Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 100 manns komu saman við útivistarsvæðið Solarvé í Grindavík Ráðist á lögreglu og slökkviliðsmenn RÁÐIST var að lögreglumönnum og slökkviðliðs- mönnum við útivistarsvæðið Sólarvé í Grindavík aðfaranótt annars dags jóla. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru um 100 manns, flestir um tvítugir að aldri, samankomnir á staðnum til þess að skemmta sér og hafði verið kveikt í bálkesti á staðnum, en samkoman var haldin í leyfisleysi yf- irvalda. Að sögn lögreglu kom til ryskinga þegar lög- reglan hugðist senda fólk af staðnum og slasaðist einn lögreglumaður minniháttar á andliti og fæti. Lögreglan þurfti að beita úða til þess að kveða nið- ur óspektirnar. Einn maður var færður í fangageymslur lög- reglunnar um nóttina en málið er nú í höndum rannsóknarlögreglunnar í Keflavík og samkvæmt upplýsingum frá henni má búast við því að ein- hverjar kærur verði gefnar út í kjölfar atburð- arins. Samkoman auglýst í útvarpinu Auglýstur hafði verið dansleikur í Hafurbirn- inum þessa nótt en þegar ljóst var að ekki hefði fengist leyfi fyrir honum var auglýst samkoma við Sólarvé á útvarpsstöðinni Bergmáli sem er stað- bundin útvarpsstöð. Lögreglan frétti af samkom- unni eftir að piltur, sem hafði brennt sig á fæti við' að tendra eídinn, leitaði hjálpar. Upphaflega fóru tveir lögreglumenn á vettvang en fljótlega vora fleiri kallaðir til og þegar óspektirnar vora mestar vora 9 lögreglumenn á staðnum. Ásatrúarmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að þeir eigi engin mannvirki eða aðstöðu í Grindavík og þeir hafi að ósekju verið bendlaðir við óspektir sem urðu í Grindavík þessa nótt. í yfirlýsingunni segjast ásatrúarmenn harma að hafa að ósekju verið bendlaðir við þessar óspektir. í huga þeirra séu jólin heilög hátíð ljóss og friðar en síst af öllu tilefni til átaka við lögreglu og slökkvilið. Útivistarsvæðið sem nefnt er Sólarvé var að mestu unnið af Tryggva Hansen steinsmiði. Verk- ið var byggt í nafni félags sem nefndist Vor siður og er um að ræða eins konar hof. Happdrætti Ilf Vann ríf- lega 30 millj. kr. RÚMLEGA fertug kona í Reykjavík datt í lukkupottinn í gærkvöldi þegar dregið var í Heita pottinum hjá Happ- drætti Háskóla íslands, því hún vann ríflega 30 milljónir króna. Konan átti trompmiða, sem er fimmfaldur miði, og einn einfaldan miða að auki á núm- erinu 15133. Að auki fengu þrír vinningshafar fimm millj- óna króna vinninga á einfalda miða, en þeir era búsettir í Hafnarfirði, Hveragerði og á ísafirði. Tíu miðaeigendur til viðbót- ar fengu einnar milljónar króna vinning hver. Af þeim vora fimm búsettir í Hafnar- firði og einn búsettur í Kópa- vogi, Reykjavík, Seltjamar- nesi, Siglufirði og á Akureyri. Heildarverðmæti vinninga sem dregnir vora út í gær- kvöldi hjá HHÍ var því um 55 milljónir kr. Morgunblaðið/Jim Smart Inni í útihúsunum sem brunnu á júladag voru m.a. gamlir traktorar sem bóndinn á staðnum hafði safnað. Eldur í útihúsum á Kjalarnesi ELDUR kom upp í útihúsum við bæinn Útkot á Kjalarnesi á jóla- dagsmorgun. Hvorki menn né skepnur hlutu skaða af brunanum en tvö útihús brannu mikið og er ljóst að fjárhagslegt tjón vegna þessa er töluvert. Inni í útihús- unum sem brannu voru m.a. gaml- ir traktorar og jeppar og síðasti kínverski bíllinn á Islandi. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði eld- ur upp úr húsunum, en að sögn slökkviliðsins tók um háltíma að ná tökum á honum og tók slökkvi- starfið í heild um tvo tíma. Sendir voru slökkvibílar ofan úr Tungu- hálsi og Skógarhlíðinni og einnig var bíll frá Reykjavíkurflugvelli sendur til öryggis. Þá tók slökkvi- lið á Kjalarnesi einnig þátt í slökkvistörfum. Að sögn slökkviliðsins voru hús- in einangruð með spónum og því var nægur eldsmatur í þeim. Minnst tjón varð á útihúsinu sem er næst bænum en hin tvö skemmdust gríðarlega mikið. Vetrar- stilla við Gróttu VEÐRÁTTAN yfir jólahátíðina hef- ur víðast hvar um landið verið landsmönnum með eindæmum hlið- holl. Vetrarstillur hafa verið ríkjandi líkt og hér má sjá við Gróttu þegar flutningaskip siglir þar hjá. Veðurspá gerir áfram ráð fyrir björtu en köldu tíðarfari sunn- an- og vestanlands um áramótin en norðan- og austanlands er reiknað með snjókomu eða éljagangi. Lokið við að hreinsa úr vinnsluhúsi Isfélagsins STARFSMENN ísfélagsins luku á Þorláksmessu við að hreinsa út úr brunarústunum í vinnsluhúsi Is- félagsins og eftir stendur húsatóft- in auð og tóm. Fram kemur á fréttavef Frétta í Vestmannaeyj- um að málmurinn hafi verið fluttur á Eiðið þar sem hann verður skor- inn niður í brotajárn og fluttur til útlanda. Aðrir hlutar hússins voru fluttir til urðunar og brennslu í Sorpu. Búið er að loka þeim hlut- um hússins, sem að mestu sluppu við skemmdir. Fram kemur að milli jóla og ný- árs sé ætlunin að þrífa og mála þann hluta hússins sem nýtanlegur er þannig að fljótlega eftir áramót- in ætti aðstaða fyrir síldar- og loðnuvinnslu að vera komín í sæmilegt horf. Þá er búið að fá lánuð frystitæki í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og verða þau sótt milli jóla og nýárs. Báðir frystiklefarnir eyðilögðust í brananum, en í gamla ísfélags- húsinu eru frystiklefar í ágætu standi og verða þeir nýttir á vænt- anlegri loðnuvertíð. Breytt póstnúmer GERÐAR hafa verið breytingar á póstnúmeram í hluta Hafnar- fjai-ðar, Kópavogs og Reykja- víkur. Einnig var gerð breyting á póstnúmeri í Snæfellsbæ. í Hafnarfirði er sú breyting orðin að svæðið sem er austan og sunnan megin við Reykjanes- braut, Ásland og Setbergsland, er nú með póstnúmerið 221 Hafnarfjörður. í Kópavogi hef- ur svæðið sem er sunnan og suð- austan við Kópavogslæk, Smárasvæðið, Lindimar og Sal- irnir ásamt Dalveginum öllum, fengið póstnúmerið 201 Kópa- vogur. Svæðið sem er almennt nefnt Vatnsendablettur er með póstnúmerið 203 Kópavogur. Svæðið sem er austan megin við Vesturlandsveg þegar keyrt er norður, Grafarholtið, hefur fengið póstnúmerið 113 Reykja- vík. Að lokum var gerð breyting á póstnúmeri Snæfellsbæjar (Amarstapi, Breiðavík, Hellnar og Staðarsveit). Snæfellsbær hafði áður póstnúmerið 355 en hefur nú fengið póstnúmerið 356 Snæfellsbær. Ólafsvík er með póstnúmerið 355 eins og áður og Hellissandur verður áfram með póstnúmerið 360. Póstur sem hefur verið póst- lagður til ofangreindra svæða undir eldra póstnúmeri kemst að sjálfsögðu til skila, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eldri póstnúmer verða áfram tekin gild eitthvað fram á nýár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.