Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK BRIPS llmsjon (iiiðmundur 1‘áll Arnarson Austur opnar á fjórum laufum í fyrstu hendi á hættunni, en suður lokar síðan sögnum með fjórum hjörtum og vestur spilar út tromptíu: Austur gefur; AV á hættu. Norður * K542 ¥ 87642 ♦ 109 + DG Suður * D63 ¥ ÁKDG52 ♦ ÁK + 109 Vestur Norður Austur Suður 4 lauf 4 hjörtu Austur hendir laufi í hjartatíuna og suður drep- ur. Vestur hefur aðeins eina gilda ástæðu til að koma ekki út með lauf - hann á það ekki til. Sem þýðir að austur hefur byrjað með nílit. Spaðaásinn getur austur ekki átt - það væri of mikið af því góða - og því er óhætt að gera áætl- un sem byggist á því að spaðaásinn sé í vestur. Hver er hún? Til að byrja með er óhætt að taka ÁK í tígli til að sjá hvernig landið ligg- ur þar. í ljós kemur að austur á einspil í tígli. Hver er nú besta áætlun- in? Norður + K542 ♦ 87643 ♦ 109 + DG Vestur Austur + Á87 + G109 v 109 ¥ - ♦ G8765432 ♦ D + - + ÁK8765432 Suður + D63 » ÁKDG52 ♦ ÁK + 109 Nú er skiptingin á hreinu og ljóst að spaðinn er 3-3. Suður spilar þá smáu hjarta frá báðum höndum og neyðir vestur til að taka slaginn á níuna! Vestur skilar tveimur slögum til baka, hvað sem hann gerir. Ef hann spilar litlum spaða fást þar þrír slagir með því að hleypa á drottningu. Tígull er ekk- ert betri - þá trompar sagnhafi í borði og hendir spaða heima. Rekur síðan út spaðaásinn og fríar þrettánda spaðann með trompun. Þetta er eina leiðin til að fría spaðann án þess að austur komist inn til að takaÁKílaufi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns harf að fylgja afmælistil- kynninguiti og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, ^ Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 I Reykjavík Arnað heilla ÁRA afmæli. í dag O U miðvikudaginn 13. desember verður fimmtug- ur Örn Sigurbergsson, að- stoðarskólameistari, Beyki- hlíð 19, Reykjavík. Eigin- kona hans er Kristín Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum föstudaginn 15. des- ember kl. 19-22 í veislusal Ferðafélags íslands, Mörk- inni 3, Reykjavík. Myndrún ehf/Rúnar Þór BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. desember í Akur- eyrarkirkju, Hólmfríður Björk Pétursdóttir og Þor- valdur Örn Arnarson. Heimili þeirra er að Greni- völlum 24, Akureyri. SKAK l insjmi Helgi Áss Grétarsson INDVERJINN geðþekki Viswanathan Anand (2774) teflir á heimavelli á Heims- meistaramóti FIDE sem nú stendur yfir í Nýju-Delhí. Frammistaða hans enn sem komið hefur ekki valdið aðdáendum hans vonbrigð- um en í átta manna úrslit- um mun hann eiga vi<) nú- verandi heimsmeistara FIDE, Alexander Khalif- man. Staðan kom upp í ein- vígi Indverjans er hafði hvítt og moldverska stór- meistarans Viktor Bolog- ans (2641). 37. Rf6! He5 Ekki virðist svartur mega þiggja riddarafórn- ina þar sem eftir t.d. 37.. .gxf6 38. gxf6 He5 39. RÍ5 er sókn hvíts óstöðvandi. 38. g6! fxg6 38.. .gxf6 leið- ir rakleiðis til taps eftir 39. Dxf6+ Bg7 40. DÖ8+. 39.Rd7! Be7 40.Rxe5 dxe5 41.Df7 h6 42.De8+ og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti. Skákin í heild sinni tefldist svona: l.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.0-0 Be7 6.Hel b5 7.Bb3 d6 8.c3 0-0 9.h3 Rb8 10.d4 Rbd7 ll.Rbd2 Bb7 12.Bc2 He8 13.Rfl Bf8 14.Rg3 c5 15.d5 c4 16.Bg5 Dc7 17.RÍ5 Kh8 18.g4 Rg8 19.Dd2 Rc5 20.Be3 Bc8 21.Rg3 Hb8 22.Kg2 a5 23.a3 Re7 24.Hhl Rg6 25.g5 b4 26.axb4 axb4 27.exb4 Ra6 28.Ha4 Rf4 + 29.Bxf4 exf4 30.Rh5 Db6 31.Dxf4 Rxb4 32.Bbl Hb7 33.Ha3 Hc7 34.Hdl Ra6 35.Rd4 Dxb2 36.Hg3 c3. Hvítur á leik. Alþjóðiegt stærðfræðiár Rikissjónvarpið hefur ákveðið að fresta sýningum á þáttunum Life by the Nunbers sem stóð til að byrja sýningu á þann 4. desember. Þess í stað veröur byrjaö að sýna þættina 8. janúar 2001. Heimasíöa alþjóða stærðfræðiársins er; http://wmy2000.khi.is Þraut 29 (krukku eru smápeningar. 7 af þeim eru tíkatlar, 25% eru krónur og 5/9 eru fimmkallar. Hve margir peningar eru í krukkunni? ^ Svar við þraut 28. Svarið er: Fimmta myndin er sjöhyrningur inn í átthyrning, með einu loftneti efst. N er númer á mynd. N-ta myndin er regiulegur marghyrningur með (N + 2) horn inn í marghyrningi með (N + 3) hom, efst er eitt loftnet ef N er oddatala en tvö loftnet ef N er slétt tala. UOOABROT VIÐTOKU VIÐEYJARKLAUSTURS Sunnan að segja menn, Sundklaustr haldist laust. Þýzkir gera þar rask þeygi gott í Viðey. Óldin hefir ómild Ala bruggað vont kál. Undr er, ef ísland eigi réttir hans stétt. Jón Arason STJÖRIVUSPÁ eftir Franccs Drakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert svo hugmyndaríkur að þú gefur þér vart tíma til þess að framkvæma eina áð- ur en sú næsta tekuryfir. Hrútur (21. mars -19. apríi) Þú þarft að söðla um og finna orku þinni heppileg- asta farveginn, að öðrum kosti áttu á hættu að vinna allt fyrir gíg. Drífðu í þessu. Naut (20. apríl - 20. maí) Menn eru síbiaðrandi allt í kring um þig. Láttu það ekki fara í taugamar á þér, held- ur leiddu það hjá þér og þá mun þér famast ágætlega. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Art Láttu ekki reka á reiðanum, heidur taktu málin í þínar hendur og framkvæmdu þau. Þeir sem grípa tækifærin verða ofan á, hinir sitja eftir. Krabbi (21. júm' - 22. júlí) Gefðu gaum að líkama þínum og sinntu þörfum hans. Hollt mataræði, hreyfing og úti- vist eru beztu meðölin og svo þarf hugurinn líka að vera í jafnvægi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þótt engar breytingar liggi í loftinu, skaltu vera vel á verði, því tækifærin kunna að gefast fyrirvaralaust og þá er betra að vera viðbúinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (DSL Ef þú gengur ekki fram fyrir skjöldu og tekur af skarið, munu hlutirnir danka áfram uns allt er orðið um seinan. Vilji er allt sem þarf. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Það getur oft reynst erfitt að halda í horfinu svo ekki sé nú talað um að pota hlutunum áfram. En þolinmæði þrautir vinnur allar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu það ekki draga kjark- inn úr þér, þótt hlutirnir gangi ekki fyrirhafnarlaust upp. Þú þarft að leggja harð- ar að þér og þá rofar til. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) iSO Þótt mikið fjör ríki þessa stundina og gaman sé að taka þátt í því, máttu ekki gleyma alvöru lífsins. Og öllu gamni fylgir einhver alvara Steingeit „ (22. des. -19. janúar) dSf Það er ákaflega þýðingar- mikið að þú sért sveigjanleg- ur og bregðist rétt við þeim nýjungum, sem þér eru kynntar. Annars missirðu stjórnina. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) CÍ® Þótt þér finnist heimurinn vera að hrynja, er það ekki svo. Allt sem þú þarft að gera er að vera svolítið upp- litsdjarfari og sinna þínu starfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú mátt ekki vera svo hræddur að þú þorir ekki að njóta þess sem fagurt er og rétt. Þú kannt að greina í milli góðs og ills og þá er allt í lagi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. Islenski Póstlistinn sími 557-1960 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 71H eisladiskahulstur Aðeinskr. 1.950 síðasta pöntunarvika á vörum fyrir jól www.postllstlnn.ls Auðvelt - hringdu! •V \ glervara Gullfalleg handmáluð glervara Lampar og lampasúlur .ylnnora Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60. Sími 553 5230. 3L r Nú eru síðustu forvöð að fá myndatöku og myndir fyrir jól. Fjölbreytilegt verð, ffákr. 5.000. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020 Jólakvíði Námskeið um kvíða, spennu og sektarkennd tengd jólunum verður haldið í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 15. desember nk. kl. 19.00—22.00. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Skráning er í síma 553 8800. Sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur. Stefán Jóhannsson, MA fjölskylduráðgjafi. ______A GARBATORGl 7, VTE>„KLUKKUTURJsrU5TN“ ÚR Sc DJÁSN • GAKÐATOHG 7 • GABÐABÆR • SÍMI 565 9955 • FAX 565 9977 Hraunbær - raðhús Sérlega gott raðhús á einni hæð ásamt góðum bílskúr. 4 svefnher- bergi. Stór og björt stofa. Gott eldhús. Rúmgott þvottahús og búr innaf eldhúsi. Þægilegt sjónv.horn. Mjög góðurog skjólsæll suðurgarður. Búið að lyfta þaki. Eign í mjög góðu ástandi, á einstaklega rólegum og góðum stað. (FS FJÁRFESTING |[_j/ FASTEICNASALAf Borgartúni 31 Sími 562-4250 uingommu, ommu, c mömmu og wmi stúlknnnar /t/iu/ stuttar og síðar lita út sem ekta Opiö laugardag og sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.