Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBBR 2000 13 Utflutningur á íslensku lambakjöti til Færeyja leggst ekki af þrátt fyrir hertar ESB-reglur Fimm íslensk sláturhús viður- kennd af ESB HERTAR reglur Færeyinga um innflutning landbúnaðarvara til eyjanna, sem taka gildi 1. febrúar næstkomandi samkvæmt samningi við Evrópusambandið, hafa lítil sem engin áhrif á útflutning á íslensku lambakjöti til Færeyja, að sögn Að- alsteins Jónssonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda. Samkvæmt samningnum við ESB munu Færeyingar ekki taka við kjöti nema frá sláturhúsum sem hlotið hafa viðurkennt leyfi frá ESB. Um helmingur alls útflutn- ings á íslensku Iambakjöti hefur farið til Færeyja, eða um 500 tonn af 1.000-1.200 tonnum, en kjötið hefur að langmestu leyti komið frá þeim fimm sláturhúsum sem hafa fyrrnefnt leyfi frá Evrópusamband- inu. Þetta eru sláturhús á vegum Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, Goða á Höfn í Hornafirði og Hvammstanga, Norðlenska mat- borðsins á Húsavík og Sölufélags A- Húnvetninga á Blönduósi. Reglurn- ar gætu þó haft áhrif á einstaka minni sláturleyfishafa, m.a. Kaup- félag Skagfirðinga sem hefur flutt nokkurt magn til Færeyja. En þar hefur verið óskað eftir leyfi frá ESB og reiknað er með að það verði komið fyrir sláturtíð næsta hausts. Nægjanlegt magn í útflutninginn Aðalsteinn sagði að nægjanlegt magn af kjöti kæmi frá þessum fimm sláturhúsum í þann útflutning sem þyrfti að sinna. Hann sagði ennfremur að Færeyjar væru síð- asta landið í Evrópu, sem íslenskt lambakjöt væri flutt til, sem tileink- aði sér hertar reglur Evrópusam- bandsins. Auk Færeyja hefur tölu- vert verið flutt út af kjötskrokkum til Danmerkur og Noregs og þá ein- göngu frá viðurkenndum sláturhús- um. Unnar kjötvörur hefur ekki verið hægt að flytja út, þar sem engin kjötvinnsla hér á landi hefur tilskilin leyfi sem ESB hefur kraf- ist. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Sláturfélag Suðurlands áformi rekstur kjötvinnslu í Dan- mörku til að geta selt unnar kjöt- vörur fyrir markaði Evrópusam- bandsins. Skagfírðingar bíða úttektar frá Evrópusambandinu Sá sláturleyfishafi sem einna mest hefur flutt til Færeyja, en ekki haft viðurkennt leyfi ESB, er sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Að sögn Vésteins Vésteinssonar sláturhússtjóra komu tíðindin frá Færeyjum kaupfélags- mönnum á óvart en hann taldi að megnið af útflutningi yfirstandandi sláturtíðar, um 80 tonn, yrði komið til Færeyja fyrir 1. febrúar nk. Á síðustu sláturtíð fóru um 100 tonn af skagfirsku lambakjöti til Fær- eyja. „Við erum að vinna að því að slát- urhúsið fái útflutningsleyfi á Evr- ópumarkaði og sú vinna var hafin áður en við vissum þetta með Fær- eyjar. Liður í því er að við gerðum töluverðar breytingar á húsinu í haust og bíðum eftir því að úttektir heilbrigðisyfirvalda Evrópusam- bandsins fari fram. Við bindum von- ir við að því ljúki á næsta ári þannig að við verðum í hópi þeirra slát- urhúsa sem komin eru með leyfi. Þetta er nauðsynlegur áfangi sem þarf að nást,“ sagði Vésteinn. Staðgreiðsluhlut- fallið hækkar um 0,39 prósentustig STAÐGREIÐSLUHLUTFALLIÐ verður 38,76% á árinu 2001 og hækkar um 0,39 prósentustig frá því í ár, en hlutfallið hefur verið 38,37%. Staðgreiðsluhlutfallið hækkar þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið lækki um 0,33 prósentustig þar sem útsvarsprósentan hækkar meira en nemur lækkun tekju- skattsins. Á næsta ári verður hlut- fall tekjuskatts af staðgreiðslunni 26,08% en var 26,41%. Hlutfall meðalútsvars á næsta ári verður 12,68%, en meðalútsvar var 11,94% og hækkar því um 0,74 prósentu- stig. Samkvæmt lögum hafa sveitar- félög heimild til að leggja að há- marki 12,70% á skattskyldar tekjur og að lágmarki 11,24%. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nýta heimild sína til að leggja á hámarksútsvar nema Garðabær og Seltjarnarnes sem leggja á 12,46% í útsvar og Mosfellsbær sem legg- ur á 12,65%. Sama gildir um lang- flest sveitarfélög á landinu, þ.á m. Akureyri, Isafjörð, Vestmannaeyj- ar, Hornafjörð og fleiri. Einungis fjórir sveitahreppar leggja á lag- marksútsvar. Það eru Hvalfjarð- arstrandarhreppur, Skilmanna- hreppur og Skorradalshreppur í Borgarfirði og Ásahreppur í Rang- árvallasýslu. Persónuafsláttur eykst um rúmar 700 kr. á mánuði Persónuafsláttur eykst á næsta ári um rúmar 700 kr. á mánuði og verður 25.245 kr. í stað 24.510 kr. í ár. Þá verður heimilt að millifæra 90% af ónýttum persónuafslætti maka, en hlutfallið var 85% á árinu 2000. Hlutfallið hækkar í 95% á árinu 2002 og heimilt verður að millifæra hann að fullu árið 2003. Þá er heimilt að halda 4% gi-eiðslu í lífeyrissjóð utan stað- greiðslu og 4% til viðbótar sé um viðbótartryggingavernd að ræða samkvæmt sérstökum samningi þar um. Tryggingagjald verður óbreytt milli ára, 5,23% í öllum at- vinnugreinum nema hjá útgerðum bætast við 0,65 prósentustig vegna slysatryggingar og er hlutfallið þar 5,88%. Þá verður næsta ári lagður á sérstakur 7% hátekjuskattur á tekjur umfram 3.360 þúsund hjá einstaklingi og tvöfaldast sú upp- hæð ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða. Hátekjuskattur er ákvarðaður við álagningu og er ekki greiddur í staðgreiðslu. Barist fyrir bættri umferðarmenningu Á FJÓRÐA hundrað manns minntist í gær vinar síns Guðmundar Isars Ágústssonar sem lést af slysförum þennan dag fyrir tveimur árum en Guðmundur var á þrettánda ári þegar hann lést. Minning- artónleikar og helgi- stund var haldin í Nes- kirkju þar sem fjöldi listamanna kom fram til að minnast látins vinar. Að Iokinni helgistund- inni var „Gúndaganga" gengin þar sem kirkju- gestir fóru fylktu liði með kyndla að leiði hins látna í Fossvogs- kirkjugarði undir kjör- orðinu „Unglingar gegn of hröðum akstri“. „Það slær á sorgina og er ómetanlegur stuðningur að eiga svona stund sainan," sagði Guðbjörg Guð- mundsdóttir, móðir Gúnda. „Tónleikarnir voru fallegir og hug- Ijúfir en einnig trega- blandnir, það má eig- inlega segja að listamennirnir hafi snert alla tilfinningastrengina. Það var einnig hjart- næmt að sjá alla vini og skólafélaga Gúnda úr Hagaskóla samankomna en þeir hafa sótt það fast að fá að minn- ast félaga síns með þessum hætti til að öðlast styrk í sorginni.“ Morgunblaðið/Kristinn Frá minningartónleikum um Guðmund fsar í Neskirkju í gær. Tilgangur tónleikanna var ekki síst að minna á afleiðingar hrað- aksturs og nauðsyn þess að sporna gegn honum. „Fjöldi dauðaslysa í umferðinni er hörmulegur og við verðum að efla meðvit- und ökumanna um hvaða afleiðingar ofsaakstur getur haft. Það færir okkur enginn látinn ást- vin til baka,“ sagði Guð- björg og lagði þunga áherslu á að bætt um- ferðarmenning ætti að vera forgangsatriði í huga landsmanna. „Við verðum sér- staklega að vekja ung- linga til umhugsunar um hætturnar sem hrað- akstur getur haft í för með sér. Þau sitja undir stýri von bráðar og eru í hvað mestum áhættuhópi að Ienda í slysum,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð hvort minn- ingarstund sem þessi verði árleg hér eftir sagðist hún vona að svo yrði og „Gúndaganga" festist í vitund þjóð- arinnar sem þörf áminn- ing um hætturnar í um- ferðinni og nauðsyn forvarna gegn umferð- arslysuin og hraðakstri. „Forvarnir sem þurfa ekki að kosta peninga og geta byrjað með hug- arfarsbyltingu. Draum- urinn er að stofna minn- ingarsjóð í nafni Guðmundar Isars sem hægt væri að veita úr árlega til styrktar fórnarlömbum umferðarslysa.“ Krabbameins- félagsins 24. (/eA'esfi/fe/* 2000 Cf'ínnínacii* Volkswagen Bjalla. Verðmæti 1.800.000 kr. 27114 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð, 1.000.000 kr. 82117 Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu, 100.000 kr. 844 14470 29919 43617 56595 69283 93858 104566 118185 139128 1791 16600 29957 43714 57064 72600 94248 104668 118892 139950 2343 17316 30523 44164 57972 75361 94823 104880 120727 141651 3640 18272 30573 48217 60200 77667 95537 107041 122339 143251 4053 18317 31950 48663 63414 78952 95595 110371 126581 143407 4484 19012 32194 49085 64032 79273 95884 110674 127625 144155 4556 19245 32539 49862 65357 81006 95904 110861 128903 144437 6282 19397 34283 50064 65800 82699 96330 111308 129657 144651 7882 20451 35263 50562 67373 83167 96607 112250 129879 145617 8895 20686 36043 50843 67796 86205 97177 112625 130039 146209 9968 22305 37285 53870 67861 89464 97984 113140 133607 146381 10390 22739 38568 54096 67911 89930 99389 114310 133743 146486 11979 26406 39450 54159 67936 90155 101467 115751 133831 146894 13178 26593 40121 54162 68142 90269 102234 115789 134645 147433 13290 26699 42551 54776 68708 91112 103017 116050 134698 14214 29603 42851 56134 69087 91736 103240 116634 137474 é f4&a/>6ameies/e/agidfiaAAar /a/u/smönmmi oeitía/i xtuAni/uj Krabbameinsfélagið Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 540 1900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.