Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 14

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgönguráðherra ver frumvarp sitt um áhafnir skipa Dregur ekki úr öryggi Dregur úr jólaversl- un á Austfjörðum KAUPMENN á Austurlandi eru margir þeirrar skoðunar að versl- un fyrir jólin nú hafi verið minni en í fyrra. Frá þessu er greint á Fréttavef Austurlands, en þar kemur fram að kaupmenn kenni einkum um fólksfækkun á svæðinu en einnig því að margir hafi farið norður til Akureyrar og verslað þar. Telja kaupmenn að nýja versl- unarmiðstöðin á Akureyri hafi dregið marga norður. Það eru einna helst kaupmenn á Héraði sem telja verslun svipaða og í fyrra. Gönguferð í Elliðaár- dalnum ÞAÐ hefur verið gott göngufæri að undanförnu vegna einmunatíðar á landinu og margir því nýtt sér tæki- færið til útivistar og gönguferða líkt og þessi kona, sem var á gangi í Elliðaárdalnum um jólin. Það veitir enda ekki af hreyfingu um þessar mundir þegar borð svigna undan veislufongum. Ekki er útlit fyrir að vcðrið breytist næstu dagana því spáð er köldu veðri og stillum. Arekstur við Borg- arnes ÁREKSTUR tveggja bíla varð við Galtarholtsflóa um 12 km norðan við Borgames síðdegis í gær. Að sögn lögreglu urðu engin meiðsl á fólki en flytja þurfti báða bílana af vettvangi með dráttarbíl. Áreksturinn varð um klukkan 16.30 þegar annar bíllinn reyndi að taka fram úr hinum, en að sögn lög- reglu var hálka á veginum. SAMGÖNGURÁÐHERRA segir fullyrðingar Vélstjórafélags íslands um að ráðuneytið hafi eingöngu tekið tillit til tillagna útgerðar- manna við gerð frumvarps um áhafnir skipa. Hann segir að það sé faglegt mat ráðuneytisins og sér- fræðinga sem það hafi leitað til að tillögur framvarpsins dragi ekki úr öryggi sjómanna. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lagði fram á Alþingi fyrr í mánuðinum framvarp um áhafnir íslenskra skipa. Við gerð frum- varpsins var byggt á framvarpi um mönnun flutninga- og farþegaskipa sem ekki varð útrætt á síðasta þingi og áliti nefndar sem skipuð var til að fjalla um málið. Megintil- gangur frumvarpsins er að laga ís- lenska löggjöf að alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna. Það nær til allra íslenskra fiskiskipa, ekki ein- ungis flutninga- og farþegaskipa eins og áður var ráðgert. Hefur framvarpið í för með sér að vél- stjóram fækkar á tilteknum gerð- um skipa, einnig skipstjórnarmönn- um í vissum tilvikum. Hefur Vélstjórafélag íslands sent frá sér harðorða ályktun af því tilefni þar sem fram kemur að um það bil 350 til 400 vélstjórar af 1160 stöðugild- um þurfi að fara í land. Þeir sem eftir verða muni ekki ráða við starf- ið og það ógni öryggi sjómanna. Tekið tillit til sjónarmiða vélstjóra Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að verið sé að horfa til þess að miklar breytingar hafi orðið á vélbúnaði skipa, meðal annars með aukinni sjálfvirkni. Til þess verði að taka tillit. „Það er fjarri lagi að eingöngu sé byggt á til- lögum útvegsmanna,“ segir ráð- herra og vekur athygli á því að í framvarpinu sé meðal annars vikið frá tillögum nefndarinnar um stærðarflokkun skipa vegna hags- muna vélstjóra. Hann segir að vissulega séu skiptar skoðanir um áhrif fækkunar vélstjóra og stýrimanna. Það sé hins vegar faglegt mat ráðuneyt- isins og sérfræðinga sem það hafi leitað til, meðal annars hjá Sigl- ingastofnun, að ekki dragi úr ör- yggi sjómanna þótt vélstjórum fækki á tilteknum gerðum skipa. Sjómenn eru með lausa kjara- samninga og telja vélstjórar að frumvarpið muni tvímælalaust hafa óbein áhrif á kjaraviðræður. Sam- gönguráðherra segir að frumvarpið hafi verið lengi í undirbúningi og meðförum og telur að það eigi ekki að hafa áhrif á kjaraviðræður sjó- manna og útvegsmanna. Vélstjórar ítrekuðu mótmæli sín við framvarpi samgönguráðherra með ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins með vélstjóram á fiskiskipum í gær. „Fundurinn met- ur þær breytingar sem hér um ræð- ir, nái þær fram að ganga, með þeim hætti, að hætta sé á stórfelld- um flótta íslenskra vélstjóra af fiskiskipum til starfa í landi. Ekki sé unnt að leggja það aukna álag og þá auknu ábyrgð sem óumflýjan- lega sé fylgifiskur slíkrar löggjafar á þá vélstjóra sem eftir kunna að verða á íslenskum fiskiskipum," segir m.a. í ályktun fundarins. Morgunblaðið/ Kristinn Birgjr Tjörvi Pétursson segir sjónarmið borgarlögmanns byggð á hæpnum forsendum Sveitarfélög þurfa sömu valdheimildir BIRGIR Tjörvi Pétursson lögfræð- ingur segist standa að öllu leyti við sjónarmið sín um að sveitarfélög þurfi í meginatriðum sömu vald- heimildir til athafna og aðrir op- inberir aðilar en formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og borgarlögmaður telja hann sníða athöfnum sveitarfélaga allt of þröngan stakk í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var. Birgir Tjörvi sagðist áður hafa heyrt þessi sjónarmið frá borgar- lögmanni en þau byggðu á mjög hæpnum forsendum og hættulegum misskilningi. í fyrsta lagi sé því haldið fram að hér á landi séu aðrar aðstæður en annars staðar og því sé ekki hægt að yfirfæra þær regl- ur sem gildi annars staðar yfir á að- stæður hér. Því sé til að svara að sömu grandvallarsjónarmið gildi hér á landi og annars staðar, til dæmis í Danmörku, um að stjórn- völd þurfi heimildir til athafna og að sama gildi um sveitarfélög. „Það að reglunum hafi ekki verið Tramfylgt,hér..á,landií samræmi við þessi meginsjónarmið er ekki rök- stuðningur fyrir því að þær beri ekki að virða heldur þvert á móti. Ríkjandi ástand verður ekki rétt- lætt með því einu að það sé ríkjandi heldur þarf að gera það með rök- um. Hið opinbera, hvort sem það eru ríki eða sveitarfélög, þarf að fylgja þeim reglum sem gilda og eiga að tryggja réttindi og frelsi borgaranna," sagði Birgir Tjörvi. Hann sagði að í þessu sambandi skipti engu máli hvort verkefni sveitarfélaganna væra skyldubund- in eða þeim væri einungis heimilt að sinna þeim. Þau yrðu að fara að þeim reglum sem giltu um meðferð opinbers valds. Birgir sagði að það væri alveg rétt hjá borgarlögmanni að Hita- veita Suðurnesja og Landsvirkjun hefðu heimildir samkvæmt lögum til arðgreiðslu. Það væri nákvæm- lega sú gagnrýni sem hann hefði verið að setja fram að það vantaði slíka heimild fyrir Orkuveitu Reykjavíkur til arðgreiðslu. Vatna- lögin sem borgarlögmaður vísi til geti ekki verið stoð í þessu sam- bandi því að ákvæði þeirra séu hugsuð sem sveiflujöfnunartæki. Bæði sé gert ráð fyrir greiðslum til rafmagnsveitna þegar erfitt sé í ári og síðan greiðslum frá þeim þegar betur ári. „Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram fyrir utan borgarlögmann, að þetta ákvæði heimili viðvarandi arðgreiðslur, þ.e.a.s. skattlagningu. Það passar ekki inn í þessa mynd,“ sagði Birgir Tjörvi. Þarf sérstakar heimildir til Hann sagði að formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga vísaði til arðgreiðsluákvæðis í sveitar- stjórnarlögum. Það eitt og sér væri ekki nægur grundvöllur fyrir arð- greiðslur heldur þyrfti sérstakar heimildir til þeirra og það kæmi fram í nefndaráliti meirihluta félagsmálanefndar Alþingis við um- fjöllun um frumvarpið á Alþingi. „Fyrir því er einföld ástæða. Eins og ítrekað hefur komið fram í dómum Hæstaréttar og álitum um- boðsmanns Alþingis er gjaldtaka hins opinbera, umfram þann kostn- að sem fylgir því að veita tiltekna þjónustu hjá hinu opinbera, skatt- ur. Um leið og menn eru farnir að taka gjöld sem era hærri en nemur kostnaði við að veita þjónustuna era þeir farnir að leggja á skatt,“ sagði Birgir Tjörvi. „Hvorki ákvæði sveitarstjórnar- laga um arðgreiðslur né ákvæði vatnalaga uppfylla þær ströngu kröfur sem 77.gr. stjórnarskrárinn- ar gerir til skattlagningarheimildar skv. þeirri túlkun sem dómstólar hafa beitt á ákvæðinu. Sama má segja um gjaldtökuákvæði laga um Hitaveitu Reykjavíkur og orkulaga. Borgarlögmaður og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga virðast gleyma því að um er að ræða mannréttindaákvæði í stjórn- arskránni og loftfimleikar í laga- túlkunum á því ákvæði era í besta falli óviðeigandi,“ sagði hann enn fremur. - , >n—^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.