sé með sjúkdóminn eða tilheyri áhættuhópi. Skipuleg sjúkdómaleit Skipuleg sjúkdómaleit merkir að stórum hópi af einkennalausum og í flestum tilvikum heilbrigðum ein- staklingum er boðið til leitar fyrir tilstuðlan eða með samþykki heil- brigðisyfirvalda. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Alþjóða krabbameinssamtökin setja eftir- farandi ströng skilyrði fyrir slíkri leit: sl. Sjúkdómurinn sem leitað er að þarf að vera verulegt heilbrigð- isvandamál og valda verulegri dánartíðni eða sjúkleika. 2. Sjúkdómurinn þarf að hafa greinanlegt forstig/hulinstig og góð þekking þarf að vera á þró- un hans. 3. Rannsóknaraðferð, viðunandi næm og sértæk, þarf að vera að- gengileg í því skyni að greina forstigið/hulinstigið. 4. Rannsóknin má ekki fæla fólk frá þátttöku vegna sársauka og óþæginda og búast verður við að þátttökuhlutfall verði hátt í þeim hópi sem boðaður er. 5. Meðferð til lækningar, tæki, heilbrigðisstarfsfólk og aðstaða til meðferðar þarf að vera fyrir hendi. 6. Akveðið verður að vera hvaða skilyrði þeir eiga að uppfylla, sem fara í meðferð. 7. Markhópur sem leita á í þarf að vera þannig skilgreindur að tíðni forstigs/hulinstigs sé þar svo há að svari kostnaði að leita í þeim hópi. 8. Kostnaður samfélagsins, þar með talið eftirlit og meðferð, þarf að vera innan vissra við- miðunarmarka. 9. Ákvörðun um að hefja skipulega leit skal byggð á niðurstöðum slembivalsrannsókna og þeirri vissu að leitin minnki ekki lífs- gæði þátttakenda. 10. Fylgjast þarf með framþróun og kanna gildi nýrra rannsóknaraðferða. Rannsóknaraðferð Næmi og sértæki. Þessi gildi ráða úrslit- um um það hvort rann- sóknaraðferð telst nýt- anleg til leitar. Næmi gefur til kynna mögu- leika aðferðarinnar tU að greina þá sem sjúk- ir eru. Hátt næmi merkir því að aðferðin segi til um flesta þá sem eru sjúkir og lágt næmi að aðferðin missi af mörgum sjúkum. Sértæki gefur til kynna möguleika aðferðarinnar að greina rétt þá sem eru heilbrigðir. Því hærra sértæki, Sjúkdómar Krabbamein í blöðru- hálskirtli, segir Kristján Sigurðsson, eru nú al- gengustu krabbameinin hjá körlum og brjósta- krabbamein hjá konum. því færri greinast með „falskt já- kvæða“ niðurstöðu, þ.e. virðast vera sjúkir án þess að svo sé. Lækkandi sértæki leiðir til vaxandi kostnaðar við leitina þar sem boða þarf heil- brigða einstaklinga með falskt já- kvæða niðurstöðu til frekari skoð- unar. Ofugt samspil er milli næmis og sértækis sem merkir að aðferð með háu næmi hefur lægra sértæki og öfugt. Kostnaðarmörk. Hvað kostnað snertir er oftast miðað við að kostn- aði við leitarstarfíð sé skipt á hvert „lífár“ sem leitin gefur af sér. Þetta merkir að reiknað er út hvað leitin bjargar mörgum mannslífum og síðan er reiknaður sá fjöldi ára sem leitin bætir við líf þessara einstak- linga. Þetta hefur eðlilega í för með sér að yngri einstaklingar gefa hver um sig fleiri lífár en hinir eldri. Á móti kemur að sjúkdómurinn er oft algengari meðal hinna eldri og þeir geta því gefið samanlagt fleiri lífár. Þegar reiknað er út hvort leit borgi sig fyrir þjóðfélagið er oftast miðað við hvað opinber sjúkratryggingar- kerfi eru tilbúin að greiða mikinn kostnað á hvert unnið lífár. Mestur kostnaður er í dag greiddur af „Medicare" í Bandaríkjunum fyrir leit að brjóstakrabbameinum með brjóstamyndun, um 40.000 dalir á lífár. Önnur viðmið eru kostnaður reiknaður á lífár sem umreiknuð eru með tilliti til lífsgæða eða á lífár sem eru laus við elliglöp. Slembivalsrannsóknir í dag er þess krafist að ákvörðun um að hefja leit skuli byggð á nið- urstöðum slembivalsrannsókna. Áð- ur en slík rannsókn fer fram hafa verið gerðar könnunarrannsóknir. Slembivalsrannsókn merkir að valdir eru af handahófi einstakling- ar sem kallaðir eru til rannsóknar og annar hópur, sem ekki er boð- aður, valinn til viðmiðunar. Niður- stöður (dánartíðni) í þessum hópum eru síðan bornar saman og hafi boð- aði hópurinn marktækt lægri dán-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.