Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 64
% 64 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bragginn flytur verkefni til Eyja Vestmannaeyjum - Það er ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug, þegar þeir ætla að láta sprauta bíl- inn sinn, að leita til Vestmannaeyja. En bræðumir Gunnar Darri og Jón Steinar Adólfssynir eru á leið í vík- ing og ætla sér að ná í aukin verk- efni fyrir nýtt og glæsilegt sprautu- og réttingaverkstæði sitt á fasta- landinu og hefur þeim þegar orðið nokkuð ágengt. Það var fyrsta nóvember árið 1987 sem þeir bræður hófu rekstur Braggans í 130 fermetra húsnæði, gömlum bragga sem fyrirtækið heitir eftir. En síðan þá hafa margir litrar af lakki þakið bílaflota Eyja- manna og nú á þessum dögum eru þeir að ljúka við framkvæmdir á alls 460 fermetra húsnæði sem byggt hefur verið utan um gamla bragg- ann þar sem öll aðstaða fyrir menn og bíla er eins og best verður á kos- ið á íslandi í dag. Flísalagður sprautuklefí Smekkvísi og snyrtimennska er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður lítur á aðstæður hjá þeim bræðrum. Viðskiptavinir bif- reiða- og sprautuverkstæða eru ekki vanir því að allir veggir séu lagðir hvítum flísum og gólf einnig Sigfús R. Sigfússon, forstjúri Heklu, afhendir Atla Dagbjartssyni ávisun upp á 1,1 milljón króna til uppbyggingar Barnaspítala Hringsins. Hekla styrkir Barna- spítala Hringsins VIÐ upphaf aðventuboðs Heklu af- deildarinnar, tók við gjöfinni og henti Sigfús R. Sigfússon, forstjóri þakkaði þann höfðingsskap sem Heklu, gjöf til Barnaspitala Hrings- lægi að baki gjöf sem þessari og ins að upphæð kr. 1.100.000. Atli þann velvilja sem Barnaspítali Dagbjartsson, yfirlæknir barna- Hringsins nyti meðal almennings. Sagi Almrqywor III. bindi - 1906-1918 Höfundur: Jón Hjaltason Sem fyrr fer Jón Hjaltason ótroðnar slóðir í söguritun sinni. I Sögu Akureyrar segir jafnt frá konungum og skækjum, höfð- ingjum og beiningamönnum. Þar er í fyrsta skiptið á prenti fjallað ítarlega um flótta eins af höfðingjum bæjarins til Ameríku. Sagt er frá eldsvoðum, byltingu í skólamálum, bandarískum velgjörðar- manni, bræðslufylu frá Krossanesi, íþrótta- vorinu á Akureyri og ótal mörgu fleiru. Saga Akureyrar, III. bindi, er mikið verk, 400 siður að lengd, prýdd miklum fjölda Ijósmynda, mörgum er aldrei hafa áður birst á prenti. , [Sago Akureyror er] störvel skrifuí og langfremst sllkro rita sem mörg hnfa séð dagsins Ijós á undanfömum árum.” EiMur Jínssm, Motgunblaöim 10. des. 1999. „Þessi bók er veislo; höfundi og útgefando til mikillor sæmdor. Tilhlökkunarefni er að eiga von ó meiru.' Mognús Úskmson uw 2. b. Sðgu Akmm 0922. növ. 1994. . bindi Sögu Akureyrar er nú loks komið í verslanir 6 nýjan leik en það seldist upp á sínum tfma og hefur verið ófóanlegt í nokkur ór. Rifflámm1 mm 5. MmM Ségu Akm^iu1 ^hrifaríkast verður [ritið] fyrir þá sök hversu höfundi tekst að tvinna saman sögu mannlífs og málefna.... í fáum orðum sagt: skemmtileg bók, afar vel og skipulega skrifuð. Og stórfróðleg." Erlendur Jónsson Morgunblodinu 12. okl. 2000. „Þetto bindi Sögu Akureyrar er vel heppnað. Jón hefur golt auga fyrir hvers konar smóatriðum sem gæða söguna Iffi." Ármann Jakobsson DV 9. nóv. 2000. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nýi sprautuklefinn er af gerðinni Omfa galixia 200. — © amia Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Starfsmenn Braggans í Vestmannaeyjum. flísalögð. Bragginn er vel búinn tækjum til að takast á við allar rétt- ingar, m.a. Autorobot xls-réttinga- bekk, þá er sérgrunnklefi og „máln- ingarbarinn“ er frá Sikkens og þar er hægt að fá allar litablöndur sem hugsast getur. Gunnar Darri sagði frá því að nýi sprautuklefinn væri tromp fyrirtækisins. Hann er af gerðinni Omía galixia 200 sem er best búni sprautuklefi landsins, en örfáir aðrir slíkir eru á landinu. Helsti kosturinn við klefann er gríð- arlega öflug loftræsting, en hann er nánast lyktarlaus. Öflug lýsing er í klefanum. Þá er lakkið „bakað“ í klefanum við 80 gráður á Celsíus. Gunnar Darri sagði að ef t.d. kæmi viðskiptavinur sem vildi láta lakka húddið á bílnum sínum og honum lægi mikið á væri mögulegt að grunna húddið, lakka, baka lakkið og viðskiptavinurinn gæti ekið í burtu eftir 30 mínútur. Sækja á markaðinn uppi á landi Gunnar Darri og Jón Steinar sögðu að næsta stóra verkefnið væri að ná fótfestu á markaðinum uppi á landi, það tæki allt sinn tíma og koma þyrfti fólki í skilning um að þetta er ekkert mál. Það er mun minna mál fyrir fólk í Þorlákshöfn að setja bílinn í Herjólf og fá hann sendan til baka sömu leið nýspraut- aðan en að keyra alla leið á Selfoss eða til Reykjavíkur. Þeir bræður sögðust ættla í víking og byrja í Þorlákshöfn og nágrannabyggðum og sjá hver árangurinn yrði, en nú þegar hafa þeir samið við fyrirtæki í Reykjavík um sprautuvinnu eins og verður gert kunnugt innan skamms. J| | jj JEt 1 jf j .-JjL Gestur Þorsteinsson, útibússtjóri Búnaðarbanka ísiands á Sauðárkróki, t.h., afhendir Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands, viðurkenningu fegrunarnefndar. Fj ölbrautaskóli Norðurlands vestra fær viðurkenningu Skagaströnd - Nýlega veitti fegrun- amefnd Sparisjóðs Sauðárkróks, en vörsluaðili hans er útibú Búnaðar- banka íslands á staðnum, Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki viðurkenningu fyrir skipulag og frágang Bóknámshúss skólans og lóðar hans. Það var Gestur Þorsteinsson, úti- bússtjóri Búnaðarbankans, sem af- henti Ársæli Guðmundssyni skóla- meistara viðurkenninguna, sem er áletraður skjöldur með stílfærðri mynd Bóknámshússins og listaverks sem prýðir lóðina. Við afhendinguna sagði Ársæll ánægjulegt að veita þessari viður- kenningu móttöku, og vissulega létti það lundina, nú á þeim tíma sem fátt væri til ánægju í miðjum verkfalls- átökum og skólahald allt í lamasessi. Ársæll sagði að átak hefði verið gert til þess að ganga að fullu frá lóð og ytri umgjörð skólans þegar húsið sjálft hefði verið fullbyggt og frá- gengið að því marki sem gert verður, en því starfi væri nú að fullu lokið. Sagði hann að viðurkenningin mundi gleðja augu nemenda og annarra þeirra sem kæmu inn um aðalinn- gang skólans, þegar störf hæfust að nýju, hvort sem yrði fyrir jól eða eftir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.