Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 28.12.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „... goldið mun dramb á skapastund“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Þessi sýning er enn ein rósin í hnappagat Kjartans Ragnarssonar leikstjóra," segir meðal annars í umfjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttur. Á myndinni er leikendum fagnað í lok frumsýningar. LEIKLIST Þjóðleikhúsið ANTÍGÓNA Höfundur: Sófókles. Islensk þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Gretar Reynisson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Anna Krist- ín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Arnljótsdóttir, Erlingur Gíslason, Halldóra Björnsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gislason, Stefán Jónsson og Valdi- mar Orn Flygenring. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Tryggvi M. Baldvinsson. Stóra sviðið, 26. desember. ÞETTA mun vera í annað sinn sem Antígóna Sófóklesar er færð á svið í íslensku atvinnuleikhúsi, en í fyrra skiptið var það hjá Leikfélagi Reykjavíkur leikárið 1969-70. Það var fyrir áeggjan Sveins Einars- sonar, þáverandi leikhússtjóra LR, að Helgi Hálfdanarson þýddi verkið og varð það upphafíð að miklu verki hans en eins og kunnugt er hefur Helgi íslenskað alla þá forngrísku harmleiki sem varðveittir eru eftir þá Æskílos, Sófókles og Evrípídes. Verður það seint fullþakkað. Það er þýðing Helga Hálfdanar- sonar sem hér er færð upp, en fyrir leikgerðinni eru skrifaðir þeir Kjartan Ragnarsson og Gretar Reynisson og virðist mér sem þeirra hlutur sé aðallega fólginn í að hnika röð ljóðlínanna lítilsháttar til og skipta línum kórsins niður á einstaka meðlimi hans. Kjartan Ragnarsson er leikstjóri sýningar- innar og Gretar Reynisson gerir leikmyndina. Þeir Kjartan og Gret- ar hafa valið að „nútímavæða" sýn- inguna, sú nútímavæðing kemur helst fram í leikmynd, búningum og ýmsum leiklausnum en ekki er um að ræða breytingu á texta í átt til nútímamálfars. I heildina hefur tekist mjög vel til með þessa nú- tímavæðingu verksins, hún er smekkleg og áhrifarík en vinnur aldrei á móti textanum eða inntaki hans. Hinn fagri texti Sófóklesar í frábærri þýðingu Helga Hálfdan- arsonar kemst vel til skila í þessari sýningu. Antígóna er síðasta leikritið í þrí- leik Sófóklesar um örlög Ödípúsar konungs, konu hans og barna. Hið fyrsta, Ödípús konungur, var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í leik- stjórn Helga Skúlasonar en mið- leikurinn, Ödípús í Kólónos, hefur enn ekki verið sviðsettur á Islandi. í því verki er fjallað um útlegð og dauða Ödípúsar, en dóttir hans, Antígóna, fylgir honum í útlegðina því hún neitar að yfírgefa blindan föður sinn í nauðum. Hinn sterki persónuleiki Antígónu, sem neitar að beygja sig fyrir ofurvaldi kónga og karlmanna, er því undirbyggður í Ödípús í Kólónos og ítrekaður ennfrekar í því verki sem hér um ræðir. Bræður Antígónu, þeir Eteókles og Pólíneikes, hafa borist p bana- spjótum sem hermenn andstæðra fylkinga í stríði því sem lauk með sigri Þebuhers og hefur móður- bróðir þeirra, Kreon (bróðir Jók- östu), tekið við völdum í Þebu þegar leikurinn hefst. Hann lætur þau boð út ganga að Eteókles skuli hljóta sæmdarútför en lík Pólíneikesar (sem var í óvinahernum) skuli skilið eftir úti á víðavangi hundum og hrægömmum til ætis. Slíka van- virðu við bróður sinn lætur Antíg- óna ekki viðgangast og í trássi við boð konungs eys hún lík bróður síns mold og færir dreypifórnir honum til sáíuhjálpar. Fyrir slíka óhlýðni við boð konungs er hún handtekin og henni refsað á grimmilegan hátt, þrátt fyrir að unnusti hennar, Hemon sonur Kreons, biðji henni griða og fleiri vari konunginn við afleiðingunum. Aður en yfir lýkur hefur þver- móðska Kreons kallað blóð sonar hans og eiginkonu yfir hann og hann situr eftir bugaður maður. Það er Kreon sem gerist sekur um ofdramb (hybris) það sem oftast er aðalinntak harmleikjanna gn'sku og kallar þar með yfir sig grimmi- lega hefnd guðanna (nemesis). Arn- ar Jónsson fór mjög vel með hlut- verk Kreons; var sannfærandi bæði sem hinn óbilgjarni valdhafi sem og sem hinn bugaði og sigraði eigin- maður og faðir. Arnar sýndi enn sem áður að hann hefur blæbrigða- ríka túlkun á breiðum tilfinninga- skala á valdi sínu. Halldóra Björnsdóttir fór með titilhlutverkið og leysti það vanda- sama verk á frábæran hátt. Bún- ingur Halldóru í byrjun hafði skír- skotun til andspyrnuhreyfingar- innar frönsku í síðari heimsstyrj- öldinni (svört alpahúfa) og var það ágætis ítrekun á hlutverki hennar sem andspyi'nuafls gegn kúgandi hervaldi. Síðar þegar hún hafði ver- ið klædd síðum serk og hár hennar klippt minnti hún á öll þau fórn- arlömb sem hafa verið líflátin fyrir málstað sinn. Halldóra dró upp mynd af sterkri ungri konu sem lætur valdið ekki beygja sig, en einnig túlkaði hún vel örvæntingu og hræðslu hins dauðadæmda fanga. Edda Arnljótsdóttir var í hlut- verki systur Antígónu, ísmenu, sem þorir ekki að rísa gegn valdinu, og miðaðist leikur Eddu að því að skapa sterka andstæðu við syst- urina sem einnig er ítrekað með leikgervunum - útliti og búningum. Anna Kristín Arngrímsdóttir hafði sterka nærveru sem Evrídíka drottning og eiginkona Kreons. Texti hennar er ekki mikill en hún skilaði óaðfinnanlega sínum hlut. Rúnar Freyr Gíslason er Hemon, sonur Kreons og Evrídíku og unn- usti Antígónu. Samleikur hans og Arnars Jónssonar þegar sonurinn reynir að tala um fyrir föður sínum - í fyrstunni án þess að særa hann eða misbjóða föðurvaldinu, síðan með réttlátri reiði - var með mikl- um ágætum. Þegar á heildina er lit- ið saknaði ég kannski aðeins dýpri túlkunar Rúnars Freys á þeim ótta sem hlýtur að gegntaka hann þegar unnustan er dæmd til dauða, á þeirri örvæntingu sem fær hann til þess að fylgja henni í dauðann. Er- lingui- Gíslason er í hlutverki Teir- esías, hins blinda sjáanda og spá- manns, sem að lokum fær Kreon til að beygja stolt sitt og vald, þótt of seint sé. Erlingur fór ágætlega með sinn hlut og það sama má segja um Valdimar Örn Flygenring í hlut- verki sendiboða og varðhunds Kreons. Búningur hans og látbragð minnti einna helst á glæpa- eða mafíósamyndir samtímans. Stefán Jónsson var frábær í hlutverki varðmanns og vakti textameðferð hans athygli, en Stefáni lætur vel að beygja hinn bundna texta undir túlkun sína. Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir mynduðu skemmtilegan hóp þebverskra kvenna og var hlut- ur þeirra í sýningunni þeim öllum til sóma. Hjalti Rögnvaldsson og Randver Þorláksson fóru með hlut- verk öldunganna sem þora ekki að rísa gegn kóngi en skiluðu vel ótt- anum og vissunni um feigðarflan konungs. I heild er hér um að ræða afar vel heppnaða útfærslu á þessum forngríska harmleik. Nútímafærsl- an er hnitmiðuð en fer hvergi út í öfgar og skírskotanir til samtímans komast vel til skila. Sviðsmynd Gretars Reynissonar er bæði snjöll og listilega útfærð og skírskotar til gríska hringsviðsins í einfaldleika sínum. Dökkir litir eru ráðandi í sviðsmyndinni og búningum Þór- unnar Elísabetar Sveinsdóttur og ásamt lýsingu Páls Ragnarssonar skapar umgjörðin leiknum viðeig- andi stemmningu. Tónlist Tryggva M. Baldvinssonar eykur drama- tískan undirtón sýningarinnar án þess að vera nokkurn tíma of ágeng. Þessi sýning er enn ein rós- in í hnappagat Kjartans Ragnars- sonar leikstjóra sem getur verið stoltur af þessu verki sínu. Soffía Auður Birgisdóttir Hönnun List Gullsmiðir Árið 2000 Veldu ^Jeit i n g a h ú s mánaðarins og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo! Sendist til: Morgunblaösins, merkt "Veitingahús mánaöarins", Kringlunni 1, 103 Reykjavík Veitingahús mánaöarins er: Nafn: Kennitala: Sími: Heimilisfang: Umsögn: Einnig hægt að velja á ieelandic-chefs.is Gildir ut árið 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaðar. V/SA REYKJAVfK % Atnm aooo vlsa.is icelandic-chefs.is reykjavik2000.is Tækifæri aldarinnar Mjög stór húseign eins og ný til sölu fyrir athafna- mann/menn. Fjölbreyttir rekstrarmöguleikar. Vel stætt og vel rekið sveitarfélag býður alla mögu- lega aðstoð. Nægur undirbúningstími. Jarðhiti. Mikið landrými, gott útsýni. I þjóðbraut. Akstur í 2-4 klst. frá Reykjavík. Gjafverð. Hagstæð stofnlán. Nefndu störf þín og atvinnuhugmyndir og þér verður svarað. Tilboð merkt: „Fyllsti trúnaður — 21021“ berist fyrir 5. janúar til auglýsingadeildar Morgunblaðsins. Ættir þú ekki að fjárfesta í myndlist núna Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.